Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 8
r 8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. „Vér verðum að treysta landinu og trúa á möguleika þess" Nýjársávarp forseta Islands, dr. Kristjáns Eldjárns Góðir íslendingar, Ársins 1968 mun meðal ann- ars verða minnzt fyrir það, að þá tókst mönnum í fyrsta sinn að komast til annarra hnatta, fara í kringum tunglið. Allir hljóta að vona, að þetta dásam- lega afrek hugvits og hugrekkis bendi fram á við til betra og auðugra lífs í mannheimi. Allar þjóðir keppast við að færa sér í nyt hvern þann sigur, sem unninn er á sviði vísinda og tækni. Vér íslendingar spyrjum, hvernig vér séum á vegi stadd- ir, hvemig vér séum tækjum búnir til að sækja það, sem vér þörfnumst, í skaut náttúrunn- ar, nýta gæði hennar og verjast áföllum af hennar völdum. f atuttu nýjársávarpi vil ég leiða hugann að landinu, sem vér byggjum, fósturjörðinni, landinu, sem Jónas Hallgríms- son kallaði farsælda frón og hag sælda móður. Land hverrar þjóð ar er örlagavaldur í sögu henn- ar. Til skamms tíma gáfu sagn- fræðingar þessu ekki þann gaum sem skyldi. Þeir skrifuðu um mannanna verk og athafnir, Stjóm þeirra og óstjóm, eins og rétt er og sjálfsagt, því að það er sjálf sagan, en gáðu þess mið- ur en vert er, hvem þátt lega lands og náttúrufar allt, land- gæði og annmarkar, áttu að baki þessu öllu. Síðari fræðimenn hafa lagt sig meira eftir að skýra Iþetta. Saga íslendinga verður ftkki skilin nema með sífelldri tfiliðsjón af þeim lífsskilyrðum, 6em landið hafði að bjóða. Að Bama skapi verða allar framtíð- Arhugmyndir um líf þjóðarinnar eð styðjast við fullkomna þekk- ángu á eðli landsins og sjávar- lins, sem girðir það og er í raun- ínni hluti af því. Þjóðin verður <að semja við land sitt og una Við það, gera sér grein fyrir kost um þess til gagns og gleði, og 'ókostum þess til varnaðar. Því hð ísland hefur bæði kost og *löst, eins og haft er eftir einum hinna fyrstu manna, sem afþví 'sögðu fregnir. 1 Á þvi ári, sem nú er liðið, 'varð mönnum tíðhugsað til þess, að þá var hálf öld síðan hafís lagðist upp að ströndum lands- ins, en einmitt á því ári gerði hann sig enn á ný heimakomin, meira en nóg til að minna ræki- iega á, að enn búum vér við þann nágranna, sem oft hefur Krt oss þungar búsifjar. Og ð minnti um leið á, að vér fs- lendingar höfum færzt það í fang, sem mörgum útlendum mönnum þykir með eindæmum, ein fáimeinnasta þjóð veraldar, að vera sjálfstæð þjóð og nú- tímaþjóð að lífsstigi og menn- ingu í tiltölulega köldu og erf- iðu landL Fyrir allmörgum árum kom frægur erlendur vísindamaður hingað til lands og lét svo um mælt, að fsland væri á takmörk- um hins byggilega heims, eða öllu heldur að það væri á norð urmörkum þess, þar sem viðlit væri að láta nútima menningar- þjóðfélag þrífast. Sumir þykkt- ust við, þótti sem hallmælt væri landinu, aðrir létu sér fátt um finnast og þóttust ekki vita aam- að en hér hefði menningar- þjóðfélag staðið um aldir, enn aðrir létu svo sem hér væru merkileg sannindi sögð. Þama var nokkuð harkalega vakið máls á merkilegu íhugun- arefni. Fljótlegt er að ganga úr akugga um, að suðurmörk ís- lands liggja norðar en nokkurs annars lands þar sem lifað er á vísu nútíma menningarþjóðfé- laga, og