Morgunblaðið - 03.01.1969, Blaðsíða 10
10
MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 196».
lír heimi myndlistarinnar
Á nýliðnu ári hafa ýmsir heims
þekktir myndlistarmenn og list-
jfrömuðir látist. Ég hefi áður
sagt lítiliega frá enska listfræð-
inginum sir Herbert Read, sem
iést á stl. sumri og ætia hér að
minnast nokkurra annarra.
Marcel Duchamp lézt 2. okt.
í Neuilly sur Seine, 81 árs að
aldri. Duchamp varð fljót-
lega frægur á yngri árum fyrir
verk sín „Nakin kona gangandi
upp hringstiga. „Hin nýgiftu af-
klædd af piparsveini", og enn
frægari fyrir verk æm hann lét
svo vera að skapa, en þó fræg-
astur fyrir andfagurfræðilegar
mótmælamyndir, sem hann
nefndi „Ready Made“, svo sem
hjóli undan reiðhjóli sem kom-
ið var fyrir á eldhússitól, flösku
þurrkara, sem hann bjó til úr
jámarusli og setti á fótstall, og
klósettskál, er hann kynnti sem
listaverk.
Duchamp fæddist 28. júlí
1887 í Blainville nálægt Rou-
en, sonur skjalaritara. Eldri
bræður hans voru málarinn Ja-
ques Villon og myndhöggvarinn
Marchel Duchamp: Flöskuþurrk-
ari“ (1914) járn. Safn Man Ray
í París. Duchamp hafði einhvers
staðar haft uppi á þessum hlut
og sett á fótstall. Á listsýningu
virkaði hann fullkomlega fram-
andi og varð þannig að lista-
verki. Þar með var Ready Made“
uppgötvað.
Raymond Duchamp-Villon. Einn
ig máliaði systir hans Suzanne
Ducbamp Crotti. Jaques Villon
sem var seint uppgötvaður en
síðan metinn einn frægasti mál-
ari og graflistarmaður Frakk-
lainds. Það má því óhætt slá því
föstu, að með Duchamp systkyn
inum sem voru 6 hafi búið merki-
lega rík hneigð til myndrænnar
tjáningar.
M. Duchamp hóf feril sinn
með post-impressjóniskum lands-
lags- og andlitsmyndum og
teiknaði jafnframt fyrir blöðin
„Le Rire“ og „Courrier fran-
oais“. Varð hann fyrir áhrifum
af Cézanne og einnig Braque og
Robert Delaunay. Duchamp var
í fyrstu bókavörður, en það
brauðstrit gaf nauman frítíma,
svo að hann gat lítið sinnt list-
störfum. Árið 1912 uppgötvuðuet
hæfileikar hans, en þá tókst hon
um að fullgera veigamikil verk,
glæsilega vel málaðar myndir,
sem bera óvenju hæfileikamikl-
um myndlistarmanni vitni. Bræð
ur hans komu honum í kynni við
Apollinaire, sem skrifaði um
hann þessa merkilegu setningu:
„Máski verður listamanni líkt og
M. Duchamp, sem á allan hátt
er laus við fagurfræðilegar
vangaveltur og er á slíkan hátt
hlaðinn starfsorku gert mögu-
legt að sætta aftur list og al-
menning.
Vandamál „kúbismans" og þó
enn frekar „fútúrismans" höfðu
áhrif á Duchamp. Árið 1912
dvaldi hann sumarlagnt í Miin-
chenborg, þar sem þá bar meet á
liatastefnunni „Die Blaue Reit-
er“. Á því ári snéri hann un»
stund baki við málaralistinni og
gerðist á ný bókavörður við
bókasafn Sainte Geneviéve í Pa-
rís.
