Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 23

Morgunblaðið - 10.01.1969, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1969. 23 JÓLAGETRAUN Búnaðar- bankans lauk 6. jan., en hún var í því fólgin að geta sér til um, hve margir krónupening- ar væru í útstillingarglugga Búnaðarbankans í Austur- stræti. Við talningu, sem fram fór 7. jan., kom í ljós, að þeirí voru 1835. Sú sem næst komst l þessari tölu, var 12 ára stúlka, 7 Sigríður Tryggvadóttir, Skúlal götu 64, en hún áætlaði töluna i 1832. Fékk hún því 1. verð-1 laun, kr. 1000,00. Aðrir, sem/ hlutu vinninga og aukavinn-7 inga, gizkuðu á tölur allt frá^ 1800 til 1870. Vinningarnir t voru afhentir s.l. miðvikudag / kl. 6 e.h. og var þessi mynd 7 tekin við það tækifæri. 1 - FLUGSLYS Framhald af bls. 5. sviðinn afturhluti þotunnar, með einum af þremur hreyfl- um enn áföstum, lá á hrúgu múrsteina og timburs, sem eitt sinn var heimili Jones- hjónanna. Greina mátti ein- kennisstafina: YA-FAR. — Nokkrum metrum lengra lá þriðji hreyfillinn, og markaði upphaf hinnar hörmulegu 50 metra ferðar, sem framhlut- inn fór eftir að þotan rakst á húsið. Hetjulegt björgunarstarf Hr. og frú Hayden Taylor voru í fastasvefni á heimili sínu andspænis akrinum, þar sem framhluti þotunnar loks- nam staðar. Dóttir þeirra, Rosalind 18 ára, sem leggur stund á einkaritaranám, var enn á fótum við lestur. Hún þaut þegar út ásamt 16 ára bróður sínum, Timothy, sem vaknaði við hávaðann af slys- inu. Timothy kom aftur heim berandi litla stúlku, brennda og grátandi. Rosalind rakst á mann á hlaupum frá flákinu. Hún leiddi hann til heimilis sins, þar sem frú Taylor breytti eldhúsi sinu umsvifalaust í bráðabingðasjúkraskýli. „Sjö manns komu þangað. Þrír voru með alvarleg brunasár. Börn voru tvö, einn táningur en hinir fullorðnir, e. t. v. úr áhöfn vélarinnar. Ég gaf börn unum mjólk og fullorðna fólk inu heitt te“, sagði frú Tayl- or. Rosalind sneri aftur til flaksins ásamt Timothy til þess að leita eftir fleiri, sem kynnu að hafa komizt af. Rosalind fann unga stúlku, en hún var svo þung, að hún megnaði ekki að lyfta henni ein. Sprengingar urðu nú, og Rosalind reyndi að draga stúlkuna á brott. Hjálp barst og stúlkan var borin burtu af hættusvæðinu. Frú Madeleine Kingsly, sem býr akammit frá húsinu, aem lagðist í rúst, sá appelsínugul- an eldinn. „Þetta var eitt vít- ishaf“ sagði hún. „Það urðu tvær miklar sprengingar eftir sjálft slysið.“ Tíu af þeim, sem af komust, voru fluttir í Redhill sjúkra- húsið, en hinir fimm til East Greanstead sjúkrahússins, sem hefur sérstaka deild til að- gerða á alvarlegum brunasár- um. Þess má að lokum geta, að hr. Jones, sem bjó í húsinu sem vélin lagði í rúst, var fer- tugur að aldri. Kona hans var 27 ára gömul, og höfðu þau verið gift í sex ár. Aðeina 85 mínútum fyrir slysið höfðu foreldrar frú Jones, setið og gætt barnsins. Móðir frú Jon- es, fimmtug að aldri 9agði: „Við vorum að gæta Beverly því að Bill og Ann höfðu far- ið í heimsókn til kunningja til þess að þiggja nokkra drykki. Við fórum kl. eitt eft- ir miðnætti." - FERÐAMENN Framhald af bls. 24. Þar væri verðið á gistingu það sama í erlendum gjaldeyri og fyr ir gengislækkun, þannig