Morgunblaðið - 10.01.1969, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969.
Úifcgleíjandi H.f. Arvafcuir, Reykjavífc.
Friamlcvíein.d!asitj óri Hiaraldur Sveinsson.
ítitBtjórar Siguröur Bjarnaaon frá Vi|gíUlt,.
Matthías Jdhanneaa'en.
Byjólfur Konráð Jónsaon.
RitstjómarfuUtrúi Þorbjöm Guðöiundsson.
Fréttaistjórf Björn Jófaannssoni,
Auglýsingiaistjöiá Árni Garðar Kristinasoin.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Asikriftargjald kr. lBiO.00 á miánuði innanlands.
í lausasjöliu kr. 10.60 eintakið.
MÁLMIÐNADURINN
A ð undanförnu hefur nokk-
. uð verið rætt um vanda-
mál málmiðnaðarins, og hef-
ur í þeim umræðum gætt
furðulegra missagna um af-
stöðu stjórnarvalda til mál-
efna þessarar iðngreinar.
Málmiðnaðurinn er nátengd-
ur sjávarútveginum og ann-
ast margvíslega þjónustu við
hann. Það gefur því auga
leið, að þeir erfiðleikar, sem
þessi iðngrein hefur staðið
frammi fyrir um skeið, eiga
rætur sínar að rekja fyrst og
fremst til þeirra áfalla, sem
sjávarútvegurinn hefur orðið
fyrir og haft hefur víðtæk
áhrif í öllu atvinnulífi lands-
manna.
Fulltrúar málmiðnaðarins
hafa kvartað yfir því við iðn-
aðarmálaráðherra, að skipa-
viðgerðir færu í of ríkum
mæli fram erlendis. í maí
1967 var ákveðið að veita ekki
gjaídeyri til viðgerða á skip-
um erlendis, nema ekki væri
unnt að framkvæma þær hér.
Á fyrstu 9 mánuðum ársins
1968 var gjaldeyrissala til
slíkra viðgerða erlendis helm
ingi minni en á sama tíma-
bili. 1967. Til októberloka 1968
höfðu verið veitt leyfi vegna
viðgerða á fiskiskipum er-
lendis fyrir 6,5 milljónir
króna og vegna togara 3,7
milljónir. Hins vegar var á
þessu tímabili veittur gjald-
eyrir fyrir 47,1 milljón kr
vegna viðgerða á farskipum
erlendis og er nú unnið að
athugunum á því, að hve
miklu leyti hægt er að annast
þær viðgerðir innanlands.
Fulltrúar málmiðnaðarins
höfðu lagt mikla áherzlu á að
verðlagsákvæði yrðu afnum-
in á þjónustu iðngreinarinn-
ar og var orðið við þeim ósk-
um, m.a. fyrir atbeina iðnað-
armálaráðherra, enda skrifaði
Meistarafélag járniðnaðar-
manna ráðherranum sérstakt
þakkarbréf fyrir forgöngu
hans í því máli.
Fulltrúar málmiðnaðarins
hafa kvartað undan því, að
innheimta opinberra gjalda
hjá fyrirtækjum málmiðnað-
arins væri „vægðarlaus“, en
athugun hefur leitt í ljós, að
alveg sérstakt umburðar-
lyndi hefur verið sýnt í inn-
heimtu opinberra gjalda hjá
þessum fyrirtækjum. Fjár-
málaráðherra og iðnaðar-
málaráðherra beittu sér fyrir
því í haust, að uppboðum,
sem fram áttu að fara hjá fyr-
irtækjum í þessari iðngrein,
var frestað og óskað var eft-
ir fyrirgreiðslu við þau
vegna þessa máls í tveimur
bankastofnunum.
Ríkisstjórnin hefur svo
sem kunnugt er lagt alveg
sérstaka áherzlu á að stuðla
að vexti skipasmíðaiðnaðar-
ins. í byrjun sl. árs var ákveð
ið að útvega þeim, sem létu
smíða skip sín innanlands
10% viðbótarlán, auk 75%
lána Fiskveiðasjóðs. Ríkis-
stjórnin tók ákvörðun um
að láta smíða strandferða-
skipin innanlands, þótt það
yrði töluvert dýrara en að
láta smíða erlendis. Iðnaðar-
málaráðherra beitti sér fyrir
sérstakri fyrirgreiðslu við
skipasmíðastöð, sem óskaði
eftir að hefja byggingu
tveggja fiskiskipa, án þess að
kaupendur væru fyrir hendi,
en sú skipasmíðastöð hefur
ekki notfært sér þá fyrir-
greiðslu. Ríkisstjórnin kann-
aði vandlega hvort unnt væri
að smíða hin nýju skip Eim-
skipafélagsins á Akureyri,
áður en heimild var veitt til
smíði þeirra erlendis, og rík-
isstjórnin hefur beitt sér sér-
staklega fyrir því, að ítarlega
verði kannað, hvort skipa-
smíðastöðin á Akureyri geti
ráðið við þriðja verkefnið,
sem Eimskipafélagið hefur á
prjónunum.
