Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 16
16 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1969. — Flugvélarán Framhald af bls. 1 Aþenu á annan í jólum og drápu einn farþega, en íaraelamenn evöruðu fyrir sig með því að eyðileggja margar flugvélar á al þjóðaflugvellinum í Beirut í Libanon, sem tilheyrðu arabisk um flugfélögum. Olympic Airways hefur einka- rétt á farþegaflugi í Grikklandi og er í eigu auðjöfursins Aristo- teles Onassis, eins og að frarnan greinir. Síðdegis í dag fór önn- ur flugvél frá þessu sama flug- félagi til þess að saekja farþeg- ana úr flugvélinni, sem rænt var, en á meðal þeirra voru 27 kon- ur, 7 börn og 6 grískir foringjar í hemum. Hert var á eftirliti í dag á flug vellinum í Aþenu og hafður vörð ur við allar flugvélar og far- angur allra farþega, sem voru á leið til eða frá Arabalöndunum eða ísrael, skoðaður gaumgæfi- lega. Þá var hætt við flug frá Kairo til Alexandríu og Aþenu með flugvél í eigu United Arab Airlinee. Flamorides, sá sem rændi grísku flugvélinni, er sagður vera múrari að iðn og á að hafa sagt í Kairo, að hann hefði rænt flugvélinni til þess að mótmæla eins árs fangelsisdómi, sem gríakur dómstóll hefur dæmt hann í fyrir „pólitíska starf- semi“. í því skyni að róa farþegana, skýrði áhöfn rændu flugvélar- innar frá því á leiðinni til Kairo, að mikil flugumferð við Aþenu ylli því, að bíða yrði með að lenda og án þess að farþegarnir hefðu minnsta grun um, hvað var á seyði, komust þeir skyndi- lega að raun um, að þeir voru lentir — í Kairo. Þar var þeim boðið upp á mat og drykk af flugfélaginu United Arab Air- lines, á meðan þeir biðu þess að verða sóttir af annarri flugvél. Yfirmaður gríska upplýsinga- málaráðuneytisins, Byron Stama topoulos, skýrði frá því í kvöld, að Flamorides hefði nú verið á- kærður um morðtilraun að yfir- lögðu ráði. Sagði Stamatopoulos, að Grikkland myndi fara þess á leit við egypzk yfirvöld, að þau framselji manninn. Skýrði hann enn frernur frá því, að Flamo- rides hefði verið dæmdur í eins árs fangelsi af herdómstóli í júlí 1967 fyrir að neita að hlýða her- skipunum. Fiamorides var náð- aður í desember 1967, en Stama- topoulos sagði, að hann vseri „ein staklega fjandsamlegur þjóðfélag inu“ og befði Flamarides áður hlotið refsidóma fyrir líkams- árásir og annað refsivert atferli af ásettu ráði í heimaborg sinni, Heraklion. Stamatapoulos kvaðst vona, að Flamorides yrði framseldur fljótlega og hrósaði um leið egypzkum stjómvöldum fyrir samstarfsfýsi og sagði, að þau hefðu komið fram í samræmi við þá gömlu vináttu, sem tengdi þessi tvö lönd saman. — Fjórveldafundux Framhald af bls. 1 Valerian Zorin, sendiherra Sovétríkjanna í Frakklandi, sagði að loknum viðræðum sín- um við de Gaulle forseta, er stóðu í þrjá stundarfjórðunga, að Sovétstjómin hefði sent frönsku stjóminni orðsendingu, þar sem látnar væru í ljós áhyggjur vegna þróunarinnar fyrir botni Mfðjarðarhafsins að undcuiförnu og lagt til, að tiví- hliða viðræður fari fram um þessi mál. Þá er haft eftir stjbmmálasér- fræðingum í París, að gerðar hafi verið ráðstafanir til að kioma á viðræðum milli stórveldanna um, hvernig unnt verði að koma til framkvæmda ályktun Örygg- isráðs Sameinuðu þjó'ðanna frá 22. nóvember 1967 varðandi Aust urlönd nær. I nýársboðskap sín- um til frönsku þjóðarinnar mælti de Gaulle með því, að her- lið væri flutt frá öllum þeim landsvæðum, sem hemumin hefðu verið og að allar þjóðir, sem flæktar eru í deilumar, eigi að fá landamáeri sín viðurkennd og rétt til frjálsra siglinga. Þá sagði de Gaulle, a'ð skapa verði flóttamönnum viðunandi