Morgunblaðið - 19.01.1969, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
Umdeildur forseti kveður
Þegar Johnson heimsótti ísl and í september 1963.
JOHNSON forseti lætur af
embætti sannfærður um að fá
veglegan sess 1 sögunni. En
deilurnar um hann hljóðna ekki
þegar hann hverfur af sjónar-
sviðinu. Fyrst í stað verður
dómur sögunnar að öllum lik-
Glasshoro-fundurinn 1967
Kosygin og Johnson.
indum harður. Þegar frá líður
getur hann mildazt. Afleiðing-
ar styrjaldarinnar í Vietnam
liggja ekki ljósar fyrir fyrr en
að nokkrum árum liðnum.
Nokkur þeirra umbótamála sem
hann hefur beitt sér fyrir, geta
valdið tímamótum. Persónuleg-
ir gallar hans verða ekki tald-
ir eins mikilvægir og nú að
nokkrum áratugum liðnum.
'Þrátt fyrir mikil vonbrigðv
sem Johnson hefur orðið fyrir
á fimm ára embættisferli, kveð
ur hann Washington með sökn
uði. Þótt honum hafi ekki orð
ið að þeirri ósk sinni að öðlast
traust þjóðarinnar, er hann
sannfærður um að sagnfræðing
ar framtíðarinnar minnist hans
með virðingu. Þrátt fyrir marga
ósigra minnist hann margra
sigra, sem hann hefur unnið á
Þjóðþinginu, bæði í forsetaem-
bættinu og á löngum þingmanns
ferli. A því leikur enginn vafi,
að hann hefði helzt kosið að
gegna forsetaembættinu í fjög-
ur ár til viðbótar, og hann er
sannfærður um, að á þeim tíma
hefði honum tekizt að leysa
Vietnam-deiluna.
Johnsons verður fyrst og
fremst minnst vegna Vietnam-
deilunnar, og þess vegnahalda
deiliurnar um hann áíram. Styrj
öldin hefur eytt kröftum þjóð-
arinnar og dreift athygli leið-
toganna. Vegna hennar hefur
hann sætt harðari gagnrýni en
flestir aðrir forsetar Bandaríkj
anna, jafnvel af hálfu þeirra
sem voru að öðru leyti sammála
stefnu hans. En ekki sízt hefur
hann sætt gagnrýni unga fólká
ins, blökkumanna, mennta-
uianna og hinna vaxandi milli-
stétta, fólks sem hlotið hefur
góða menntun, og býr við góð
lífskjör. Hann var slitinn úr
tengslum við nýja kynslóð, nýj
ar stéttir og nýjan tíma.
TEXASBÚI
Forsetinn var upprunninn úr
allt öðrum jarðvegi. Hann er
Texasbúi í húð og hár og mót-
aðist af ástandi kreppuáranna.
Þjóðfélagslegar breytingar í
Bandaríkjunum hafa verið svo
örar, að þær eru mörgum ó-
skiljanlegar. Margir vita ekki
hvernig þeir eiga að bregðast
við þeim, og Johnson var einn
þeirra. Stundum skildi hann tíð
arandann, eins og þegar hann
ávarpaði Þjóðþingið eftir at-
burðina í Selma og gerði ein-
kunnarorð blökkumanna að sín
um. Sú ræða hafði mikil áhrif,
og mörg þeirra lagafrumvarpa,
sem hann beitti sér fyrir, báru
vott um, að hann leitaði að nýj-
um svörum. En oft voru svör-
in þrjátíu árum á eftir tíman-
um, mótuð af gömlum viðhorf-
um og ekki vænleg til aðvekja
traust. Johnson minnti þjóðina
á kennara og prédikara, og töl
ur voru einn helzti mælikvarði
hans á það sem áunnizt hafði.
Slíkt var ekki nóg, og honum
tókst aldrei að vekja hrifningu.
Þegar andstaðan gegn honum
magnaðist, komst hann æ meir í
varnarstöðu. Störf hans mótuð
ust af pukri og tortryggni, og
hann var tortryggður á móti.
Johnson reyndi að tryggja
sem víðtækasta samstöðu um
stefnumál sín, en svo fór að
lokum að hann gat ekki einu
sinni tryggt samstöðu á sínum
eigin flokki. Hann reyndi með
góðum árangri að binda enda-
hnútinn á nýskiptingarstefnu
Franklin Roosevelts, en í lok
embættistíma hans var þjóðin
sundruð. Stétt stendur á móti
stétt, og spennan í sambúð kyn
þáttanna hefur magnazt. John-
son sigraði í forsetakosningun
um 1964 með mesta meirihlu'ta
í sögu Bandaríkjanna en að
lokum varð hann að játa, að
hann yrði að afsal sér völd-
um í þágu friðar og þjóðarein-
ingar.
