Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. „Þaö er góður andi í liðinu og við stefnum að sigri“ — sögðu landsliðsmennimir sem keppa við heimsmeistarana á sunnudaginn 'LOKAÞÁTTUR undirbúnings ís- lenzku landsliðsmannanna í hand knattleik stendur nú yfir. i gær lék íiðið æfingaleik við KR, og á æfingunni hittum við fjóra af köppunum og fengum þá til að ræða Iítillega við okkur um átök 'in sem fram undan eru. Allir voru þeir bjartsýnir á úrslitin, 'en sýndist nokkuð sitt hverjum um hvort úrslitin í Svíþjóð væri okkur í hag eða óhag. AUir lands ’liðsmennirnir voru á æfingunni 'að einum undanskildum, Ingólfi Óskarssyni fyrirliða liðsins, sem legið hefur í flensunni að und- 'anförnu, en er á batavegi. Standa Vonir til að hann geti verið með á sunnudaginn. Sigurður Einarsson, Fram, var nýstiginn upp úr flensunni, og sagðist alls ekki vera búinn að jafna sig enn'þá. — Vonandi verð ég þó búinn að jafna mig á sunnu daginn, sagði Sigurður, — því Svíttr unnu 17:14 í GÆRKVÖLDI fór fram landsleikur milli Tékka og Svía í handknattleik í Gauta- borg. Svíamir sigruðu — skor uðu 17 mörk gegn 14. Tékkneska liðið er hið sama og hingað kemur og leikur hér á sunnudag og þriðjudag. ekki mun af veita að maður sé í fullu fjöri. Þetta verður erfið ur leikur. Úrslitin í Svíþjóð breyta engu um það að Tékkar eru engir aukvisar. Annars eru þau úrslit að ýmsu leyti slæm fyrir okkur, þar sem allir gera miklu meiri kröfur til þess að við vinnum leikinn, eftir þau. Ég er bjartsýnn á að þetta geti orðið góður, jafn og skemmtileg- ur leikur og takizt okkur vel upp, þá eigum við að vinna hann. Geir Hallsteinsson, FH aagði: Mér lýst mjög vel á horfurnar. Ef dæmt er eftir úrslitum leika- ins í Svíþjóð, þá ættum við að vinna þessi átök. Æfingasókn hef ur verið með miklum ágætum og andinn í liðinu er góður. Þá er þáttur Hilmars, landsliðsþjálfara, ekki lítiU. Við höfum verið að æfa upp fjórar leikaðferðir, sem við komum til með að reyrta á móti Tékkunum. Vonandi heppn ast þær vel hjá okkur, þótt senni iega finni jafn leikvanir menn og þeir eru fljótlega svör við þeim. — Já, ég hef spilað á móti flest um þessum mönnum áður, bæði í leik á móti Dukla og lands- liðinu. Hættulegustu mennirnir þeirra, eru að mínum dómi Duda og Mares og nú munu þeir komn ir með nýjan, mjög góðan leik- mann. Ég álít íslenzka landslið- ið heilsteyptara nú en oft áður, og því ættu möguleikar á sigri að vera allgóðir. Hjalti Einarsson, leifcur nú sinn 26. landsleik. Hann sagði að æf- ingamar hefðu verið mjög stembnar. — Þó er aldrei æft um of, bætti hann við brosandi. Leikurinn verður örugglega erf- iður. Þeir töpuðu reyndar fyrir Svíum, en við megum ekki gleyma því að Svíar eru mjög góðir handboltamenn. — Jú, þeir hafa miklar og góð ar skyttur, en ég vona bara að þeir verði ekki mjög heppnir á sunnudiaginn. — Við eigum alltaf möguleika á sigri, og við reynum að berj- ast til sigurs. Ég held líka að það sé nauðsynlegt fyrir okkur 'að álíta að sigurmöguleikar séu fyrir hendi. Það hressir upp á móralinn. Nýliðinn í landsliðinu Bjami Jónsson, sagðist hafa verið í senn undrandi og ánæg'ður, þegar hann fékk fréttina um að hann hefði verið valinn í landsliðið. — Þetta var auðvitað það sem maður hefur stefnt að, sagði hann, — og nú er að spjara sig. Ég reikna með því að ég verði taugaóstyrkur til að byrja með, en vonandi verður það ekki til baga. Ég er búinn að æfa með landsliðinu frá í haust og er mjög ánægur með hvað æfing- amar hafa verið vel sóttar og andinn góður. Ég vona bara að æfingunum verði haldið áfram í sumar. — Sigurmöguleikar? — Jú, vissulega eru þeir fyrir hendi, og víst er að við gerum okkar bezta. A5 kynnast golfi 9KOZKI golfþjálfarinn Norman Wood tók til starfa hjá Golf- klúbb Reykjavíkur í gær. Þétt- skipað var í alla tíma og svo er L/ð/n valin fyrir sunnudaginn ÆFINGALEIKIR KSÍ verða um næstu helgi einis og áður hefur verið auglýst. Til viðbótar kem- ur leikurinn sem niður féll á sunnudaginn milli liðsins og Vesl mannaeyinga og verði flugveður til Eyja á laugardag fer „lands- liðið“ þangað þá og leikur eftir sem áður sinn leik á sunnudag- inn sem ákveðinn er gegn Ak- ’urnesingum þar efra kl. 2. Liðið hefur verið valið fyrir leikinn gegn Vestmannaeyingum — og breytist ekki ef sá leikur fellur niður vegna samgönguleys is. Það er þannig skipað: Þorbergur Atlason, Fram. Jóhann Atlason, Fram. Þorsteinn Friðþjófsson, Val. Halldór