Morgunblaðið - 10.01.1969, Page 5

Morgunblaðið - 10.01.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. Ég sá barnshönd standa upp úr múrsteinshrúgu" Kraftaverk bjargaði 18 mánaða barni er Boeingþota rakst á hús við Gatwickflugvöll — Lýsingar sjónarvotta ALL.T MEB SVO sem kunnugt er af fréttum fórst Boeing 727 þota frá flugfélaginu Ari- ana Afgan Airlines við Gat wickflugvöll í London fyr- ir nokkrum dögum. 63 manns voru um borð og fór ust fimmtíu manns er vél- in lenti fyrst á trjám og síðan íbúðarhúsi. í „Tim- es“ frá 6. janúar er greint ítarlega frá slysinu og til- drögum þess, og er hér að mestu stuðst við það, sem „Times“ sagði þá um mál- ið. Flugstjóri þotunnar ákvað að freista lendingar á Gat- wickflugvelli eftir að honum hafði verið tilkynnit af flug- turninum, að skyggni á braut um Gatwick væri aðeins 100 metrar, að því er flugmála- yfirvöldin sögðu opinberlega. Flugmálayfirvöld segja, að þot an hafi komið að Gatwick- flugvelli kl. 2.35 um nótt og veðri og aðstæðum svo lýst: „50 metra skyggni almennt, frostþoka og 100 metra skyggni meðfram flugbrautinni.1 „Þessum upptýsingúm var komið til flugvélarinnar“ seg ir í hinni opinberu tilkynn- ingu, og flugstjórinn kaus að reyna aðflug að brautinni og gaf til kynna, að ef hann yrði að „yfirskjóta" brautina, myndi hann snúa til Heat- hrow-flugvallar. Brezk vél hefði ekki reynt Flugmálasérfræðingur Tim- es segir: „Ef Boeing þotan hefði lent á Gatwickvelli, þá hefði hún orðið fyrsta flugvél in, sem þar lenti frá því á laugardagskvöld, er þoka lagð ist yfir brautirnar. Aðrar flug vélar sem ætlað var að lenda á Gatwick á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun sneru til annarra flugvalla. Flugumferðarstjórar loka ekki flugvöllum í slæmu veðri en segja flugmönnum frá því, hvert skyggnið er, og láta þeim eftir ákvörðunina um lendingu. Sérhvert flugfélag hefur sín ar eigin reglur varðandi lág- marksskyggni í lendingum. Ör uggt má telja, að engin brezk flugvél hefði reynt að lenda í Gatwick ef skyggni framá- við er undir 1800 fetum (um 300 m.). Vera kann, að kassi með skemmdri segulbandsupptöku sem fannst í flugvélarbrak- inu, kunni að hjálpa rann- sóknarmönnum við að komast að niðurstöðum um slys þetta. Flugvélin, sem var á venju legu áætlunarflugi frá Kabul um Frankfurt til London, var með 54 farþega og níu manna áhöfn. Farþegarnir voru flest ir Indverjar, búsettir í Eng- landi, sem voru að koma heim úr leyfum. Þrjú börn voru meðal þeirra. Sneitt af trjám og reykháf John Roper segizt svo frá: „Það var á 400 metra langri logandi vítisbraut, sem lá um tvo akra, að 50 manns biðu bana. Hjól þotunnar sneiddu toppinn af 10 metra háu tré . á 'lóð húss við Peeps Brokk Lane í Horley, sömuleiðis hluta af skorsteininum og brutu rúðu. Fimmtíu metra frá þessum stað varð upphaf ógæfunnar ljósara. Mörg sver tré voru brotin í um 5 metra hæð. Hlut ar úr flugvélinni þeyttust frá henni, og hún sjálf skall lík- lega niður á akur og þeytt- ist þaðan á hús William Jones hjónanna, sem létuzt, en Beverly, 18 mánaða gömul dóttir þeirra, lifði ósköpin af. Hún var flutt í sjúkrahús en mun aðeins hafa hlotið óveru legar skrámur. Vélin mun fyrst hafa hitt bílskúrinn. Þar gjöreyðilögð- ust tveir bílar og olíutankur. Afturhluti hinnar stóru þotu, brotnaði frá henni, og lagðist húsið sjálft, sem var tveggja hæða múrsteinshús í rúst. Stjórnklefinn og framhluti far þegarýmis, nam loks staðar 50 metrum frá húsinu eftir að hafa skilið eftir sig slóð málm ins, þeirra á meðal flugstjór- inn. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru komnir á vett vang eftir örfáar mínútur. Keith Simmons, lögregluþjónn 24 ára gamall fékk tíðindin um talstöð eftirlitsbíls síns og var ásamt samstarfsmanni sín um kominn á staðinn eftir eina eða tvær mínútur. Kraftaverkið Er hann stóð á rústum húss Þessi mynd sýnir Beverly litlu Jones, sem lifði af slysið í fangi móður sinar, Anne. Myndina tók faðirinn, William, er Beverly var 16 mánaða. Joneshjónin fórust bæði, en krafta- verk bjargaði Beverly litlu. hluta og annars braks. í þess um helmingi þotunnar voru þeir, sem af komust, 18 tals- Hér stóð hús þriggja manna fjölskyldu, og var tvær hæðir. Þetta er það og í þessari múrsteina- og brakhrúgu fannst stúlkubarn á lífi. Barnastóll fremst. sem eftir stendur Beverly litlu sést ins, fölur af skelfingu, sagði hann: „Ég heyrði grát, sem mér heyrðist vera barnsgrát- ur. Einn af hreyflum þotunn- ar lá í miðri rúst hússins. álelda. Um tvo metra frá sá ég barnshönd standa upp úr múrsteinshrúgu, og sömuleiðis leifar brotins barnsrúms. Rúm ið var þakið múrsteinum og heill gluggakarmur lá ofan á öllu saman. Það var hann, er e.t.v. bjargaði barninu. Aðstoðarmaður minn var að draga mann í burtu frá brak inu. Fætur mannsins voru al- elda. Ég heyrði sprengingar al'lt umhverfis. Mér tókst að ná barninu út úr hrúgunni, og koma því í sjúkrabíl". Um tvo metra frá þeim stað, er Simmons lögreglu- þjónn ræddi við fréttamann- inn, lá brunninn og svartur hreyfili þotunnar eins og skrímsli sitjandi á rústum hússins. Skammt frá lá brúða, og innan um svart og sviðið brakið lá barnaþvottur, tand- urhreinn. Á milli tveggja múr sfeina var klemmd barna- hringla og allt umhverfis voru leifar þess, sem eitt sinn til- heyrði heimilislífinu í þessu húsi; slitinn hægindastóll, hrúga af tímaritum, prjóna- dót, skór, hluti af sófa og barnsstóll. 10 metra frá lá svartur og Framhald á bls. 23. EIMSKIP Á næstunni ferma skip voi tii fslands, sem hér segir: ANTWERPEN Skógafoss 13. janúar Reykjafoss 20. janúar Skógafoss 30. janúar * Reykjafoss 10. febrúar. ROTTERDAM Skógafoss 14. janúar Reykjafoss 21. janúar Skógafoss 31. janúar * Dettifoss 7. febrúar. Reykjafoss 1'2. febrúar. HAMBORG Skógafoss 16. janúar Reykjafoss 24. janúar Hofsjökull 27. janúar. Skógafoss 3. febrúar * Dettifoss 10. febrúar. Reykjafoss 15. febrúar. LONDON Askja 14. janúar Mánafoss 24. janúar Askja 3. febrúar * HULL Askja 16. janúar Mánafoss 27. janúar Askja 6. febrúar * LEITH Askja 18. janúar Mánafoss 29. janúar Askja 8. febrúar * GAUTABORG Laxfoss 23. janúar Tungufoss 6. febrúar * KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 18. janúar. Laxfoss 24. janúar Gullfoss 1. febrúar Tungufoss 7. febrúar * Gullfoss 15. febrúar KRISTIANSAND Laxfoss 22. janúar Tungufoss 4. febrúar * GDYNIA Fjallfoss 10. janúar Fjallfoss 4. febrúar. KOTKA Fjallfoss 31. janúar * VENTSPILS Fjallfoss 2. febrúar. * Skipið losar í Reykja vík, ísafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkl með stjörnu. losa aðeins i S Rvík. \ s ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.