Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. tína blóm. í>au tíndu stóra skúfa af viðkvæmum gulum blómum og skúfur Símonar var stærri, enda þótt leggirnir hjá honum væru styttri og hann var harð- ánægður. Hann hló mikið í baðinu og Lísa þurfti að þurrka upp all- mikið vatnssull áður en hún gat fengið bróður sinn upp úr bað- karinu. Eftir að hafa lesið fyrir hann sögu og komið honum fyrir í rúminu, brosti hann þreytulega HAPPDRÆTTI og faðmaði hana aftur að sér, og sagði — Góða nótt ,Lísa. . . gaman á morgun! — Gaman á morgun! endurtók hún í dyrunum. Þetta var það sama sem hann og Helen voru vön að segja hvort við annað. Hann hafði aldrei áður sagt það við Lísu, og einhvernveginn bætti það henni upp kæruleysið í Steve. En það leið nú samt ekki á löngu áður það kom að Lísu að afsaka sig frá því að hitta Steve. Hún var stundum vör einhverrar öfugsnúinnar löngunar hjá sér, eftir því að Steve tæki ekki af- sakanir hennar til greina og kæmi þrátt fyrir allt. En það gerði hann bara aldrei. Nokkrir mánuðir liðu þannig, að hún eyddi ólíkt meiri tíma með hálfbróður sínum litla en með Steve. Barnið var greint og ' með samskonar gamansemi og faðir hennar hafði haft. Og hann þroskaðist greinilega, bæði til sálar og líkama, við nákvæma umhyggju hennar. Lísa saknaði föður síns og Hel- en æ meir eftir því sem stundir liðu fram, unz söknuðuimn hafði einhvernveginn mýkt hana og hert, hvorttveggja í senn. Aðal- umhugsunarefni hennar var nú, hvernig hún gæti varið og vemd að drenginn. Mörgum árum seinna fór hún oft að brjóta heilann um það, hversu lengi þau hefðu orðið að búa þarna í kofanum, hefði hún ekki farið í afmælisboðið til Nic key Langley. Langleyfólkið bjó í gömlu húsi við sömu götuna. Lísa og Símon stóðu í forskálanum o g horfðu inn í stóru, svölu for- stofuna. Margir bílar stóðu á brautinni heim að húsinu og mal arblettinum fyrir framan það. Mannamál heyrðist inni, en eng inn kom til dyra við hringing- un hennar. Á spegilborði, rétt innað við dyrnar stóð mikið blómaskraut, en á gólfinu lágu nokkrar rósir og laus blómblöð á blautu dagblaði, sem lá þar, rétt eins og til þess að leggja áherzlu á, að allt þetta blóma- skraut hefði ekki komið í einu lagi úr blómabúðinni. Lísa hringdi einu sinni enn og Símon greip fastar um hönd- ina á henni og hoppaði á öðmm fæti. Nýþvegið andlitið gljáði og í hvítu skyrtunni og með bláa bindið leit hann hraustlega út. En þegar enginn kom inn, opn- aði hún dyrnar og leiddi Símon inn. í hinum endanum á stóra for- salnum var hópur mæðra, barn- fósrta og krakka. Barnfóstrurn- ar voru allar vel en blátt áfram klæddar, en mæðurnar voru all- ar skartbúnar og sumar þaktar 2 skartgripum og með nýtízku hár uppsetningu. Ein konan, hávaxnari en hin- ar, grönn og skartbúin í hvítu fellingapilsi, með gult krakkahár sem féll niður á herðar, vakti athygli Lísu. En þegar konan sneri sér að henni, sá hún, að hún var talsvert roskin og svip- urinn hörkulegur og óánægður. Snögglega opnuðust hliðar- dyr og Jan Langley, húsmóðir- ín, var þarna komin og baðst af- sökunar og bauð þær velkomn- ar. Kasólétt, í silkibuxum og víð Allra síðustu forvöð að endurnýja og kaupa miða. Dregið kl. 2 í dag. Umboð- in opin til kl. 1 (13). Um- boðsmenn geyma ekki miða viðskiptavina fram yfir dráttardag. MEIRA EN FJÖRÐI HVER MIÐIVINNUR Skíði, síeðar, snjóþotur .♦nnmininiiuiniijuntinnmminmnumiiiniuminiitun. •mhmhhibI HHiimimii|iiiimiiiiiiiMMiiim(iiiii«. >mmmmtil ^^BimmimtmmimmV^^^Hiiniiitinittl. imimiiiiiml MBHaMBBw&|Ha|<iiiitiiiimmt mtmmmiml P I ^^^^^^^^^mlntmimm iiiMiimiiinil AT§íftir«§11 HlmmiiiiiiiMii MMtMmmml ■ kw I I tíiiiiiiiiiimiihi iiiiiiuiihiiiiMmAi IAmaAm jMlmmiiiimmt wimrtiiiiiiHVWBHiiimmmm* miiiiiiiiiiift3Ht»iHimHiiiimiiiiiiiiH ■nniiitiiiiii' nmmmWIIMIBimiiimiimimiiiimiMWI,IMVMiiiiiiim«* ‘•■■HiHiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiti'' Miklatorgi. Htt hitakerí' Einn rofi er virkar á tvo vegu sjálfvirkur hitastillir venjulegur hitastillir Lausnin á þægilegri, sjálfvirkri rafmagnshitun nnnx Einasti þil/gólf ofninn með innibyggðum sjálfvirkum hitastilli og venjulegum 4 þrepa stilli. 