Morgunblaðið - 10.01.1969, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969.
Birgir Thoroddsen
skipstjóri — Minning
Fæddur 10. október 1911
Dáinn 2. janúar, 1969.
Okkur veitist oft erfitt, skamm
sýnum mönnum, að skilja þær
ráðstafanir almáttugs Guðs, að
taka frá okkur menn, sem enn
eru á besta starfsaldri og allir
töldu að ættu mikið starf eftir ó-
unnið, og væntu sér mikils af,
en þyrmir okkur hinum, sem þeg
ar höfum lokið okkar dagsverki
og erum orðnir til einskis nýtir.
Þessar og þessu líkar hugrenn-
ingar sóttu að mér, þegar mér
barst andlátsfregn vinar míns og
frænda Birgis Thoroddsen skip-
stjóra, sem lést að kvöldi 2.
t
Móðir okkar
Guðrún Egilsdóttir
lézt 8. þ. m.
Þórdís Daníelsdóttir
Marta Daníelsdóttir
Egill Daníelsson.
t
Hjartkær kona mín og móðir
mín
Guðbjörg Aðalsteinsdóttir,
andaðist að mocgni 9. janúar.
Fyrir hönd okkar og fjar-
staddrar móður og systkina.
Jóhannes Eggertsson
Haraldur Örn Haraidsson.
t
Systir mín,
Guðrún Björnsdóttir,
Hrauni, Garðahreppi,
andaðist á Borgarspítalanum í
Reykjavík 8. þ.m. Útförin aug-
lýst síðar.
Sigurlína Björnsdóttir.
t
Útför
Halldórs Einarssonar,
Laugateigi 54,
sem andaðist í Borgarspítalan-
um 4. janúar, fer fram frá
Laugarneskirkju laugardag-
inn 11. þ.m. kl. 10,30.
Jóna Jónsdóttir og synir,
tengdadætur og bamabörn.
janúar s.l. og í dag verður til
moldar borinn. Það var ekki af
því að andlát hans kæmi mér á
óvart. Hann hafði í rúmt ár átt
við sjúkdóm að stríða, sem allt
benti til, þegar á leið, að ljúka
mundi á þennan hátt. Sjálfum
var honum þetta fljótlega ljóst,
en hann beið örlaga sinna með
þeirri karlmennsku og því jafn-
aðargeði, sem Guð hafði gefið
honum í vöggugjöf, og sem hann
ávallt sýndi á hættustundum lífs
síns. Einn slíkur atburður átti
sér stað, þegar hann á unga
aldri lenti í snjóflóði í Deildar-
gili í hlíðunum milli Vatnsdals
og Skalladals í Patreksfirði, og
barst langa leið niður gilið, en
tókst að lokum eftir alllangan
tima að rífa sig hjálparlaust upp
úr fönninni, og komst heim til
sín til að leita hjálpar vini sín-
um, sem einnig lenti í skrið-
unni, en fannst ekki fyrr en dag
inn eftir, og var þá örendur. Án
efa hefur hann oft þurft á þess-
um eiginleikum að halda á sjó-
mannsferli sínum, en það til-
heyrir starfinu og þykir ekki
umtalsvert.
Oddur Birgir ólafsson Thor-
oddsen, eins og hann hét ful'lu
nafni, fæddist 10. október 1911 í
Vatnsdal í Patreksfirði, sonur
hjónanna ólafs Einarssonar
Thoroddsen bónda þar og skip-
stjórar og Ólínu Andrésdóttur
frá Vaðli á Barðaströnd. ólafur
faðir hans var sonur Einars
Thoroddsen bónda í Vatnsdal
Jónssonar Thoroddsen útvegs-
„bónda á Hvallátrum vestra, en
Jón á Hvallátrum og Jón Thor-
oddsen skáld voru bræðrungar.
Auk búskapar og skipstjóra-
starfsins, veitti Ólafur ungum
piltum tilsögn í undurstöðuat-
riðum siglingafræðinnar, bæði
heima hjá sér og um borð í skipi
sínu. Er ég, sem þetta skrifa,
einn þeirra sem fékk mína
fyrsrtu innsýn í þau fræði hjá
Ólafi, en hjá honum var ég í
tvö sumur á kútter Grímsey.
Birgir ólst upp í foreldrahús-
um í Vatnsdal í hópi 14 syst-
kina, en hann var þar fjórði í
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda
samúð og vináttu vegna frá-
falls
Jónínu Kristjánsdóttur.
