Morgunblaðið - 19.01.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup:
Hljómur kirkjuklukkunnar
„Sunnudagsmorgunn“ heitir kvæði eft
ir Nínu Björk Árnadóttur:
Litla stund
hafa göturnar sofið.
Dapur er hljómur kirkjuklukkunnar.
Silfurgrá birtan
heilsar gluggum húsanna
hei'lsar dögg í görðum
og einmana trjám
heilsar mönnum sem hikandi
líta henni mót.
Dapur er hljómur kirkjuklukkunnar.
Ég veit ekki, af hverju klukkurnar
hljóma dapurlega í eyrum skáldkon-
unnar. Sennilega af því, að morguninn
er allur þungur, hinn skammi, óværi
svefn götunnar situr enn með drunga
aínum í þeirri gráu birtu, sem heilsar
dögginni án þess að geta gert hana glað-
lega, heilsar trjánum án þess að geta
létt af þeim svip einmanaleikans, heils-
a'r mönnunum án þess að fá nokkurt
vakandi andsvar í augum þeirra.
En skáldið hefur samt heyrt í kirkju-
klukkum þennan dapurlega morgunn.
Annars er klukknahljómur ekki áber-
andi í Reykjavík á sunnudagsmorgnum.
Klukkur kirknanna hér í borg eru ekki
mjög hljómsterkar og sumar kirkjur
eiga engar klukkur. Qg hér eru söfn-
uðir, sem eiga enga kirkju. Og það er
heldur ekki síður hér að hringja ýkja
snemma til 'helgra tíða. En ómur hins
vígða málms, ýmist veikur eða sterkur,
vekur mörgum bjartar og hlýjar kennd-
ir. í>að hefur hann gert um aldir. Hann
hefur fleygað sig gegnum gráma hvers-
dagsleikans, hann 'hefur rofið drunga
dapurleikans og gert allan heiminn hýr-
ari á svip. Hann bar boð um hvild og
frið og helgi. Hann hefur snert þann
streng í sál, sem ei'lífðin leitar og vill
samstilla sér.
Önnur skáldkona, Emma Hansen, seg-
ir:
Helgar klukkur kalla,
komið, biðjið, trúið,
gleðjist, börn í Guði,
grát í fögnuð snúið.
Mál klukknanna hefur minnt á það
orð, sem sigrar sorg og kvíða og getur
látið lífið brosa gegnum öll sín tár.
Ég leyfi mér að vitna í eina konu
enn. Hún rifjar upp bernskuminningu,
sem er tengd lítilli kirkju í afskekktri
sveit, og segir:
„Þegar ég heyrði klukknahringing-
una á Hjaltastað, var eins og það losn-
aði af mér álagahamur. Og svo hófst
orgelslátturinn og kirkjusöngurinn. Þá
opnaðist sál mín. Ég varð á einhvern
hátt frjálsari, skildi allt betur og gleð-
in fýllti hjarta miitt. Sumir tala um end-
urfæðingu. Ég held að ég hafi endur-
fæðzt barn að aldri þennan eftirminni-
lega dag í kirkjunni á Hjaltastað".
(Margrét R. Halldórsdóttir í bókinni
Fimm konur).
Höfundi þessara orða gæti aldrei þóitt
hljómur kirkjuklukkunnar dapur. Hún
mundi skynja það, að jafnvel lík'hring-
ing er ekki sorgarslagur. Þótt hún. sé
engin tilraun til þess að hjúpa stað-
reynd tregans og harmsins, þá er hún
fyrst og fremst eins og hver kristinn
ómur, boðberi lífs og sigurs, ljóss og
friðar.
Kirkjuklukkan hefur frá öndverðu
átt að bera boð um það, að Drottinn
Kristur er í nánd. Það hefur löngum
verið siður að kunngjöra komu eða ná-
vist konungs með sérstökum hætti, t.d.
með lúðrahljómi. Eins var vakin at-
hygli á því, er flytja skyldi í heyr-
anda hljóði konungsboðskap. Gjarnan
er bjöillu hringt, þegar óskað etr hljóðs
á fundi. Klukkur og bjöllur hafa ver-
ið notaðar við heilgar athafnir víðar
en í kristninni. En í kristnum sið hefur
hlutverk klukkunnar frá öndverðu ver-
ið það að boða nánd konungsins Krists
og kalla til fundar við hann. Hverju
sinni sem sá ómur barst að eyrum átti
hann að segja: Drottinn þinn vill finna
þig. Minnstu þess, að þú ert þegn í
ríki hans. Gef honum h'ljóð, lát hann
fá áheyrn, leyf honum að blessa þig.
