Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. snöggt upp og nú sá hann í fyrsta sinn áhyggjusvip á and- liti hans. — Hvað hefur henni verið sagt? — >að veit ég ekki. Kannski hefur það verið stúlkan, sem sit ur inni hjá henni. Fólk hefur gaman af að segja svona sögur til þess að láta taka eftir sér. — Gæti ég talað við hana? — Hverja? — Móður mína. Maigret lézt hugsa sig um og íhuga, hvað mælti með þessu og hvað móti, en loks hristi hann höfuðið. — Nei sagði hann einbeittur. — Ég ætla að spyrja hana sjálf ur. Og það má gott vera, ef ekki hefði verið betra að fá hana Eugenie hingað líka. — Móðir mín veit ekkert. — En vitið þér þá eitthvað? — Nei heldur ekki neitt. — Þá er engin ástæða til að spyrja hana ekki, rétt eins og yður. — Hafið þér enga meðaumkun? — Með hverjum? — Með gamalli konu. — María hefði líka gjarnan vilj að verða gömul kona. Hann gekk um gólf með hend ur fyrir aftan bak, en það, sem hann var að bíða eftir, kom ekki. — Taktu við, Janvier. Ég ætla að reyna við móðurina. Sannast að segja vissi hann ekki, hvort hann ætti nokkuð við það. Janvier sagði seinna, að aldrei hefði hann séð yfir- mann sinn jafn þreytfan og ó- lundarlegan og þetta kvöld. Klukkan var orðin eitt um nótt ina. Allir á lögreglustöðinni voru búnir að missa móðinn og þeir litu hver á annan með gremju- svip fyrir aftan bakið á yfir- manni sínum. 8. KAFLI Maigret var að koma út úr varðstofunni á leið sinni til þýð arans þegar ein hreingerningar- konan, sem hafði gert innráa í húsið hálftíma áður, veik sér að honum: — í>að er hérna kona, sem langar að tala við yður. — Hvar? — Það er önnur þeirra, sem bíða í biðstofunni. Það er eins og henni líði eitthvað illa. Hún kom inn í skrifstofuna, þar sem ég var að þvo, náföl, eins og henni væri illt og bað mig að ná í yður. — Var það gamla konan? spurði Maigret og hleypti brún um. — Nei, stúlkan. Flestar dyrnar út í ganginn Föndurskóli Föndurskóli Margrétar Sæmundsdóttur tekur aftur til starfa 6. janúar. Fyrir böm á aldrinum 5—10 ára. Innritun í síma 36179 3. janúar frá kl. 16—-17 og 4. janúar kl. 11—15 e.h. Margrét Sæmundsdóttir. II HRINGVER VEFNADARVÖRUVERZLUN Bútasala AUSTU RSTRÆTI S í M I 179 Tímokennslu- og föndurskóli Murgréfur Thorlucíus I. Nýtt námskeið í lestri, skrift, reikningi og föndri fyrir 5 og 6 ára böm hefst mánud. 6. janúar. II. Námskeið í föndri fyrir börn á aldrinum 7—10 ára hefst einnig 6. janúar. Kennt verður 2 daga í viku. Upplýsingar og innritun í síma 23084 í dag og næstu daga. STÚLKA með kunnáttu í vélritun, ensku og Norðurlandamálum óskast sem fyrst. Verzlunarskólamenntun seskileg. Umsóknir er greini aldur, fyrri störf og meðmæli, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Dugleg — 6840“. voru opnar. í einni skrifstof- unni skammt frá, kom Maigret auga á Ernestine, sem hélt hönd um um brjóstið og hann flýtti sér til hennar og hleypti brún- um, en varirnar mynduðu sig til að spyrja. — Lokið dyrunum, hvíslaði hún, er hún var komin nógu nærri. Og jafnskjótt sem því var lokið, sagði hún: — Phu. Ég hélt þetta ekki lengur út, svei mér þá, en ég er ekkerf veik, en lézt bara vera það, til þess að losna frá henni stundarkorn. Ekki svo að skilja, að méi liði neitt vel heldur. Ékki hafið þér víst eitthvað sterkt við hönd ina? Hann