Sérstakar þakkir til starfs-
fólks Landakotsspítala fyrir
góða hjúkrun í veikindum
hinnar látniu.
Guð blessi ykkur öll.
Gísli Guðbjartsson
Þórey Gísladóttir
, Stefán Eyf jörð
Kristján Gíslason
Elsa Stefánsdóttir
og barnabörnin.
röðinni. Ekki var gert upp á
milli kynjanna, systurnar eru
sjö og bræðurnir sjö. Ungur fór
hann að hjálpa til við heimilis-
störfin, eins og siður var á
sveitaheimilum á þeim árum, og
gamall var hann ekki, þegar
hann fór að róa til fiskjar með
föður sínum og bræðrum. Svo
l'á leiðin á fiskiskútur og togara
frá Patreksfirði, og 1932 kom
hann háseti til mín á gamla Lag-
arfoss. Má segja, að frá því hafi
hann verið starfsmaður Eimskipa
félags íslands með örfáum frá-
vikum fyrstu árin. Hann tók far
mannapróf 1937. Var síðan stýri
maður á ýmsum skipum félags-
ins og að síðustu skipstjóri með
m.s. Lagarfoss frá því 1960 og
þar til hann varð að fara í land
snemma í desember 1967 vegna
þess sjúkdóms, sem rúmu ári
seinna varð honum að aldurtila.
Birgir unni mjög öllum listum,
var söngelskur eins og öll þau
systkini, og var oft tekið lagið
heima í Vatnsdal, þegar þessi
ungi og glæsilegi systkinahópur
var þar saman kominn á æsku
árum sínum, og oft hefur rödd-
in verið brýnd síðar, þegar syst
kinin hittust, eftir að þau yfir-
gáfu æskustöðvarnar, enda hafa
þau ávallt verið mjög samrýmd.
Hann hafði yndi af málaralist,
og fékkst nokkuð við að mála
sjá'lfur. Skáldskap og kveðskap
var hann og hrifinn af, var sjálf
ur vel hagmæltur og mun nokk-
uð vera til af vísum og kvæð-
um eftir hann og eitthvað hefur
birst í blöðum og tímaritum. Marg
ar frumsamdar og þýddar grein
ar hefur hann skrifað í sjó-
mannablaðið Víking um sjó
manna- og siglingamál og ann-
að óskyld efni. Víðlesinn var
hann í fornum og nýjum ritum
og var því ótrúlega fróður um
marga hluti. Hann tók mikinn
þátt í félagsmálum Stýrimanna-
félags fslands og Skipstjórafé-
lags íslands. Var í stjórn þess-
t
Þökkum öllum þeim sem
heiðruðu jarðarför föður okk-
ar og bróður
Þorbjörns Magnússonar
frá Efri-Hömrum.
Læknum og hjúkrunarfólki á
St. Jósefsspítala þökkum við
fyrir sérstaklega góða hjúkr-
un.
Börn og systkin hins látna.
t
Eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi
Einar Vilhjálmsson,
Gerðum, Stokkseyri,
verður jarðsunginn frá Stokks
eyrarkirkju laugardaginn 11.
þ.m. Athöfnin hefst með bæn
frá heimili hins látna kl. 13.30.
Elísabet Guðmundsdóttir
Tryggvi Einarsson
Kristbjörg Einarsdóttir
Guðmundur Einarsson,
tengdabörn og bamabörn.
t
Þökkum innilega þá miklu
vináttu og samúð sem okkur
var sýnd við fráfall drengsins
okkar og bróður
Pétur Sveins
Gunnarssonar
Reykjavíkurvegi 5
Hafnarfirði.
Guðbjörg og Gunnar
Pétursson
Öm Gunnarsson
Sveinbjörg og Pétur
Guðmundsson
Guðrún og Guðbrandur
Guðjónsson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og vinsemd við andlát
og útför eiginkonu minnar,
mó’ður, tengdamóður og
ömmu
Áslaugar Jónsdóttur.
Ingvar Vilhjálmsson
Vilhjálmur Ingvarsson
Anna Ottósdóttir
Jón Ingvarsson
Anna Sigtryggsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
ara fé'laga og gengdi þar ýms-
um trúnaðarstörfum. Hann var
ávallt glaðvær og hrókur alls
fagnaðar í vinahóp. átti létt með
að sjá hinar skoplegu hliðar
lífsins engu síður en þær al-
varlegu. Frásagnarhæfi'leikar
hans voru slíkir, að allir sem
til hans heyrðu höfðu óblandna
ánægju af, ekki síst þegar um
létt hjal var að ræða. Störf
sín vann hann ávallt af dugnaði
og trúmennsku, og í samskipt-
um við meðbræður sína sýndi
hann drengskap og velvilja.
