Morgunblaðið - 19.01.1969, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
21
- 1918
Framhald af bls. 17
áður en þetttia afrek var unnið.
Stríðsfréttaritarinn Sir Philip
Gibbs, komst svo að orði: „Ég sá
2. þýzku varðliðsdeildina koma í
smáhópum eins og herflokkar
og þegar þeir höfðu verið setitir
í gaddavírsgirðingar hlógu þeir
og klöppuðu er þeir sáu aðra
hópa félaga sinna komia sem
stríðsfanga. Ég hugsaði þá með
mér: „Þýzki baráttuandinn hef-
ur hrotnað". í fyrsta skipti virt-
ust endalokin mjög skammt und
an“.
Ludendorff hafði þegar kom-
izt að þeirri niðurstöðu að „við
yrðum bersýnilega að leita eft-
ir friði ef þess var nokkur kost-
ur. „Kl. 6 síðdegis 28. septem-
ber fóir ég til herbergis mar-
ská'lksins, sem var á næstu hæð
fyrir neðan mína. Ég gerði hon-
um grein fyrir skoðunum mínum
um friðartilboð og beiðni um
vopnahlé ... Marskálkurinn
hlustaði á mig fullur geðshrær-
ingar. Hann svaraði því til, að
hann hefði ætlað að segja mér
hið sama um kvöldið, að hann
hefði athugað ástandið gaum-
gæfilega og talið nauðsynlegt að
stíga þetta skref ... Marskálk-
urinn og ég kvöddumst að skiln
aði með traustu handabandi,
eins og menn sem hefðu grafið
einlægustu vonir sínar og væru
Staðráðnir í að standa saman á
mestu erfiðisstundu mannlegs
lífs eins og þeir höfðu gert á
sigurstundu
Daginn eftir skýrði Hinden-
burg marskálkur keisaranum
og von Hintze utanríkisráðherra
svo frá, að ástandið krefðist taf
artauss vopnahlés til að afstýra
ófremdarástandi. 1. október, kl.
1 e.h. krafðist Hindenburg þess
að hvatt yrði til vopnahlés í síð
asta lagi daginn eftir, og þing-
leiðtogum var tjáð, að „Stríðinu
væri tapað. Hertling kanzlari
sagði af sér og frjálslyndur mað
ur, Max prins af Baden, tók við.
4. nóvember sendu ríkisstjórnir
Þýzkalands og Austurríkis-Ung
verjalands Woodrow Wilson for
seta orðsendingar með tillögum
um vopnahlésskilmála.
Opinberlega lauk árásinni á
Hindenburglínuna 5. október. Á
níu dögum höfðu Bretar tekið
35.000 fanga og 380 fallbyssur. í
Flandri hafði 2. brezki herinn
tekið þátt í sigursælum árásum
undir yfirstjórn Alberts Belgíu-
konungs. Styrjöldin dróst á lang
inn þrátt fyrir brezka sigra í
þremur orrustum á næstu vikum.
Orrustugnýnum slotaði ekki
fyrr en 11. nóvember kiL 11. f.h.,
en þá tók vopnahléð gildi og
þá lauk þeirri baráttu sem hófst
með því að Hindenburg-línan
var rofin. 158.000 brezkir her-
menn og samveldishermenn
höfðu fal'lið síðan 27. september,
en síðan 8. ágúst höfðu Bret-
ar tekið 188.700 fanga og 2.840
fallbyssur. Bandamenn Breta
höfðu tekið 196.700 fanga og
3.775 fallbyssur. „Aldrei í sögu
sinni hefur brezki herinn náð
meiri árangri í árás en í þess-
ari órjúfandi sókn, sagði Foch
marskálkur.
SELTJARNARNES
SELTJARNARNES
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga, verður hald
inn í Mýrarhúsaskóla (nýja) miðvikudaginn 22. janúar
nk. kl. 20,30.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Rædd málefni hreppsfélagsins.