Árið 1913 slóu myndir hans eft
irminnilega í gegn á hinni miklu
sýningu á evrópskri list „Arm-
ory Show“ í New York, sem
svo miklu róti olli vestra, allar
myndir hans seldust. Árið 1914
skapar hann fyrstu „Ready
Made“ mynd sína og 1915 flytzt
hann til Bandaríkjanna, þar sem
hann íann velunnara og stuðn-
ingsmann í safnaranum Walter
Arensberg, sem keypti af honum
43 verk. Árið 1916 varð hann
meðstofnandi frum-dadaistahreyf
ingarinnar í kringum Arensberg
og Stieglitz, sem Man Ray, Pi-
cabia, Crotti og de Zayas til-
heyrðu ásamt félagsskapnum „Ó
háðir myndlistarmenn" í New
York.
Forstöðumenn listasafna litu
til Duchamp og verka hans með
skelfingu og bjuggust jafnframt
við einhverju nýju af honum,
sem þeir eygðu líkt og ljós við
enda jarðganga. Gagnrýnandi
líkti mynd hans „Nakin kona
gangandi upp tröppur" við
sprengingu í tígulsteinaverk-
smiðju. Fimmföld vera mann-
legra forma gengur upp hring-
stiga, málað með hrynjiandi og
nákvæmni sem hrífur.
Duchamp buðust margir góðir
samningar í Ameríku á þessum
tíma, en vildi heldur af persónu
legum ástæðum yera óháður öll-
um, og vann fyrir brauði sínu og
bjór með frönskukennzlu (2 doll
arar á tímann).
Er hann kom aftur til Parísar
1919, studdi hann „Dadaistahóp
Parísar“, en snéri aftur til New
York sama ár, þar sem hann á-
samt Katherine Dreyer og Man
Ray stofnaði „Societé Anonyme
Museum of Modern Art“, sem
opnaði 1920 og fram að 1939
stóð að 84 sýningum. Eftir þetta
dvaldi hann ýmist í Farís eða
New York. Hann komst í snert-
ingu við Surrealismann gegnum
André Bréton, sem hann kynnt-
ist 1921. Takmark M. Duchamp
var að endurtaka aldrei neitt í
list sinni, og hann er sennilega
eini mikli málarinn sem tókst
það, vegna þess að hann hætti
að mála eftir stærstu sigra sína.
Hann seldi vinum og ætfingjum
eitthvað um 20 verk með því
skylyrði að viðkomandi léti þau
ganga til listasafnsins í Fíla-
delfíu eftir þeirra dag, og þar
er hérumbil allt lífsverk hans
nú niðurkomið.
Allt sitt líf var Marchel Du-
champ niðursokkinn í skák-
taflið, sem snemma hafði heillað
hann — tefldi allar stundir og var
um skeið í skáksveit Frakka, tók
m.a. þátt í alþjóðlegum taflmót-
um. Hann gaf, ásamt öðrum, út
eina skákbók og mótaði sjálfur
taflmenn 1947. Duchamp hafði
mikil áhrif á þróun amerískrar
listar. í kjölfar hans komu ný-
dadistarnir og Pop-listin. En Du
champ tók afstöðu á móti þess-
um sporgöngumönnum sínum, um
leið og hann sagði: Þegar ég
uppgötvaði „Ready Made“, hugð-
ist ég gera uppreisn gegn fag-
urfræðilegu skrani. I neo-dada
hins vegar nota þeir „Ready-
myndflatar. Með hugmynd sinni
stefndi hann að hinu al-
gera málverki úr lit, ljósi, efni
hreyfingu og línum. Árið 1966
hlotnaðist Fontana verðlaunin
fyrir ítölsk málverk á Biennal-
inum í Feneyjum.
AmeríSki málarinn Ad Rein-
hardt lést úr hjartaslagi á vinnu
stofu sinni í New York snemma
á árinu. Hann fæddist í Buff-
alo 1 New York fylki árið 1915.