Hann var einn þeirra manna,
sem ekkert aumt mátti sjá, og
vildi allra vanda leysa.
Birgir var mikiH lánsmaður í
einkalífi sínu. Hinn 7. júlí 1940
gekk hann að eiga Hrefnu Gísla
dóttur, verslunarstjóra á Seyð-
isfirði, og hafa þau eignast 3
mannvænlega syni, allir uppkomn
ir. Björk við tannlæknisnám í
Kaupm. höfn. Ragnar Stefán, er
nemur húsgagnasmíði í Reykja-
vík, og Gísla, sem er við nám í
matreiðsluskólanum. Hrefna er
dótturdóttir séra Arnórs Árna-
sonar fyrrum presrts í Hvammi
í Skagafirði. Betri lífsförunaut
gat Birgir ekki valið sér. Kom
það bezt í ljós nú í veikindum
hans. Með undraverðu þreki, þol
gæði og fórnfýsi vék hún varla
frá sjúkrabeði hans frá því
hann kom heilsjúkur heim í des
ember 1967 og þar til yfir lauk
rúmu ári seinna. Mest af þessum
tíma lá Birgir heima, og hjúkr-
aði hún honum þar af mikilli
nærgætni, og gerði allt, sem
sem í hiennar valdi atóð, til
að gera honum veikindin sem
léttbærust. Og naut þá góðrar
aðstoðar sonu þeirra. Sýndi
Birgir henni þakklæti sinn, og
taldi hún sér það næga umbun.
Um leið og ég votta ástvin-
um þínum samhryggð mína,
þakka ég þér kæri frændi, fyr-
ir allar þær ánægjustundir, sem
við höfum átt saman, og óska
þér góðrar ferðar til þeirra heim
kynna, sem þú ferð til nú, og
sem við öll eigum eftir að fara.
Guð blessi minningu þína.
Jón Eiríksson.
Ég sé hvar þú kemur í svört-
um hjúpi
seiðandi máttinn úr hjarta
míns djúpi.
Og fyrr en mig varir, þú vefur
mig örmum
og vanga minn snertir svo tár
drjúpa af hvörmum.
f dag erum við lírtil. f dag er-
um við döpur, því söknuður herj
ar í hugarheimum og minningar
liðins tíma sækja að úr öllum
áttum. Góður vinur og félagi
er horfinn úr hópnum á bezta
aldri. Við stöndum hljóð og
hlustum, vonumst eftir að heyra
rödd, sem var okkur svo kær,
finna handtak sem var okkur
svo vel þekkt, en ekkert gerizt.
Þegar kallið kemur kaupir sér
enginn grið.
í dag fylgjum við, vinir og
samstarfsmenn, Birgi Thoroddsen
síðasta spölinn hér á jörð. Nú
er ný ferð hafin, án tímabund-
innar áætlunar, staða eða landa.
Líkaminn hvílir í skauti mjúkr-
ar moldar fósturjarðarinnar.
en sálin er ekki jarðbundin og
því heldur hún til æðri og betri
heima. Við lyftum því huganum
hátt yfir tíma og rúm, til þeas
lífs er við trúum að búi bak við
dauðans dyr, sem við eigum öll
eftir að ganga í gegn um fyrr
en varir, og byrja þar að aðlaga
okkur nýjum viðhorfum, eftir
því sem þroski, trú og skiln-
ingur leyfir.
Á kveðjustund er margs að
minnast. Ég minnist Birgis fyrst
og fremst sem góðs beimilisföð-
urs, sem í einu og öllu lét ást-
vini sína sitja í fyrirrúmi, Þá
lért hann félagið sem hann starf-
aði fyrir í áratugi, Eimskipa-
félag fslands, njóta starfskrafta
sinna og vann því eins vel og
hugur og hönd fengu áorkað.
Að félagsmálum vann Birgir
af hug og sál. Hann var vara-
formaður Stýrimannafélags fs-
lands um árabil og í samninga-
nefndum félagsins margoft og lá
þá ekki á liði sínu, en beitti
sér fyrir hagsmunum, öryggi og
velferðarmálum starfsbræðra
sinna. Ég vann árum saman með
Birgi að félagsmálum og á marg-
ar ljúfar og skemmtilegar minn
ingar frá þeim tímum. Þá var
ekki hugsað um annað en að
leysa málin á sem beztan hátt,
um fyrirhöfn og tíma sem fór 1
þetta var ekkert taðað um. Starf
ið var félagslegt og markmiðið
að láta hugsjónir rætast.
