Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1909. 13 Leita verður þeirra úrræða, sem helzt horfa til þess að firra vandræðum Aramótaávarp dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra „ENGINN 'leit þá maður moldu“. Þessi orð skáldsins, sem allt fnam í síðustu viku áttu við um sendið yfirborð tunglsins, hæfa því ekki lenguir. Þrír menn hafa nú úr náinni fjarlægð litið það augum. Ferð þeirra er tvímæla- laust í senn hin lengsta og fræg- asta, sem jarðbúar bafa hingað til gert. Engin hefur heldur kraf ist meiri þekkingar, undirbún- ings, kostnaðar né nákvæmni. En þó að okkur þyki mikið til um þetta afrek, þá hafa áður verið farnar ferðir, sem ekki hafa síð- ur útheimt þrautseigju og hug- dirfð. ara hafi verið að lýsa ytri heimi tíundualdar íslands, stærð hans, lífsháttum, verðmætum og hags- munum en ytra heimi iðnvædds borgar-þjóðfélags, en frumleiki og afbragð íslendingasagna er engu að síður kraftaverk." Auden rekur síðar ytri ástæð- ur þess af hverju Islendingar hafi svo snemma öðlast raunsæi umfram aðra samtíma-menn. Þá rökfærslu hins ágæta skálds skal ég ekki ræða frekar. Tilgangur minn var sá að vekja athygli á því, sem þessi margfróði bók- menntamaður telur fornbók á þessa örðugleika nú. Við eig- um bara að beita skynseminni og þá eru þeir alveg horfnir, eins og dögg fyrir sólu. Þetta eru ummæli áttræða mannsins, sem þú talar við í dag.“ Slík voru kveðjuorð Péturs Ottesens til íslenzku þjóðarinn- ar. í þessum orðum hinis nýlátna öldungs, eins heilsteyptasta og rammasta íslendings okkar daga lýsir sér hið forna raunsæi, sem gerði íslendinga umfram aðra að eftirtektarverðri þjóð. En raun- i sæi og beiting skynseminnar eru Dr. Bjarni Benediktsson Svo var oftast um landkann- anir hér á jörðu, þar á meðal fund og nám Islands og síðan ferðir héðan vestur á bóginn, fyrst til Grænlands og í fram- háldi þess til meginlands Vest- urheims. íslendinga og aðra, sem þátt tóku í þeim ferðum, skorti að vísu fjölmenni, auð og tækni til að nema hinn nýja heim, sem þá lá opinn fyrir þeim. Ekki skiftir máli þótt einhverjir Norð urálfumenn hafi komið þang- að áður svo sem bæði írar og Walesbúar halda fram um sjálfa sig. Urslitum ræður, að íslend- ingar voru hinir fyrstu, sem höfðu þekkinigu og yfirsýn til að skrá frásagnir af ferðum sínum, svo að enginn, sem hið rétta vill vita, getur efast um sannindi þeirra. Hafvillur, veðurfar og ævin- týraþrá hafa áreiðanlega ráðið miklu um þessar ferðir. En þekk ingarleit átti einnig h'lut að og fyrirhyggja réði, að bæði var komist á leiðarenda og aftur heim, svo að saga varð af. Þess- ar ferðir voru og farnar nær hálfu árþúsundi áður en aðrir og miklu betur búnir menn lögðu á ný út í Vesturveg. Það hlýtur því enn í dag að vera okkur íhugunarefni, hvern ig á því stóð, að hið örsmáa þjóðfélag forfeðra okkar skyldi vera þess umkomið að taka því- líba forystu. Og því fremur, sem þeir unnu ekki einungis afrek í ferðalögum heldur einnig í lög- gjöf og bókmenntum. Grágás er í senn ein merkasta heimild um fornan rétt ger- manskra þjóða og sönnun um raunsætt mat íslendinga umfram aðra á bestu leið til lausnar sum um þjóðfélagsvanda. Trygging- arákvæði Grágásar voru ein- stök á sinni tíð. Fornbókmennitiir okkar gerir einn fremsti andans maður, sem nú er