LAGABÁLKAR
Algengasti mæli'kvarði á
störf forseta eru setning mikil-
vægra laga, og á því sviði varð
stjórn Johnsons mikið ágengt.
Eftir langa og erfiða baráttu
tókst að knýja í gegnum Þjóð-
þingið lög um sjúkrasamlög, al
mannatryggingar og framlög til
menntamála. Samþykkt voru
þrjú mannréttindalög sem
gengu lengra en allt sem gert
'hafði verið í þágu blökku-
rnanna .frá því í þrælastríðinu.
Nokkur lög um endurnýjun fá-
tækrahverfa og vernd neytenda
voru stórt skref í framfaraátt.
Ýmsar ráðstafanir til baráttu
gegn fátækt mörkuðu tímamót,
þótt um framkvæmd þeirra
megi deila. í utanríkismálum
skyggði hin átakanlega styrj-
öld í Vietnam á mikilvæg af-
rek. Þeirra markverðust voru
samningar við Rússa og upp-
haf þróunar, er gæti leitt til
raunhæfs eftirlits með vopna-
búnaði. Fundurinn með Alexei
Kosygin í Glassbore ýtti undir
þessa þróun.
En þótt mndarlegt megi virð-
ast, eru störf stjórnarinnar bæði
í innanríkismálum og utanríkis
málum einhvern veginn ófull-
nægjandi og villandi, þrátt fyr
ir ótal lagafrumvörp og millj-
arða dollara sem veitt hefur
verið til framgangs góðum mark
miðum. Johnson átti tvívegi3
snurðulaust samstarf við Þjóð-
þingið: fyrst eftir morðið á
John F. Kennedy og síðan eftir
hinn mikla sigur í forsetakosn-
ingunum 1964. En vegna tíðar-
andans er slíkur mælikvarði
ekki einhlítur. Nútímastjórnmál
'krefjast þess af stjórnmála-
'mönnum, að þeir njóti stöðugr
'ar almenningshylli, ef störf
þeirra eiga að hafa nokkurt
'gildi, hvort sem um kosninga-
fer er að ræða eða ekki. John-
ison fékk það orð, sem fer af
'honum, og lærði starf sitt í Tex
?as. Þár ræður einn flokkur lög
'um og lofum og klíkur berjast
'um völd og áhrif. Hann mótað-
Ist á tíma, sem er löngu liðinn,
fog innan þröngra veggja Þjóð-
fþingsins. Hann var illa búinn
'undir það að stíga fram á hinn
Stóra og glundroðakennda vett
fvang landsmála og heimsmála.
f
„HIÐ MIKLA ÞJÓÐFÉLAG"
f Á fyrstu árum forsetatíðar
fhans skipti þessi vöntun litlu
fmáli. Eftir morð Kennedya
^þurfti þjóðin á sameiningar-
'tákni að halda. Síðan þurfti
’hún ábyrgan leiðtoga til þess
'að vega upp á móti Goldwat-
'er. Johnson misskildi þetta
’þannig, að hann nyti víðtæks
'stuðnings og jafnvel þeirrar
'ástúðar sem hann þráði. Hann
'gerði sér grein fyrir því, að
’hann þurfti að blása þjóðina
'andagift og hvetja hana til
'dáða, en tókst það ekki. Nokkr
'um mánuðum eftir að hann sett
ist í forsetastól fór hann leið-
ina til „hins mikla þjóðfé-
lags“ og brýndi fyrir henni að
nota „auðlegð sína til þess að
auðga og götfga þjóðlíf okkar
og auka kosti bandarískrar sið
menningar.“ Nokkrum árum síð
ar var Mikla þjóðfélagið horf-
ið úr orðaforða forsetans, og
Riehard Goodwin, sem samið
hafði ræðuna, var horfinn úr
Hvíta húsinu. Margir aðrir gáf
aðir menntamenn fóru sömu
leið. Johnson tók alltaf opin-
ber mál persónulega, og hann
átti sífellt erfiðara með að þola
gagnrýni. Æ fleiri menntamenn
gagnrýndu hann óvægilega og
af miklu offorsi og jafnvel ör-
yggisleysi og minnimáttarkennd
er eiga rót sína að rekja til
Johnson-hjónin og Ásgeir Ásgeirsson fyrrum forseti.
Johnson er hann flutti síðustu ræðu sína til Þjóðþingsins um ástand og horfur í mál-
um rikisins fyrir nokkrum dög- um.