Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 13
MORGUN'RLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969.
13
ÍSLAND
og
EFTA
I UMRÆÐUM manna á með-
al um Fríverzlunarbandalag
Evrópu (EFTA) og Efnahags-
bandalag Evrópu (EBE) gæt-
ir oft þess misskilnings, að
þessi tvenn samtök eru lögð
að jöfnu og gjarnan litið á
EFTA, sem jafn viðamikla
stofnun og EBE. Hér er um
gjörólík samtök að ræða. í
höfuðstöðvum Efnahags-
bandalagsins í Briissel starfa
um 6000 manns, en í höfuð-
stöðvum Fríverzlunarbanda-
lagsins í Genf starfa aðeins
um 100 manns. Túlkarnir í
Briissel eru fleiri en allt
starfsliðið í Genf.
f því, sem hér fer á eftir verð-
ur gerð nokkur grein fyrir
skipulagi Fríverzlunarbanda-
lagsins og æðstu stofnunum
þess og er byggt á upplýsing-
um, sem annar af aðstoðar-
framkvæmdastjórum EFTA,
Syisslendingurinn Alfred
Wacker, gaf nokkrum blaða-
mönnum frá Evrópulöndum í
Genf í byrjun desembermán-
aðar.
EFTA-ráðið
Efta-ráðið er æðsta stofnun
Fríverzlunarbandalagsins. Það
kemur saman til fundar einu
sinni í viku á fimmtudögum.
Efta-ráðið getur . ýmist verið
skipað ráðherrum eða embættis
mönnum. Ráðherrafundir eru
haldnir . reglulega tvisvar á, ári,
vor o>g haust, til skiptis í aðildar-
ríkjum Fríverzlunarbandalags-
ins en þess utan er ráðið
skipað sendiherrum Eftaiand-
anna í Genf. Aðildarríkin hafa
öll fastar sendinefndir í Genf,
sem raunar fjalla um ýmis
fleiri mál en Efta, en hins
vegar eru sérstakir fulltrúar í
öllum sendinefndunum, sem
fjalla eingöngu um málefni Frí-
verzlunarbandalagsins. Þessir
fulitrúar koma saman á þriðju-
degi í viku hverri til þess að
undirbúa fundi ráðsins á fiinmtu
dögum. Skipt er um formann
Efta-ráðsins á 6 mánaða fresti
og er farið eftir stafrófsröð land
anna um val á formanni hverju
sinni.
Ákvarðanir Efta-ráðsins eru
teknar með tvennum hætti. Ann
ars vegar með einróma sam-
þykki allra aðildarríkja, hins
vegar með meirihluta greiddra
atkvæða þ. e. 4 atkvæðum
minnst. Ákvarðanir með meiri-
hluta atkv. eru aðeins teknar í
sérstökum málum en almenna
reglan er sú, að samþykki allra
þurfi til. í því getur þó falizt,
að einhver aðildarríkjanna sitji
hjá. Þetta hefur ekki komið fyr-
ir hjá Efta en hefur 'hins vegar
tíðkazt hjá EBE, þar sem ákvörð
un hefur verið tekin með at-
kvæði eins aðildarríkis en hin
5 hafa setið hjá. Fyrir nokkr-
um árum kom upp ágreinings-
mál innan Efta, sem varðaði inn
fluttar vörur, sem síðan voro
fluttar út aftur, Ljóst var, að
ákvörðun varð að taka í þessu
máli, en hins vegar jafn aug-
Ijóst, að samhljóða atkvæði
Skrifstofur EFTA í Genf eru á neðstu hæð þessa stórhýsis.
Túlkarnir í Briissel eru fleiri en
starfsmennirnir í Genf
— Um skipulag og starfsemi
Fríverzlunarbandalags Evrópu
mundi ekki fást innan E'fta-ráðs
ins. Þá samþykkti ráðið, að ef
það kæmist ekki að sameigin-
legri niðurstöðu innan 6 mánaða
mundi það afgreiða málið með
meirihluta ákvörðun að þeim
tíma liðnum.
Svo sem kunnugt er, eru Finn
ar aukaaðilar að Efta. Þessi auka
aðild er þó lítið meira en orðin
tóm vegna þess, að Finnar hafa
nákvæmlegá sömu skuldbinding
ar og önnur aðildarríki Efta.
MuhUrinh er sá einn, að Finnar
geta rofið tengslin við Efta inn-
an 3ja mánaða en önnur aðildar-
ríki innan 12 mánaða. Vegna sér
stöðu Finna er hins vegar að
nafninu til sérstakt Efta-ráð,
sem þeir eru aðilar að en í raun
eru allir ráðafundir sameiginleg
ir með Finnlandi.
Skrifstofa Efta
Skrifstofur Fríverzlunarbanda
lagsins eru sem fyrr segir í Genf
eins og höfuðstöðvar sivo fjöl-
margra annarra alþjóðlegra sam
taka. Á skrifstofum Efta vinna
95 starfsmenn frá aðalfram-
kvæmdastjóra og niður úr.