að hótel in og ríkið tækju ágóðann af gengisfellinigunni en ekki ferða- mennirnir. Aftur á móti væri víða lækkun á mat og sennilega á leigu langferðabifreiða, miðað við erlendan gjaldeyri. HÓPFERÐIR LÆKKA 8-24% I ERL. GJALDEYRI Er Mbl. sneri sér til Þorleifs Þórðarsonar forstjóra Ferðaskrif stofu ríkisins sagðist hann ekki sjá ástæðu til þess að lækka verð ið á gistirými heimavistarskól- anna meðan það væri hóflega mfðað við sambærileg gistihús er lendis og teldist þetta ekki dýrt á mælikvarða útlendinga. Veitti heldur ekki af að fá inn peninga, til að viðhalda húsnæði skólanna og endurbæta það. Þrátt fyrir hækkað hótelverð sagði Þorleif- ur, að verð á hópferðum ferða- skrifstofunnar lækkaði jrfirleitt um 8-24%. Miklu fleiri fyrir- spurnir og pantanir í ferðir hafa borizt nú en áður á þessum árs- tíma, t.d. hafa 510 þegar pantað 9 daga hópferðir um landið. Eru ferðir Ferðaskrifstofunnar aug- lýstir í bæklingum ferðaskrif- stofa víða um heim auk þess sem Ferðaskrifstofan sendir út bækl- iniga og kynningarkvikmyndir. Þá hafa 15 erlendir hópar boðað komu sína til landsins á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. HAMBORG — NÝTT SKEMMTIFERÐASKIP Ferðaskrifstofan Útsýn tekur á móti tveimur skemmtiferðaskip- um i sumar og annað þeirra Ham burg, sem er alveg nýtt kemur tvisvar. Hafa Útsýn borizt miklu fleiri fyrirspurnir um ísland nú en á sama tíma í fyrra og sama er að segja um pantanimar. Hef ur innanlandsferðum verið fjölg áð til muna og eru þær ásamt Grænlandsferðum auglýstar í bæklingum ferðaskrifstofa í Ev- rópu og á vegum American Ex- spress. 100 MALLJORKABÚAR TIL IS- LANDS í HAUST Sama var upp á teningnum hjá Guðna Þórðarsyni í Sunnu í sam bandi við aukinn fjölda útlend- inga til íslands, er ferðaskrifstof an er að auka starfsemi sína á því sviði og hefur sent bæklinga til um 6000 ferðaskrifstofa erlend is. Meðal erlendra ferðamanna, sem hingað koma eru 100 Mall- jorkabúar, sem koma í október til að sjá snjó og vetur og senni lega munu þrír hópar þaðan hafa viðstöðu á lei'ð til Ameriku. Guðni tók í sama streng og Geir Zoega um hótelverðið en þrátt fyrir það væri ísland ódyrasta ferðamannalandið í Evrópu og væru ferðir hér innanlandis al- mennt um þriðjungi ódýrari en samsvarandi ferðir á Norðurlönd um. Vandamálið væri aðeins að ferðirnar til og frá tslandi væru of dýrar, þar sem fer'ðamanna- straumurinn hingað væri ekki það mikill og reglulegur að er- lengar ferðaskrifstofur gætu hald ið uppi leiguflugi til íslands, eins og gert væri til flestra annarra landa. TVÖFALT FLEIRI t HAFJALLA FERÐIR NÚ Úlfar Jacobsen hefur skipulagt 9 hálendisferðir og er að verða upppantað í þær flestar. Taka um 60 manns þátt í hverri ferð svo að alls munu þeir verða um 500, en það eru helmingi fleiri út lendinigar en fóru á vegum ferða skrifstofunnar í háfjallaferðir í fyrra. - KANADA Framhald af bls. 1 um það hvort landið héldi áfram aðild sinni að NATO eða ekki eða hversu víðtæk þátttaka landsins yrði. Trudeau staðfesti, að stjórn hans hygðist viðurkenna Pekinig- stjórnina. Hann sagði, að þótt Kanada hefði frá gamalli tíð stað ið í nánum tengslum við Evrópu væru landsmenn sér meira með- vitandj en