Morgunblaðið - 10.01.1969, Síða 16

Morgunblaðið - 10.01.1969, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. ATTRÆD: Marta Valgerður Jónsdóttir f dag er frú Marta Valgerð- ur Jónsdóttir áttatíu ára. Hún er fædd 10. jan. 1889, að Landa- koti á Vatnsleysuströnd, dóttir hjónanna Guðrúnar Hannesdótt- ur og Jóns Jónssonar, sem bæði voru ættuð úr Rangárþingi. Marta fluttist með foreldrum sínum til Keflavíkur 1898, þá ell efu ára, og þar lauk hún við að slíta barnsskónum. Hún dvald- ist í foreldrahúsum þar til hún giftist unnusta sínum, Birni Þor- grimssyni, ungum og glæsilegum skrifstofumanni. Hann var sonur hins nafnkunna læknis og at- hafnamanns, Þorgríms Þórðar- sonar, sem hér var lengi vel lát- inn héraðslæknir með búsetu í Keflavík. Árið 1920 fluttust ungu hjónin til Reykjavíkur, þar sem Björn tók að sér gjaldkerastörf við verzl unarfyrirtæki Páls Stefánssonar frá Þverá. Þessu starfi gegndi Björn um 30 ára skeið, eða þar til hann hafði tapað sjóninni. Eftir það vann hann fyrirtæk- inu þó enn um skeið, sem sýn- ir bezt, hve mikils hann var metinn, jafnt af fyrri eigendum þessarar stofnunar og hinum síð ari, Sigfúsi Bjarnasyni, enda hélzt órofa vinátta milli hans og þeirra hjónanna, Björns og Mörtu, meðan báðir voru ofar moldu. Björn andaðist á heimili sínu 5. apríl 1966. Á æskuárum Mörtu var tals- vert félagslíf hér í Kefla- vík. Ung gekk hún Góðtempl- arareglunni á hönd og vann þar mikið starf og gott. Hún lærði snemma á orgel, sem kom sér mjög vel I Reglustarfinu, þar sem hún 'lék undir allan söng á stúkufundunum. Þegar Kefla- víkurkirkja var byggð 1914, varð Marta Valgerður fyrsti or gelleikari hennar. Hún var ein af stofnendum Kvenfélagsins Freyju í Keflavík, og innan þess félagsskapar og einnig inn- an vébanda stúkunnar, fékkst hún nokkuð við leikstörf, og að sögn kunnugra fórust henni þau mjög vel úr hendi. Þá lét hún sitt ekki eftir liggja á málfund- um félaga sinna, enda talin flug- mælsk og hugmyndarík. En það, sem á bak við bjó og á eftir rak, var sá einlægi frelsis- og framfaravilji, sem um þessar mundir fór sigurför um landið og hvatti til framtaks og um- bóta hvern þann, sem til nokk- urs var megnugur. Til sl'íkra m AUGI 5ÍIVII YSINGAR 22*a*ao fórnar- og mannbótastarfa var Marta Valgerður sjálfkjörin í fremstu víglínu, vegna gáfna sinna, mælsku og mikilla mann- kosta. Hér má líka segja frá því, af því það sýnir vel þá miklu tiltrú, sem hún naut í heimahér- aði sínu, að þegar síminn, það mikla þarfaþing, var lagður til Keflavíkur, varð Marta fyrsti símstjórinn hér. Hún fékkst hér einnig nokkuð við verzlunar- störf. Ætla ég, að þessi upp- talning nægi til að sýna, að Marta Valgerður hefir ekki set- ið auðum höndum, enda bæði fjöl hæf og vinnufús. Aðstæður og lifsviðhorf frú Mörtu breyttust nokkuð við að flytja til Reykjavíkur, og fór hún þá fljótlega, til viðbótar hús móðurstörfunum, að fást við eitt aðal áhugamál sitt, ættfræðina. En fyrir störf sín á þessu sviði er hún löngu þjóðkunn orðin, sem trúr og mikilvirkur ættfræðingur. Hafa margir, bæði einstaklingar og stofnanir, notið góðs af þessari kunnáttu henn- ar, en þó mun Suðurnesjab'lað- ið FAXI standa þar í mestri þakkarskuld, enda hefir hann verið óskabarn þessarar sér- stæðu og mikilhæfu konu. Fyrir Faxa hefir hún