Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 18
18
MORGUNBijAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
Minning:
Jón Ólason fv. verk-
stjóri frá Seyðisfirði
ÞANN 10. þ.m. andaðist á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkurborgar
Jón Ólason ív. verkstjóri Irá
Seyðisfirði.
Jón hafði átt við vanheilsu að
stríða að undanförnu. — Kom
hér suður og lagðist inn á Landa
kotsspítala til rannsóknar. Var
hann kcupninn að því að snúa
aftur heim til Seyðisfjarðar, þeg-
ar honum versnaði skyndilega og
varð hann að leggjast aftur inn
t
Eiginmaður minn, fyrrverandi
bóndi að Ytri Torfustöðum í
Miðfirði,
Gunnlaugur
Pétur Sigurbjörnsson,
lézt í sjúkrahúsi Akraness
fimmtdaginn 16. þ.m.
Kveðjuathöfn og jarðarför
auglýst síðar.
Soffía Jensdéttir.
t
Bróðir okkar
Carl Otto Anderson
andaðist 3, jan. 1969 í West
Palm Beach Florida.
Fyrir hönd fjarverandi eigin-
konu og dóttur.
Axel Aandersen,
Axel Andersen,
Hclga Andersen,
Alma Leifsson.
t
Anna Jónsdóttir
frá Hvammi í Norðurárdal,
sem lézt í Elliheimilinu Grund
16. jan. verður jarðsett þriðju-
daginn 21. jan. frá Fossvogs-
kirkju kl. 15.
Vandamenn.
t
Móðir mín
Hildur Jóhannesdóttir
verður jar’ðsett frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 21. janú-
ar. Athöfnin hefst klukkan
13.30.
Fyrir hönd ættingjanna.
Páll H. Pálsson.
t
Eiginkona mín,
Ingibjörg Úlvarsdóttir
frá Fljótsdal,
Dalbraut 1,
verður jarðsungin þriðjudag-
inn 21. þ.m. frá Fossvogs-
kirkju kl. 10.30 f.h.
Blóm vinsamlegast afþökk-
uð, en þeim sem vildu minn-
ast hennar er bent á líknar-
stofnanir.
Guðjón Þorgeirsson.
á sjúkrahús og átti hann ekki
afturkvæmt þaðan.
Með Jóni Ólasyni er fallinn í
valinn sérstakur maður. Ágætur
fulltrúi hinnar eldri kynslóðar,
sem kynnzt hafði erfiðum tímum
þjóðarinnar áður fyrr. Jón öðl-
aðist því dýrmæta lífsreynslu,
enda voru ráð hans og heilbrigð-
ar skoðanir eftir þvL
Ég, sem þessar línur rita,
kynntist Jóni mjög náið og tókst
með okkur góð vinátta. — Hann
var í mörg ár verkstjóri hjá mér
á Seyðisfirði, er ég hafði þar
með höndum atvinnurekstur.
Stjórnaði hann fyrir mig vinnu
við frystihús og síldarsöltun.
Þegar ég nú lít til baka til þess-
ara ára, er við Jón störfuðum
saman, koma í hug minn aðeins
góðar minningar. í starfi var
hann frábær maður. Samvizku-
semin, trúmennskan og ósér-
hlífnin einkenndu hann og öll
hans verk.
Jón hafði sérstaklega góðan
skilning á mikilvægi vöruvönd-
t
Fóstursystir mín og frænka
okkar
Valgerður Vigfúsdóttir
Bræðraborgarstíg 53,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 20.
þ.m. kl. 3.
Ólafía Sveinsdóttir,
Soffía Ólafsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir,
Jóhannes Ólafsson,
Dagmar Clansen,
Þórðnr Gnðmundsson.
t
Minningarathöfn um eigin-
mann minn,
Jón Ólason
frá Seyðisfirði,
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 20. janúar kl.
13.30.
Bergþóra Guðmundsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við amdiát
og jarðarför eiginmanns míns
og föður
Alberts Jónssonar.
Sigurlina Símonardóttir,
Lúðvíg B. Albertsson.
t
Hjartans þakkir til allra nær
og fjær er auðsýndu samúð
og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns,
Tómasar Ó. Jóhannssonar,
Njarðargötu 47.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Katrin Kjartansdóttir.
unar á útflutningsvörum vorum.
Kunni hann manna bezt til alls
konar fiskverkunar, enda stund-
aði hann bæði fiskveiðar og
verkun fisks mestan hluta ævi
sinnar.
Saltfiskverkun á Austurlandi
var hér fyrr á árum talin vera
hvað bezt á landinu og var salt-
fiskur verkaður á Austurlandi í
sérstöku áliti á erlendum mark-
aði. Ágæti Austfjarðafisksins
var að þakka tiltölulega fáum
vandvirkum mönnum, sem ’höfðu
skilning á því, hve vöruvöndun
er mikilvæg.