áður um legu lands- ins við Kyrrahaf og vildu breytta stefnu. Rhódesía á dagskrá. Á samveldisráðstefnunni í dag skoruðu forsætisráðherrar sex Afríkuríkja á brezku stjórnina að segja skilið við áætlun þá til lausnar Rhodesíudeilunni er Har old Wilson lagði fyrir Ian Smith á fundinum í brezka herskipinu „Fearless" í haust. Afríkuleið- togarnir, sem nutu fulltingis frú Indíru Gandhi, forsætisráðherra Indlands skoruðu á Wilson að halda áfram strangri refsiað- gerðastefnu gegn stjórn Smits, og kröfðust þess að sjálfstæði Rhódesíu yrði ekki viðurkennt fyrr en mynduð hefði verið stjórn afríska meirihlutans. Brezki samveldisráðherrann, George Thomson, tók fram í ræðu á ráðstefnunni í dag, að brezka stjórnin hefði ekki í hyggju að draga til baka síðasta tilboð sitt til Smith-stjórnarinn- ar og að hún gæti ekki fallizt á að hætta öllum viðræðum við Smith-stjórnina. Fjórir Afríkuleiðtogar, Awol- owo ættarhöfðingi frá Nígeríu, Kaunda forsei Zambíu, Nyerere 'orseti Tanzaníu og Obote for- seti Uganda ræddust við í dag um borgarastyrjöldina í Nígeríu. Kaunda og Nyerere hafa báðir viðurkennt Biafra-stjórnina og Obote er talinn koma til greina sem s’áttasemjari í deiiunni. Tal- ið er, að Kaunda og Nyerere hafi reynt að fá Awolowe til að slá af kröfunni um að Biafra bindi enda á aðskilnað sinn frá Níger- íu. - VACULIK Framhald af bls. 1 að nokkur ástæða sé til slíks ótta. Um atburði þá sem hafa gerzt eftir innrásina sagði Vaoulik að nú væri svo komið að sú borgara lega dyggð, sem oftast væri skír skotað til, væri skynaemi þráitt fyrir það að ailit sem hefði gerzt stríddi gegn skynaemi. Við eig- um að hafa vit fyrir milljónum, sagði Vaeulik, en vizka þjóðar er ekki fólgin í því, sem hún gerir heldur því sem hún hætt- ir að gera sagði hann. Ný tékknesk stjórn Cestimir Cisar forseti Þjóðar- ráðsins tók í dag eiða af hinni nýju stjórn tékkneska hluta hins nýja sambandsríkis Tékka og Sló vaka. Stanizlav Razl, hinn nýi forsætisráðherra, sagði í viðtali að ráðherrar hinnar nýju stj órn- ar væru yfirleitt lítt kunnir, en vildu fyrst og fremst vinna traust þjóðarinnar. - TEKNIR Framhald at bls. 1 (SKS), sagði fréttamönnum í dag að ekki hafi verið unnt að senda nema eitt skip til að stöðva erlendu fiskiskipin, en ef tvö hefðu verið send hefði einnig tekizt að ná þeim þremur, sem komust undan. Hann sagði að siglingar skipa frá Austur-Evr- ópu um svæðið við Lista væri ekkert nýtt fyrirbrigði, því skip- in hefðu verið hrein plága þarna á undanförnum árum. Leiddu siglingar þessar til þess að varn armálastjórn Noregs fékk því til leiðar komið að svæðið var lýst hernaðarsvæði, og erlendum skip um bannaðar siglingar þar. Rolf Pettersen skipherra á Hydrograf skýrði fréttamönnum frá því að skipstjórunum á tog- urunum fimm hafi verið full Ijóst að þeir voru á bannsvæði, en skipin voru aðeins um eina sjómílur frá landi þegar þau voru tekin. Átti áhöfn Hydrograf, sem telur aðeins 14 menn, i mikl um erfiðleikum við að taka tog- arana fimm, og var aðeins unnt að senda einn mann fná Hydro- graf um borð í hvern togara. Var Norðmönnunum vel tekið um borð í togurunum, sem veittu enga mótspyrnu. Dönsku bátarnir tveir voru einnig stöðvaðir, en