Morgunblaðið - 20.10.1968, Page 28

Morgunblaðið - 20.10.1968, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1968 hættu, jafnvel með tvenna vetl- inga. — Hendurnar á þér eru vit- anlega dýrmætari, sagði Jill og leit um leið á löngu, liðugu fing- urna, sem voru orðnir sólbrennd ir. — Þú verður nú að koma aft- ur í spítalann þinn jafngóður. Og enn er nægur tími handa þér til að finna eitthvað merkilegt, er það ekki? Svo hélt hún áfram: — Hún Sandra sagði mér frá öllu í gærkvöldi. Ég vona, að þið verðið bæði afskaplega ham- ingjusöm. — Þakka þér fyrir Jill. Varðstu hissa? — Það má nú svara því bæði neitandi og játandi, sagði hún. — Það er að segja, það var al- veg greinilegt, að þið Sandra höfðuð áhuga hvort á öðru frá fyrstu byrjun, og hún hefur oft talað vel um þig við mig. En einhvernveginn datt mér aldrei í hug, að hún færi neitt að binda sig svona fljótt. Ekki svona strax. En samt er ég nú viss um, að innst inni, þráir hún að setj- ast að um kyrrt, jafnvel þó hún sé stundum að segja, að sig langi ekkert til neins annars en vera frjáls og skemmta sér og hafa karlmenn til að snúast í kring- um sig. Hún gekk aftur á bak og athugaði borðin. — Jæja þá er víst allt tilbúið. Hvenær ætlið þið að opinbera, Oliver? Eða ætl ið þið kannski að halda því leyndu? — Alls ekki. Við ætlum ein- mitt að tilkynna forvitnum Fall- owmanleiðangrinum tíðindin við kvöldverð í kvöld. Þá verða all- ir samankomnir. — Við gætum haldið þetta eitt hvað hátiðlegt, sagði Jill. Ég gæti bakað stóra köku í dag og búið til pappírsblóm, og svo höf um við þessi digru rauðu kerti, sem við eigum til vara^ ef raf- magnið skyldi bila. — Þetta er fallega hugsað af þér, en ég held að við sleppum því samt. Þetta er vinnuhópur, sem heldur sig að sínu verki. Ég held, að hún Enid myndi al- veg springa í loft upp af svona tímaeyðslu, og ég held að prófess orinn yrði ekkert hrifinn af því heldur. Nei, við skulum bara til- kynna það og gleyma því síðan. Ástarævintýrin verða að bíða þangað til við erum komin aftur til siðmenningarinnar. — Það var leiðinlegt, andvarp aði Jill. — Ég hefði haft gaman af svolítilli veizlu, svona til til breytingar. En ég skil þiig vel. — Þegar við erum komin úr eyðimörkinni, höldum við al- mennilega veizlu, Jill. Og þar skalt þú verða heiðursgestur en 'ekki uppþvottakona, því lofa ég þér. — Já, þá skulum við halda trúlofunarveizlu. Ég veit, að hún Sandra hefði gaman af því. Hún nýtur sín fyrst til fullnustu þegar allir eru kátir og í há- tíðaskapi. Nú fór fólkið að koma. Jill var á þeytingi að þjóna því, fyllti könnur og föt og hlustaði á glefsur af samtalinu, ^ftir föng um. Svo virtist sem verkið væri í góðum gangi. Enid Cater ljóm aði öll, og jafnvel gullna hárið á henni skein bjartar og andlit ið var mýkra og með meiri á- nægjusvip en Jill hafði séð það áður. Fyrir Enid var starfið eins og goð á stalli, dáð og friðhei- lagt og þarfir þess gengu fyrir öllu öðru. Jill tók eftir því, að hún var að tala við Graham, með höndina á öxl hans, er hún lagði áherzlu á eitthvert mikil- vægt atriði. Hvað skyldi nú Gra ham hugsa þegar trúlofunin yrði opinberuð? Ýmislegt fleira fannst siðdeg- is þennan dag og spenning- NAfJCY-bækurnar eru eftirlætis- bækur allra ungra stúlkna. — ■ HÚSSTJÓRNARBÓKIN sparar yður tíma og peninga. Jóna bjargar vinum sínum heitir nýja bókin um Jónu. — En nýja PÉTUR MOST-bókin heitir Pétur stýrimaður. — Spennandi bók. PINGOUIN-prjónagarn Nýkomið mikið urval af gami og munstrum. Hannyrðaverzlun Þyrí Hólm, Hafnargötu 15, Keflavík. PINGOUINprjónagarn Mýkomið mikið úrval af garni og munstrum. Verzlúíiin HOF, Hafnarstræti 7, Reykjavík. Sunnudagur 20. október KVÖLDVERÐUR Réttir þessir eru matreiddir af austurrískum matreiðslumeistara er mun dvelja hér um tíma og matreiða fjölbreytta rétti ýmissa þjóða. Olla Podrida (spönsk grænmetissúpa) —0— Escalope de Renn Mirza Se. Poirrade (hreindýrakjötsréttur) —0— Cótes de pork a la Tyrolienne (svinak j ötsr éttur) —0— Cogau Vin ( kj úklingaréttur ) —0— Coupe Espaignole —0— Sérréttir: Bouillabaisse a la Marseillaise (frönsk fiskisúpa) —0— Paélla Valenciana (spánskur réttur) —0— Hirtenspies (kjötréttur hjarðmannsins) — B.jóddu ömmu