Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 10

Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. Kista Duane Hodges kyndara við heimkomuna. Pueblo flutt í sjúkrahús bandaríska hersins við Seoul til rannsóknar, en tiveimur dögum seinna igekk hún um borð í tvær flutningaflugivél- ar og var flutt til San Diego í Kaliforníu þar sem fjölskyld ur mannanna biðu. Var þar mikill fagnaðarfundur eftir ellefu m'ánaða fjarvistir. Um 200 ættingjar voru saman- komnir á flugvellinum þegar vélarnar tvær lentu á flug- velli flotastöðvarinnar 1 San Diego, og auk þeirra fjöldi foringja úr bandaríska tflot- anum, meðal annarra fimm aðmírálar. Fyrstur út úr vél unum var Bucher skipherra. Var hann fölur að sjá og gekk haltur, en hann var einn þeirra tíu skipsmanna, sem særðust í skothríð herskipa Norður-Kóreu ellefu mánuð- um áður. Bucher er aðeins 41 árs að aldri, en hann leit út mílum frá landi, að sögn Buchers skipherra og ann- arra ytfirmanna. Komu þá á vettvang tundurspillir og þrír hraðbátar úr flota Norð- ur-Kóreu, og nokkrar Mig- þotur úr flughernum. Pueblo var lítt vopnað skip, hafði aðeins tvær hríðskotabyissur af hlaupvídd ,50. Hafði skip- herrann fyrirmæli um að taka ekki ytfirhreiðslur af byssunum, og var það ekki gert, enda ekki óvenjulegt að herskip Norður-Kóreu könn- uðu ferðir bandarískra skipa á þessum slóðum. Skyndilega bjuggust herskip kommúnista til að senda menn um borð í Pueblo, og ætlaði Bucher þá að sigla á hrott. Hófu þá skipin skothríð á Pueblo, og í skothríðinni særðust elletfu sjómenn á Pueblo, þeirra á meðal Bucher ag Ho^ges Framhald á bls. 15 Áhöfn Pueblo á leið yfir brúna í Panmunjom milli Norður- og Suður-Kóreu. Þvinganir og hótanir — til að tá áhöfn Pueblo til að játa — landhelgisbrot í Norður-Kóreu UM JÓI.IN var aðeins ein er- lend frétt, sem greip hugi manna, það er tunglferð geim- faranna þriggja í Appollo-8. Flestir fylgdust með tunglferð inni dag frá degi, og vissu upp á hár hvar geimfararnir voru staddir hverju sinni. Féllu aðr ir atburðir í skugga geimferð- arinnar, eins og við var að bú ast. Ef ekki hefði staðið þannig á, hefði meira borið á öðrum atburði, sem gerðist á Þorláks messu. Þá var það að yfirvöld í Norður-Kóreu létu lausa á- höfn bandaríska njósnaskip ins Pueblo réttum ellefu mán- uðum eftir að skipið var tek- ið og flutt ásamt áhöfn þess til hafnar í N-Kóreu. Á Þor- láksmessu kom áhöfnin 82 menn, til Panmunjom þar sem bandarískar flutningabifreiðar biðu hennar og fluttu hana til Seoul. Áttugasti og þriðji mað ur áhafnarinnar, kyndarinn Duane Hodges, Iézt af skotsár um, sem hann hlaut þegar her skip Norður-Kóreu tóku Pu- eblo. Var líki hans skilað um leið og félagar hans voru látn ir lausir. Margra mánaða samninga- viðræður lágu að baki fresl un áhafnar Pueblo, og fóru viðræður þessar fram í Pan- munjom, þar sem vopnahlés- nefndin í Kóreu hefur átt hundruð funda frá því samið var um vopnahlé í Kóreu- styrjöldinni árið 1953. Full- trúar Norður-Kóreu kröfðust þess að Bandaríkjamenn bæð ust afsökunar á því að Pueblo hefði verið að njósnum innan landhelgi Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn neituðu að viðurkenna að skipið hefði verið í landhelgi, og kröfðust þess á móti að skipi og á- höfn yrði skilað tatfarlaust. Ljóst var að Bandaríkjamenn fengju ekki sínu fram, og ekki var talið líklegt að þeir gætu fengizt til að játa land- helgisbrot. Undirskrift með mótmælum. Loks var það nokkrum klukkustundum áður en á- höfnin var látin laus, að sam komulag náðist. Sátu nefndir Bandaríkjanna og Norður Kóreu þá á fundi í Pan- unjom, og var Gilbert H. Woodward hershöfðingi fyrir bandarísku nefndinni ,en Pak Ohung Kuk herShöfðingi fyrir nefnd Norður-Kóreu. Wood- ward herShöfðingi lýsti því þá yfir að það væri staðföst skoðun Bandaríkjamanna að skipið hefði ekki verið í land helgi, heldur úti á opnu hafi, og að skipið hafi ekki fram- ið neitt lögbrot. Þess vegna gætu Bandaríkin, ekki beðizt afsökunar á einhverju, sem ekki hefði gerzt. Engu að síð ur skrifaði herahöfðinginn undir afsökunarskjal, sem fulltrúar Norður-Kóreu hötfðu samið. Áður en hann skrifaði undir sagði Woodward: „Und- irskrift mín breytir ekki, og getur ekki breytt, þeirri stað reynd að ég skrifa undir til að frelsa áhöfnina, og aðeins