Þeim mönnum fækkar nú óð-
um, sem hér áttu hlut að máli
og er Jón Ólason einn í fremstu
röð þeirra manna, sem unnu
þetta þýðingarmikla þjóðþrifa
starf. Væri betur að þessar gömlu
dyggðir væru enn við lýði við
framleiðslu á útflutningsvörum
vorum.
Jón var afburða góður verk-
maður og fór allt vel úr hendi.
Engan mann hefi ég séð sýna
eins mikla leikni í því að fletja
fisk og jafnframt skila verkinu
svo sem bezt var á kosið.
Það var sama hvað horaum var
falið, allt bar vott um heiðar-
leik og trúmennsiku. Snyrti-
mennska í allri framkomu og
einnig í verkum hans einkenndu
t
Eiginkona mín,
Ingibjörg Úlfarsdóttir
frá Fljótsdal,
Dalbrant 1,
verður jarðsungin þriðjudag-
inn 21. þ.m. frá Fossvogskirkju
kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamleg-
ast afþökkuð en þeim sem
vildu minnast hennar er bent
á líknarstofnanir.
Guðjón Þorgeirsson.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda
samúð, við andlát og jóu-ðar-
för föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa
Jóns Kr. Magnússonar
Hafnargötu 47, Keflavík.
Synir, tengdadætur, börn
og bamabörn.
t
Þökkum af alhug, öllum þeim
sem sýndu okkur samúð við
andlát og jar'ðarför föður
okkar
Guðmundar Andréssonar
frá Ferjubakka.
Sérstakar þakkir viljum við
færa starfsfólki og vistmönn-
um á Hrafnistu fyrir velvilja
og hlýhug honum sýndan.
Böra, tengdaböra, baraaböra
og barnabarnabörn.
hann sérstaklega. Hann var vand
aður til orðs og æðis. Góðvild og
greiðvikni átti hann í rikum
mæli.
Jón var fæddur að Hrjót í
Hjaltastaðaþiraghá í Norður-Múla
sýslu hinn 8. september 1894 og
var því 74 ára gamall, er hann
dó. Foreldrar hans voru Stein-
unn Jónsdóttir og Óli Hallgríms-
son. Jón kvæntist hinn 25. júlí
árið 1931 Bergþóru Guðmunds-
dóttur frá Seyðisfirði, mikilli
myndarkonu. — Þau eignuðust
tvö börn, Steingrím búsettan á
Seyðisfirði og Nínu Heiðrúnu,
búsetta hér í Reykjavík.
Þau hjón bjuggu alla tíð á Seyð
isfirði, fyrst á Skálanesi við Seyð
isfjörð, en lengt af í Seyðisfjarð-
arkaupstað. Áttu þau þar fallegt
heimili, sem bar vott um snyrti-
mennsku beggja. — Þar var gott
að koina.
Minningarathöfn um Jón verð-
ur haldin í Fossvogskapellu
mánudaginn 20. þ. m. kl. 13,30.
Hann verður fluttur austur á
Seyðisfjörð og jarðsettur þar.
Nú þegar góðvinur minn Jón
Ólason er allur, vil ég þakka
honum alla vinsemdina fyrr og
síðar, samstarfið og tryggðina,
sem aldrei brást.
Konu hans, börnum og öðnum
ás’tvinum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Jónas Jónsson.
Þórhildur Jóhanns-
dóttir - Afmæliskveðja
1899 — 20. janúar 1969.
ÞANN dag fyrir réttum 70 ár-
um leit Þórhildur fyrst dagsins
ljós. Var það að Krossdal í
Kelduhverfi í S. Þingeyjarsýslu.
Þar sleit hún barnsskónum og
ólst upp í skjóli ástríkra for-
eldra til manndóms aldurs.
Ættarskrá Þórhildar, eða æfi-
saga verður eíkíki rakin af mér, í
þessari stuttu grein. Hinsvegar
má geta þess að hún er af góðu
einni merkustu prestaætt lands-
ins.
En mín og fjölda ánnarra
vegna, vildi ég ekki láta þenn-
an merkisdag í lífi Þórhildar
renna í þögn framhjá í tímans
haf.
