Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 3
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. 3 Brynja Kristín Lárusdóttir m eð son sinn. Helga Hafdis Magnúsdóttir með frumburð sinn. — Ljósm.: Bjarnleifur. Atti að verða jólabarn — varð nýársbarn TÁKNMYNDIR gamla ársins og nýársins hafa jafnan verið gamalmenni og hvítvoðungur. Gamalmennið er að hveðja, en bamið nýborið á lífið fyr- ir sér og við það eru bundnar glæstar vonir. Árið 1968 gerði það ekki endaisleppt fyrir foreldna lít- ils hnokka, Helgu Hafdísi Magnúsdóttur og Hinriks Ein arssoniar, en hann fæddist á Fæðingardeild Landsspítalans fimm mínútum áður en árið 1969 gekk í garð, tæpar 16 merkur og 54 om að lengd. Móðirim, sem er tvítug og einikar hamingjusöm með frumburð sinn, sagðist ekki hafa verið að reyna að fæða nýársbarn, en gait þess þó að ekki væri verra, að bamið fæddist fyrir áramót — þvi fylgjia sem sé þau fríðindi að ska'ttfrádráttur fæst fyrir bamið. Að auki græðir barn- ið heilt ár hvað skólagöngu varðar. Á Fæðingarheimili Reykja- víkurborgar fæddist svo ný- ársbamið, stór og myndarleg- ur snáðí, rúmar 17 merkur og 54 cm að lengd. Hann var í heiminn borinn kl. 01.10, For eldramir, Brynja Kristín Lár- usdóttir, 31 árs og Júlíus Ein- arsson eiga 3 böm fyrir, 2 stráka og eina telpu. — Þetta átti þá kannski að verða stúlka? — Alveg eins — svarar móð irin. Ég er ósköp ánægð með dreng. Síðast fengum við Stúlku og við erum ósköp á- nægð. Fyrir öllu er að bamið er heilbrigt og rétt skapað. Hann var raunar væntanlegur fyrir jólin, svo að ekki veæður sagt að neimar bollaleggingar hafi verið um að hann yrði nýársbarn. En hvað sem öllu liður, þá er ég fjiarska lukku- leg. Litlu snáðamir báðir vom myndaðir í krók og kring. Aug sýnilega var þeim ekkert gef ið um blossana af myndatök- unni. Núna er þeim metst í mun að lúm, safma kröftum og verðia stórir og stæltir mietnn. Styrkjum úthlutað úr Rit höfundarsjóði Útvarpsins A GAMLÁRSDAG var úthlutað styrkjum úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins í þrettánda sinn. Að þessu sinni hlutu verð launin Kristján frá Djúpalæk, Indriði G. Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson. Styrkirnir til hvers verðlaunahafa um sig eru 35 þús. kr. Athöfnin fór að vanda fram í Þjóðminjasafninu og afhenti Andrés Bjömsson útvarpsstjóri verðlaunin í fjarveru formanns sjóðsstjómar, Steingríms J. Þor- steinssonar. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, menntamála- ráðherra og fleiri gestir voru viðstaddir verðlaunaafhending- una. Alls hafa 24 fengið verð- laun úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins. Sjóðsstjóm Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins skipa: Stein- grímur J. Þorsteinsson, prófess- or, sem er formaður sjóðsstjóm- ar, Andrés Bjömsson, Helgi Sæmundsson, Jón úr Vör og Andrés Bjömsson útvarpsstjóri, lengst til vinstri, afhendir Indriða G. Þorsteinssyni og Thor Vilhjálmssyni verðlaunin úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Á myndina vantar einn styrk- hafann í ár Kristján frá Djúpalæk, sem var fjarverandi. Kristján Gunnarsson. Um áramótin 1967—’68 voru þeim Birni J. Blöndal og Helga Haifdánarsyni veitt verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, en Helgi baðst undan því að þiggja verðlaunin og voru þau ekki veitt öðrum. FRAMTALS- NEFND KJÖRIN í RORGARSTJÓRN Á FIJNDI borgarstjómar í gær var kjörinn framtalsnefnd fyrir þetta ár. Þessir vora kjörnir í nefndina: Björn Þórhallsson, Björa Snæ- björnsson, Jón Guðmundsson, Guðmundur Hjartarson og Ragn ar Ólafsson. Til vara: Þorvarður J. Júlíus- son, Jón G. Tómasson, Sverrir