Við félagar Birgis gertum þvl
í dag kvatt hann með þökk fyr-
ir allt það mikla starf og þann
stóra skerf, er hann lagði ti-1
framfara á flestum sviðum fé-
lags- og hagsmunamála, sem sjó
mannastéttina varðaði.
Hinn 2. janúar 1969 er jarð-
vist Birgis lokið. Þá er þessi
ágæti heiðursmaður burt kallað-
ur úr okkar hópi^ til nýs starfs
í öðrum heimi. f mörg ár er
hann búinn að sigla um heims-
höfin til hinna ýmissu landa, álfa
á milli. Nú er hann lagður í sina
hinztu för heima á milli. Megi
sú siglingarfræði, sem haldgóð
reyndist honum til þess að finna
réttar stefnur milli ákveðinna
staða á jörðu niðri, verða hon-
Vum góð undirstaða þess lær-
áfóms, sem þarf í öðrum heimi til
|þess að taka rétta stefnu að
jfótskör Frelsarans.
Síðasta sinn sem ég heimsótti
vin minn Birgi, barzt samtal okk
ar að eilífðarmálunum. Mér þótti
innilega vænt um það, að hann
átti frumkvæðið að samtalinu
um ferðalagið, sem senn átti að
hefjast hjá honum. Hann mætli
af vizku og viti þess manns, er
hafði á mörgum árum þroskast
til meðvitundar um það, að til
er annað líf og æðri máttur,
og að dauðinn væri aðeins um-
skipti til nýs lífs. Nú er stríð-
inu lokið. Friður og ró trúviss-
unnar er tekinn við og nýtt líf
hafið á æðri sviðum þess ó-
komna. Við fylgjum vini og sam-
starfsmanni í bæn á leið hans yf
ir móðuna miklu og biðjum Guð
að gefa honum góða ferð.
Konu hans Hrefnu, sonum, hin-
um stóra systkinahópi og öðrum
ástvinum, sendum við hjónin
okkar innilegustu samúðarkveðj
ur.
Birgir minn. Von mín og trú
er sú, að á strönd hins nýja
heims bíði þín farmenn, sem farn
ir eru á undan, reiðubúnir að
taka á móti þér og veita leið-
sögn á nýjum leiðum. Sigldu
heill. Guð gefi þér góða land-
töku.
Theódór Gíslason.
Birgir Thoroddsen skipstjóri
hafði stundað sjómennsku frá
unga aldri og ávallt unnið sín
störf með trúmennsku og vand-
virkni, enda dáður jafnt af und
irmönnum sem yfirmönnum.
Birgir var ljóðelskur maður og
skáldagáfan honum í brjóst bor-
in. Hann var unnandþ faigurra
lisrta, smekkvís á góðar bækur
og unni öllum íslenzkum fróð-
leik. Ræðinn var hann í vina-
hópi og hafði frá mörgu skemmti
legu að segja, ef því var að
skipta. Af því fórum við ekki
varhluta, konurnar í kvenfélag-
inu „Hrönn“. Hann var frá
fyrsrtu tíð hliðhollur stofnun fé-
lagsins og studdi það með ráð-
um og dáð. Eru þær ekki ófáar
stökurnar og vísurnar sem hann
orti til félagsins og mun hans
ætíð minnst með þakklátum huga.
Birgir var traustur fjölskyldu-
faðir og unni af heilum huga
heimili sínu, sem hann þurfti því
miður, svo oft að vera fjarri
frá. Fyrir svo örskömmu síðan
að manni finnst, kenndi hann
þess sjúkdóms sem varð hans
banamein. í erfiðri sjúkdómslegu
sinni var hann umvafinn ástúð
og umhyggju eiginkonu sinnar
Hrefnu Thoroddsen, sem hjúkr-
aði honum til hinztu stundar,
megi guð styrkja hana í sorg
hennar. Nú er Bir^ir farinn í
sína sfeinustu för. Uti á hafinu
mikla biður hann eftir „ljósum",
til að geta lagt skipi sínu 1
hinzta ákvörðunarstað. Með þess
um fátæklegu orðum vill kvenf.
Hrönn þakka honum alla vel-
vild hans í garð félagsins og
sendir alúðarkveðjur til ástvina
hans á ókomnum leiðum.
Kveðja frá Kvenfélaginu Hrönn