Hún er svo sannarlega verð-
ug þess að hennar sé minnst með
virðihgu og þakklæti í dag. Ég
og fjölskylda mín eigum henni
sikuld að igjaflda fyrir órofa vin-
áttu og tryggð um tugi ára. Per-
sóniuleg kynninig hófust haustið
1939, 5—6 árum fynr hafði þó
kynning myndast af góðu orð-
spori og vináttu við móður mína
og bróður. Þá sem unglingi rétt
komnum af fermingaraldri, kom
hún mér fyrir sjónir sem háttvís
og prúð kona. Nettilega vaxin
og bauð af sér góðan þokka og
mikinn persónuleika. Eftir öll
þau ár er Þórhildur hin sama,
síuirag í amda léftt Oig lipur, seig
og sterk, enda hlotið í vöggu-
gjöf góða heilsu er haldið hef-
ir henni uppi í með og mótlæti.
Áratuga vera hér sunnanlands
hefir ekki aÆmáð ættarmót heima
byggðar hennax, en það ber hún
með lipurð og reisn sem fáum er
gefið.
Ekki er svo hægt að minnast
á Þórhildi að ekki sé manns
hennar getið. En það er Ás-
mundur Eiríksson forstöðurmað-
ur í Fíladelfíu Hátúni 2 Reykja-
vík. Ávallt er annað hvort þeirra
kemur manni í hug, þá fylgist
hitt að. Svo samanslungin er
vera þeirra, hjónaband og starf.
Ég er ekki búinn að fá botn í
þá hugsun ennþá, hvað Ásmund-
ur hefði orðið ef Þórhildur
hefði ekki komið í hans veg. Síð-
ur en svo felst í þessum orðum
mínum nokkurt vanmat eða rýrð
á eiginmanni Þórhildar. í oft erf
iðum og vangvinnum veikindum
stóð hún sem hetja við sjúkra-
beð manns síns, lifandi í von og
trú um betri heilsu og bjartari
daga. Guði er svo fyrir að þakka
að það hefir skeð, en að öllu
yfirunnu hefir Þórhildur staðizt
og það svo eins og ekkert hafi
gefið á bátinn. — Ég sé þig Þór
hildur við hlið manns þíns í erf-
Ég þakka innilega öllum þeim
er glöddu mig með heillaósk-
um, gjöfum og vinarkveðjum
í tilefni 70 ára afmælis míns
4. jan. 1969. Blessun guðs sé
með ykkur öllum.
Hermann Hjálmarsson,
Ljósafossi.
iðum ferðalögum um hávetur,
vegna þess málstaðar, sem þið
heilshugar gáfust bæði. Endur
lausnarboðskapur Drottins vors
Jesú Krists, til hinnar íslenzku
þjóðar. Er hefir átt þess kost að
dveljast við þann brunn, allt frá
því Kristni var lögtekin á ís-
landi árið 1000. Því miður vant-
atc á að allir fái aindileg a svöiun
þar í dag. En þið hafið verið
köllunarmenn og spor ykkar
hafa legið frá austri til vesturs,
norðurs og suðurs, vítt um byggð
ir þessa lands. Ég er staddur
niður á Básaskersbryggju í Vest
mannaeyjum á miðjum Þorra ár-
ið 1942. Stríðið geisaði í algleym
ingi. Erfitt var um ferðir milli
lands og Eyja, enda gengið á
stórviðrum þá undanfarið. Lítill
en heilshugar hópur vina beið
ykkar hjóna til andlegra starfa
í syðstu byggð íslands. Strjálar
og óvissar ferðir tengdu Eyjar
og land. Jú það fréttist að línu-
veiðarinn Sverrir biði byrjar í
Reykjavik, til Eyja og ætti þar
að taka ísfisk, til Englands.Fyr-
ir velvild skipstjórans fenguð
þið far og deilduð hlut í öllu
með áhöfn. Skipið hreppti hið
versta veður og var mikið á ann
an sólarhring á leiðinni, en á-
kvörðunarstað varð náð skip og
fólk heilt. Margir voru kvíðandi
um hag ykkar, en þið og áhöfn
komuð að Iandi eins og um leik
hefði verið að ræða. — En þá
fanrast mér þú Þórfhildur sem
hetja. Meðal þaulvaninna sjó-
manna og sæfarenda beit hvorki
öldurót né vetrarútsynningur í
sinum versta ham á ungu kon-
una norðan úr Þingeyjarsýslu.
Hún átti erindi, -og kunni þá
ekki að draga af sér, svo góð-
um tilgangi væri náð.
Þannig hefi ég séð þig áfram
og þá ekki sízt í heimili þínu.
Það hefir staðið öllum opið. Ó-
beint ef ekki beint hefir maður
það á tilfinningunni að húsmóð-
irin bendi geatinum á, aið „alflt
mitt eir þiitt“.
Þar er ekki farið í manngrein-
arálit. Þórhildur kann flestum
betur að umgangast höfðingja
og taka þeim með reisn og hjarta
Framhald á bls. 8