3 ÁRA ÁBYRGD Aðalumboð. Höfum fengið nýja sendingu af flestum stærðum. EINAR FARESTVEIT & CO Bergstaðastræti 10 A og Aðalstræti 18 — Sími 16995. Produseres og garanteres av ADAX FABRIKKER, Svelvik og Oslo Tvær hæðir, 15 og 40 cm. Margar lengdir. Styrkleiki frá 500 W til 1500 W. StilliS rofann inn á ákveðið hitastig eða á venjulegan hátt um slopp, glotti hún til Lísu og kleip hana í handlegginn. Lísa fann til velvildar gagnvart þess ari konu. Jan var stór og góð og örlát. Lísa hefði gjarnan viljað kynnast henni betur og hitta hana oftar. En Jan átti mann, sem tilbað hana, og auk þess fjölda barna, sem höfðu fólk til að líta eftir sér. Hún lifði til- breytilegu lífi, var mikið á hest- baki, á seglbátum og tók þátt í flestum samkvæmum heldra fólksins. Yngsti drengurinn hennar sem átti afmælið var eitt- hvað á aldur við Símcn, en bara miklu veraldarvanari. Brátt færðu gestirnir sig inn í fallegu setustofuna og þaðan út um gluggadyrnar út í garð- inn, þar sem voru enn fleiri börn og nokkrir uppkomnir. Símon kom auga á Nick og þaut til hans, og afhenti honum afmælisgjöfina, sem hann hafði með sér. Lísa horfði á, þegar drengur- inn reif umbúðirnar af, leit sem snöggvast á gjöfina, lagði hana á borð og þaut síðna áfram, til þess að taka við öðrum og merki legri gjöfum. Símoni virtist vera alveg sama. Hann gekk til lítillar svarthærðr ar stúlku og horfði á hana þegj- andi. Litla stúlkan starði á móti. Brátt fóru allir inn í húsið aftur, en nú inn í borðstofuna með dökku þiljunum, þar sem börnin settust öll við langt borð, með miklum fyrirgangi og hrind (ngum. í fyrstunni stóðu mæðurn ar hver að baki sínu afkvæmi, rétt eins og verðandi mæður frönskum skóla. Hverri einstakri fannst sitt barn fallegast og gáf- aðast og bezt siðað og með fal- legasta fætur — meðan þær jusu lofinu á börn hinna. Ég hugsa líktega svona vegna þess, að mér finnst ég eins og fiskur á þurru landi, hugsaði Lísa með sjálfri sér. Hvernig í ósköpunum get ég_ fallið inn í svona samkvæmi? Ég vona bara, að honum Símoni þyki gaman að þessu! Frá háborðinu tilkynnti nú af- mælisbarnið, Nicky, að hann væri búinn að fá magaverk. Ein- hver neðar við borðið sagði „Ha? Strax?“ og allir skelli- hlógu. Andspænis Símoni sat lítill drengur, grimmur á svipinn með rjómaköku í hendi, sem hann kreisti þangað til rjóminn vall út um greiparnar, og sleikti hann jafnharðan. Honum svelgd ist á og loks þerraði hann fing- urna á flauelsbuxunum sínum. Símon þagði en hélt áfram að Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Gættu þess að sóa engu Gerðu samninga við samverkamenn, en vmum þínum greiða. Nautið, 20. apríl — 20 maí Hrist-i af þér feimnina og sýndu hvað þú getur. Ný tækifæri gefast. Tvíburarnir. 20 mai — 20. júní Skopunarneði þín fær nctið sín. Haltu þér við ákvörun þína og ver„j fylginn pér. Krabbinn, 21. júní — 22. júií í dag hevrðirðu margt skemmtilegt, færð smáheimsóknir og svo eru það betlaramir ... Blandaðu engum í málið og biddu ekki um kauphækkun pótt þú leggir inn gott orð fyrir sjálfa þig. Ljónið, 23. júlí — 32. ágúst Ráðgcrðu ferðalcg bjcddu vinum og kunningjum heim. Var- aztu Ijarfestiugar Leitaðu að drasli, sem þú getur losnað við og selt. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Ninir samstarfsmenn vinna vel með þér að vissum verkefnum. Þú færð speur.andi fréttir í kvöld. Vogin, 23. september — 22. október B. eytinga er von og góðra fjárhagslegra frétta. Vinir þínir segj a þér eitthvað markvert. Sporðdrckinn 23 október — 21. nóvember Vertu dálítið úthverfur, meðan þú leitar viðskiptamöguleika. Það verður gaman, og arðsamt. Þú ert dálítið bundinn tilfinn- ingaiega. 1 Bogama°urinn 22 nóvcmbcr — 21. desember Viðhorf þín og velgengni breytast. Vertu félagslyndur, er þú hefur gcngið frá vinnu þ.'nni algerlega. Farðu yfir smáatriðin að lokum, því að þar þarí breytingar með, sem setur allt annan blæ á málin. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Starf þitt vex eftir þróun mála í dag. Stuttar ferðir eru ár- anguisrikar og arðvænlega. Leitaztu við að semja varanlega. Tilfinningalífið á ríkan rétt á sér í kvöld. Vatnsberinn 20 janúar — 18. febrúar Farðu í kynnisför Þú verður mildari er kvöldar. Fiskanrir, 19 febrúa — 20. maz Nú er hagkvæmt að skipta eða kaupa eignir. Allir koma til móts við þig og vel það í félagslyndi. Fylgdu þessum gleð- innar sti aumi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.