uppi, brezk-amerísba sbáldið W.H.Auden, álveg ný- lega að umræðuefni í fyrirlestra- safni þar sem éinn fyrirlestur- inn er nefndur: „Heimur íslend- ingasagna". Þar rebur hann og sbýrir nobbur dæmi úr forn- ritunum og segir meðal annars: „Tilvitnuð dæmi þess, sem ég mundi balla þjóðfélags-raunsæi og hvorki má rugla saman við socialistikt raunsæi né náttúru- stælingu, eru undraverð af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna aldurs þeirra. Elztu hand ritin eru frá því um 1300, en í því felsit, að helstu einkenni þeirra bókmennta, sem þau sýna, hljóta að hafa komið mönnum til hugar löngu áður. Ekkert þeim líkt hafði, eftir því sem ég veit, verið reynt nobbru sinni fyrr í vestrænum bóbmenntum, og ann airs staðar í Norðurálfu er ebbi hægt að finna neitt líbt fyrir lob átjándu aldar. í öðru lagi er það, hversu þau bera af. Ég held ekbi, að jafnvel mestu raunsæisskáldsagna-höfundar nít jándu aldar hafi komist fram úr þeim í því, sem þeir aétluðu sér að gera. Játa má, að auðveld- menntum okkar til gildis og ein- kenna þær frá öðrum: Hið sama raunsæi, sem einnig einkenndi fornlögin og gerði gæfumuninn í sjóferðum fslendinga og ann- arra fyrir eitt þúsund árum. Síðan eru liðnar langar aldir. fslendingar hurfu úr farar- broddi, þeir lærðu af öðrum að segja frá og skrá óraunsæar riddarasögur og áttu fullt í fangi með að vinna það áfrek, sem þeim reið mest á en reynd- ist erfiðast, það, að lifa af ótrú- lega erfiða tíma. Nú eru tímarnir sem betur fer aðrir. Enn fer því samt fjarri að þjóðfélag okkar hvíli á nógu öruggum grunni. Atvinnuvegir eru enn of einhæfir þeir eru háð ir óviðráðanlegum blindum nátt- úruöflum og verðbreytingum er- lendis, sem magnast vegna þess að við stöndum utan við hin stóru markaðsbandalög. Af þess- um sveiflum spretta svo á víxl bjartsýni og svartsýni, hvort tveggja úr hófi. Um þá breytingu sem á er orð- in, og geðbrigðin eiga bezt við orð Péturs Ottesens í útvarpinu 1. desember sl., þess manns, sem lengur hefur setið á þjóðkjörnu Alþingi fslendinga en nokkur annar. Hann sagði: „Ekki nokkur lifandi maður getur fengið mig til annars en að sjá framtíðina í björtu ljósi. Mér finnst að við íslending- ar höfum komizt yfir erfiðleik- ana. Þó mæti okkur andstreymi á ýmsan hátt nú, þá höfum við aldrei verið betur búnir til þess að yfirstíga það en núna. Ég blæs einnig forsenda og uppistaða þekkingar og vísinda nútímans. Við skulum að vísu játa, að þekking okkar á sálarlífi mannsins og samskiptum manna á milli, þar á meðal lögmálum efnahagslífs5 ''ast enn um of af óskhyg Enda hefur reynsla síðustu ára og þá ekki síst á þessu ári sannað, að hin- ar algildu kenningar, sem ýmsir trúðu á, eru í mesta lagi hálfur sannleikur, ef ekki hégóminn ein- ber. Eða hversu margir eru þeir hér á landi, sem hafa löngun eða lcjark til að halda því lengur fram, að í Austurvegi hafi tekist að skapa sæluríki, sem aðrir geti 'litið til með fögnuði og eftir- væntingu? Á sama veg væri fráleitt að halda, að lýðræðisþjóðunum hafi tekist að leysa öll sín vanda- mál. Styrkur þeirra er þvert á móti sá, að þær viðurkenna, að enn eru þjóðfélagsvísindin ein- ungis á byrjunarstigi. í þeim efnum eru fáar kenningar, sem telja má algildar eða endanleg- ar. Hér skilur á milli feigs og ó- feigs. Þess vegna er hörmulegt hversu