Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. NÓV. 1968 15 Kynnum ungu kynslóðinni að- dragandann að stofnun NATO og starf þess, segir Matthías A. Mathíesen, alþingismaður í viðtali um störf Þingmannasambands Atlantshafsþjóða FYRIR skömmu lauk í Bríissel aðalfundi Þing- mannasambands Atlants- hafsþjóðanna og sóttu fund þann að þessu sinni fjórir íslenzkir alþingis- menn, þeir Matthías Á. Mathiesen, Friðjón Þórð- arson, Benedikt Gröndal og Einar Ágústsson. Fundur þingmannasam- bandsins hefur vakið tölu- verða athygli hér á landi, að þessu sinni, vegna til- lögu, sem þar kom fram um aðstoð við ísland, vegna cfnahagserfiðleika íslendinga. Matthías Á. Mathiesen, alþm, var for- maður Þingmannasam- bandsins sl. starfsár og var hann í forsæti á fundinum í Briissel á dögunum. — Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti viðtal við hann fyrir skömmu um Þing- mannasambandið, starf- semi þess og fundinn í Briissel. „Þimgmannasambandið er frjáls samtök þingmanna At- lantshafsþjóðanna" segir Matthías Á. Mathiesen „og hlutverk þess er fynst og fremst að fjalla um þau mál- efni, sem varða Atlantshafs- bandalagið. Þingmannasam- bandið var stofnað árið 1954. Það ræðir málefni Atlants- hafsbandalagsins og Atlants- hafsþjóðanna og sendir fasta- ráði Atliantshafsbandalagsins samþykktir sínar og tillögur. Þingmannasambandið er þýð- ingarmikil stofnun, ekki sízt vegna þess, að þar koma sam- an ti'l fundar, fulltrúar þjóð- þinga hinna ýmsu Atlants- hafsþjóða, sem hver á sínu þjóðþingi hafa áhrif á af- stöðu viðkomandi ríkja til Atlantshafsbandalagsins og samstarfsins innan þess.“ — Hve lengi hefur þú átt sæti í stjórn samtakanna? — Ég sótti fundi Þing- mannasambandsins í fyrsta skipti árið 1963 og var þá kjörinn í stjórn samtakanna, þegar Jóhann Hafstein róð- herra lét af störfum í henni, en hann hafði verið fulltrúi fslands þar í nokkur ár. S.l. haust var ég ko3inn formaður samtakanna, en formaðurinn er kosinn frá hverju aðildar- ríkjanna til skiptis, eitt ár í senn. — í hverju er starf for- manns Þingmannasambandsins fyrst og fremst fólgið? — Starfið er fyrsit og fremst fólgið í því að fylgjast með störfum þeirra nefnda, sem starfa á vegum Þingmanna- sambandsins milli aðalfunda og leggja fram skýr^lur sínar á þeim. í öðru lagi er for- maður Þingmannasambands- ins ásamt framkvæmdastjóra þess, tengiliður samtakanna við þjóðþing aðildarríkjanna, svo og við Atlantshafsbanda- lagið, auk þess sem formann inum ber að fylgjast með störfum skrifstofu samtak anna og starfsliðs þeirra. Á þessu ári voru skrifstofurnar fluttar frá París til Brussel og þá tók einnig við störfum nýr framkvæmdastjóri Þing- mannasambandsins Philippe Deshormes og féll það í minn hlut að fylgjast með þessum breytingum fyrir hönd Þing- mannasambandsins. Auk þess heldur Þing- mannasambandið stjórnar- fundi tvisvar á ári og var lannar í Washington en hinn í Brussel og einnig gefst ár- lega tækifæri ti'l þess að fylgjast með varnarundirbún ingi Atlantshafsbandalagsins og varnarsamstarfi aðildar- ríkja þess. Loks fellur það í hlut formanns Þingmannasam- bandsins að flytja skýrslu á aðalfundi og stjórna honum. — Hvaða málefni fjallaðir þú aðallega um í setningar- ræðu þinni á aðalfundi Þing- mannasambandsins nú? — Það voru fyrst og fremst þrjú atriði, sem ég gerði að umtalsefni í setningarræðu minni. í fyrsta lagi samstarf- ið