Morgunblaðið - 19.01.1969, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
Sími 22-0-22
Rauðarárstíg 31
1-44-44
Hverfisijötu 103.
Simi eftir lokun 31164.
MAGIMÚSAR
4kipholii21 símar21190
eftir lokun stmi 40381
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDUM
SÍMI 8-23-47
Norræn
bókasýning
Aðeins 8 dagar eftir.
Kaffistofan opin daglega kl
10—22. Um 30 norræn dagblöð
liggja frammi.
Norræna Húsið
LátiS ekki dragast að athuga
bremsumar, séu þær ekki
lagi. — Fullkomin bremsu
þjónusta.
Stilling
Skeíf*n 11 . Símj 31340
BIFREIÐUDIIR
ATHUGIÐ
Ronson gas-
lampinn leysir
óteljandi verk-
efni. Handhæg
ur lóðlampi og
þýðir frosnar
læsingar á bíl-
um. Ef brems-
urnar frjósa þá
er ekkert hent
ugra en Rons-
on gaslampinn
Leysir einnig
fjölmörg önn-
ur verkefni
inni og úti
Fæst víða.
Einkaumboð:
I Guðmundsson & Co. hf.
Hverfisgötu 89, Reykjavík.
f Skörungsskapur viS
dusilmenni
Björgólfur skrifar:
Heill og sæll Velvakandi góður.
Mikið væri ég feginn, ef þú
komir þessum tillögum mínum á
framfæri.
Svo er mál með vexti, að mér
þykir yfirvöld landsins ekki sýna
nógan skörungsskap I viðskiptum
sínum við dusilmenni þau er vaða
uppi hér í bænum.
Hér á ég náttúrulega við róna,
þjófa og þessháttar mismdisfólk,
sem öllum er til skaða. Ég vil
að tekinn verði upp sá háttur
að birta nöfn þjófa og nauðgara
X blöðum og útvarpi.
Þá finnst mér að tilvalið væri
að ríki eða viðkomandi bæjarfé-
lag safnaði saman rónum og pillu
ætum þeim er tiltækur væru og
settu slíkt fólk í vinnubúðir, þar
sem það fengi góða aðbúð, og
gæti unnið að hagnýttum störfum
meðan á afvötnuninni stæði.
Þetta kunna að Þykja harðir
kostir, en ég er til viðtals um
hverskonar úrbætur í þessum efti
um, nú á þessum síðustu og verstu
tímum, gæti þetta komið sér vel.
Blessaður: Björgólfur.
§ Ekki eins auðleyst og
fólk heldur
Kópavogur 8. janúar,
Hr. Velvakandi,
Margir skrifa yður til að láta
I ljós álit sitt á hinum og þess-
um málefnum, og ætla ég einnig
að gera það hér og vona að ég
hljóti góðar undirtektir.
Margt hefur verið ritað og rætt
um Biafra undanfarið, og er að
sjá svo að það sé einróma álit
almennings að það þurfi að safna
fé og kaupa mat til hjálpar hin
um bágstöddu £ Biafra, og hafa
komið margar tillögur um hvern
ig skuli safna eða afla fjárins,
t.d. að láta skáta ganga I hús
og safna, eða þá að ýmiss kon-
ar hjálpar- og menningarmála-
stofnanir taki á móti fjár- og
matar og fataframlögum. En mál
ið er nú bara ekki svo auðleyst
eins og fólk heldur. Þegar skátar
ganga í hús þá er þeim á flest-
um stöðum tekið vel, en yfirieitt
er árangurihn fremur lítill, og
ég geri fastlega ráð fyrir að það
myndu £ mesta lagi safnast svona
um það bil 5—8 millj. með þeim
hætti, en hvað er að? Það myndi
verða eins og dropi í hafið, því
að þegar hungursneyðin er orðin
eins gífurleg og nú, þá þarf
eitthvað meira.
Enn minna mundi safnast ef
góðgerðastofnanir og dagblöðin
færu að taka á móti framlögum,
því yfirleitt er fólk ekki að ó-
maka sig mikið þó að nokkrir
svertingjar i svörtustu Afríku
svelti, eins og ég hef heyrt marga
komast að orði. En allir eru sam-
mála um að eitthvað þurfi að
gera, og það fljótt. Og flestir
eru sammála um einn hlut, og
það er að einhverjir geri það.