ritað fjölmarg- ar ágætar greinar um Keflavík hins liðna tíma og um fólkið, sem þá setti svip sinn á þetta byggðarlag. Hefir hún með þess um ritstörfum bjargað frá gleymsku margvíslegum fróðleik og sögulegum verðmætum. Er efni þetta í gegn um áranna rás orðið mikið að vöxtum og hefir aukið hróður Faxa og áunnið honum vinsældir, bæði heima og heiman. Hafa þessar greinar jafn an birtzt undir fyrirsögninni: Minningar frá Keflavík. Með þessum ritstörfum hefir Marta Valgerður unnið æskustöðvum sínum mikið og fórnfúst starf, sem góðir menn og framsýnir kunna vel að meta. Er þetta fræðistarf hennar líklegt til að verða sá bautasteinn, sem bezt geymir minningu genginna kyn- s’lóða hér um Suðurnes. Þau hjónin, Marta og Björn, eignuðust ekki börn, en ólu þess í stað upp tvær systur, bróður- dætur Björns, Jóhönnu og Önnu Sigríði, konu Ólafs Pálssonar verkfræðings. En frú Anna er kjördóttir þeirra hjónanna. Á meðan Björn var á lífi og við sæmilega heilsu, mátti segja, að heimili þeirra hjóna væri á- vallt „opið hús“ fyrir alla að- komumenn, sem eitthvað til þeirra þekktu og voru staddir í Reykjavík. Þar var þeim tekið opnum örmum, næstum hve- nær sólarhrings sem var, og með ljúfu geði veitt öll sú fyrir- greiðsla, sem um var beðið og að gagni mátti verða. Er ég einn þeirra mörgu, sem í ríkum mæli varð ve'lvilja þeirra og greið- Heffi hvorki séð land né fisk — vikni aðnjótandi. Framan af var það þó einkum blaðið Faxi, sem kom mér í samband við þennan ágæta sendiherrabústað lands- byggðarinnar, en eftir að kynn- in jukust, lögðum við hjónin þangað oft leið okkar í þeim til- gangi einum, að eiga með þeim Mörtu og Birni glaðværa stund Jfir góðum og rjúkandi kaffibolla, umvafin elskulegu viðmóti þess ara sæmdarhjóna. Eftir fráfall Björns, hélt Marta uppi enn um skeið sömu rausninni igagnvart gestum sín- um, vinum þeirra hjóna og vanda mön.num. En þrátt fyrir það, fór ekki fram hjá neinum kunnug- um, sú mikla og dapurlega breyting, sem á högum hennar var orðin við missi síns elsku- lega eiginmanns, sem var í senn höfðingi heim að sækja og hið mesta tryggðatröll. Síðar varð Marta fyrir því ölysi, að detta á götu skammt frá heimili sínu og fótbrotna mjög illa. Þurfti hún þá um nokkurt skeið að dveljast á sjúkrahúsum, sem svo varð til þess, að hún varð að sleppa í- búð sinni á Grettisgötu 67, þar sem hún svo lengi og vel hafði búið, en var aðeins leiguhús- næði. Nú um skeið hefir hún bú- ið á Hrafnistu. Eftir miklar og erfiðar aðgerð ir í sambandi við fótbrotið, var líkamsþróttur hennar mikið skertur og starfsgetan einnig. En með hjálp góðra lækna og hjúkrunarliðs, ásamt eigin vilja- festu og þolgæði, hefir henni tek ist að rétta svo við, að nú er aftur tekinn upp þráðurinn, þar sem frá var horfið, og helgar hún sig nú aftur ritstörfunum. Munu vinir hennar fagna því af heilum hug. f tilefni þessa merka áfanga á fagurri og annaríkri ævi, send ir blaðstjórn Faxa frú Mörtu innilegar kveðjur og þakkir fyr ir hennar frábæra og ómetan- lega fræðistarf í þágu blaðsins. Persónulega flyt ég svo afmæl- isbarninu ástarkveðjur okkar hjónanna og hamingjuóskir, um leið og við biðjum henni guðs blessunar nú og ævinlega. Hallgrímur Th. Björnsson. Frú Marta dvelst í dag á heim ili dóttUr sinnar og tengdasonar, Brekkugerði 