margir þeirra, sem nú játa, að þeir hafi haft oftrú á því, sem þeir héldu vera sælu- ríkið í austri, righalda engu að síður í hinar úre'Itu, steinrunnu kenningar eða trúarbrögð Marx ismans, sem öllu öðru fremur eru upphaf ófarnaðar almennings í Austurvegi. En þótt ekkert sé endanlegt eða fullkomið í þess- um efnum, þá hefur samt mikið áunnist. Kreppan mikla á árunum 1930- 40 var ekki að kenna kaldlyndi og enn síður mannvonsku þá- verandi valdhafa. Þeir voru á- reiðanlega ekki síðri að góð- vild en um stjórnmálamenn geng ur og gerist. Engu að síður varð þá víðsvegar margra ára stöðn- un eða öllu heldur afturför, stór kostlegt atvinnuleysi og eymd. Nú hefur tekist á þeim tæpa aldarfjórðunigi, sem liðinn er frá lökum seinni heimsstyrjaldarinn,- ar, að afstýra þeirri allsherjar kreppu, sem margir spáðu að mundi skella á. Hagnýting bestu fáanlegrar þekkingar og sam- vinnu þjóða á milli hafa þar mestu góðu til vegar komið. Þetta á ekki síður við um okk- ur íslendinga en aðra. Áföll okk ar nú eru orðin mun meiri og sneggri en leiddu til kreppunn- ar miklu. Þó hafa þau hvergi nærri bitnað á almenningi með sömu hörku og þá. Að vísu höf- um við nokkuð gengið á eigndir okkar hið sí.ðustu misseri en ekki nema að litlum hluta þess, sem sanfast hafði í góðærinu á undan. Við höfum hinsvegar ver ið hræddari en margir aðrir við samvinnu þjóða í milli, en þó höfðum við á meðan allt lék í lyndi, framsýni til að hefja und- irbúning sitóriðju, í samvinnu við aðra. Sá undirbúningur hef ur nú þegar orðið að ómetan- legu gagni í erfiðu árferði. Þó má betur' ef duga skal. Þess vegna var leitað eftir víð- tæku stjórnmálasamstarfi um lausn vandans. Það tókst því miður ekki. 1 stað þess krefjast sumir afsagnar stjórnarinnar. Á meðan enginn veit hvað við tek- ur og fyrir hendi er meiri hluti Alþingis, sem fullnægir þeirri á- byrgð, er á honum hvílir, kemur slíkt ekki ti'l greina. Samreið margra yfir hættuleg vatnsföll hefur ætíð þótt hyggileg, en ekki hitt að hafa hestaskipti í miðri á, hvað þá að reyna slíkt, ef enginn annar er tiltækur. Of mikið er í húfi til, að metn- aður mainna 1 milli megi ráða. Leita verður þeirra úrræða, sem helst hoorfa til þess að firra vand ræðum. Enginn er bættari þótt hann geti skaðað annan eða náð sér niðri á honum, ef hagur hans sjálfs verður fyrirsjáan lega að sama skapi lakari. Slíkt er enn fávíslegra en hitt, sem á sumum má skilja, að við hefðum ekki átt að nota okkur uppgripa afla á meðan hann var, vegna þess að aflabrestur mundi síðar verða. Með sl'íkum hugsunar- hætti verður skammt komist á- leiðis. Annað mál er að kunna ætíð að sníða sér stakk eftir vexti. Nú standa víðtækar samninga viðræður fyrir dyrum milli stéttahópa, almannasamtaka og ríkisvalds. Þar má fyrirfram eng an möguleika útiloka, ef hann kann að leiða til happasællar liausnar. Jafnvíst er hitt, að sam komulag um það, sem fyrirfram er ljóst, að hlýtur að horfa til ófarnáðar, er verra en ekki. Frumskilyrði þess, að við mein verði ráðið, er að rétt séu greindar orsakir þess. En 'lækn- ing mistekst einnig, ef óllíkum gagnverkandi ráðum á að beiita. Stöðug þekkingarleit vit og þrek til að beiíta þekkingu sem fyrir hendi er, og hagnýting allra auðlinda fslands, meðal annars með eðlilegri samvinnu við aðrar þjóðir, eru þau