Þannig hafa helgar klukkur kallað.
Þegar ómar þeirra tóku fryst að ber-
ast út í bláa heiðið og gegnum skýin yf-
lr íslandi, þá var það merki þess, að
hinn sigrandi, himneski konungur kross-
ins og upprisunnar var farinn að nema
landið undir sín yfirráð. Og skáldþjóð-
trúarinnar, sem oft voru djúpsæ og
margvís sögðu: Óvættir og myrkravöld
hræðast klukknahljóðið, því að sá hljóm
ur boðar það, að hann, sem er ofjarl
allra illra va’lda, er í nánd. Skessum
og skaðræðismögnum þótti það dapur
hljómur sem von var. Sumt í þjóðsög-
um, sem virðast má barnalegur skáld-
skapur, býr yfir djúpri vizku, þegar
nánar er að gáð. Tröllkonan, sem for-
mælir kirkjunni og ætilar að mola hana
með hrammi sínum, af því að klukku
er hringt rétt á því andartaki sem skess-
an er að grípa mannnin, sem hún ætlar
að láta í pottinn sinn, hún er næsta
raunsönn mynd af ýmsum voldugum
stefnum, s em viija knosa kirkjuna,
vegna þess að sú mannssál, sú mennska,
sem þar leitar skjó'ls, verður ekki hillt
í björg, ekki seidd í tröllahendur ekki
fituð í fúlum helli til þess að alræði og
ofstopi og tröllsleg blindni geti gert
hana að mat sínum.
Klukkan boðar það, að alvaldur kon-
ungur kærleikans er í nánd og vill
vera þinn. Kirkjan kal’lar í hans nafni
með hljómi hennar. Því að hún á að
flytja þér hans orð, vekja þér bænar-
anda, tilbeiðsluhug og helga vaxtarþrá.
Hún á að vera tæki hins góða Guðs
í baráttu hans við öfl myrkursins í þess-
um heimi, við allt, sem er Ijósfælið og
skuggalegt. Hún á að vera þér styrk-
ur og verja gegn öllu, sem vifll þér
mein og lokkar ofan í móti í klungur
og ótræði. Hún á að vinna bug á öllu,
sem er dapurlegt og bregða birtu rís-
andi morguns yfir öll dægrabrigði lífs
þíns.
Klukkan kallar i dag. Heyrir þú?
Hvað heyrir þú?
Látum enn eitit skáld hafa síðasta orð-
ið hér að þessu sinni, Einar Ólaf Sveins
son:
Klukkna ómur
kveður við.
Gef mér, hljómur,
hjartafrið.
Sigurbjörn Einarsson.
VAXANDI
BÓKAKOSTUR
■ r
tæknibókasafns IMSI
IÐNAÐARMÁLASTOFNÚN ís-
lands vill vekja athygli á Tækni-
toókasafni IMSÍ.
Á síðastliðniu ári bættust um
350 toækur í safnið, og eru þá um
5000 bækur í safninu, er fjalla
nn framleiðslu, hagnýt vísindi,
verkfræði og viðskipti. Að auki
Ikoma um 200 viðskipta- og
tæknitímarit í safnið. Þá eru í
safninu viðs'kipta- og verzlunar-
skrár um 20 landa.
Safnið á staðla frá 6 löndum
og fær 5 tímarit um stöðkinar-
mál.
Nýlega var gefin út endurnýj-
uð útgáfa af bókaskrá.
í inngangi að bókaskránni er
f jallað um almennar upplýsingar
og leiðbeiningar um not-kun
Tæknilbókasafnsins og skráningu
toóka. í bók-askránni eru toækur
safnsins flokkaðar eftir UDC-
tugakerfi t-il hægðarauka við að
leita að bókaflokkk-um.
Safnið er opið all-a virka daga
kl. 13—19, nema laugardaga kl.
13—15 (lokað laugarda-ga 1. maí
— 1. okt.).
(Fréttatilkynning frá IMSÍ).