til að tfrelsa áhöfnina." í skjalinu, sem Woodward hershöfðingi skrifaði undir, segir: 1. Pueblo hafði marg- sinnis framið lögbrot í land- una til Suður-Kóreu, var hvort bandarísku þjóðinni hafi ekki alltaf verið ljóst að „játningar“ hans hafi verið gerðar vegna þvingana. Bucher skipherra benti á að á fundum með blaðamönn um í Norður-Kóreu hafi skips höfn hans reynt með ýmsu móti að sýna löndum sínum fram á að framburður vitn- anna væri rangur. Vísaði skip herrann til ljósmyndar, sem birt var af átta mönnum úr áhöfninni í fangabúðum í Norður-Kóreu. Sendu yfir- völd í Norður-Kóreu mynd þessa til birtingar í blöðum á Vesturliöndum til að sýna að mennirnir hetfðu það gott. En yfirvöldunum yfirsást, því þau tóku ekki eftir að menn- irnir sendu skilaboð á fingra Fagnaðarfundir í San Diego. helgi „Alþýðulýðveldisins Kóreu. 2. Bandaríkin biðja innilega afsökunar á að hafa stundað þar njósnir. 3. Áhöfn Pueblo hefur á heiðarlegan hátt játað afbrot sín. Játuðu brotið Áður en áhöfn Pueblo var látin laus, höfðu margir skip verjanna, þeirra á meðal Lloyd Bucher skipherra, kom ið fram á blaðamannafundum í Norður-Kóreu, og meðal ann ars játað að skip þeirra hafi verið í landhelgi þegar það var hertekið. En strax og á- hiöfnin var orðin frjáls tók hún þessi ummæli til baka. Sagði Bucher skipherra að hann hefði játað á sig land- helgisbrot til að forða áhöfn- inni frá pyntingum og illri meðferð. Það fyrsta, sem Bucher spurði að eftir kom- Bucher skipherra við komuna til San Diego. máli, og lýstu virðingarleysi sínu fyrir húsbændunum. Með 2.500 hnúta hraða Einnig yfirsást yfirtvöldun- um á öðrum blaðamannafundi þeigar lögð var fram sjóferða- bók Pueblo, en færslum í bók ina hafði verið breytt til að sanna að skipið hefði verið í landhelgi. Ekki voru þó sigl- ingafræðingar Norður-Kóreu vel að sér í faginu, þvi sam- kvæmt bókunum átti skipið að hafa siglt 500 sjómílna vegalengd á tólf mínútum, eða farið með 2.500 hnúta hraða. Er það harla gott fyrir skip, sem gengur mest 12,2 hnúta. Ekki var staðarákvörðunin heldur upp á það bezta. Gefn ar voru upp lengdar- og breiddargráður, sem ýmist sýndu skipið um 50 kílómetra inni í Norður-Kóreu, eða um tíu kílómetra uppi ó Kyushu eyju í Japan. Einn skipverja lék laglega á spyrjendur sína þegar hann var spurður hve lanigt inn í landhelgi Norður Kóreu Pueblo hefði siglt. Svaraði hann því til að það skipti ekki meginmáli hve langt inn skipið hefði farið, því „penetration however slight, is sufficient to comp- lete the act.“ Þessi ummæli eru orðrétt skilgreining á nauðgun í herlögum Banda- ríkjanna. Bucher skipherra sagði að skip hans hefði aldrei kom- ið inn í landhelgi Norður-iKór eu. Sagði hann að áður en lagt var upp í þessa síðustu ferð skipsins, hafi hann feng- ið fyrirmæli um að sigla aldrei nær landi en 13 mílur, til að vera öruggur um að koma ekki af nálægt 12 mílna landheliginni. Þessum fyrir- mælum var hlýtt, sagði hann, og bætti því við að hann ihefði gefið skipanir um að láta sig vita ef nauðsynlegt reyndist að fara inn fyrir 14 mílna línu frá yztu annesjum Norð- ur-Kóreu. Þegar svo skip hans var stöðvað 23. janúar í fyrra, var það 15—.16 mílum frá landi. Fagnaðarfundir Fná Panmunjom var áhötfn fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum eldri. Hann haltraði til konu sinnar, sem beið hans á flugvellinum, og á eftir honum komu skipsmenn hans, og síðast kistan með líki Hodges kyndara. Gaf Bucher sér tíma til að heilsa foreldrum Hodges og votta þeim samúð. Þegar því var lokið gekk eldri kona, sem þar var stödd, til hans og saigði: „Þakka yður skipherra fyrir að skila syni mínum aft ur.“ Rannsókn stendur nú yfir í Bandaríkjunum á Pueblo-máj inu, og verða skipsmenn all- ir yfirheyrðir. Á að reyna að fá sem bezta mynd af töku skipsins, meðferð fanganna i fangabúðunum í Norður-Kór- eu, og ástæðunum fyrir því hvers vegna svo margir af áhötfninni játuðu opinberlega að skipið hefði verið í land- helgi. Meðan á rannsókninni stendur gefst blaðamtönnum ekki kostur á að ræða við á- höfnina, en þeir hafa þegar hatft tækifæri til að ræða stutt lega við hana og fá sæmilega mynd af því, sem gerðist. „Ég gafst þá upp“ Þegar skipið var tekið, var það sem fyrr segir um 15-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.