Þegar á allt er litið, verð-
ur ekki með nokkru móti
komizt hjá því að viðurkenna,
að ríkisstjórnin og iðnaðar-
málaráðherra hafa lagt sitt af
mörkum til þess að létta
málmiðnaðinum þá erfiðleika,
sem að hafa steðjað að und-
anförnu. Hitt er svo alveg
ljóst, að þessi atvinnugréin á
við mikla erfiðleika að etja,
eins og aðrar atvinnugreinar
landsmanna um þessar mund-
ir, og forráðamenn atvinnu-
fyrirtækja í þessari grein sem
öðrum eru vissulega ekki öf-
undsverðir af þeim verkefn-
um, sem þeir þurfa að kljást
við.
En menn verða að gera sér
grein fyrir því, að svarið við
þeim erfiðleikum, sem að
þjóðinni steðja, er ekki að
selja atvinnutækin úr landi,
heldur horfast í augu við
vandamálin og takast á við
þau. Gengisbreytingin hefur
lagt nýjan grundvöll að
rekstri atvinnufyrirtækjanna,
ekki sízt í sjávarútvegi og
iðnaði, og það er fyllsta
ástæða til að hvetja atvinnu-
rekendur til að nýta þau
tækifæri, sem hún veitir.
VRJ
UTAN UR HEIMI
Berast neðansjávar
með Golfstraumnum
mælar fá frá þessum lífverum
(þær geta verið í geysistór-
um og þéttum torfum) eru
oft villandi og valda erfið-
leikum í sambandi við leiðar-
reikninga.
Þar sem kafbáturinn verður
á reki með straumnum verður
hann alveg hljóðlaus. Þetta
gefur einstakt tækifæri til að
nema hljóð sjávarins á segul-
band, sem getur verið mikil-
vægt fyrir neðansjávar hljóð-
fræðinga. Áhöfn kafbátsins
mun einnig gefast betra tæki-
færi til að virða dýralífið
fyrir sér, án þess að trufla
það um of. Vísindamennirnir
munu einnig rannsaka hafs-
Fimm vísindamenn leggja brátt af stað
í œvintýralegt sex vikna ferðalag
STÓRKOSTLEGAR geimferð
ir hafa gert það að verkum
að ekki er mikill gaumur gef-
inn að öðrum ferðum. 1 Banda
ríkjunum er þó verið að
undirbúa ferð sem flytur
menn hérumbil eins langt frá
tunglinu og hægt er að kom-
ast á þessari jörð. Áður en
langt um líður mun dr.
Jacques Piccard og fimm
menn með honum stíga um
borð í „nokkurskonar kafbát“
og hefja sex vikna ferðlag
neðansjávar.
Neðansjávarfar þeirra er
frábrugðið öðrum slíkum að
því leyti, að það hefur engar
aflvélar sem knýja það áfram,
þeir ætla golfstraumnum að
sjá um það. Farkosturinn
heitir Benjamin Franklin, til
heiðurs þeim ágæta manni,
sem auk þess að finna upp
eldingvarann og ýmis önnur
þarfaþing. varð fyrstur manna * ' * *
til að færa golfstrauminn inn
á kort. Ben Franklin mun, * *
leggja í golfstrauminn út af -
Palm Beach á Florida og
væntanlega koma upp sex
vikum síðar út af Cape Codd
í Massachusetts. Þetta verður
fyrsta neðansjávarkönnunin á
Golfstraumnum, þess'ari miklu
„neðansjávar á“, sem streymir
út úr Mexíkóflóa og fyrir
odda Florida, flytjandi hlýj-
an sjó í stórum sveig framhjá
austurströnd Bandaríkjanna
og yfir Norður-Atlantshaf.