Kenndi lengi við leiðandi lista-
skóla í Ameríku og skrifaði
mikið í fremstu listtímarit þar
vestra. Frægastur mun hann
vera fyrir hinar dökku myndir
sínar sem í fljótu bragði virðast
einlitar, en búa yfir fjölbreytt-
um og hárfínum litabrigðum ef
Lucio Fontana: „Conzetto spaziale" 1959.
Made“ til að uppgötva fagur-
fræðileg gildi. Ég henti flösku-
þurrkaranum og klósettskálinni
í andlitið á fagurfræðinni, en
nú dást menn að þessu sem fag-
urfræðilegri listsköpun. Að Du-
champ á efri árum gerði kópí-
ur af „Ready Made“ er þó í
mótsögn við þessi ummæli hans.
Úr heimi myndlistarinnar
Lucio Fontana lézt á 69. ald-
ursári í villu sinni í nágrenni
Varese á Norður Ítalíu. Lista-
maðurinn, sem var í röðum ný-
konstruktistana á þriðja tug ald-
arinniar, varð að brautryðjanda
nýs rúmskilnings í myndlist.
Þetta „Conzetto spaziali" hans,
varð fyrst til árið 1949. Font-
ana vildi með gljúpum götum
og rifum á léreftinu ná fram
nýrri vídd, sem yki ótakmarkað
möguleiba hins takmarkaða
Ad Reinhardt á vinnustofu sinni.
nánar er að gáð. Myndir hans
urðu fréttaefni heimspressunnar
fyrir nokkrum árum er blöð
birtu fréttir af sýningu málara
í New York þar sem einungis
gæti að líta kolsvört málverk,
en allt seldist (!).
Þeasi óvenju vönduðu, merki-
legu og hárfínu vinnubrögð í
mjög dökkum tónum samfara
rólegri, þrekinni persónu hans,
sem minnti sterklega á múnk,
gáfu honum viðurnefnið: „Svart-
munkurinn" og myndum hans
mikið verðgildi. Var miarkaðs-
verð meðalstórra málverka hans
komið upp í $5000 er hann féll
frá. Þessi máliari dó vissulega
langt fyrir aldur fram því að
55 ár telst ekki hár aldur í dag,
sízt meðal máiara sem verða
margir hverjir manna langlífast
ir.
Á sl. vori frétti ég að franski
málarinn Jean Deyrolle, sem
var kennari minn í þrjú kennslu
tímabil á árunum 1959 og 1960,
væri látinn fyrir ári úr nýroa-
sjúkdómi. Jean Jaques Deyrolle
fæddist í Nogent sur Maroe ár-
rolle var að mestu leyti sjálf-
ið 1911 og voru foreldrar hana
innfæddir Bretagnebúar. Dey-
menntaður, en listræn menntun
hans varð þó með tímanum svo
viðamikil að hann náði þeim ár-
angri að vera nefndur einn
bezt menntaði og fierasti rök-
fræðingur frakka á myndlist,
einkum nútímalist. En þekking
hans á fyrri tíma list var ekki
isíður haldgóð. Hann ferðaðist
milli safna í Frakklandi og ítal-
íu til að leita að, og fullkomna
sérstakan grunn á striga sem
honum hentaði. Leit hans bar
árangur í Feneyjum í verkum
fyrri alda málara, er við þá
borg eru kenndir. Grunnurinn
byggðist á því að verða til sam-
tímis málverkinu og hafði þá
kosti að mögulegt var að mála
óralengi í sömu myndina auk
þess að vera þrælsterkur. Hæfi-
leifear Deyrolle komu snemma í
ljós og var það hinn nafntogaði
Wilhelm Uhde sem uppgötvaði
þá. Deyrolle dvaldi í Marokkó
á árunum 1933—8 og varð fyrir
ýmsum áhrifum þar. Á stríðsár-
unum þróaðist list hans út í
hreint óhlutlægt málverk og
Jean Deyrolle.
um sömu mundir fór áhrifa rök-
listar hans að gæta í París, en
þar hafði hann m.a. mikil áhrif á
Vasarely, sem var um þessar
mundir óákveðinn í list sinni.
