Morgunblaðið - 29.10.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 29.10.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1968 Útgefiandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 1 lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. FULL VELDISAFMÆLI TVEGGJA ÞJÓÐA í gær var þess minnzt, að hálf öld er liðin frá því, að Tékkóslóvakía varð sjálf- stætt og fullvalda ríki. Að vísu var ekki efnt til sér- stakra hátíðahalda í Tékkó- slóvakíu. Sovétríkin bönn- uðu það. En þeim mun meiri athygli hefur fullveldisaf- mæli Tékkóslóvakíu vakið í öðrúm löndum, ekki sízt vegna þeirra örlaga, sem þjóðum Tékkóslóvakíu hafa fallið í hlut á þessu ári. Þjóðum sem einstaklingum eru búin mismunandi örlög. Tékkóslóvakía varð sjálfstætt og fullvalda ríki aðeins nokkrum vikum áður en ís- land varð fullvalda ríki. Síð- an eru liðin 50 ár. Á þeim ár- um hafa íslendingar búið við frið í landi sínu og vaxandi velmegun. Lýðveldi var stofnað 1944 og á þeim árum, sem síðan eru liðin hafa ís- lendingar náð lífskjörum til jafns við þær þjóðir, sem auðugastar eru. örlög Tékkóslóvakíu hafa orðið önnur á þessum 50 ár- um. Þjóðir þess lands hafa ekki fengið að búa í friði eins og íslendingar. Árið 1938 varð Tékkóslóvakía fórnar- lamb nazismans, landið var í fyrstu bútað sundur og skömmu síðar lögðu hersveit- ir Hitlers það algjörlega und ir sig. Að baki voru 20 full- veldisár. Að styrjöldinni lok- inni gerðu Tékkóslóvakar sér vonir um, að fullveldi þeirra yrði virt á ný og þeir gætu lifað í friði í landi sínu og haft góða samvinnu við hinn volduga nágranna í austri. En því var ekki að heilsa. Með sama hætti og örlög Tékkóslóvakíu 1938 voru vís- bending um það sem á eftir fór, urðu örlög landsins 1948 er kommúnistar tóku þar völdin með ofbeldi, vestræn- um þjóðum aðvörun um árás- arstefnu Sovétríkjanna. Eng- inn einn atburður hafði jafn mikil áhrif í þá átt að leiða til stofnunar Atlantshafs- bandalagsins og einmitt valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Síðan liðu önnur 20 ár undir ógnar- stjórn Stalínismans. Á þessu ári, 1968, hefur Tékkóslóvakía og örlög henn- ar enn haft varanleg áhrif á heimsbyggðina og gang al- þjóðamála. Viðleitni Tékkó- slóvaka til að koma á al- mennum mannréttindum í landi sínu vakti almenna at- hygli og aðdáun um heim allan. Með sama hætti olli innrás Sovétríkjanna og lepp ríkja þeirra í Tékkóslóvakíu hinn 21. ágúst sl. reiði og við- bjóð. Járnkrumla hins komm úníska einræðis hefur stöð- ugt lokast fastar og fastar utan um þá þjóð, sem hefur sætt meiri örlögum en flest- ar aðrar þjóðir í Evrópu. Á 50 ára fullveldi Tékkó- slóvakíu hvílir skuggi óvissu og einræðis yfir Tékkósló- vakíu. Enginn þarf þó að láta sér til hugar koma, að hlut- verki Tékkóslóvaka við mót- un evrópskrar sögu sé lokið. Þessar þjóðir munu fyrr en síðar rísa upp á ný og varpa af sér oki ofbeldisins. Við ís- lendingar getum á fullveldis- afmæli okkar eftir nokkrar vikur fagnað því sem áunn- izt hefur. Tékkar og Slóvakar hafa litla ástæðu til að fagna um þessar mundir en þeir geta með nokkru stolti verið þess fullvissir að ef til vill hefur engin þjóð markað svo djúp spor í evrópska sögu á þessari öld en einmitt sú, sem byggir Tékkóslóvakíu — land ið, sem liggur á krossgötum austurs og vestur í Evrópu. ÍSKYGGILEGT ÁSTAND lVrýjustu áætlanir um út- flutningsverðmæti þjóð- arinnar á þessu ári^benda til þe ss, að þau verði 42% minni en á árinu 1966 en það þýðir að útflutningsverðmæt- ið verður í krónutölu 2,4 milljörðum króna minna en á árinu 1966. Þetta eru auð- vitað geigvænlegar horfur og þarf enga sérfræðinga í efna- hagsmálum til þess að sjá hve hrikalegt það áfall er, sem þjóðin hefur orðið fyrir á sl. tveimur árum. Viðræð- um stjórnmálaflokkanna