Morgunblaðið - 10.01.1969, Blaðsíða 24
fWwgiiwlifoMfo
AUGLYSINGAR
SÍMI 22»4‘8Q
FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1969
RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍIVII 1D*1DQ
Fleiri ferðir vegna
vinnuhagræðingar
— hjá skipum Eimskipatélagsins
VEGNA vinnuhagræðingar hef-
ur uppskipun hjá Eimskipafélagi
íslands stöðugt tekið skemmri
tíma og hafa skip félagsins því
getað haft styttri viðdvöl í
Vélstjtfror boðo
verhlull 15. jon.
í FYRRADAG boðaði Vélstjóra-
félag fslands til verkfalls á fiski-
skipaflotanum á miðnætti 15. jan.
•n. k.
í Vélstjórafélagi íslands eru
1300 meðlimir og er þar um að
Tæða bæði landvélstjóra og vél-
stjóra til sjós, en eins og fyrr
gat nær verkfallsboðunin ekki
til vélstjóra á togurum og kaup-
Skipun.
Verkfallsboðunin var ákveðin á
fundí hjá trúnaðarmannaráði Vé]
stjórafélags íslands, en í því eru
20 fulltrúar. Kröfur vélstjóra eru
þær sömu og sjómanna almennt,
en þær eru frítt fæði um borð
■og aðild að lífeyrissjóði togara-
sjómanna og undirmanna á far-
'skipum.
Reykjavíkurhöfn en ella. Leiðir
af þessu betri nýtingu á skipastóln
um. Við höfðum samband við
Valtý Hákonarson skrifstofu-
stjóra hjá Eimskip og sagði hann
að þessi vinnuhagræðingarþróun
hefði orðið smátt og smátt. Með
nýjustu skipum félagsins hefði
hún enn aukizt og gömlu skipun-
um væri breytt þannig að auð-
veldara væri að lesta þau og
afferma.
Valtýr sagði það knýjandi
nauðsyn að stytta tíma skipanna
í höfn, því að með því væri helzt
hægt að vinna upp þann aukna
kostnað, sem stöðugt fer vaxandi
í útgerð þessara skipa.
Vinnuhagræðingunni er stöð-
ugt haldið áfram með bættum
taekjum og aðstöðu, en Valtýr
taldi möguleika á því að þessi
hagræðing hefði aukið ferða-
fjölda skipanna á ári, en sarnan-
burðartölur yfir það lægju ekki
fyrir. Þó munar þarna örugglega
einni ferð á ári.
afhentir í dag. Myndina tók ljósmyndari Morgunblaðsins Ól. K. M. í gær á Reykjavíkurflugvelli.
Flugbátar Landhelgisgæzlunnar
— afhentir i dag
UM KL. 5 í gærdag lentu á
Reykjavíkurflugvelli tveir fiug-
bátar af Grumman Albatros-gerð,
en hér er um að ræða nýju Land-
helgisgæzluflugvélamar, sem sam
ið var um kaup á sl. ár.
Flugvélarnar komu frá Banda-
ríkjunum, en þær verða afhentar
Landhelgisgæzlunni á Reykjavík-
urflugvelli í dag kl. 11,30. Við-
staddir þá athöfn verða m.a.
yfirmaður varnarliðsins, Stone
flotaforingi, íslenzkir ráðherrar
og forstjóri Landhelgisgæzlunn-
ar.
Gífurleg aukning ferðamanna í ár
— Vandræðaástand getur skapazt
vegna skorts á hótelrými
— A.m.k. 20 skemmtiterðaskip með um
10 þúsund farþega til íslands
Linubdtar í
Sandgerði oiln
dgætlega
Sandgerði 9. janúar
HÉÐAN munu gerðir út um 30
bátar í vetur. Þó eru líklega 6
af þeim sem eru á síld, en fara
á net sfðar í vetur. Afli var hér
í gær upp í 10 lestir á línu, en
7 bátar eru nú byrjaðir róðra.
Þá er nýbyrjað hér fyrirtæki,
Gleriðja Suðurnesja, sem fram-
leiðir tvöfalt rúðugler. Virðist
verksmiðjan í upphafi hafa náð
góðum tökum á framleiðslunni
og vinna þar nú þegar 11 menn.
Á sl. sumri hefur verið unnið
mikið við gatnagerð og hafa um
2 km. verið olíubomir eða alls
um 60% af götunum í plássinu.
— Fréttaritari.
VIÐ höfðum samband við nokkr-
ar niðursuðuverksmiðjur í gær
og inntum frétta hjá forsvars-
mönnum þeirra af gangi reksturs
ins að undanförau. Allsstaðar var
vinna að hefjast af krafti eftir
jólaleyfið, enda vertíð að komast í
gang. Bar öllum saman um það
að aðstaðan til útflutnings á
unnu hráefni hefði batnað til
muna við síðustu gengisbreyt-
ingu og fjárhagsafkoman því
mun tryggari hvað það varðar.
ALLT útlit er fyrir að straumur
erlendra ferðamanna til íslands
í sumar verði meiri en nokkru
sinni fyrr, ef marka má þær upp
lýsingar, sem Mbl. fékk hjá þeim
ferðaskrifstofum í Reykjavík,
Samningafund-
ur i gæi
SAMNINGAFUNDUR. sjómanna
ög útvegsmanna hófst kl. 5 í gær,
og srtóð fundurinn enn yfir, þeg-
ar blaðið fór í prentun.