varð að fara aftur inn í skrifstofuna sína eftir konjaks flöskunni, sem hann átti þar jafnan geymda. Þar eð hann hafði ekki nein lítil glös hand- bær, hellti hann í vatnsglais og hún skellti því í sig og hrolliur fór um hana um leið. — Ég veit ekki, hvemig þér farið að við soninn. En kelling- in ætlaði mig alveg lifandi að drepa. Ég hélt ég væri að verða vitlaus. — Sagði hún nokkuð? — Hún er sniðugri en ég. Það var einmitt það, sem ég vildi segja yður. Til að byrja með, fullvissaði ég mig um, að hún 43 gleypti alla lygina, sem ég var að troða í hana. — En svo — og án þess að ég vissi, hvernig það gefck til, fór hún að skjóta inn einni og einni spurningu í mesta sakleysi. Ég hef nú orðið fyrir hrottalegri yfirheýrslu áður og hélt, að ég stæðist sitt af hverju. En ég hafði bara ekki roð við henni. — Sögðuð þér henni hver þér væru?ð — Nei, ekki strax. Þessi kona er klók, hr. Maigreí. Hvemig gat hún séð, að ég hefði verið á götunni? Sést það enn? Svo segir hún við mig: — Þér eruð víst ekki ókunnug þessum köllum, er það? Þar átti hún við yður og yfck- ur hérna. — Loksins spyr hún mig hvemig sé að vera í fangelsi og ég segi henni það. — Hefðuð þér sagt, þegar þér settuð mig niður hérna inni hjá henni að ég mundi kjafta frá öllu, þá hefði ég ekki trúað því. — Sögðuð þér henni frá Al- fred? — Að vissu leyti. Án þess að segja beinlínis, hvað starf hans væri. Svo forvitin var hún ekki. Núna síðustu þrjú korterin hef- ur hún verið að spyrja mig, hvernig sé að vera í fangelsi, hvenær farið sé á fætur, hvað miaður fái að borða, hvernig verð irnir hagi sér. . . Mér datt í hug að þér vilduð gjarna vita þetta, svo að ég lét eins og mér væri að verða illt. Ég stóð upp og lézt ætla að fá mér að drekka, og sagði að það væri hrossameð- ferð á kvenfólki að halda því svona uppi alla nóttinia... — Má ég fá annan sopa? Hún var raunverulega orðin alveg uppgefin, en konjakið kom dálitlum lit í kinmamar á henni. — Vill sonur hennar ekkert segja? — Ekki enn. Hefur hún nokk uð minnzt á hann? — Hún hlustar eftir hverju hljóði og hrekkur við, hvenær sem einhver hurð er hreyfð. Og hún spurði mig um nokkuð ann- að .Hún vildi fá að vita, hvort ég hefði þekkt nokkum, sem hefði verið hálshöggvinn. Jæja, nú líður mér befur. Ég ætla að fara inn til hennar aftur. En ég skal gæta vel að mér framvegis — hafið engar áhyggjur af því. Hún notaði tækifærið til að púðra sig dálítið og leit á flösk- una án þess þó að fara fram á þriðja sopann. — Hvað er klukkan? Þrjú. — Ég skil efcki hvemig hún heldur þetta út. Hún sýnist alls ekkert þreytt og situr stífbein, alveg eins og þegar hún kom fyrst. Maigret hleypti henni út, fékk sér frískt loft út i opnum glugganum, sem sneri út að húsa garðinum og fékk sér einn sopa úr flöskunni. Þegar hann gekk gegn um kompuna þar sem þýð- andinn var að verki, sýndi hann honum setningu, sem hann hafði undirstrikað í einu bréfinu. — Þetta er hálfs annars árs gamalt: sagði hann. María hafði skrifað vinkonu sinni: „í gær gat ég ekki anmað en hlegið. G. kom inn í herbergið mitt, ekki í þeim erindum, sem þú ímyndar þér, heldur til þess að tala við mig um fyrirætlun, sem ég hafði stungið uppá, sem sé að fara til Nice í fáeima daga. „Þetta fólk er hrsett við öll ferðalög. Aðeims einu sinni á ævi sinni hafa