Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 11
MORGU'NBLAÐIÐ, ÞítlÐJUDAGUR 2«. OKTÖBER 1968 11 Kristján Jdhann Kristjánsson 75 ára Kristján Jóhann Kristjánsson forstjóri er 75 ára í dag. 29. október 1893 fæddist hann á Kaldárbakka í Kolbeinsstaða- herppi í Hnappadalssýslu. For- eldrar hans voru Jóhanna Guð- ríður Björnsdóttir og Kristján Benjamínsson. Þriggja vikna var Kristján Jóhann tekinn í fóstur að Stóra-Hrauni til mó'ðurfor- eldra sinna, Helgu Jóhannsdótt- ur og Björns Gottskálkssonar. Ólst hann þar upp til fjórtán ára aldurs, er afi hans féll frá. Þá fluttist hann til móður sinn- ar, er misst hafði mann sinn, en var nú gift Páli Sigurðssyni bónda í Haukatungu. Alsystkin Kristjáns Jóhanns voru Björn bóndi á Kolbeinsstöð um, látinn fyrir fáum árum, Ingibjörg, gift Guðlaugi Jóns- syni,. og Benjamín, en hálfsyst- kin sammæðra, séra Sigurður vígslubiskup Pálsson, Valgerður og Ásta, húsfreyjúr að Hauka- tungu, báðar látnar, og Páll, er lézt á bamsaldri. Sautján ára gamall fór Kristján til trésmíðanáms í Borgarnesi og tók sveinspróf í þeirri iðn. Stund aði hann húsasmíði í Reykjavík, unz hann stofnaði Kassager'ð Reykjavíkur 1932 ásamt Vil- hjálmi Bjarnasyni. Árið 1958 tók hann við fyrirtækinu að fullu og hefur rekið það sáðan ásamt Agn ari syni sínum. Aðalstarf Kristjáns Jóhanns í hálfan fjórða áratug hefur ver- ið úppbygging og rekstur Kassa- gerðarinnar, sem býr til umbúð- ir fyrir framleiðsluvörur lands- manna. Hefur það orðið á þess- um árum eitt af umfangsmestu fyrirtækjum landsins. Um véla- kost, skipulag, rekstur, aðbúnáð allan og snyrtimennsku þolir Kassagerðin samanbur’ð við það sem bezt gerist heima og erlend- is. En Kristján hefur ekki látið sér nægja stofnun og stjóm hins umsvifamikla fyrirtækis. Maður með slíkan félagslegan áhuga og forystuhæfileika þurfti víðfeðm- ari verkefni, — og þau þurftu hans við. Hann gerðist forvígis- maður í félagi íslenzkra iðnrek- enda, var formaður þess í 11 ár. Hann átti stóran hlut að stofnun Iðna’öarbanka íslands 1952, sat í áratug í bankaráði hans og í stjórn Iðnlánasjóðs, en báðar þessar stofnanir hafa reynzt lyfti stengur íslenzkum iðnaði. Meðan iðnaðurinn íslenzki var að vaxa úr grasi og afla sér við- urkenningar til jafns við aðrar atvinnugreinar, hafði hann oft formælendur fáa og átti við ramman reip a’ð draga. Var það mikil gæfa að eiga þar til for- ýstu mann með þrautseigju Kristjáns Jóhanns, lægni hans, frána sjón til framtíðarinnar og óbilandi bjartsýni. Það er undravert, hversu mörg um nýmælum og nytjamálum Kristján Jóhann hefur ýtt úr vör, varið áföllum og komið heil- um í höfn. Kristján hafði ekki fengizt við flug eða flugmál, þegar ungir áhugamenn komu að máli við hann fyrir nærri 25 árum um Stofnun flugfélags. En hugar- flug hans var nógu rishátt til þess að hann skynjaði amsúg hins ókomna og gerðist einn af stýrkustu máttarstólpum og stofn éndum Loftleiða og stjómarfor- maður fyrsta áratuginn. í öllum sínum umsvifum og annríki tapar Kristján Jóhann aldrei gó'ðlyndi sínu og glöðu geði. Gamansemi á hann í ríkum mæli, kann kynsturin öll af kímnisögum og segir vel frá. Hann er altra manna glaðastur. En vinir hans muna ekki sízt drengskap hans, hjálpfýsi og íljartahlýju og hina traustu, t'ryggu vináttu. Við hann geta vissulega átt orð Arnar í ljóða- bréfi til Guttorms skálds. Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Kristján Jóhann er tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Agatha Dagfinnsdóttir. Börn þeirra eru Agnar, forstjóri og Helga, gift og búsett í Ameríku. Missti Kristján konu sína 1944, eftir langvinn veikindi. Seinni kona hans er Eesselja Dagfinnsdóttir, systir Agöthu, einnig mikil ágætis- kona. Innilegar heillaóskir flyt ég Kristjáni Jóhanni og ástvinum hans. Á þeim slóðum, er Kristján sleit barnsskónum, er fagurt til allra átta og víðsýni mikið í vesturveg. Þar gnæfir við himin- jaðar jökullinn sjálfur, fegurstur fjalla, er sól skín í heiði. Slík útsýn hlaut að heilla hug hins unga sveins. Þegar litið er um öxl yfir far- inn veg, er það deginum ljósara, hvílík hei'ðríkja, hvilíkt víðsýni hefur fylgt þessum framkvæmd- anna manni allar stundir. Megi svo enn verða um ókomin ár allt til æviloka. Gunnar Thoroddsen. Það mun hafa verið árið 1948 sem ég mætti Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni fyrst. Þá var hald- in sýning á framleiðslu íslenzks fataiðnaðar í húsi við Lækjar- götu. Þetta var víst fyrsta sýn- ing á vegum Iðnrekendafélags- ins af þessu tagi, og ef tii vill hin minnsta, sem sögur fara af. En þarna komu forustumenn okkar þjóðar og litu á hvað gert hafði verið í þeirra íandi, og flestir voru fróðari, þegar þeir fóru og sumir jafnvel hissa. Frumkvæðið að þessari sýn- ingu áttu menn, sem trúðu á iðn- að á ísdandi, sem voru staðráðn- ir í því að hasla þessari atvinnu- grein stærri völl í landinu, nýj- ir hugsjóna- og athafnamenn, sem sáu yfir höfuð hinna og gerðu það sem aðrir mundu gert hafa einhverntíman seinna. Krist ján Jóhann Kristjánsson var for ingi þessara manna. Árið 1945 var Kristján Jó- hanin Kristjánsson, hlédrægur, gáfaður hugsjónamaður, sveigð- ur til forustu í Félagi íslenzkra iðnrekenda. Hann hafði þá um skamma hríð verið í stjórn þessa félags, en nógu lengi þó til þess, að menn trúðu honum bezt allra til sóknar í málefnum hins unga atvinmuvegs, verksmiðjuiðnaði. Og mönnum varð að trú sinni. Kristján hafði ákjósanlega eigin 'leika til þess að færa mál fram til sigurs. Hin djúpstæða greind hans, velvild til lands og manna og óbilandi trú á framtak og framfarir voru miklir kostir. Við þetta bættist hve traustvekjandi hann var og hve hógvær og jafn framt snjall málafylgjumaður. Hann var einnig harður í horn að taka ef með þurfti og lét ekki híut sinn að jafnaði. Krist- ján er lærður trésmiður og stóð fyrir byggingum. Hann þekkti því vel verksvið iðnaðarmanna og var einhver heppilegasti mað ur er vö'l var á, einnig þess- vegna, sem forustumaður verk- smiðjuiðnaðarins þegar bilið óx milli erksmiðjuiðnaðar og hand verks. Með Kristjáni Jóhanni störf- uðu bæði í stjórn og sem fram- kvæmdastjórar óvenju hæfir menn en ég tel að þar hafi meiru ráðið hæfileiki Kristjáns við mannaval en heppni ein. Allt þeitta og margt ótalið réði því að Kristján varð driffjöðrin í ís- lenzkum iðnaðarsamtökiim. Ötula og ágæta menn hefur þessi, nú annar stærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar átt. þó verður varla á neinn hallað, þótt sagt sé, að til sigurs hafi Kristján fært trúna á íslenzkan verk- smiðjuiðnað öðrum fremur. f 12 ár var Kristján Jóhann formaður Fé'lags ísl. iðnrekenda. Á því timabili unnust margir sigrar fyrir iðnaðinn. Einn af þeim var stofnun Iðnaðarbank- ans. Kristján var í bankaráði og bankaráðsformaður í 10 ár og hætti þá formennsku þar að eig- in ósk. Mörgum þótti hann fara úr forustunni fyrr en skyldi, þeg- ar hann gaf ekki kost á sér til formennsku í Fél. ísl. iðnrek- enda lengur en til ársins 1957 en auk þess, sem ágætir menn tóku við af Kristjáni, þá má það vera hverjum skapbót, að hann hefur eftir sem áður verið hinn sami skeleggi baráttumaður í liði íslenzks iðnaðar og mun jafnan verða. Snemma varð Kristjáni Jóhanni ljóst að véíarnar voru afl þess sem gera skal. Honum ofbauð hve afköstin voru lítil og strit- ið mikið, og hann hóf baráttu sína fyrir því að vé'lar væru keyptar og notaðar. Sú barátta hans stendur ennþá yfir. Sitt fyrirtæki, sem nú er fjöl- skyldufélag hans, og sem er eitt af fullkomnustu umbúða verk smiðjum á Norðurlöndum, hefur hann alltaf, eftir að fjárráð