leiðar- Ijós, sem öruggast munu lýsa okk ur til farsællar framtíðar, enda verði ætíð valin leið frjálsræðis en ekki fyrirskipana, ef knýj andi nauðsyn gerir ekki óhjá- kvæmi'legt að fara hina lakari. f lýðfrjálsu landi eiga þeir að ráða, sem kjósendur hafa í senn falið vegsemd og vanda. Síðan er það kjósenda á degi reikn- ingsiskilannia að gera upp á milli frambjóðenda eftir þvi, sem þeir telja verðleika standa til. Almenningur á mest í húfi Þess vegna mega menn aldrei greiða atkvæði í þeirri veru, að þeir séu að gera það fyrir þenn- 'an eða hinn frambjóðandann. AU ir þurfa raunar á góðvild að halda, en sá, sem gefur kost á sér til þings, vill einmitt sjá'lfur, að mat sé lagt á skoðanir hans og stjórnarhæfileika almenningi til heilla. Engin skömm er að því að falla vegna þess, að maður fylg ir sannfæringu sinni. Hitt er lít- ilmótlegt að játast undir það, sem sannfæring, byggð á bestu fáanlegri þekkingu, segir, að sé rangt. Virðing fyrir þekkingu sér- fræðings losar stjórnmálamann hinsvegar aldrei undan ábyrgð á ákvörðun sem umboð kjós enda hefur gert honum skýlt og veitit honum vald til að taka. Stjórnmál og vísindi eru sitt hvað og lúta ólíkum reglum. Stjórnmálamenn verða öðrum fremur að hafa hæfileika og kjark til að taka ákvarðanir, sem öðrum er um megn eða þeir skjóta sér undan. Ábyrgð þeirra er því mikil. En síst af öllu skyldu stjórnmálamenn neita því að framfarir nútímans eru fyrst og fremst vísindunum að þakka. f raunvísindum erum við mun lengra á veg komnir en í þekk- ingu á samfélagsmálum. Þó stöndum við sennilega einnig í raunvísindum einungis á ysta þröskuldi þeirra undraheima, sem nú eru að opnast. Menn eru smám saman að læra að lesa það lögmál, sem hinn mikli, ei- lífi andi setti sköpunarverk- inu, þegar hann hóf það fyrir örófi vetra. Því betur sem við lærum það lögmál og fylgjum því, því meiri líkur eru fyrir að vel vegni. Einn fyrsti raunvísindamaður fslands, stærð- og stjörnufræð- ingurinn Björn Gunnlaugsson, orti fyrir h.u.b. 130 árum þegar hann hafði hugleitt ótölulega mergð stjarna og sólkerfa og lögbundin gang þeirra á þessa leið: Þessi bygging himins há, er hér ti'l nam ég skoða, fyrirætlan mikla má meistarans æðsta boða. Sólir ganga sína leið, sem þú, drottinn, býður gleði og hryggðar skundar skeið, að skipan þinni lýður. Og einn þeirra, sem bezt þekk ir geimfarir af eigin raun, And- ers tunglfari, sagði fáum dögum áður en hann lagði í sína frægu ferð: „Því meira sem ég sé af al- heimi Guðs, því innilegri verð- ur Guðs-trú mín.“ Megi Guð leiða okkur á rétt ar brautir og halda verndar- hendi sinni yfir okkur á erfiðri vegferð. Að svo mæltu þakka ég árið 1968 og býð öllum gleðilegt ár 1969. Svör við fréttagetraun HÉR birtast svör við fréttaget- raun þeirri, sem birtist í blaðinu 31. des. sl.: 1-1„ 2-2, 3-4, 4-2, 5-3, 6-3, 7-2, 8-3, 9-1, 10-4, 11-4, 12-2, 13-3, 14-1, 15-4, 16-1 17-3, 18-1, 19-4, 20-2, 21-4, 22-4, 23-2, 24-1, 25-3, 26-2, 27-4, 28-1, 29-3, 30-3, 31-2, 32-3, 33-4, 34-2, 35-1, 36-3, 37-1, 38-4, 39-2, 40-3, 41-2, 42-3 , 43-2, 44-1, 45-4, 46-1, 47-3, 48-2, 49-1, 50-4, 51-2, 52-2, 53-1, 54-4, 55-3, 56-1, 57-2, 58-2, 59-3, 60-4, 61-3, 62-4, 63-1, 64-4, 65-2, 66-4, 67-3, 68-1, 69-2, 70-1, 71-4, 72-2, 73-4, 74-3„ 75-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.