Philip prins
umdeildur enn
Londlon 17. jan. — AP
PHILIP prins, eiginmaður Breta
drottningar, hefur rétt einu sinni
orðið umræðuefni í brezkum
blöðum. Að þessu sinni fyrir að
aðstoða þrjá stúdenta frá Biafra.
Málavextir eru þeir að prinsinn
hafði forgöngu um það, sem rekt
or Edinborgar háskóla, að fjár-
söfnun var hafin til að hjálpa
þremur stúdentum frá Biafra til
að halda áfram námi. Talsmaður
Buckingham-hallar staðfesti, að
prinsinn hefði sjálfur látið nokk-
uð fé af hendi rakna, en vildi
ekki segja hversu mikið.
Stúdentarnir þrír, sem stunda
nám í skurðlækningum, segjast
ót-tast að hverfa aftiur til BiaiEra
og ljúka námi sínu þar, en stjórn
in í La-gos m-u-n Ihafa g-efið úit yf-
iriýsingiu þar sem húin bveðst
ábyrgjasit öryggi þeirra.
Enn eigna þeir sér
Leif Eiríksson
FYRIR jólin fékk heildsölufyrir-
tæki eitt hér í borginni senda
Olíutankur 1
Sandgerði
sprungu
BRUNAÚTKALL var í Sand-
gerði í s.l. viku að litlum
olíutönkum, er tilheyra eign
Guðmundar Jónssonar á Rafn-
kelsstöðum. Voru þeir að mestu
tengdir inn á vörubílastöðina og
hafnarvigtarsvæðið. Olía hafði
stirðnað í leiðslum, og var tekið
það ráð að ylja hana upp til
þess að koma í veg fyrir að
hún frysi.
Afleiðingarnar urðu þá þær,
að tankarnir spnungu, og kom
slökkviliðið s'kjótt á vettvang, og
gat slÖkkt með froðu.
jólakveðju frá einu viðskipta-
fyrirtæki sínu á Norðurlöndum.
Jólakveðjunni fylgdi smákver,
sem ritað er á ensku af Willy
Breinholst, og ber heitið „Scand-
inavian vikings of to day“. í
bæklingi þessum er m.a. komizt
að orði á þessa leið á fyrstu blað
síðunni:
„392 árum áður en Kolumbus
frelsaði Indíána lenti framtaks-
samur norskur víkingur að nafni
Leifur heppni með 36 manna
skipshöfn sinni í Latorador.
Nefndi hann landið Helluland.
(The land of the flat rocks). Síð-
an hélt hann áfram rannsóknar-
ferð sinni til New Foundland og
Nova Scotia.
Nokkrum árum síðar sigldi
annar skandinavískur könnuður
og víkingur, Þorfinnur Karls-
efni, upp Hudsonflóa á þremur
skipum og með 160 menn. Hann
nam þar land og stofnaði fyrsta
Einu vopnin, sem sænskir og danskir og norskir nútíma-víkingar
bera við matborðið, sem er þeim mjög kært, eru hnífur og gaffall'
amerísk-skandina-víska innflutn-
ings- og útflutningsfyrirtæki
heimsins. Þorfinnur dvaldi í
þrjú ár í Ameríku, þar sem Guð-
ríður kona hans fæddi honum
son, sem var skírður Snorri.
Þannig var fyrsta h-víta barnið,
sem fæddist á meginlandi Amer-
íku sonur kjarkmikils sjómanns
frá Skandinavíu“.
Enda þótt þessi bæklingur sé
skrifaður í gamansömum tón, er
ástæðulaust að láta hann fram
hjá sér fará án þess að vekja at-
hygli á hinni mjög svo ófull-
komnu sagnfræði hans. Færi vel
á því að norræna nefndin, sem
ennþá mun vinna að því að sam-
ræma skólatoækur á Norðurlönd-
um, fengi hana til athugunar.
PASKAFERDIR ÚTSÝNAR 7969
Sólarströnd Spánar —
Torremolinos Kanaríeyjar — Tenerife
Brottför 28. marz — . Brottför 28-marz -
Verð frá kr. 27.500,00.
Skíðaferð til Lech
í Austurríki 1 f' Ferðaskrifstofan
Brottför 24. janúar — . ÚTSÝN
fáein sæti laus. ~4m§ami — -«-