Reykjavík er nyrzta höfuðborg í heimi. Forfeður vor ir gerðu það sem fátítt er í sög- unni. Þeir námu kaldara og norðlægara land en heimahag- amir voru. Venjulega er þessu þveröfugt farið um þjóðflutn- inga. Snemma hófust átök milli lands og þjóðar, ef svo mætti að orði kveða. Það þurfti hörku til að sækja lífsviðurværi sitt í greipar náttúrunnar, og þjóðin fór illa með land sitt, af því að hún vissi hvorki betur né gat, en landið launaði líku líkt og átti það til að vera harðleikið við þjóðina. Þetta þrátefli hélzt um aldir, og veitti ýmsum bet- ur. En þegar á heildina er lit- ið, er það heillandi og lærdóms- rík saga, hvernig þjóðinni tókst að lifa hér lífi sínu innan þeirra takmarka, sem landið sjálft mark aði henni á aðra hönd og heldur frumstæð verkmenning hennar á hina. Að ógleymdu misgóðu stjómarfari hlaut þetta tvennt að skera henni stakk, og hann var að vísu þröngur en þ ó aldrei svo, að hún yrði að kosta öllu lífsmagni sínu til að afla brýnustu lífsnauðsynja. Þrátt fyrir allt hafði hún þá orku af- lögu að geta varðveitt og ávaxt- að þá andlegu menningu, sem landnámsmenn fluttu með hér hingað að stofni til og verið hefur bakhjallur þjóðarinnar jafnan, og tekið við nýrri. Stundum hefur verið sagt, að ís lendingar fyrr á tíð hafi aldrei lært að lifa í sátt við landið sitt. Ef til vill má eins vel svo að orði komast, að þeir hafi aldrei beygt sig svo mjög fyrir því harðdræga í náttúruskilyrð- um þess, að þeir þar fyrir seldu af höndum sér viðleitnina til andlegs lífs. Og lífs komst þjóð in af, og ásamt með lífi sínu bjargaði hún þeim verðmætum, sem vér viljum nú bezt að hlúa á nýjum og gjörólíkum tímum. Saga íslenzku þjóðarinnar fyr ir tækniöld sýnir, að hér á landi gat tiltekinn hámarbsfjöldi fólks lifað við lífsstig fmmbú- shapar, að vísu við fátækleg ytri kjör, en þó við töluverða andlega menningu og vann stundum afrek í þeim efnum. Þetba var hægt í þessu norð- læga landi. En það er ekkert svar við þeim efasemdum, sem fólust í þeim ummælum sem ég nefndi áður. Kröfurnar til lífs- ins í þjóðfélagi frumbúskapar eru svo gjörólíkar þeim kröfum, sem nútímaþjóðfélag gerir, að samanburður hefur takmarkað gildi. Landið er enn hið sama og það áður var, á sömu norður- slóðum, en nú verður það að standa undir margfalt meira til þess að þjóðin nái því mark- miði, sem hún ætlar sér, að lifa hér í nútíma velmegumarþjóð- félagi. En síðustu áratugir hafa sýnt og sannað, að einnig þetta er hægt. Hin miklu vísindi og tækni nútímans hafa fengið oss í hendur þau tæki, sem megn- uðu að rjúfa hinn þrönga hring, sem lega og náttúra landsins mörkuðu allri framvindu áður fyrr. Þjóðin hefur náð áður óþekktu valdi yfir auðlindum lands og sjávar og sótt á öllum sviðum kappsamlega fram að því marki, að hér mætti blómg ast nútímaþjóðfélag með efna- legri og andlegri velmegun. Vel viljaður umheimur og rás heims- viðburða eiga hér sinn hlut að máli, en þó er það fyrst og fremst nýting landkostanna, sem vér eigum það að þakka, sem vér nú höfum. Landið er að vísu norðlægt og nokkuð harð- skiptið á stundum, en það hefur ekki brugðizt þjóðinni. Það heyr ist raunar ekki sjaldan, að vér séum vanþróuð þjóð og ísland sé í rauninni eins konar ver- stöð, eins og