mi'lli ríkja Norður Amer- íku og Evrópuríkjanna, í öðru lagi sambúðin milli aust urs og vesturs og í þriðja lagi þátttaka unga fólksins í starfsemi Atlantshafsbanda- lagsins og samstarfi Atlants- hafsþjóðanna. f þessu sam bandi vil ég geta þess, að frá sagnir fréttastofnana hér af ræðu minni hafa ekki verið fyllilega nákvæmar, þannig var t.d. sagt frá því í frétt- um útvarpsins, að ég hefði sagt í þessari ræðu að „at- burðirnir í Tékkóslóvakíu hlytu að hafa haft jákvæð á- hrif á Atlantshafsbandalag ið“. Þetta er að sjálfsögðu mjög brengluð þýðing á um- mælum mínum, eins og g'lögg lega kemur í l'jós, þegar hand ri'tið af ræðunni er athugað, en um þetta sagði ég m.a.: „Innrásin í Tékkóslóvakíu hefur að sjálfsögðu sýnt öll- um Evrópuríkjum að hættan á árás frá kommúnistaríkjun um er enn fyrir hendi og það er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja búa við frið að gera sér lands, eru falendingum velvilj- aðir og þekkja til íslenzkra málefna. Þegar þeir 'lásu í blöðum um hin sérstöku vandamál sem við íslending- ar eigum nú við að stríða vegna aflabrests og verðfalls á útflutningsafurðum okkar erlendis, fluttu þeir þessa til Matthías Á. Mathiesen alþm. flytur setningarræðu sína, £Jem formaður Þingmannasambands- ins í Briissel. Við hlið hans sitja Manlio Brosio framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og Philippe Deshomes, framkvæmdastjóri þingmannasambandsins. grein fyrir þessari staðreynd og grípa til nauðsynlegra ráð stafana til varnar. Þetta var vissulega tilgangur þeirra, sém stofnuðu Atlants- hafsbandalagið og í kjölfar þess var varnarkerfi banda- lagsríkjanna eflt svo sem kostur var. Samt sem áður verðum við í ljósi atburðanna í Tékkóslóvakíu að taka til gaumgæfilegrar athugunar hver afstaða okkar til Sovét- ríkjanna og anmarra ríkja^ í Austur Evrópu á að vera. Ég tel að tálvonir margra okk- ar um bætta sambúð þessara ríkja hafi nú brugðizit. Að þessu leyti hefur Tékkósló- vakía verið okkur hollur lær dórnur". Þetta sagði ég um áhrif innrásarinnar í Tékkóslóvak- íu á starfsemi Atlantshafs- bandalagsríkjanna og sézt af þessu að frásagnir fréttastofn ana hafa ekki verið réttar. — Tillagan um aðstoð við fsland hefur vakið veru'lega athygli hér á landi. — Já, þessi tillaga var flutt í stjórnmálanefndinni af þremur þingmönnum frá Bret landi, Þýzkalandi og Kanada sem allir hafa komið til fs- lögu með skírskotun til ann- arrar greinar Atlantshafssátt málans, þar sem kveðið er á um samstarf Atlantshafsþjóð anna, m.a. á sviði efnahags- mála. Tillagan var samþykkt á þinginu, en ég 'legg áherzlu á, að hún er eingöngu áskor- un á Atlantshafsráðið um, að það beiti áhrifum sínum við ríkisstjórnir meðlimaríkjanna um mögulega aðstoð fslandi til handa. Það ber því engan veginn að líta svo á, að ein- hver ákvörðun hafi verið tek in um slíka aðstoð okkur til handa. Ég tel, að tillagan lýsi velvilja í okkar garð. Slík aðstoð kynni e.t.v. fyrst og frermst að véra fólgin í því, að aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins beittu áhrif um sínum, þar sem hagsmun- ir ís'iands eru í veði. Ég hef orðið var við það hjá einstökum aðilum, að þessi tillaga er túlkuð sem einhver ölmusa við ísland. Þetta er auðvitað fráleitt. Eins og ég sagði áðan lýsir tillagan fyrst og fremst vel- vilja í garð okkar og auk þess ber að taka fratn að At- lantshafsbandalagið er