Dr. Piccard segir ferðina
vera farna í vísindalegum til-
gangi eingöngu og telur að
hún muni veita miklar upp-
lýsingar, sem að gagni mega
koma. Hið 50 feta langa og
130 lesta þunga neðansjávar-
far er stærsti rannsóiknarkaf-
bátur í heimi. Á honum eru
29 stórir útsýnisgluggar, lok-
að sjónvarpskerfi, myndavél-
ar um allar trissur og alls-
konar hljóðnemar og mæl-
ingatæki. Eitt af aðalverkefn-
unum verður að rannsaka
svifið (örsmáar lífverur) sem
nálgast oft yfirborðið á nótt-
unni en halda sig dýpra á
daginn. Merki sem dýptar-
ar um stefnu og annað slíkt
og hirða upp litlar baujur
sem öðru hvoru verður skotið
upp á yfirborðið. í þeim verða
sýnishorn og ýmsar upplýs-
ingar, sem vísindamennirnir
hafa safnað.
Dr. Piccard verður aðal-
visindamaðurinn í ferðinni.
Skipstjóri verður Donald Kaz-
imir, fyrrverandi kafbátsfor-
ingi úr bandaríska flotanum.
Hinir verða s'vissneskur verk-
fræðingur og þrír vísinda-
menn frá Hafrannsóknar-
stofnun flotans. Það ætti að
fara vel um áhöfnina. Hún
fær sérstakan næringarríkan
mat, sem inniheldur litla fitu,
og hver þeirra hefur eigið
(lítið) svefnherbergi. Svo
geta þeir slappað af í rúm-
góðri setustofu. Það er
Farkostur fimmmenninganna, „Ben Franklin“.
UMSVIF
EIMSKIPA-
FÉLAGSINS
jiyfikil umsvif eru augljóslega
hjá Eimskipafélagi ís-
lands um þessar mundir. Fyr-
ir skömmu var frá því skýrt,
að félagið hefði fest kaup á
skipi hjá Jöklum h.f. og tek-
ið annað á leigu. Um þessar
mundir er verið að semja um
smíði tveggja skipa fyrir fé-
lagið í Danmörku, sem ekki
reyndist unnt að smíða hér
heima, og félagið hefur þfiðja
verkefnið á prjónunum, sem
botninn, þar sem sjóinn er
nógu grunnur, og þeir munu
mæla hitastig og taka prufur.
Síðast en ekki sízt munu þeir
reyna að kortleggja nákvæm-
lega stefnu straumsins, sem er
ekki þekkt til hlítar þrátt
fyrir 200 ára rannsóknir.
Ben Franklin mun reka
með um tveggja hnúta hraða
og dýpið verður frá 300 niður
í 2000 fet. Strokkurinn á að
geta þolað þrýstinginn á allt
að 4.400 feta dýpi, en af ör-
yggisás*tæðum verður ekki
farið svo djúpt í þessari
fyrstu ferð. Yfirborðsskip,
s e m HaÆrannsóknarstofnun
bandaríska flotans leggur til,
mun fylgja Ben Franklin eft-
ir, veita áhöfninni upplýsing-
hugsanlegt er að íslenzk
skipasmíðastöð fái til með-
ferðar.
Auk þessara umsvifa í sam-
bandi við skipasmíðar og
skipakaup hefur félagið að
undanförnu haft með hönd-
um byggingu mikillar vöru-
skemmu við Faxagarð og
hyggst einnig reisa vöru-
skemmu á Akureyri.
Þessar miklu athafnir Eim-
skipafélagsins sýna glögglega
framfarahug stjórnenda fyr-
irtækisins, og er sannarlega
ánægjulegt að fylgjast með
þessum víðtæku framkvæmd
um þessa merka atvinnufyrir-
tækis þjóðarinnar.
„Grumman Aircraft Engineer-
ing Corporation" sem ber
kostnaðinn af ferðinni, og fé-
lagið gerði s'amning við dr.
Piccard um að teikna farkost-
inn og stjórna ferðinni.
Þótt kafbáturinn noti Golf-
strauminn til að komast áfram
er hann búinn fjórum rafmót-
orum, sem hjálpa til við að
beina stefninu í rétta átt, og
halda bátnum í miðju straums
ins.
Allt það gagn sem hafa má
af þessari ferð er enn ófyrir-
sjáanlegt, en þegar henni lýk-
ur verða vísindamenn örugg-
le§3 sýhu fróðari um hafið,
og sérstaklega um Golf-
strauminn.
VELJUM fSLENZKT