Guðvarðsson, Sigurður Guðgeirs son og Jón Snæbjömsson. - LEYNISKJÖL Framhald af hls. 1 land í stað þess að taka þátt í köldu stríði gegn Hitler og Mussolini, með Bandaríkja- mönnum. Þar er einnig fjall- að um tvo fundi sem utanrík- ismálanefnd brezku stjórnar- innar hélt, til að ræða tilboð Roosevelts forseta, um aðstoð við brezkar friðartilraunir í Evrópu. Skjöl þessi hafa ver- ið lokuð niðri í 30 ár í sam- ræmi við brezk lög, en nú um áramótin átti að leyfa aðgang að þeim. Umfangsmikil leit er nú hafin. STAKSTEINAR „Sósíalismans vegna“ í áramótagrein, sem breiðir sig yfir 16 dálka í kommúnistablað- 'inu þóknast Einari Olgeirssyni að ræða um glæpaverk komm- únista í Tékkóslóvakíu í 22 lín- um. Það er mikil rausn eða hitt þó heldur. í þessum fáu línum lætur þessi erkipáfi kommúnista á fslandi í Ijós þá ósk, að her- námi Tékkóslóvakíu ljúki á ár- inu 1969 „sósíalismans vegna". I þessum orðum birtist sama hugsun og gengið hefur sem rauð ur þráður í gegnum skrlf og tal kommúnista hérlendis um innrás kommúnistaríkjanna í Tékkósló- vakíu. Þeim er fyrirmunað að skoða innrásina í Tékkóslóvak- íu í sumar i ljósi þeirra illu ör- laga og þess hlutskiptis, ófrels- is og kúgunar, sem hún hefur leitt yfir Tékka og Slóvaka, þeír sjá hana einungis, sem ó- þægilegan Þránd í Götu i bar- áttu þeirra fyrir því að leiða sama ófrelsi og sömu kúgun yf- ir aðrar þjóðir, þ.á.m. yfir þeirra eigin þjóð. í útvarpsþætti í haust var einn menntaðasti Marxisti þessa lands spurður að því, hvers vegna kommúnistar hefðu brugðið við skjótt og mótmælt innrásinni í Tékkóslóvakíu í sumar. Hann svaraði á þá ieið, að það hefði verið vegna þess, að það hefði legið svo ljóst fyr- ir, að þarna var um „árás á sós- falismann“ að ræða. Þessum Marxista var ekki efst í huga á þeirri stund, að þama var um árás á sjálfstæða þjóð að ræða, að fólk, sem einungis bað um frelsi til orða og athafna, en sagðist vilja búa við sósíalískt þjóðfélagsskipulag var kúgað og múlbundið af hervaldi hins so- vézka stórveldis. Hann hugsaði um það eitt, að þetta glæpa- verk mundi verða óþægilegt fyr ir „sósíalismann“. Með sama hætti verður Einari Olgeirssyni ekki hugsað tii þess nú um ára- mótin, að Vonandi ljúki hemámi Tékkóslóvakíu á hinu nýja ári, svo að Tékkar og Slóvakar fái að búa í friði í sínu landi og ráða málum sínum sjálfir. Hans eina hugsun er sú, að „sósíal- ismans vegna“ verði þessu her- námi að ljúka. Svo þykjast þess- ir nvenn vera málsvarar fólks- ins. Akvörðun „þúsundanna" Eftirlætisröksemd kommúnftrta blaðsins í skrifum þess um mál- efni Kommúnistaflokksins end- urfædda og árásum á fyrri sam- starfsmenn hefur jafnan verið sú, að ákvarðanir í málefnum Komraúnistaflokksins ættu hinir óbreyttu flokksmenn víðs vegar um land að taka á lýðræðisleg- an hátt í stað þess að slíkar á- kvarðanir hafi fram til hinnar eftirminnilegu skírnarveizlu í Sigtúni verið teknar með samn- ingamakki að tjaldabaki. 1 for- ustugrein kommúnistablaðsins um áramótin segir enn að „gengi Alþýðubandalagsins (þ.e. Komm únistaflokksins) er háð ákvörð- unum þúsunda alþýðumanna um land allt.“ Sjaldan hafa slík öf- ugmæli verið sett á þrykk. A- kvarðan'ir í málefnum Kommún- istaflokksins eru aldrei teknar nema að undangengnu langvar- andi samningamakki hinna ýmsu I klíkna innan Kommúnistaflokks- ins. „Þúsundir alþýðumanna“ koma þar hvergi nærri og hafa aldrei gert. Samningabrallið, sem var undanfari skírnarveizlunnar í Sigtúni, var ekki á ábyrgð hinna „þúsunda alþýðumanna“ heldur var það algjört einkamál þeirra þriggja klikna, sem nú stjórna Kommúnistaflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.