forðum var sagt með lítilli virðingu. Slík umrnæli krefjast þó nánari skilgreining- ar til þess að mark sé á þeim takandi. Þótt eitthvað megi út á setja og margt kunni að vera hér hálfbarað, er full ástæða til að gleðjast yfir því, að vér búum nú við nútíma þjóðfélag á fslandi, þrátt fyrir efunarorð ókunnugra um möguleika lands ins og getu smárrar þjóðar. Hitt er þó enn sem fyrri sjálf- sagt, að vér verðum að halda vöku vorri og stefna vitandi vits að heillaríkri sambúð lands og þjóðar. Trúin á hvort tveggja má engan hnekki bíða. Við þessi áramót eru efst í huga margra þeir miklu efnahagserfiðleikar, sem þjóðin á nú við að striða. Vegna þeirra horfa nú margir frarn á komandi ár með kvíða. Allir vona þó, að úr rætist sem fyrst, og hvað sem öllu líður er nú um ekkert að gera nema snú- ast við vandanum af alefli og treysta giftu og manndómi þjóð arinnar til að sigrast á honum. Og þrengingarnar hvetja til lær dóma, að þessu sinni meðal ann- ars þeirra, að leita þurfi ráða til að treysta betur undirstöður íslenzkra atvinnuvega. Vér höf- um notað tæknina til að hag- nýta hinar gömlu lífsuppsprett ur þjóðarinnar, frjómoldina og ekki sízt fiskimiðin. Það mun- um vér enn gera á ókomnum tímum og með vaxandi gát og gjörhygli og frá nýjum sjónar- miðum. Víst er að landið og sjór- inn kringum það búa yfir mögu leikum, sem enn eru lítt notað ir og alls ekki að fullu kannað ir. Jónas Hallgrímsson kallaði landið farsælda rfón, og var það mjög mælt ekki sízt á hans tíð, en hann sagði einnig í öðru kvæði, að vísindin vefji lýð og láð farsældum, notar sama orð ið aftur. Þetta var skáldsýn, þeg- ar kveðið var, en nú raunveru- leiki. Með þekkingu, vísindum mun verða efld fjölbreytni í at- vinnuháttum á landi hér. Margt hefur verið gert í þessa átt eða er í uppsiglingu. En víst er, að betur má ef duga skal. Rann- sóknarstarfsemi verður að auka til muna, bæði grundvallarrann sóknir á náttúru lands og hafs og hagnýtar rannsóknir í kjöl- far þeirra og samhliða þeim. Því má staðfastlega trúa, að með skynsamlegri hagnýtingu þeirr- ar þekkingar, sem vísindaleg rannsókn leiðir í ljós, geti orð- ið hér nægur auður í garði til góðra lífsskilyrða í nútíma menn ingarþjóðfélagi. Langar vetrar- nætur og sólarlítil sumur norð- ursins geta ekki komið í veg fyr ir það. En þótt boðaður sé tími vís- inda og vaxandi þekkingar má sízt gera þessi hugtök að átrún- aðargoðum, sem hægt sé að varpa allri áhyggju sinni á. Vísindin leysa engan af hólmi, ekki sjó- manninn, bóndann, verkamann- inn, iðnaðarmanninn. En þau eiga að tryggja honum ávöxt síns erfiðis, gera hann og þar með allt þjóðfélagið óháðara veðri og vindum, sól og regni, sem Stephan G. sagðist eiga allt undir. Sg sagði fyrir skömmu í ræðu, að íslendingar gætu ekki gert sér vonir um að verða forustu- þjóð í vísindum. Ekki munum vér stefna til tunglsins. Ennær tækari rannsóknarefni eru ótelj andi. Og því vil ég bæta við áðurgreind ummæli mín, að víst eigum vér að verða forustuþjóð í þeim greinum, sem beinlinis varða þjóðina sjálfa, sögu henn ar og menningu og landið, gögn þess og gæði. f því sambandi rifja ég upp, að á garnla árinu, 1968, voru tveir merkir minn- ingardagar sem að þessu mega lúta. Á því ári voru réttar 9 aldir síðan