meira en varnarbandaiag og ekki má gleyma því, að á tímum vinstri stjórnarinnar var ein mitt leitað til þessara þjóða um aðstoð. — Hvað var það sem fyrst og fremst mótaði störf þessa fundar Þingmannasambands- ins? — Störf þessa fundar mót- uðust fyrst og fremst af því, að á næsta ári eru 20 ár lið- in frá því, að Atlantshafs- bandalagið var stofnað og margir líta á þau tímamót sem kaflaskipti í samstarfi At lantshafsþjóðanna. í öðru lagi mótuðust störf fundar- ins mjög af innrásinni í Tékkó slóvakíu og breyttum viðhorf um í Evrópu af þeim sökum og í þriðja lagi var mjög fjall að um framtíðarsamstarf bandalags þjóðanna. — Hvaða hag telur þú ís- land hafa af þátttöku í þessu starfi innan Þingmannasam- bandsins? — Ég tel að við höfum tví- mælataust hag af því að skipt ast á skoðunum við þing- menn annarra landa um mál- efni Atlantshafsbandalagsins og kynna þeim íálenzk mál- efni og íslenzk sjónarmið. Ég lít svo á, að mikiivægi Þingmannasambands Atlants- hafsþjóðanna fari vaxandi á næstunni, þegar ný kynslóð, kemur inn í þjóðþing aðildarríkjanna, sem kynnt- ist ekki af eigin raun þeim atburðum, sem leiddu til stofnunar Atlants- hafsbandalagsins og hafa mót að starfsemi þess síðan. Ein- mitt vegna þessa mikilvægis þingmannasambandsins í fram tíðinni og þeirrar nauðsynj- ar að unga kynslóðin í að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins geri sér fyllilega grein fyrir, hvers vegna það var stofnað og hvers vegna það starfar, benti ég á það í setningaræðu minni á fund- inum, að nauðsynlegt væri að endurskoða upplýsinga- og fræðrflustarfsemi Atlantshafs bandalagsins með þessi sér- stöku viðhorf í huga. FRUMÞÆTTIR SIÐFRÆÐINNAR Ný bók um vandamál mannlegs lífs BÓKAVERZLUN Sigfúsar Ey- mundssonar hefur nýlega sent frá sér bók, sem fjallar á alþýð- legan hátt um vandamál mann- legs lífs og mannlegrar hegð- unar. Nefnist hún Frumþæiir sið- fræðinnar. Höfundurinn er norsk ur háskólakennari. Johan B. Hyg en, en Jóhann Hannesson pró- fessor hefur snúið bókinni á ís- lenzku. í formála fyrir bókinni kveðst höfundurinn hafa skrifað hana á þeirri forsendu, „að það hljóti að vera mögulegt að ræða sið- fræðileg viðfangsefni þvers yfir landamæri lífsskoðana.“ Er og auðséð, að höfundurinn gerir sér far um að láta hvergi bindast um skör fram af fræðilegum kennisetningum, þó að hann virð ist hafa þær fullkomlega á valdi sínu. Hann fjallar um hin marg- þættu grundvallaratriði persónu legs og andlegs farnaðar í nú- tímasamfélagi af manneskjuleg- um skilningi, og þannig hefur honum tekizt að setja fram sið- fræði, sem ekki er á alltof af- mörkuðum grundvelli. Á tímum mikils glundroða og öryggisleysis í lífsskoðun manna getur það varðað miklu að halda siðferðileg um línum hreinum," segir höf- undurinn. En „siðferðileg þekking opn- ast aðeins þeim, sem er einlægur í leit sinni“, og hverjum slíkum manni hlýtur þessi bók að vera kærkomin. Hún tekur ekki að- eins til meðferðar hin almennu undirstöðuatriði siðfræðinnar, heldur ræðir hún einnig mörg hin alvarlegustu vandamál daglegs nútímalífs, svo sem áfengisnautn, neyzlu deyfilyfja, fóstureyðing- ar o.s.frv. Þessi bók, Frumþættir siðfræð innar, hefur tvenns konar til- gang. Hún snýr sér að fólki, sem telur sig hafa þörf á siðfræði- legum leiðbeiningum, og í annan stað er henni ætlað að vera hag- Vramhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.