Starfsliðið kemur frá öllum að-
ildarríkjum Efta og eru engar
reglur um skiptingu starfsmanna
milli þjóða. Efta-ráðið kýs aðal-
framkvæmdastjóra samtakanna
en hann velur síðan að vild að-
stoðarmenn sína og annað starfs
lið. Aðalframkvæmdastjóri Efta
er nú Bretinn Sir John Coulson,
gamaireyndur brezkur embættis
maður, sem m.a. hefur gegnt
sendiherraembætti fyrir land
sitt í Svíþjóð. Honum til aðstoð-
ar eru tveir aðstoðarfram-
kvæmdastjórar og er annar Svíi
en hinn Svisslendingur. Þessir
þrír æðstu starfsmenn Efta
halda daglega fundi til þess að
skipuleggja starfsemi skrifstof-
unnar.
Skrifstofunni er skipt í 6
deildir og tvær sjálfstæðar stofn
anir innan höfuðstöðvanna.
Deildirnar eru þessar: 1. deild,
sem fjallar almennt um stefn-
una í viðskiptamálum (Trade
Policy) 2. Lagadeild (General
and Legal) 3. Efnahagsmála-
deild (Economic) 4. deild, sem
fjallar um samræmingu á
starfseminni og þróunarmál-
efni (Cöordination and Dev-
elopement) 5. Upplýsinga-
deild (Press and Information)
og 6. Stjórnunardeild (Administ
rative). Loks er svo sérstök skrif
stofa fyrir Efta-ráðið og sérstök
fjármálastofnun Efta (Finance
Service).
1 hverri deild er forstöðumað-
ur og sérstakur aðstoðarmaður
hans ásamt 2—10 meiriháttar
starfsmönnum, auk aðstoðar-
fólks. Um helmingur starfs-
manna er með háskólamenntun
eða aðra sérmenntun, hagfræð-
ingar, lögfræðingar o.s.frv., en
hinn helmingurinn er aðstoðar-
fólk. Hluti starfsliðsins er „lán
aður“ frá hverju aðildarríkjanna
en ‘hinn hlutinn er ráðinn á hin
um almenna vinnumarkaði. Þeg
ar sagt er, að hluti starfshðsir.s
sé fenginn að „láni“ frá aðild-
arríkjunum er átt við það, að t.d.
annar aðstoðarframkvæmdastjór
inn, Alfred Wacker, er í sviss-
nesku utanríkisþjónustunni en
hefur fengið leyfi frá störfum
þar, meðan hann vinnur hjá
Efta en hverfur síðan til utan-
ríkisþjónustu lands síns á nýjan
leik að loknú þessu starfi. Yfir-
leitt starfa menn hjá Efta í 3-4
ár og mest í 5 ár en hverfa síð-
an til fyrri starfa. Þessir fyrr-
verandi starfsmenn Efta búa yf-
ir mikilli þekkingu á málefnum
Efta, þegar þeir hverfa til sinna
fyrri starfa, og hafa þeir reynzt
mikilvægir tengiliðir fyrir aðal
skrifstofurnar gagnvart hinum
einstöku aðildarríkjum.
Aðrir þættir í starfi Efta
Þar sem starfslið Efta er svo
fámennt, sem raun ber vitni um,
rtarfa fjölmargar nefndir og
vinnuhópar á vegum samtalc-
anna. Munu um 60—70 slíkar
nefndir og hópar starfandi nú.
Þessar nefndir starfa á þann veg,
að sérfræðingar frá hinum ein-
stöku aðildarríkjum koma sam-
an til fundar og með þeim starfa
2- 3 starfsmenn skrifstofunnar
í Genf. Þeir starfsmenn flytja
•'íðan fastaráðinu skýrslu um
störf viðkomandi nefnda, þannig
að Efta-ráðið fylgist stöðugt með
því starfi, sem unnið er á veg-
um nefndanna, og getur tekið
ákvarðanir á grundvelli þess.
Nefndirnar starfa skv. sérstöku
umboði en hinar þýðingarmestu
eru nefnd sérfræðinga í við-
skiptamálum og nefnd um tolla-
mál.
Fundir þingmanna Efta-land-
anna
Þingmenn frá Efta-löndunum
1'ramtial ! á bls. Z'\
ÞEIRRA ríkja, er ekki teljasit
með öllu í flokki vanþróaðra,
munu íslendingar einna hastar-
legast ofurseldir einhæfni sinni.
Og eins og allir vita, þjakar
þetta ástand okkur nú mjög, og
meðal annars vegna þess, að á
mörgum sviðum, og oft að á-
stæðulausu hefur verið frá því
horfið að þjóðin „búi að sínu
svo sem skynsamlegt er, og einn
ig tíðkast með öllum háþróuðum
þjóðum. Þetta nýja v andamál,
gæti leitt til fullkomins vand-
ræðaástands í fiskleysis og haf
ísárum, og er verðlækkanir á
heimsmarkaði dynja yfir okkur
fyrirvaralaust, eins og m? hefur
gerzt.