Skorað á félagsfólk að fjölmenna og taka með sér
nýja félaga.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Seltirninga.
1
Samkeppni í munsturgerð é lopapeysum
Álafoss efnir til samkeppni í nýjum munstrum á lopa-
peysum gerðum úr hespulopa. — Samkeppnin er þess
efnis að fá á markaðinn nýjar gerðir munstra og jafn-
vel önnur og nýstárlegri snið á lopapeysum heldur en
það sem tíðkazt hefur undanfarin ár.
Keppnisreglur eru ekki aðrar en þær, að tekið verður
við öllum flíkum, peysum, jökkum, vestum o. fL
prjónuðum úr hespulopa og tekið verður tillit til frá-
gangs, munsturs og litasamsetningar. Hespulopi er
framleiddur í 24 litum.
Verðlaun verða veitt sem hér segir:
1. verðlaun Kr. 10.000,00
2. verðlaua — 5.000,00
3.—7. verðlaun — 1.000,00 hver
Það skilyrði fylgir verðlaunapeysunum, að Álafoss
mim endurgjaldslaust nota munstrin á peysupakkn-
ingar úr hespulopa.
Dómnefnd skipa eftirtaldir: Haukur Gunnarsson,
Rammagerðinni, formaður. Elísabet Waage, Baðstof-
unni, Sigrún Stefánsdóttir og Gerður Hjörleifsdóttir,
íslenzkum heimilisiðnaði.
Keppnin stendur til 1. febrúar n.k. og þarf að koma
peysum í Álafoss í Þingholtsstræti 2, og skulu þær
vel merktar dulmerki á ísaumað léreftsmerki inn á
hálsmáli peysunnar. Bréf í lokuðu umslagi sendist
formanni dómnefndar, Hauki Gunnarssyni, Ramma-
gerðinni, Reykjavík fyrir 1. febrúar n.k., og skulu þar
fylgja munstrur, skýringar og nafn höfundar.
ÁLAFOSS H/F.
AUGLYSINGAR
SÍMI 22*4*80
Kópavogur
Skrifstofan í Félagsheimili Kópavogs II. hæð verður
í janúar opin sem hér segir:
20.—24. janúar kl. 4—6 e.h.
27.—29. janúar kl. 4—7 og 8—10 e.h.
30.—31. janúar kl. 4—7 og 8—12 e.h.
Umboðsmaður skattstjóra.
BÚTASALA - ÓDÝRT
Enskir gólfteppabútar á afar góðu verði. Einnig takmarkað magn af
ódýrum gólfteppum á gamla verðinu. Gólfteppi í barnaherbergi í
poplitum. — Á einum og sama stað gólfteppi frá flestum innlendum
framleiðendum. Leitið tilboða 1 stigahús núna og athugið okkar hag-
kvæmu greiðsluskilmála.
TEPPAHÚSIÐ SUÐURLANDSBRAUT 10
Sími 83570.
„FEBOLIT" filt'teppi úr 100% nylon. ))FEBOLITc< teppin eru ódýr og
hafa reynzt mjög vel á stigum. Þessi teppi voru til dtemis valin á öll stiga^
hús hja Framhœmdanefnd Byggingarácetlunar i BreiÖholti.
Ofin lyhhjuteppi úr 100% nylon með áföstum gúmmíbotni, falleg, sterh
og mjög auðveld i þrifi.
Wilton teppi úr 100% ull, sérstahlega ofin fyrir stigahús. Undir teppin
notum við eingöngu vandað gúmmí filt.
Við veitum rnjög góða greiðslushilmála. Með JítiIIi útborgun greiðir hver
íbúð afborgun mánaðarlega að svipaðri upphœð og greitt yrði i aðheypta
rœstingu.
Hafið samband við ohhur,
við homum á staðinn,
mcelum flötinn og gerum
samslundis tilboð
yður að hostnaðarlausu.