er enn ekki lokið en þó hlýtur að fara að síga á seinni hluta þeirra. Þær viðræður mark- ast af þeirri staðreynd, að íslenzkt efnahags- og atvinnu líf hefur beðið meiri hnekki á tveimur árum nú en í marga áratugi áður. Þess vegna er það brýnna en nokkru sinni fyrr að víðtæk samstaða náist um lausn þess gífurlega vandamáls, sem að steðjar. Þar er ekki einungis um að ræða samstöðu allra stjórnmálaflokkanna, heldur skiptír höfuðmáli hvernig samtök launþega og atvinnu- rekenda bregðast við. Islenzka sveitin tap- aði gegn Spáni 1 -3 Gerðu jafnt við Skota 2-2 ÍSLENZKA skáksveitin sem tefl ir á Olympíuskákmótinu í Lug- ano, Sviss hefur byrjað heldur illa í úrslitum B, en í þeim tefla 14 þjóðir. Eins og fyrr segir í blaðinu hafa fslendingarnir sigr að Kúbu í undankeppninni með þremur og hálfum gegn hálfum og eru þessi úrslit talin með í úrslitaflokki B og þurfa þessar þjóðir ekki að tefla saman aft- ur. Töfluröð í B-úrslitaflokki er þessi: 1 England, 2 Brasilía, 3 HoIIand, 4 Mongólía, 5 Svíþjóð, 6 Kúba, 7 Spánn, 8 Skotland, 9 ísland, 10 Finnland, 11 Austur- ríki, 12 Belgía, 13 Sviss og 14 ísrael. Úrslit í 1. umferð urðu þessi: ísland — Kúba 3yz — Vz Holland — Belgía 3Vz — V2 Austurríki — Mongólía 3—1 Sviss — Brasilía 3—1 Spánn Skotland 2%—\Vi Finnland — Svíþjóð 2Vz — IV2 England — ísrael 2—2 Úrslit í 2. umferð: ísland — Spánn 1—3 Ingi R. Jóhannsson gerði jafn- tefli við stórmeistarann Pomar, Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir Medina, Bragi Kristjáns- son tapaði fyrir Toran og Jón Kristinsson gerði jafntefli við Visier. Önnur úrslit í 2. umferð: England — Brasilía 3—1 Mongólía — Belgía 3—1 ísrael — Skotland 3—1 Sviss — Holland 2—2 Austurríki — Svíþjóð 2—2 Finnland — Kúba 2—2 Úrslit í 3. umferð: fsland — Skotland 2—2 Öllum skákunum lauk með jafntefli. Guðmundur tefldi á fyrsta borði gegn Fairhurst. Jón á öðru Guðmundur Sigurjónsson teflir á 2. borði í Lugano. Hann hefur unnið 3 skákir gert 2 jafntefli og tapað 3, eða 50% vinninga. borði við Davis, Björn við Mc- Alpin og Ingvar við Levy. Önnur úrslit í 3. umferð urðu þessi: Sviss — Mongólía 4—0 Svisslendingarnir tefla sem gestgjafar, hlutu mikið klapp fyrir þessa frammistöðu. ísrael — Brasilía 2—1 (1) Holland — England 3—1 Belgía — Svíþjóð 2Vi — IV2 Kúba — Austurríki 2—2 Spánn — Finnland 2—2 Staðan í B-úrsIitaflokki eftir þrjár umferðir er þessi: Sviss 9 — 3 Holland 8% — 3V2 Spánn 7V2 — 4y2 fsrael 7 — 4 Austurríki 7 — 5 ísland 6»/2 — 5% Finnland ey2 — 5Vz England 6 — 6 Svíþjóð 5 — 7 Kúba 4V2 — 7Vz Skotland 4% — m Belgía 4 — 8 Mongólía 4 — 8 Brasilía 3V2 — m í 4. umferð teflir íslenzka sveit in gegn ísrael, sem eiga allgóð- um skákmönnum á að skipa. Eftir þrjár umferðir í úrslilta- flokki A, en þar er teflt uim Ol- ympíutitilinn eru Sovétríkin efst með 10 vinninga. Júgóslvía er í öðru sæti með 8V2, Bandaríkin þriðju með 8, Rúmenía fjórða með 7y2. f 5.—7. sæti eru Pól- land, Ungverjaland og V-Þýzka- land með 7 vinn. hver. Búlgaría hefur 6 vinn., Argentína 5V2, Danmörk 5, A-Þýzkaland 4y2, Tékkóslóvakía og Filippseyjar 3 vinn. hvor og lestina rekur Kan ada með 2. Danski stórmeistar- inn Bent Larsen hefur þegar tap að fyrir Najdorf (Argentínu) og Gligoric (Júgóslavíu). Síðustu fréttir: fslenzka skáksveitin tefldi í 4. umferð við ísrael og úrslit urðu: Ingi R. vann Czerniak, Guðmund ur jafntefli við Porath, Jón tap- aði fyrir Kraidmann og Björn á biðskák við Povel. Kúba vann Belgíu 3 gegn 1. Bandalag háskóla manna 10 ára HINN 23. þ.m. voru 10 ár liðin frá stofnun Bandalags háskóla- manna. í tilefni af því var hald inn fundur í fulltrúaráði Banda- lagsins, þar sem auk fulltrúanna voru mættir formenn og ýmsir stjórnarmenn aðildarfélaganna. Formaður BHM., Þórir Einars- son, viðskiptafr., flutti