4, Reykjavik, þar sem hún mun taka á móti vinum og vandamönnum er kunna að vi'lja heimsækja hana á þessum merku tímamótum. ÞAð VAR morguntíma fyrir 27 árum að íslenzku togararnir skiptust á aflafréttum eins og þeir hafa alla tíð gert og gera enn 6 sinnum á sólar- hring. Ég, sem þessar línur rita, var þá stýrimaður hjá lands- þekktum togaraskipst j óra og aflamanni Halldóri Gíslasyni á togaranum Gulltoppi, sem þá var í eigu Kveldúlfs h.f. Allir höfðu eitthvað að segja um afla brögðin, mig minnir nú að öll- um hafi gengið misjafnlega illa þessa nótt, en engum vel. f sjálfu sér er þetta ekki imerkilegt, en ein aflafréittin vakti þó sérstaklega eftirtekt mína, en hún var frá togaran- um Haukanesi, en því skipi stýrði þá Nikulás Jónssonskip stjóri. AfLaskeytið frá Hauka- nesi var svona: „Hefi hvorki séð land né fisk.“ Um hádegis- bilið sama dag höfðu togararnir aftur samband sín á milli um aflabrögð og þá man ég, að aflaskeytið frá Haukanesi var svona: „1 hol 9 pokar þorskur". Þá vissi maður það, að nú hefði Nikulás séð land. Þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég fyrir stuttu las grein í Sjómannablaðinu Víkingi eftir Nikulás Kr. Jónsson. Þar sem hann segir frá einum túr í Faxa bugt. Þar stendur m.a. „Ég stoppa, vestur Rennuhálsinn á annarri trumbu á Hámúlanum log austasta sviðshnúkinn yfir iHetgafell eða Landakotskirkj u í skarðið og læt þar út góða bauju með ljósi. Frá þessari bauju keyrum við vestur yfir hið svokallaða Hámúlahraun, og stoppum þannig að Klofanum rétt veiti norður af Helgafelli og Rennuhálsinn myndi V að ofan við Akrafjall og þar er - I ÆVINTYRUM Framhald af bls. 17 LeikféLag Reykjavítour hefur aðstoðað Litla leilkfélaigið á margan hátt við þasisa sýn- ingu. Þeir ®em sjá þesisa leiksýn- irugu Liitla lei'kfélaigsjins hvería inn í heim sagna uim jólin í gamila daga, sagna um jóla- sveina og huldufólk. Þeir hvertfa lamgt atftur í timann og heyra og sjá þau ævintýri, s>em gerðust einu siinni á jóla- nóttum. Ævintýri, sem hafa orðið stórkostleg í frásögnum hjá ömmum og öfum, en eru nú því miður aðeins helzt til í sögubókum. Rauði þráðurinm í Einu sinni á jólanótt . . er sambandið á milLli ömmunnar og drengs- ins, tryggðin og mikilvægi skilninigsinis í hversdagsileik- anum og jafnt huiliðlslheimum „Einu sinini á jólanótt“ er þjóðtrú, órjúfanlegur hluiti af íslandi fyr og síðar, gkemmti- legt og fróðlegt leikrit fyrir alla. — á. j. HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams THIS 6TUPF DOESN'T MAKE ANYTHINS EASISR,TROy... BUT IT eives VOU ÖOMB- THINQ TO HOLP WHILE WE TALK ' I'VE SWALLOWet? ALL THB POISON X CAN TAKS FOK ONE NIQHT, LAKE ! POOR 6LOBAL NEWS OWES VOU AN APOLO&X TROY ' A F£W OF U* / VOU KNEWTHATTHIS „^MEAN HS WOULD B£ ARCHIE 1 KNBW HE RUPOLPH'S LAST / WAS 60INQ HO/weco/vuNe/ / to havs a „Vínið mun ekki auðvelda þér neitt, Troy. En þú hefur þá að minnsta kosti eitthvað í höndunum meðan við ræðumst við“. „Ég hef þegar drukkið meira en nóg, herra Lake. Aumingja Rudy!“ „Ég þarf að biðjast afsökunar, Troy. Við vissum nokkrir, að þetta yrði síðasta heimkoma Archie Rudolphs.“ „Hvað!? Áttu við, að hann hafi vitað, að hann fengi hjartaslag í nó'.t?