Það kann ýmsum að Þykja
barnalegt að tala um þessa ó-
gæfu, eins og líkt hefði aldrei
yfir okkur dunið, en í reynd
höfum við ekki átt því óláni að
venjast, með þvílíkum regin-
þunga, né verið jafn vanbúnir
að mæta því. Hér gæti verið
yá fyrir dyrum, jafnvel á þessu
ári, ef t.d. „landsins forni
fjandi“, legðist með ofurþunga
sínum um landið.
Ég held því að einmitt núna
sé rétta stundin, mér liggur við
að segja komið að elleftu stundu
að einbeita vilja allra hug-
kvæmrá og þjóðho'llra fslend-
inga að þessum málum, og
að þeir setjist á ráðstefnur, eða
leggist undir feld, hver í sínu
fleti, að hugleiða, hvað til ráða
sé, að mæta hugsanlegri efna-
hagskreppu, atvinnuleysi og öðr-
um ytri vanda, ásamt tilheyrandi
upplausn og óáran í sálarlífinu.
Safna þarf uppástungum ráð-
snjallra manna, og blöðin að
birta ritgerðir, þar sem fjallað
væri af raunsæi um þetta þjóð-
arvandamál, en ekki sem einka-
má'l eða úrlausnarefni eins
flokks eða trúfélags, heldur of-
ar hagsmunum einstakra manna
og flokka.
Ekki er þörf að endurtaka, að
aðalorsök vandamála okkar er fá
breytni atvinnuveganna, þó ó-
ljóst sé enn að nokkru hvað í
þeim orðum felst. En mestur
hluti viðskipta okkar, er við
aðrar, meira og minna ókunnar
þjóðir, í viðskiptalegu tilliti.
Enn sem komið er, sárfátt ann-
arra útflutningsvara en fiskaf-
urða um að ræða. Aðrar þjóðir
skifta nær eingöngu við sjálfa
sig, út og innflutningur aðeins
lítið brot af neyzlunni. Þetta
þarf að breytast hér ef vand-
ann á að leysa. En gjaldeyrir
sem sparast við það að varan
er framleidd í landinu sjálfu, í
stað þess að kaupa hana erlend-
is frá, er jafnmikils virði, og í
vissum skilningi verðmeiri. Ekki
má í gjaldeyrisöfluninni einblína
á verðmæti útfluttrar vöru, held
ur og engu. síður það, sem næst
með því að framleiða vöruna í
landinu.
í þessu greinarkorni verður
aðeins minnst á tvennt: aukna
neyzlu landbúnaðar og sjávar-
afurða í landinu sjálfu og skó'la
og þjóðbúninga.
Óþarft er að fara um það
mörgum orðum, að hér er á ýms-
um sviðum um fullkomna of-
neyzlu að ræða, glysgirni og
græðgi, sem beinllínis er ógeð-
feldur löstur með þjóðinni hin
síðari árin, og er þar ekki ein-
vörðungu um óþarfa að ræða,
heldur kornvörur, sykurvörur og
allskonar lyf ásamt töluverðu
magni fiskafurða, landbúnaðar-
vara, einkum ótaldar tegundir
af grænmeti, sælgæti og kaffi-
brauði. Mætti án efa í staðinn
auka neyzlu fisks og land-
búnaðarvara, og hefja þarf at-
hugun á því, með hverjum hætti
þessu mætti breyta öllum til á-
vinnings.
Mér finnst t.d. vel athugandi
að gefa spítölum, uppeldisstofn-
unum og öðrum opinberum aðil-
um tækifæri til að kaupa það
kjöt, sem nú er flutt út og veru-
legur hlutinn greiddur úr ríkis-
■ sjóði. Þannig mætti án efa auka
1 til muna kjötneyzlu, og sjálfsagt
meira en það. sem þessum út-
flutningi nemur. Og hvað segja
læknarnir um þjóðarlyf íslend-
j inga, Þorska- og upsalýsið. Gæti
það ekki komið í sfaðinn fyrir
geigvænlegt magn af rándýrum
pillum, sem haugað er inn í land-
i ið, og sumt af því ekki ákaf-
lega þarfur varningur, að sagt
er.
Mjög varhugavert held ég að
sé, að láta framleiðslu landbún-
j aðarvara dragast verulega sam-
• an, og ef sjá á um að ávallt sé til
J yfirfljótanlegt magn af þessum
nauðsynjum í 'landinu, mun tæp
j 'ega önnur leið fær, en að
tryggja með einhverjum hætti
! örugga sölu svokallaðrar um-
framframleiðslu þeirra að vissu
1 marki. En umfram allt að finna
I leið til að auka sölu þeirra á
Framhald á bls. 16