leyfðu, búið beztu og fullkomn- ustu vélum, sem hægt var að fá. Fjármagn til kaupa á nýjum nauðsynlegum vélum varð að fá hvað sem það kostaði. Kristján er ekki að eðlisfari miki'll fjáraflamaður, en persónu töfrar hans eru miklir, hann sagði öllum satt og stóð við öll loforð, sem hann hafði gefið, fast mótaður af sparsemi og gætni. Þessir kostir hafa Ieyst alla fjár mátahnúta á hans leið. Og baráttan snérist ekki, þeg- ar frá leið fyrst og fremst um eigin rekstur og afkomu. Þau eru orðin mörg fyrirtækin í iðnaði, sem enginn vildi eða jafnvel gæti verið án nú, sem hófu starfsemi sína að frumkvæði eða fyrir at- beina Kristjáns. Endaþótt störf Kristjáns hafi mest snúist að iðnaðarmálum, þá hefur fátt verið honum óviðkom andi, er til framfara horfði og hann gegnir formannsstörfum og stjórnarstörfum í fjö'lmörgum fyr irtækjum og félögum af ýmsu tagi. stórum og smáum, sem hann hefur oftast átt þátt í að skapa. Kristján var áhrifamikill frum kvöðull að flugi á íslandi, einn af aðalstofnendum Loftleiða og formaður þess félags 10 fyrstu brautryðjandaárin. í sögu Loft- íeiða verður Kristiáns lengi get- ið. Þeir eru orðnir margir fundirn ir, sem Kristián hefur stjórnað og enn fleiri hefur hann setið Hann er sérkennilegur funda- maður, lágtalaður og fátalaður, en ég ætla að hann hafi oftar ráðið því er honum sýndist þótt aðrir töluðu. Hvergi er hljóðari hópur áheyrehda, en þá Krist- ján flytur mál sitt, og menn undr ast gjarna það vald sem hann heffr og hve allt er sagt í fáum orðum er segja þarf. Slík er hans skynsemi og hógværð í ræðu og framgöngu. Það er ekki hægt að greina frá æfiatriðum Kristjáns eða störfum í stuttri afmælisgrein. Það er jafnvel varla hægt að stikla á þessu, svo víða hefur hann tekið til höndum og svo margt er frásagnarvert. En þó srtarfa Kristjáns sé ekki nánar getið hér, má öllum ljóst vera hve starfsorka hans hefur verið mikil að anna því, sem hann hefur þegar fengið áork- að. Og enginn skyldi halda að málin hafi gengið baráttulaust fram, því fór oft fjarri hjá hön- um sem öðrum. Starfsdagur Krist jáns hefur alltaf verið og er enn þá langur, en hann hefur sagt mér að hann hafi alía tíð þurft frekar lítið að sofa. Kristján hef ur verið minntur á að 75 ára maður ætti senn að hætta í vík- ing, en hann lætur furðu hægt undan síga. Kristján er auðfúsugestur alls staðar og góður heim að sækja. Hann er hagmæltur fróður og glaður. í vinahópi hefur hann stökur og kímnisögur á hrað- bergi. Kring um hann safnast menn. Minnið er frábært og frá- sögnin, meitluð og fangandi. Kristján er að mínum dómi ó- venjulegur rnaður, hugkvæmur á ræðinn og framsýnn. Hann hef- ur sem vænta má fengið marg- víslega viðurkenningu fyrir störf sín í þágu lands og þjóð- ar, en slíkir menn eru hverri þjóð meira virði, en ætlast má til að samtíðin kunni að meta til fulls. Kristján á sér fjölmarga aðdá endur fyrir sakir góðvi'ldar að leysa hvers manns vanda, vegna óbilandi baráttuþreks fyrir mál stað er síðar skyldi réttur reyn- ast, og fyrri þá staðfestu, sem aldrei brást að vera sjálfum sér trúr. Æfi Kristjáns Jóhanns Krist- jánssonar ætti að verða hugstætt viðfangsefni fyrir þá menn, sem halda saman sögu okkar litla lands. Ýkjulausar æfisögur for- göngumannanna eru nauðsynleg- ir þættir í íslandssöguna og holl ur lestur þeim, sem við merkinu taka. í sögu Kristjáns Jóhanns Kristjánssmiar þarf ekkert að ýkja. Nú gefst mér tækifæri ti'l þess, að þakka þér Kristján vináttu um tvo áratugi. Þakka þér ótelj- andi fundi er juku mér baráttu- vilja, lífsfegurð og gleði, þakka þér liðveizlu og samfylgd lang- an æfiáfanga og óska þér, konu þinni og fjölskytdu heilla á þess- um merkisdegi þínum. Ég vona, að þú eigir eftir að leysa mörg af þínum óþrjótandi viðfangsefnum, hraustur og glað .