“ ,,Það er erfitt að tímasetja dauðann . . . en Rudy var við öllu búinh“. „Aður en þið tveir fóruð tii Vietnam sendi Rudy mér bréf með uppsögn sinni. Þetía átti að verða síðasta ferðin“. „Og hann sagði mér aldrei neit! . . . mér — sínum nánasta vini“. látin út bauja með ljósi, er þá kallað að vera í Rennuopinu. Þaðan er haldið í SV hornið á Rennunum og stoppað þannig að innan, og lítið hak norðan í að Hvalfellið snerti Akrafjall Klofanum suður hallandi af riddaranum á Helgafelli, og þar látin út bauja með Ijósi. Þessar þrjár baujur tek ég ekki upp meðan túrinn varir, því eftir þeim togar maður Múla hraun og Rennur, allar nætur þeg var veður leyfir, og þarna er yfirleitt mestan fiskinn að fá, venjulega bezt í úrtökustraum. Það var oft létt af mér þungu fargi þegar þessar baujur voru komnar út, því það gat oft ver ið erfiðleikum bundið að koma þeim rétt út ef illa sást til miða og ómögulegur botn ef skakkt var togað.“ Ég gæti trúað því að þeim, sem ekki þekkja til, hafi fundizt þetta torskilin latína. Með því að fara með N.J. í einn Bugtatrú komumst við að raun um, að ef við ætlum okk- ur að nýta landgrunnið að ein- hverju leyti fyrir okkur sjálfa með árangri eins og mikið er rætt um þessar mundir, þá þarf til þess þekkingu. Það var stundum sagt hér áð- ur fyrr, að bókvitið yrði ekki í askana látið. En það vill nú svo til að þetta bókvit sem hér um ræðir, og á ég þá auðvitað við grein N.J. og uppdrætti hans, er hægt að láta í aska. Þar sem við hér á landi, sem annars staðar, viljum allir vera menntaðir og saddir held ég að það væri ómaksins vert að at- huga hvort ekki finndist skot í einhverri skólaálmunni, þar sem N.J. og aðrir gamlir togaraskip-* stjórar, sem enn eru ofar moldu gætu frætt yngri menn um þessa hluti. Það er mikið atriði fyr- ir útgerðiwa hvernig til tekst, hvort t.d. varpan kemur upp á yfirborðið heim með góðan afla, eða hún kemur sundurtætt og þá að sjálfsögðu án nokkurs afla. íslenzka landgrunnið er stórt, þar eru mörg hraun og margir klettar, sem ber að var- ast ef vel á -að ganga, og það eru á lífi menn, sem geta frætt þá yngri um þessa hlwti og því þarf að nota sér það, áður en það verður um seinan. Marteinn Jónasson. - VETTVANGUR Framhald af bls. 13. kostnað innfluttra matvæla. Um klæðnað barna og ungl- inga innan fermingaraldurs, er margt og víða mjög ábóta vant. Nýlega hafði ég tal af smásnáða, sem seldi blöð á götum höfuð- staðarins, er í kalsaveðri og frosti var tæplega klæddur til innanhússvistar, hvað þá úti- veru. Hann var á rándýrum stásskóm, gegnblautum, en skein í bert bak milli skæn- þunnra buxna og peysugopa og úlpu er helzt virtisít gerð úr pappír. Mér varð bilt við þessa sjón, enda sem betur fer sjald- gæf hér um glóðir. Með því að framleiða í land- inu praktíska skólabúninga, skapaðist atvinna fyrir álitleg- an hóp fatagerðarmanna, fatnað arverksmiðjur og ullar og bóm- ullarverksmiðjur, ásamt fjölda fólks annars, svo sem fatateikn- ara, auglýsingafólks og hug- myndasmiða. Með því að hafa trygga sölu í landinu sjálfu fyr ir allverulegt magn að standa undir fjárfestingum, mætti áreið anlega framleiða slíkar vörur úr okkar frábæru ul’l og skinn- um, til útflutnings. Hið sama gildir um skófatnað fyrir ungl- inga. Og ég held að brýn nauðsyn sé fyrir okkur að eignast fal- lega ódýra þjóðbúninga handa unga fólkinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.