fram- tíð. Samkvæmt fréttum frá Lond- on hefur brezka stjómin ekki fengið neina fonmlega áskorun um að taka þátt í fjórveldaráð- stefnu. Hins vegar er haft eftir egypzkum heimildum í London, að Gorony Robberts, ráðuneytis- stjóri í brezka utanríkisráðu- neytinu, eigi að fara tid Kairó í lok þeasa mánaðar, en þetta hef- ur hvorki verið sitaðfest né því neitað. í Washington var skýrt frá því, að Eugene Rostow varautan- ríkisréðherra muni ræða við sovézka sendiherrann þar, Juri Sjemjabov. í Kairó var og upp- lýst, að sovézki sendiherrann, Sergej Vinogrodov, hafi átt við- ur við egypzka utanríkisráðherr- ann, Mahmoud Riad. Zorin sendiherra sagði eftir viðræður sánar og de Gaulles forseta, að í mörgum atriðum ríkti fullt samkomulag milli Sovétríkjanna og Frakklands, að því er snerti vfðhorfið til ástands ins fyrir botni Miðjarðarhafsins. Sagði Zorin í útvarpsvfðtali, að samvinna Sovétríkjanna og Frakklands gæti leitt til lausnar á deilum Israelsmanna og Araba. Samkvæmt vissum heimildum í London var því haldið fram í dag, að Sovétríkin hefðu áhuga á að leysa deilur landanna fyr- ir botni Miðjarðarhafsins til þess að geta viðhaldið núverandi áihrifum sínum þar en hindra um Leið ,að upp úr sjóði á þessu svæði, sem gæti orðfð til þass, að sambúðin milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna myndi stór- versna. Samkvæmt sömu heim- ildum vilja sovézk stjómvöld einnig gjarnan vinna nokkuð upp aftur af þeim álitshnekki, sem Sovétríkin biðu með innrás- inni í Tékkóslóvakíu. Þá kann það enn að koma til, að Sovét- ríkin séu þess fýsandi ,að Súez- skurðurinn verði opnaður á nýj- an leik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í Lögbirtingablöðunum nr. 59 61 og 63 á sl. ári á vélbátnum Ásgeiri Torfasyni IS-69 eign Brimness hf., Flateyri fer fram í dómsal embættisins að Pólgötu 2 ísafirði kl. 16.00 mánudaginn 6. janúar næstkomandi. ______ Bæjarfógeti. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík verður prentvél, talin eign Hilmis h.f., seld á nauðungaruppboði að Skipholíi 33, þriðjudaginn 7. janúar n.k. kl. 16.00. Greiðs'a við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Veghúsastíg 3, hér í borg, þingl. eign Þórlaugar Hansdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 7. janúar 1969, kl. 10.30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í, 4., 6. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á Sólvallagötu 10, hér í borg, þingl. eign Sigurðar B. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Jóns- sonar hrl., Guðjóns Styrkárssonar hrl., Harðar Ein- arssonar hdl., Stefáns Hirst hdl., Búnaðarbanka íslands, Jóns Finnssonar hrl., Útvegsbanka íslands og Agnars Gústafssonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 7. janúar 1969, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu bæjarfógetans á Seyðisfirði Jóns Gr. Sig- urðssonar hdl., Skúla J. Páknasonar hdl. verða bifreið- arnar Y-1034, Y-1147, Y-1349 og eftirfarandi bif- reiðar, ta'.dar eign Véltækni h.f. Reykjavík, að kröfu tollstjórans í Reykjavík R-8809, R-8851, R—14388, K-17339, R-17576, R-17765, seldar á opinberu upp- boði sem haldið verður við Félagsheimili Kópavogs föstudaginn 10. janúar 1969 kl. 15. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Skipstjórnr, stýrimenn Útgerðarfélagið Skagstrending h.f. vantar skipstjóra á 200 tonna togskip. Upplýsingar í síma 35854. HÆTTA Á NÆSTA LEITI —<■— eftir John Saunders og Alden McWilliams i suEés rn& aboltt Tw WE INFC’gMEP THEM THAT THERE MISHT Be A SLIGHT HtTCH /A/ sIthb/k PLANS THB LI6T REAPS KUPOLPH AND TPCN/ THEYFE WKITER-TyFES FOR 6LOBAL NEWS INC.