erindi, þar sem hann rakti störf Banda- lagsins á undangengnum áratug. Kom fram í erindinu, að Banda lagið var stofnað fyrir forgöngu Lögfræðingafélag3 fslands, en Ár mann Snævarr, háskólarektor, var þá formaður þess. Var hann einnig fyrsti formaður Bandalags ins en árið 1963 tók Sveinn Björnsson verkfr. við formennsku BHM. Var hann formaður til árs ins 1966, þegar núverandi for- maður tók við. Bandalagið hefur haft framkvæmdastjóra síðan Lítil þjóð á borð við okkur íslendinga má ekki við mikl- um og þungum áföllum. Við þau verður þó ekki ráðið, þegar aðstæður, sem Islend- ingar ráða engu um, valda þeim áföllum. Hitt er ljóst, að við getum engum um kennt nema sjálfum okkur, ef innbyrðis deilur, rifrildi og sundurþykki leiða til þess að erfiðleikarnir verða enn örð- ugri viðfangs en ella. Það mun koma í ljós á næstu vikum, hvort við höfum öðl- azt þann þroska sem þarf til samstöðu um úrlausn hinna erfiðu vandamála eða ekki. 1963. Aðalverkefni BHM undanfarin ár hefur verið öflun samnings- réttar fyrir háskólamenn í þjón ustu ríkisins og ýmjs önnur hags munamál þeirra. Starfsemi Bandalagsins beinist nú æ meira að menntunar- og menningarmál í um. Þannig má geta þess, að Bandalagið gaf út ritið „Vísind- j in efla alla dáð“ á 50 ára afmæli í Háskólans og gaf allan ágóða af sölu bókarinnar til hans. Eitt aðalverkefni Bandalagsins á næstu árum verður væntanlega skipulagning á námskeiðum og framhaldsmenntun fyrir háskóla menn, sem gerð verður í sam- ráði við aðildarfélögin. Einnig má geta þess, að á veg um BHM hefur verið gerð könn un^ orsökum til búsetu íslenzkra háskólamanna er'endis, og vænt anleg er í næsta mánuði skýrsla um ævitekjur háskólamanna o. fl. stétta, sem samin hefur verið á vegum Bandalagsins. Að erindi formanns loknu, flutti Markús Einarsson veður- fræðingur erindi um Starfsmat það fyrir opinbera starfsmenn, sem nú er unnið að, en Markús er fulltrúi BHM í starfsmatinu. Að - erindunum loknum voru bornar fram fyrirspurnir. Stjórn BHM skipa nú: Þórir Einarsson, viðskiptafr., formaður, Erlendur Jónsson B.A., varaform.tður, Haukur Pálmason, verkfræðingur, ritari, Jónas Jónasson, cand. agr, gjald- keri og Snorri P. Snorrason, læknir, meðstjórnandi. Aðildarfélög BHM eru nú 12 að tölu með alls um 1450 félags menn. Aðildarfélögin eru þessi: Dýralæknafélag íslands, Félag háskólamenntaðra kennara, Fé- lag íslenzkra fræða, Félag ís- Ienzkra náttúrufræðinga, Félag menntaskólakennara, Hagfræða- félag fslands, Lyfjafræðingafélag íslands, Læknafélag fslands. Lög fræðingafélag íslands, Prestafé- lag fslands, Sálfræðingafélag ís- | lands og Verkfræðingafélag fs- lands. (Fréttatilkynning) Svissneskur namsstyrkur SVISSNESK stjórnarvöld bjóða fram styrk hana íslendingi til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1960-1970. Ætlast er til þess, að umsækjendur hafí lokið kandi- datsprófi eða séu komnir langt áleiðis í háskólanámi. Þeir, sem þegar hafa verið mörg ár í starfi, eða eru eldri en 35 ára, koma að öðru iöfnu ekki til greina við styrkveitingu. Styrk- fjárhæðin nemur 550-600 frönk- um á mánuði fyrir stúdenta, en allt að 700 frönkum fyrir kandi- data. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum. — Þar sem kennsla í svissnesk- um háskólum fer annaðhvort fram á frönsku eða þýzku, er nauðsynlegt, að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Styrk þega, sem áfátt kann að reynast í því efni, verður að sækja þriggja mánaða málanámskeið í Sviss, áður en styrktímabilið hefst. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, eigi síð ar en 10. desember 1969. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Frá Menntamáiaráðuneytinu) 24. október 1968.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.