góðan daginn aður en þú kastar þér á kara- mellupokann. urinn komst á hámark. Þegar dimmdi voru stóru boglamparn- ir settir í samband við rafal- inn, til þess að geta haldið verk- inu áfram klukkustundinni leng ur en venjulega. Jill fór og skoð aði bakkana sem stóðu á hellis- gólfinu, fullir af allskonar ó- hreinum og illþekkjanlegum hlut um. — Við erum áreiðanlega kom- in að aðalmúrnum, sagði frú Fallowman við hana. Þetta virð ist vera úr einhverju efni, sem líktist steinsteypu. Merkilegt, finnst yður ekki? Jill jánkaði því. En þegar hún kom út aftur með Davíð, sem hafði líka verið að skoða þetta, spurði hún, hvað frúin hefði eiginlega átt við. — Þau eru búin að finna must erisbygginguna, góða mín. Hún hlýtur að hafa staðið þarna uppi á hæðinni. En svo hrundi hún í jarðskjálfta og grjót og hraun rann yfir hana, svo að hún fór alveg í kaf. Svo seig þetta saman eftir því sem ald- irnar Jiðu og varð að þessu klettanefi. En sem betur fór var þarna sprunga, sem smávíkkaði og varð að helli, og því komust þau að rústunum. — En ekki geta þau rutt klettanefinu burt og grafið upp musterið? — Nei, en þau geta náð í alla lausa muni, sem í musterinu voru. Og þegar búið er að rann- saka þá, er fyrst hægt að segja, hvernig þessi gamli Khalidan- heimur hefur verið. Og það verður mikill uppsláttur fyrir þennan leiðangur. Þessvegna eru þau öll að verða vitlaus. Viltu bara sjá hana Enid þarna. Hún er alveg að springa af monti. Christie læknir heyrði eitt- hvað af því sem Davíð var að segja. — Já, þessi áhugi hennar á verkinu er næstum sjúklegur, sagði hann. — Svona mikill áhugi er ekki hollur, ekki sízt fyrir konu á hennar aldri. — Hún slær sér nú talsvert upp á þessu, sagði Davíð. — Kann að vera, sagði lækn- irinn. — Sjálfur er ég nú bara 2«. OKTÓBER. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Næg eru verkefnin sem bíða, gakktu bara vel frá. Fáirðu einhverjar fáránlegar rugmyndir, er ekki svo fráleitt að hag- nýta þær. Hafðu ættingjana gjarnan með í ráðum. Nautið 20. apríl — 20. maí. Það er eitt og annað í fari þínu, sem mætti betur fara, svo að þú skalt hefjast handa með lagfæringarnar strax. Lestu mik- ið og farðu snemma í rúmið, svo að undirmeðvitundin nái að fylgjast með. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú skalt gjarnan sinna tómstundaiðju og skemmtistörfum. Þú getur heimsótt vini þína. Það er langt síðan þú hefur átt svona skemmtilegan dag. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Staðfestu áform fjölskyldunnar. Gestir færa þér góðar fréttir. Farðu út í kvöld, en snemma í rúmið. Ljónið 23. júll — 22. ágúst. Þú hefur reynst trúr, og vekur það mikla ánægju. Notaðu andlegt atgerfi þitt út í æsar, farðu vel í smáatriðin. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Gerðu ráð fyrir smávonbrigðum. Einhverjum er ekki sama um góðgerðarstarsfemi þína. Sökktu þér niður í lesturinn, sem þú hefur ætlað að fást við, en ekki haft tíma til. Vogin 23. september — 22. október. Gestirnir gáfu eða gefa meir en þeir þiggja, ef þú tekur með í reikninginn, hvað græðzt getur andlega á þeim. Ekki er rétt að meta allt til fjár. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. í dag skeður eitthvað skemmtilegt. Annað hvort færðu góða gesti, eða heimsækir. sjálfur skemmtilegt fólk. Andleg málefni þrífast vel. Farðu eftir hugboði og gerðu þér grein fyrir því, hvað þú sleppur við. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að komast að einhverju, það margborgar sig. Hreyfðu ur þig eitthvað, og farðu snemma I rúmið, það verður erfiður dag- ur á morgun. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þér vinnast verkin vel í dag. Reyndu að gera þér dagskrá til að vinna eftir. Þetta verður góður dagur. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þetta verður andlega erfiður dagur. Legðu áherzlu á samninga við fjölskylduna og tengdafólk. Byrjaðu að skipuleggja áfram. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Styddu kirkjuna þtna á einihvern hátt í dag. Athugaðu svo þinn gang, framtíðarhorfur og eigurnar. Útkoman ætti aC vera þér meir en lítið gleðiefni. Hvíldu þig og lestu í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.