ekki var unnt að setja menn um borð i þá, sagði Pettersen skipherra. Var haft samband um talstöð eft- irlitsskipsins við skipstjórana dönsku, og hétu þeir því að sigla skipum sinum inn í Flekkefjord. Þegar varðskipið sneri frá, siigldu dönsku bátarnir hinsvegar á brott. fHiprjjtmljiMJií) Hvað eiga sparifjáreig- endur að gera? VEGNA flensunnar hef ég ekki mátrt við koma að lesa prófark- ir að grein minni, Hvað eiga sparifjáreigendur að gera?, enda hefur það lítt komið að sök nema á einum stað, en þar er líka um kórvillu að ræða, sem með enigu móti verður komizt hjá að leið- rétta. Undir lok síðari hluta greinarinnar, sem birtist í dag, stendur í kaflanum, er ber yfir- skriftina Nokkrar spurningar til stjórnar Seðlabanka íslands: „Nú eins og þá er þörf á bænarskrá og henni beini ég til stjórmar Seðlabamka íslands . . . Hvatinn að henni er ekki bláa bókin hans Fúsa og bláu bækurnar, sem eru í minni vörzlu og aðrir eiga“ o.s.frv. Þetta var hins vegar svo orðað: „Hvatinn að henni er ekki bláa bókin mín, því að einu gildir hversu fer um hana, en það er bláa bókin hans Fúsa og bláu bækurnar, sem eru í minni vörzlu og aðrir eiga o.s.frv.“ Hafnarfjörður 9. janúar 1969. Lúðvík Kristjánsson. — ísland og EFTA Framhald af bls. 13 halda reglulega fundi sín á milli. Sömu þingmenn sem sækja fundi Bvrópuráðsins í Strassborg sitja þessa Efta-fundi og eru þeir einnig haldnir í Strassborg. Koma þeir þangað degi fyrir fundi Evrópuráðsins og fjalla um málefni Efta. Ráðgjafanefnd Sérstök ráðgjafanefnd er starf andi á vegum Efta og er hún skipuð fulltrúum frá samtökum atvinnuveganna í hverju aðild- arríkjanna. Þessi ráðgjafanefnd heldur fundi tvisvar á ári undir forsæti formanns Efta-ráðsins. Það, sem Efta gerir ekki Bfnahagsbandalagið í Briissel hefur markað sameiginlega stefnu í landbúnaðarmálum og stefnir að því að manka sam- eiginlega stefnu í sjávarútvegs- málum. Efta lætur hins vegar hvert aðildarríki um sig um stefnu sína í landbúnaðarmál- um. Þó hafa verið tgerðir tvi- hliða samningar milli aðildar- ríkja Efta um viðskipti með landibúnaðarvörur. Viðskipti innan Efta með landbún- aðarvörur hafa aukizt meira en útflutningur Efta-landa á land- búnaðarvörum til landa utan samtakanna en hins vegar minna en viðskipti innan Efta með iðn aðarvörur. Danir eiga í veruleg um erfiðleikum vegna landbún- aðarstefnu EBE og leggja þess vegna áherzlu á, að greitt verði fyrir viðskiptum með þessar vörur innan Efta. Efta fjall- ar ekki heldur um frjáls- ar hreyfingar vinnuafls milli landa. Slíkt væri ekki mögu- legt af stjórnmálalegum ástæð- um. Frjáls hreyfing vinnu- afls er í gildi milli skandinav- ísku landanna er útilokuð í Sviss og Portúgal. Um fimm- tungur vinnuaflsins í Svisis eru útlendingar og þess vegna telur svissneska stjórnin sér nauðsyn legt að hafa stjórn á innflutn- ingi slíks vinnuafls. Portúgal leyfir ekki frjálsar ferðir þegna sinna til annarra landa og þeg- ar af þeirri ástæðu væri frjáls hreyfing vinnuafls milli Portú- gals og annarra Efta-ríkja úti- lokuð. Loks skiptir Efta sér ekki af stefnu aðildarríkjanna í við- skiptamálum gagnvart löndum utan samtakanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.