En hverjir? Það er nefnilega
Það Ég legg til fyrir mitt leyti
að allir þeir sem hafa skrifað
og talað um að eitthvað þyrfti
að gera, safnist saman einhvers-
staðar þar sem það hlýtur að
vera að minnsta kosti til einn
salareigandi sem mundi kannski
lána húsakynni sín til þessara af-
nota. (Ef esnginn gefur sig
fram lýsir það þá sennilega vilja
íslendinga til að hjálpa bág-
stöddum). Og nú spyrja senni-
lega einhverjir.
0 Hvað á fólkið að gera?
Hvað á fólkið að gera fyrst
þú segir að þetta sé allt von-
laust? Áður en ég fcem með til-
lögu mína langar mig fyrst til
að drepa örlítið á hvemig eðli
flestra manna er í sambandi við
peninga. Flestir eru ekki gefnir
fyrir að gefa peninga í burt eða
láta þá í vafasöm fyrirtæki eins
og að gefa fjárhæðir til bláókunn
ugra þjóða langt í burtu, til þess
að næra þessar þjóðir og fita,
þar sem á næsta augnabliki eru
þeir kannski étnir af óvinunum
og myrtir unnvörpum. Aftir á
móti er fólk viljugra að láta pen
inga (ef það hefur einhverja), í
fyrirtæki sem öruggt er að ekki
komi nein skakkaföll fyrir, t.d.
iðnfyritæki, vezlunar eða eitthvað
svoleiðis. Það er einmitt mergur
inn málsins. Ég legg til að á þess
um fundi verði stofnað félag til
hjálpar bágstöddum þjóðum, þ.e.
a.s. að þetta félag hafi örugga
tekjulind.
Hvernig tekjulind? Jú, ég legg
til að allir íslendingar leggist á
sem einn maður um að safna 200
millj. króna. Ég skal koma að
því seinna hvernig safna eigi þess
ari fjárhæð.
^ Arður til hjálpar
bágstöddum
Þessir peningar skulu svo látn
ir í eitthvert þjóðþrifafyrirtæki,
t.d. skuttogara, iðnaðarfyrirtæki
eða eitthvað þvíumhkt. Það þarf
bara að hafa einn kost til að
bera, og það er að gefa arð.
Þessi arður mundi svo verða not
aður til hjálpar bágstöddum, en
ég er hræddur um að þvi miður
komi hann ekki til hjálpar í Bi
afra, því að þá verða Nígeríu-
menn sennilega búnir að koma
ættstofni Biaframanna fyrir katt-
amef.
En það er nóg af verkefnum
út um allan heim, því að það er
á mörgum stöðum sem fólk líður
hörmungar og mun gera um fram
tíð.
Hvað græðum við íselndingar á
að leggja út í sUkt fyrirtæki kann
einhver að spyrja. Ég ætla að
telja upp svoHtið:
Segjum að smíðaður verði skut
togari.
Vinna við smíði skipsins myndi
skapa mörgum mönnum atvinnu.
Sjómenn (að visu fáir) fengju
atvirmu á skipinu.
ÁUt íslendinga mundi stórauk
ast út um allan hinn siðmentaða-
heim, og öeiri fengju áhuga á
landi og þjóð, okkur I hag (við-
skipti t.d.)
Hægt væri að taka einhvem
hluta teknanna t.d. 25 prs. og láta
í sjóð sem eingöngu væri ætlaður
til nota á íslandi ef eitthvað
Bókhold — reikningsskil
- SKATTAFRAMTÖL -
Þýðingar úr og á ensku.
Sigfús Kr. Gunnlaugsson cand. oecon,
löggiltur dómtúl/kur og skjalaþýðandi.
Skrifstofa Laugavegi 18, III. hæð — Simi 21620.
DTSALA
Okkar árlega útsala stendur enn i þrjá daga
BRJÓSTAHÖLD, UNDIRFA TNAÐUR, SOKKAR
MJAÐMABELTI, einnig stór númer
NOTIÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI
Laugavegi 26.
kæmi fyrir t.d. náttúruhamfarir.