Í WE WERE SUPPOSetJ TO C7EUVEK THEM FOR eOME KINP OF Blö AWARP dEREMONY AT a ^THE CáTTPRE.SZ CLUBÍ [• OH...RO&EP, 70 W£t?...we UNPERSTANO! JUST /N CASE ANPALL THAT! OKAY, STANC? PRIVATE SOb, THIS IS ~ APPROACH CONTROLI HATE TO SOUNO STICKY... BUT THE APMINISTRATOK 5AYS WE HAVE TO HAVE lÉOUK PASSENOERS' y \ NAAiE&l Hér hefur nýja myndaframhaldssögu, lem nefnist „Hætta á næsta leiti". Sagan hefst, þar sem bilun hefur orðið í lend- ingarútbúnaði tveggja hreyfla flugvélar í eigu fréttastofunnar Globaj News. Flugvélin er á leið til Washington. Flug- turninn kallar vélina upp: „Einkaflug 806 — flugstjóm kallar. Ég vona, að það komi ekki illa við ykkur en flugvallarstjórinn vill fá nöfn farþeganna áður en þið lendið.“ „Allt í lagi. Ég skil. Allur er varinn góður. Tilbúnir að skrifa niður.“ „Á farþegalistanum era Rudolph og Troy; þeir eru fréttamenn fyrir Global News. Við áttum að flytja þá til einhverr- ar verðlaunaafhendingar í Blaðamanna- klúbbnum.“ Flugstjórinn við aðstoðarflugmann sinn: „Líklega er timi kominn til að segja farþegunum, að þeir neyðist til að breyta áætlun sinni smávegis." - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 22 26. janúar: Landslið — KR Unglingalið — Akranes 2. febrúar: Landslið — Valur Unglingalið — Þróttur 9. febrúar: Landslið — Keflavík Unglingalið — FH 16. febrúar: Landslið — Akureyri Unglingalið — Haukar 23. febrúar: Landislið — Unglingalið Ávallt er leikið á völlum þeirra félaga er úrvalsliðin mœta nema leikur Unglingaliðsins gegn Þrótti verður á Háskólavell inum og óráðið er hvar síðasti leikurinn verður — en leitað verður hófanna um að fá Laug- ardalsvöllinn eða Melavöllinn. Það var upplýsf að leikmenn hafa verið þrekprófaðir í upp- hafi æfingaleikjanna og ganga aftur undir slíkt prótf 18.—20. febrúar. Þá verða tveir fundir með öll- um leikmönnum í lok janúar og í lok febrúar. Þar verður rœtt um leikina og leikmenn sérstak- lega beðnir um að segja sínar skoðanir og koma fram með sín- ar óskir og tillögur. Slíkir fund- ir voru tvívegis haldnir í 1. áfanga og giáfuist mjög vel og kom í ljós, að sögn Alberts og Hafsteins, að piltarnir sýna mjög mikinn áhuga, mæta mjög vel og stundvíslega og eru allir af vilja gerðir til að leggja siinn skerf til þess að takmarkið: „betri knattspyrna" náist. - BORANIR Framhald af bls. 1 vitað hvort það borgar sig, enda skiptir það ekki höfuðmáli. Eftir því sem hitinn er meiri, verður þrýstingur- inn hærri og því meira fæst út úr því rennsli, sem inn í holuna kemur af gufu, sagði Baldur, til skýr ingar og svars við spurn- ingum okkar. Baldur sagði, að eftir að húið verður að bora þriðju holuna, til að kanna hvað tekur við utan við aðaljarð hitasvæðið, og gera rann- sóknir á öllum holunum, þá ætti að verða hægt að draga ályktanir og byggja á þeim áætlanir, fyrst og fremst um saltvinnsluna. En jafnframt rannsóknum á svæðinu, hefur verið í gangi bráðabirgða áætlana gerð. Holunni, sem lokið var fyrir jól, var lokað þá, og er ekkert farið að mæla hana. Heita holan er einn- ig lítt rannsökuð enn. Það sem ennþá hefur komið í Ijós í sambandi við hana, fyrir utan þennan mikla hita, er að saltið í gufunni er svipað og það hefur reynzt vera þarna, að því er Baldur sagði. Um upp- runa saltmagnsins, sem er meira í borholuvatninu en í sjónum, sagði Baldur, að allir væru sammála um að þetta sé upphaflega sjór, en skiptar skoðanir séu um hvernig seltan eykst og hvernig efnabreytingin verður þangað til borhol- urnar hafa verið rannsak- aðar frekar og viðbótar- holan boruð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.