talið er að fæddtrr væri Ari prestur Þorgilsson sem kallaður hefur verið faðir íslenzkrar sagnritunar, reyndar maður á heimsmælikvarða á sínu sviði, eins og nú er komizt að orði. í honum persónugerðist evrópsk menntastefna á furðu- lega fullkominn og um leið þjóð- legan íslenzkan hátt. Til verka hans, beint eða óbeint, verða raktar rætur íslenzks þjóðernis, og hefur einhverntíma verið haldið upp á ómerkara afcnæli. Á því ári voru og tvær aldir liðnar frá dauða Eggerts Ólafs sonar. Um nafn hans er mikill ljómi í minningu þjóðarinnar, framgjam forustumaður og hann hvarf þjóð sinni með harmsögu- lega eftirminnilegum hætti í blóma lífsins. Áhrif hams á ís- lendinga urðu mikil, en nú minn umst vér hans ekki hvað sízt fyrir þá sök, að með honum hófst með næsta ótrúlegum glæsibrag vísindaleg rannsókn landsins ins, sem einmitt nú er kjörorð vort. Vel mætti minning þessara tveggja manna, hvors á sínu sviði, vera leiðarljós í því þjóð- félagi rannsókna og þekkingar, sem hér hlýtur að koma og er reyndar þegar að komast á legg. Einhverjum kann að finnast til um, að hér hafi verið talað um fósturjörðina frá hagnýtu sjónarmiði einu, af eins konar matarást, en ekki minnzt á ætt- jarðarástina, hina hreinu göf- ugu tilfinningu. Henni hef ég þó ekki gleymt. íslendingar unna landi sínu, og það eins þótt þeir viti, að það er ekki landa bezt, ef einhver algildur mælikvarði á slíkt væri þá til, enda vita þeir einnig, að sitt er að jörðu hverri. ísland þyrmir þjóðsinni við mörgu, sem aðrar þjóðir verða að þola af landi sínu, og gefur þeim margt, sem aðrir þrá, en hafa ekki. Olbogarými, hreint og heilnæmt 1 oft, óendanlega möguleika til að njóta uppruna- legrar óspilltrar náttúru í fjötl- breytilegustu myndum. Nýtt við horf til alls þessa hefur skap- azt á vorum dögum, eins komar ný ættjarðarást. Ekki meiri en áður var allt frá tímum róman- tíkurinnar, sú sem birtist í ara- grú-a ættjarðarljóða, sem eiga imest skylt við ástarjátningar og itilbeiðslu. Slíkt á ekki við smekk mútímams, í staðinn fyrir þetta irnikla tilhugalíf eru komin per- isónulegri kynni og raunveruleg tsambúð. Þjóðin hefur numið tlandið á nýjan hátt, og það er igleðilegt timanna tákn, og mætti fþó það landnám enn eflast. En þetta nýja viðhori til landsins, nýja ást á landinu helzt í hend- ur við trúna á landið sem líf- gjafa. Vér verðum að treysta flandinu og trúa á möguleika Iþess, þá fyrst fáum vér notið þess unaðar og þeirrar ham- ingju sem það er að búa í þessu fagra og blessaða landi, sem eng an á sinn líka. Góðir samlandar. Á þessum fyrsta degi hins nýja árs vildi ég mega þakka yður öllum góð samskipti á því ári sem nú er liðið. Margs er að minnast fyrir hvern og einn, og fyrir mig þess þá helzt, að ég tók við því em- bætti, sem nú færir mér að höndum að ávarpa yður í dag. Þess er mér ljúft að geta, að þjóðin hefur, jafnt háir sem lág- ir, auðveldað mér göngu mína með góðvild og vinsemd, og fyrir það færi ég henni þakkir. Ég óska yður öllum árs og friðar. Með þeirri gömlu íslenzku kveðju tek ég þá undir óskir og bænir manna víða um heim fyrir friði meðal þjóða, friði meðal manna. Gleðilegt nýjár, þökk fyrir gamla éu-ið. Dr. Kristján Eldjárn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.