Að ráðum Deyrolle fór Vasarely
út í óhlutlæga list með þeirn ár-
angri að hann frægði nafn sitt
á skömmum tíma og hefur sú
frægð stöðugt aukizt með víð-
tækum áhrifum á flestar tegund-
ir nútíma myndlistar og listiðn-
aðar.
Dejrrolle var í hópnum um-
hverfis Galerie Denise Réne,
sýndi þar fyrst 1946 en síðar all-
oft. Seinna komst hann á fastan
samning við Galerie de France.
Hann varð prófessor við listhá-
skólann í Múnchen 1959 og til
æviloka. Vildi svo til að grein-
arhöfundur varð fyrsti nemand-
inn sem hann tók þar í bekk
sinn. Hann var framúrskarandi
kennari — virtist nokkuð ómann-
blendinn, var harður og óvæg-
inn í dómum sínum um verk
nemenda, tætti þau í sundur
með óviðjafnanlegri rökfimi, en
bauð viðkomandi svo orðið til
andsvars. Spunnust hinar fróð-
legustu rökræður upp úr þeim
gefna jarðvegi. Tel ég hann þann
kennara minn sem sterkust á-
hrif hefur haft og hefði gjarnan
viljað dvelja lengur í þeim jarð-
vegi. Honum var það ekki nóg
að menn lærðu, tækju framför-
um og s'kiluðu góðum verkum,
heldur vildi hann hreinsa af
þeim ýmsa vankanta, yfirborðs-
árangur var honum ekki að
skapi — það er hægt að ná góð-
um árangri í svipinn en það er
mi'klu erfiðara að rótfesta þenn-
an árangur hjá einstaklinginum
(nemandanum). Honum var vel
lagið að kenma án þess að nota
sína eigin list að leiðarljósi, rök-
rétt vinna var honum aðalatriði
án þess að uim nein bein áhrif
frá list bans kæmu til. Eins
og fleiri frá Bretagne hafði
Deyrolle áhuga á norðrinu —
sýndi oft og dvaldi í Kaup-
mannahöfn — var kunnur ýms-
um norrænum myndlistarmönn-
um og vinur sumra þeirra. Hann
kannaðist við íslenzka myndlist-
armenn svo sem „Gerður“,
„Tryggvadóttir“, „Ágústson“, en
svo komst hann að orði. Hann
stuðlaði að því að damski mynd-
höggvarinn Robert Jacobsen var
gerður að prófessor í mótunarlist
við Listaháskólann í Múnchen.
Útlit bans gat minnt á Benedikt
Gunnarsson nema hve Deyrolle
var suðrænni, heimslegri og
mýkri persónuleiki. Ég dvaldi
ásamt nokkrum nemenda hans
um tíma í þorpinu Gordes í
Provence þar sem hann dvaldi
mestan hluta ársins þegar hann
var ekki í París eða Múnchen,
og vann aleinn svo lengi sem
ekki rigndi, því að Deyrolle hat-
aði regn, og Gordes mun vera
sá staður 1 Frakklandi þar sem
bókuð er minnst úrkoma. Þar
sá ég mörg athyglisverð verk á
vinnustofu hans og þar útskýrði
hann fyrir mér vinnubrögð sín.
Síðustu árin sem Deyrolle lifði
dró hann sig að mestu í hlé frá
opinberu- listlífi ásamt þeim
Ésteve, Manessier og Lapique —
þeim fannst listin of lituð kaup-
mennsku. Þeir félagar hans
munu væntanlegá koma aftur til
starfa en ójbætanlegt er að
Deyrolle skyldi falla frá aðeins
57 ára, svo frjór og vakandi sem
hann var fyrir nýjum stefnum og
Framhald & bls. 1S