|ir. að við getum átt samleið drjúg ' an spöl ennþá og að sem flest- ir menn á borð við þig komi fram á sjónarsviðið. Hjörtur Jónsson. Liti ég liðinn tíma í ljósi þeirra minninga, sem ég á um kynn-i okkar Kristjáns Jóhanns. hlýt ég að spyrja: Hver er sá maður, er ég um nær tuttugu ára skeið hef bundist nánari vináttu en nokkrum öðrum. eft- ir að ég komst á eða yfir miðj- an aldur? Eitt af einkennum fulíorðinsáranna, er hvað hver og einn á erfiðara með að sam- hæfa sjónarmið sín og gjörðir annarra, og því erfiðara að láta leiðir 'liggja saman en þegar kynnin myndast á ungdómsár- unum. Hér hefur þó orðið sér- stök undantekning — Undan tekning um mann, sem er tutt- ugu árum eldri en ég og hefur tengzt mér og mínu heimili traustari böndum en nokkur ann ar hin síðari ár. Leiðir lágu saman af hendingu, en urðu svo samofnari í blíðu og stríðu, eft- ir því sem tímar liðu. Við höf- um barizt saman og sinn í hvoru lagi. Betri og heiðarlegri samherja og stuðningsmann í málflutningi hef ég aldrei átt, og sannari drengskaparmann í hverju máli varla kynnzt.‘ Saga þess skal ekki rakin hér, en færð þökk fyrir liðinn tíma. Við höfum átt saman margar gleði- stundir, einir sér eða í hópi ann- arra. ,,A'llar vildu meyjar með Ingólfi ganga“. Alla laðar Krist ján að sér og allir vilja með honum ganga. Hver er sá eigin- leiki, er hefir upp á slíkt að bjóða? Ekki er það mikillæti og ekki er það lítillæti, eins og túlka má það orð. Það er hin látlausa framkoma hins sanna manns, sem búinn er þeim óvenju legu hæfileikum sem hrífur jafnt háa sem lága. Hvar sjáum við Kristján með öðrum en jafningjum sínum? Hann er jafn ingi en þó yfirburðamaður, hvorf heldur hann er með hin- um „hærri" eða„ lægri". Ég hef átt leið með honum til æðstu manna þjóðarinnar og ég hef verið með honum meðal hinna lægra settu hversdagsmanna, hvort heldur þeir væru undir hann sett- ir eða ekki,. og hann er ávallt reiðubúinn að gleðjast og veita samúð. Hinn sami Krist ján alls staðar: Hógvær og veit- andi ráð og uppörvun. Mæti hann skilningsleysi og hroka, þar sem góð mál eru flutt, víkur ha-nn aídrei, hver sem í hlut á. Undan rang'lætinu hefur hann aldrei bognað, þótt hann hafi af og til orðið að sveigja undan því vegna ofríkis misviturra manna, en trúin á íslenzkt fram- tak og hvers konar heilbrigt mál efni bregzt honum aldrei. Krist ján er ríkur maður á okkar mælikvarða. Við höfum barizt saman í atvinnurekstri og ger- um enn. Sjónarmið um ríkidæm- ið eða gróðann hefur þar aldrei ráðið og ég hef engan mann þekkt fórnfúsari, þegar erfið- leikar 'steðja að. Það þekkja fleiri, en þeir sem hafa staðið með honum í atvinnurekstri. Hitt veit Kristján vel. að ekk- ert fyrirtæki getur sinnt hlut- verki sínu gagnvart þjóðarheild inni, ef það fær ekki að eflast fjárhagslega. En sú fiárhagsíega efling skal byggjast á heilbrigð um dugnaði og fórrtúsu starfi. Þetta er stutt og ófullkomin lýsing á þeim manni, sem ég nú færi mínar og minnar fjölskyldu beztu afmælisóskir í dag. En það er tilraun til að svara þeirri spurnineu sem fram var borin í upphafi: Hver er maðurinn? Hann er sá maður er ég álít, að sé búinn einhverjum beim beztu eðlislægum einstaklingskogtum og félagshæfni. sem ég hef kynnzt. Og ég þakka honum og konu hans allar þær ánægju- stundir. er við höfum átt saman, og óska þeim og al'lri þeirra fjölskvldu gæfu í framtíðinni. Haukur F.ggertsson. Krist'án Jóhann tekur á móti gestum í KassagerS Reykjavík- ur kl. 5-7 ídag. Til sölu og sýnis Saab árg ’67, ekinn aðeins 12 þúsund km. Fiat 124 árg. ’67, ekinn 6.500 km. Willys jeppi árg, ’66, mjög góður bíll með blæju. Höfum kaupendur að Volvo 144 eða 142, árg. ’67, ’68. Eins Saa-b, station, árg. ’67, '68. Bíiasaia Matthiasar Sími 24540. Höfðatúni 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.