Fara svör þriggja af þeim verk
smiðjust.iórum sem við töluðum
við, hér á eftir:
Kristján Jónsson verksmiðju-
stjóri hjá Niðursuðuverksmiðju
K. J. og Co á Akureyri sagði eft
irfarandi um reksturinn að und-
anförnu. — Það hefur verið nokk
uð að gera að undanförnu. Við
unnum alveg fram að jólum og
vorum svo að byrja aftur í dag.
Um þessar mundir verða um 60
sem annast móttöku erlendra
ferðamanna. En um leið má gera
ráð fyrir gífurlegum skorti á
gistirými, einkum í Reykjavík og
getur farið svo, að algert vand-
ræðaástand skapist í þeim mál-
um, einkum meðan fjölmennar
ráðstefnur standa yfir, en þær
munu verða margar. Er þegar vit
að um 13-1500 útlendinga, sem
hingað koma á ráðstefnur og þeg
ar flestir verða í einu verða þoir
5-600. Mun því þurfa að fá gist-
ingu fyrir ferðamenn á einka-
heimilum og er fólk hvatt til að
undirbúa sig í þeim efnum í
Reykjavík og stærri bæjum.
manns í vinnu hér hjá okkur en
líklega fjölgar í á annað hundrað
í febrúar.
— Við erum aðallega í síld,
fiski og grænmeti. Aðallega leggj
um við þó upp úr síldinni. Annars
höfum við verið óheppnir sl. tvö
ár, því að smásíldin, sem við ætl
uðum áðallega að vinna hefur
brugðizt.
Megnið af hráefninu fer út,
aðallega til Rússlands, en einnig
til Tékkóslóvakíu og Rúmeníu.
Að minnsta kosti 20 skemmti-
ferðaskip eru væntanleg til
Reykjavíkur í sumar og munu
koma um 10 þúsund manns með
þeim.
FLEST HÓTELIN LÆKKA
EKKI VERÐ
Ferðaskrifstofa Zoéga tekur á
móti 11-12 þessara skipa og auk
þess stórum hópum ferðamanna,
sem dveljast munu lengri eða
skemmri tíma hér á landi. Sagði
Geir Zoéga að enginn vafi væri
á áð fjöldi ferðamanna til Is-
lands yrði mun meiri en nokkru
sinni fyrr. Hefði nú í fyrsta
skipti komið út bæklingur um
ísland hjá Cook ferðaskrifstof-
unni og væri honum dreift um
allan heirn og væri árangurinn
þegar kominm í Ijós, því að mik-
ill fjöldi fyrirspurna hefði borizt
um íslandsferðir. Gæti svo farið
að til stórvandræða kæmi i sam
bandi við gistirými, því að hótel
Ég verð að segja það eins
og það er að það er eiginlega
fyrst núna, sem maður getur í
raun framleitt til útflutnings
verðsins vegna. Við erum frekar
bjartsýnir hér að minnsta kosti
eins og horfir.
Við ræddum við Sturlaug
Böðvarsson forstjóra Haraldar
Böðvarssonar og Co á Akranesi,
en Sturlaugur sagði eftirfarandi
um niðursuðu þeirra á Akranesi:
— Við suðum niður talsvert í
sumar af hrognum fyrir erlend-
an markað. Fyrir innlendan mark
að vinnum við aðallega fiski-
bollur og fiskbúðin.
Við unnum allt fram undir jól,
en byrjum aftur mjög fljótlega
á niðursuðu hrogna og lifurs fyr
Framhald á bls. 22
in væru engan veginn undir það
búin að mæta auknum fjölda sum
argesta. í sambandi við ummæli
forstjóra ferðamálará'ðs í Mbl. í
gær um 12-25% lækkun á hótel-
verði miðað við erlendan gjald-
eyri sagði Geir, að sér kæmu þau
á óvart, því að hótel í Reykja-
vík önnur en Saga, Borg og Hót-
ei Holt hefðu óbreytt verð í er-
lendum gjaldeyri frá því í fyvra
og sama væri að segja um gisti-
húsin, sem Ferðaskrifstofa ríkis-
ins rekur í skólum úti á landi.
Framhald á bls. 23
Gtfðnr línuafll
hjd Akranes-
bótum
Akranesi 9. janúar
UM 12 bátar eru nú byrjaðir
róðra frá Akranesi. 6 af þessum
fiskibátum, sem allir róa með
linu, komu að landi í gærkvöld.
Afli var frá 5-8 lestir af væn-
um fiski. Sjóveður hefur veri'ð á-
gætt að undanförnu, en frétzt hetf
ur að afli sé betri á línu vestiu-
í Víkurál, eða allt upp í 14 lestir
í róðri.
Vélskipið Hofsjökull hefur
hlaðið hér í gær og dag rúmlega
330 lestir af hvalkjöti frá Heima
skaga h.f. Hvalur h.f. selur kjöt
þetta á brezkan markað og er nú
lítið eftir ófarið úr landi af fyrra
árs kjötframleiðslu. — H.J.Þ.
9 tilboð í
Moríu Júlíu
TILBOÐ hafa nú verið opnuð í
varðskipið Maríu Júlíu og bámst
alls 9 tilboð. Hæsta tilboðið hljóð
aði upp á 3,5 milljónir og var
það frá Patreksfirði. Tilboðin ern
nú í athugun hjá viðkomandi að-
ilum.
„Nú fyrst getum viö framleitt til út-
flutnings verösins vegna“
— niðursuðuverksmiðjur að hefja störf aftur eftir nokkurt hlé