þau komið út úr Frakklandi. Eina utanlandsferð in þeirra frá þeim tíma þegar faðirinn var enn á lífi, og þau fóru öll til London saman. Svo vill til, að þau urðu víst öll sjóveik og urðu að kalla á skips- lækninn. — En þetta er málinu óvið- komandi. „Hvenær sem ég segi eitthvað, sem þeim fellur ekki í geð, svara þau aldrei beint. Þau þagna bara, svo að það má heyra títuprjón detta, eins og sagt er. „Svo seinma næsta dag, kem- ur G. inn til min, með mikinm áhyggjusvip, slær úr og í og ját ar loksins, hvað honum liggi á hjarta. í stuttu máli sagt: svo virðist sem þessi hugmynd mín að fara til Nice á kjötkveðju- hátíðina sé hlægileg og næstum ósiðleg. Hann dró ekkert úr því, að móðir sín hefði orðið alveg hneyksluð og sárbeðið hann um að hætta við allt saman. „Jæja, það vildi nú svo til, að skúffan í náttborðinu mínu var opin, Honum varð litið í hana og ég sá, að hann fölnaði upp. „Hvað er þetta? sagði hann og benti á litlu skammbyssuna með perlumðóurskeftinu, sem ég keypti þegar ég fór til Eg- yptalands. „Mannstu ekki eftir því. Ég skrifaði þér það víst þá? Mér hafði verið sagt, að konu væri aldrei óhætt einni síns liðs þar. „Ég veit nú ekki, hversvegna ég hafði hana í skúffunni. Ég svaraði rólega: „Það er skammbyssa. „Er hún hlaðinn? „Það mian ég ekki. „Ég tók hana upp og opnaði hana. Það var ekkert skot í henni „Áttu engin skotfæri? „Þau hljóta að vera til ein- hversstaðar. „Hálftíma seinna fann móðir hans sér einhverja átyllu til að koma upp, því að hún kemur aldrei inn til mín, án þess að gera einhverja grein fyrir því. Hún sló líka úr og í stundar- korn, en kom svo loksins að því, að það væri ósæmilegt konu að bera skotvopn. „En þetta er nú miklu fremur leikfang, sagði ég. — Ég geymi hana sem hvem annan minja- grip, af því að skeftið er fallegt og fangamarkið mitt á þvi. Eg held ekki, að hún geti orðið neinum að skaða. „Þá loksins lét hún undan, en þó ekki fyrr en ég hafði fengið henni öskjuna með skotunum í, sem var á botninum í akúffunni. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Ákveddu strax, hvaða stefnu þú ætlar að taka. Nautið 20. april — 20. maí Fylgdu daglegum starfsaðferðum. Tvíburarnir 21. mai — 20. júní Þeir, sem yfir þér hafa að segja, eru þér ekki endilega sam- mála. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Mikil óvissa ríkir í kringum þig, svo að óþarfi er að bæta nokkru þar á. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Fjármálin eru mikilvægari nú en endranær. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Ef þú tekur fólk eins og það er, kemstu ærið langt. Vogin 23. sept. — 22. okt. Fátt viriðst ætla að verða til þess að lægja undirölduina. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Gættu fjármunanna og birgðamna. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Bíddu betri tíma og vertu íhaldssamur. Steingeitin 22. des. —19. jan. Ef þú gætir 9amlyndis í svipinn, verður það þér ttl góðs seinma. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Líttu svo á, að þú verðir fyrir smá hindrunum 1 svipinn. Gleddu gamalt fólk og hughreystu yfinmennina. Fiskarnir 19. febr. — 20. marz Flýttu þér að vinna upp allt sem setið hefur á hakanum. Leggðu hlustirnar við, en segðu fátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.