Tekjur sUks fyrirtækis mundu
sennilega verða um 10—20 millj.
og þar með væri hægt að hætta
að eyða tíma og fleiru í að vena
að safna 1 hvert skipti sem efti-
hversstaðar eru hörmungar.
Hvernig á nú að afla pening-
anna vinurinn? Ég vil taka það
fram, að þetta er aðeins hægt
með því að öll þjóðin standi að
þessu.
Peninganna verður að afla með
al þjóðarinnar, og álit ég að þar
geti ríkisvaldið komið að gagni.
Ekki með því að taka af skött-
um, heldur með því að borga
kaup nokkurra manna um nokkra
mánaða skeið.
Tillagan er þannig að þessir
menn fái það verkefni að vinna
hjá mjög vinsælU stofnun, þ.e.a.s.
Skattstofu Ríkisins. Þeir reikna
fyrst út hvað mörg prósent þurfl.
að leggja á í viðbót við skatta
fólksins þannig að út komi rúm-
lega 200 miUjónir. Þessi auka-
skattur verður ekki borgaður eins
og hinir, heldur fái menn upp-
lýsingar um það á skattseðlinum
hvað væri mátulega að þeir borg
uðu í þetta trausta fyrirtæíkl.
Legg ég einndg til að fyrln-
tæki fái upplýsingar um hvað þau
gætu borgað miðað við tekjur,
og er sannfærður um að undir-
tektir mundu verða í þá ártJt að
þetta verði sannkallað þjóðarfyrir
tæki.
Ef þetta yrði gert, þá værl
búið að afla peninganma um þetta
leyti árs 1970, byrjað yrði að
smíða eða byggja fyrirtæki sama
ár, það yrði tilbúið 1971—73, og
gæfi arð 1974. Þetta eru allt á-
gizkanir, en samt er hægt að reiða
sig nokkuð á þetta.
Einnig væri hægt að hafa þetta
hlutafyrirtæki að því leyti að þeir
sem legðu fram fé, hefðu at-
kvæðisrétt um það út í hvaða
fyrirtæki yrði lagt, og hvert skyldi
ráðstafa ágóðanum.
Einnig mætti nota þá fjáröflun
araðferð að allir þeir sem bera
velferð hinna vanþróuðu þjóða
fyrir brjósti, sameinuðust um að
ganga í hús og safna.
0 Fyrir þá sem virkilega
vilja hjálpa
Ég er viss um það að þessi
hugmynd nær fram að ganga ef
fólk sameinast undir þv£ merki
að þetta takizt, því þetta er eins
og fyrr segir spor I rétta átt
að verða menntaðri en aðrir að
því leyti að geta hjálpað lítilmagn
andi gegn hinum andlega van-
þróuðu þjóðum sem halda styrj-
öldum við, og er þar gott dæmi
að sjá í Biafra, þar sem stóc-
þjóðir eins og Bretar og Rússar
eru að tjaldabaki þjóðarmorðinu
á Biaframönnum, en lítii þjóð sem
tslendingar getur ekkert gert,
varla að hjálpa þeim með mat,
því að sjálfir eru íslendingar
varla sjálfum sér nógir, eins og
fram hefur komið.
Þetta er ágætt, kann einhver að
segja, farðu þá og gerðu þetta,
en þar skjátlast honum illilega,
því að þetta er aðeins tillaga
fyrir þá sem hafa virkilegan á-
huga á að hjálpa hinum smáu,
og þar að auki er ég varla nógu
gamall til að vera að þenja mig
svona, því að hinir fullorðnu vilja
meina að unglingar eigi ekki að
vera að þenja sig neitt, heldur
halda sér saman þangað til þeir
eru nógu stórir til að halda styrj-
öldum við.
Auðvitað er það satt að sumir
unglingar ættu að hafa sig hljóða,
að minnsta kosti þeir sem eru
með ofstopa vegna stjórnmála-
skoðana. 200.000.000 er mikið fé
en margt smátt gerir eitt stórt
Nemandi".
*