Björnsson KR. Guðni Kjartansson, Keflavík. Ársæll Kjartansson, KR. Hreinn Elliðason, Fram. Þórólfur Beck, KR. Hermann Gunnarsson, Val. Eyleifur Hafsteinsson, KR. Helgi Númason, Fram. Varamenn eru Guðmundur Pét ursson, KR, Sigurður Albertsson, Keflavík, Reynir Jónsson, Val og Ingvar Elíasson, Val. Unglingalandsliðið leikur á sunnudaginn gegn 2. deildar liði Breiðabliks. Liðið hefur enn ekki verið ákveðið vegna veik- indaforfalla, en verður væntan- lega tilkynnt í blaðinu á morg- un. Islendingurinn vann EINS og skýrt var frá hér á síð- unni fóru íslenzkir þjálfarar i knattspyrnu til Danmerkur og sóttu þar námskeið þjálfara. Einn liður námskeiðsins „í gamni og alvöru“ var á þann hátt að þátttakendur voru spurð ir hvernig þeir myndu stilla upp liði sínu gegn tiltekinni sóknar- aðferð. örn Steinsen þjálfari unglinga- landsliðs íslands sendi sitt svar og hljóðaði það upp á þá leik- aðferð sem ísl. unglingalandslið- ið lék gegn Norðurlandaliðun- um hér sl. sumar. Flestir muna 'hve frábæra leiki unglingaliðið 'átti. En það er einnig ánægjulegt að svar Arnar Steinsens hlaut 1. verðlaun á þessum vettvangi. - NU FYRST Framhald af bls. 20 ir erlendan markað. Þetta er svona að komaist í gang. Þorsk- lifrin og hrognin fara á marað í Tékkóslóvakíu og Frakklandi og ef til vill í Vestur-Þýzkalandi. Það er víða markaður fyrir þorsk lifrina. Það er ekki hægt að segja anmað en að samkeppnisaðstað- an fyrir útflutning hefur batn- að við síðustu gengisbreytingu. Aginn hertur í Evrópu KNATTSPYRNUMENN sem ráðast með írafári að dómara eða upphefja slagsmál á leik- vellinum geta átt það á hættu að verða útilokaðir frá keppni fyrir lífstíð, segir í tilkynningu frá alþjóðasam- bandi knattspyrnumanna. Til- kynningin er liður í baráttu sambandsins fyrir betri og skemmtilegri knattspyrnu. Tilkynnt er að hegning fyr ir brot verði æ þyngra refsað eftir því sem brot er oftar framið og tilkynnt er um á- kveðin atriði sem þegar eru í gildi talin. Þannig getur sá leikmaður sem vísað er af velli í leik sem gildir milli „Evrópuliða" ekki tekið þátt í næsta leik með liði sinu í sömu keppni. Og hendi það Ieikmanninn að brjóta af sér aftur þannig að dómarinn visi honum öðru sinni út af velli, þá má hann ekki leika næstu tvo leiki með liði sínu í Ev- rópukeppni. Leikmaður sem hefur í hót- unum við dómara eða línu- verði eða mótmælir með orð- um dómum þeirra fær ekki að leika næstu tvo Ieiki með liði sínu. Endurtaki hann slíka hegðun á leikvelli er hann brottdæmdur í 4 leiki. Ef leikmaður er sendur af velli fyrir að hafa móðgað eða ráðizt á dómara eða línu vörð á hann það á hættu að vera útilokaður frá Evrópu- leik junum allan sinn feril. Ef lið fer af leikvelli eða neitar að halda áfram leik get ur það átt á hættu að verða útilokað frá þátttöku í keppni um Evrópubikarana um alla eilífð. marga daga, en kennsla Woods hefur líkað svo vel að margir segja, að betri þjlálfari hafi ekki til landsins komið. Hér er Wood að kenna Valgerði Guðmunds- dóttur en hún var að kynnast golfi í fyrsta sinn í þessum tíma. Gísli Theódórsson forstjóri hjá Matvælaiðjunni h.f. á Bildudal sagði eftirfarandi um ástandið hjá þeim vestra: — Rækjuvinnslan var stöðvuð 15. des. sl. samkvæmt nýju reglu gerðinni um það, en hún segir að rækjuveiði skuli liggja niðri á tímabilinu 15. des. — 15. jan. Hefst því veiðin aftur værrt- anlega um miðjan mánuð. Við höfum aðallega soðið niður græn meti að undanförnu og sjóðum niður sex teguindir. — Um 30—40 manns hafa unn- ið í verksmiðjunni að staðaldri, en um miðjan mánuð fara 8 eða 9 rækjubátar á veiðar fyrir verk smiðjuna, en hverjum bát er leyfilegt að veiða 600 kg. af rækju á dag. — Við flytjum megnið út af rækjunni. Aðallega til Bretlands. Rækjan er núna mest seld í plaat pokum. Við gerum ráð fyrir að útflutningur okkar af rækju á þessari vertíð verði ekki undir 100 tonnum, en vertíðinni lýkur 1. maí n.k. Útflutningsverðmæti þessara 100 tonna verða væntan- lega á milli 17 og 18 milljónir róna. Matvælaiðjan hefur ver- ið aðalaitvinnugrundvöllur Bíl- dælinga að undanförnu, en inn- an tíðar fer Hraðfrystihúsið af stað aftur og þá er spurning um hvort að mannafli verður næg- ur til þess að sinna því sem sinna barf. — Fjárhagsgrundvöllurinn til útflutnings afurðanna hefur batn að mikið eftir síðustu gengis- breytingu, en nýtt rækjuve/ lígj ur ekki fyrir ennþá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.