Morgunblaðið - 13.02.1969, Page 22

Morgunblaðið - 13.02.1969, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FERRÚAR 1969. Undirbúningur að verkefnum frjálsíþróttafólks hafinn stjórn F.R.Í. skrifar íþróttafólki og hvetur til œfinga — STJÓRN Frjálsíþróttasambands tslands hefur nú hafið undirbún- ing þeirra verkefna sem fram- undan eru hjá íslenzku frjáls- íþróttafólki næsta sumar. Ber þar hæst landskeppni er fram fer í Danmörku, Norðurlanda- meistaramótið í tugþraut, Evrópumeistaramótið og auk þess er ætlunin að frjálsíþrótta- fólk fari í keppnisferðir og taki þátt í mótum, sem FRÍ er boðið að senda þátttakendur til. Hefur stjóm FRÍ nú sent 50 körlum og tæplega 40 konum bréf, þar sem m.a. segir, að ár- angur viðkomandi hafi vakið athygli stjómarinnar, og hún vonist til að róðurinn verði hert- ur fyrir næsta keppnistímabil. Stjóm FRÍ hefur í hyggju að gefa nokkmm íþróttamönnum og konum kost á dvöl í æfinga- miðstöð ÍSf að Laugarvatni viku fyrir Meistaramót íslands, sem mun verða haldið á Laugarvatni síðustu helgi júlí-mánaðar. Þá gefur stjórn FRÍ þeim sem ekki eiga kost á leiðsögn þjálf- ara að hafa samband við Guð- mund Þórarinsson (pósthólf 1099 Reykjavík) og mun hann veita viðkomandi þá tilsögn, sem ósk- að er eftir bréflega. Vonandi er ,að frjálsíþrótta- Sundmól ÍR SUNDMÓT ÍR verður haldið 27. febrúar í Sundhöll Reykjavíkur kl. 8.30. Keppt verður í þessum gTeinum: 100 m fjórs. kvenna, 100 m skriðsundi karla, 100 m baksundi stúlkna f. 1953 og síðar, 50 m bringusundi pilta 12 ára og yngri, 200 m bringusundi karla, 100 m flugsundi karla, 200 m bringusundi kvenna, 100 m skrið sundi kvenna, 100 m skriðsundi sveina f. 1955, 100 m bringu- sundi drengja f. 1953, 4x100 m fjórsundi kvenna, 4x100 m fjór- sundi karla. Þátttaka tilkynnist til Ólafs Guðmiundss., Sundhöll Reykja- víkur, eða í gíma 50953, fyrir 25. febrúar. [seldur FYRIR 23 milljónir LUNDÚNAFÉLAGIÐ Totten- ham Hotspur hefur fest kaup á útherjanum Roger Morgan frá nágrannafélaginu Queensí Park Rangers fyrir 110 þús. / pund, eða rúmlega 23 milljón 1 ir króna. Morgan, seim er að-1 eins tuttugu og eins árs, kost- ( aði QPR ekki neitt, því hann? kom til félagsins ásamt tví- J burabróður sínum, Ian, þegar 1 þeir voru aðeins 15 ára skóla-i drengir. Roger hefur leikið l í unglingalandsliði Englands 7 (yngri en 18). Tottenham hef-1 ur verið eitt af litríkustu \ knattspyrnufélögum Englandsl undanfarna tvo óratugi, en er / nú „aðeins" í 8. sæti í fyrstu 7 deild og hefur fallið í skugg-1 ann fyrir nágrannafélaginu ( Arsenal, Liverpool, Everton / og Leeds á þessu leiktknabili / og framkvæmdastjóriinn Bill 1 Nicholson er sannfærður um i að Morgan muni blása nýju í lítfi í framlínu félagsins. / fólk bregðist vel við áskorun stjómar FRÍ og hefji æfingar fyrir sumarið, því að það em sí- gild sannindi að æfing skapar meistarann. Eftirtöldu íþróttafólki hefur stjórn FRÍ nú skrifað: 50 MANNA I.ANDSLIB: Valbjörn Þorláksson, KR, Jón Benónýsson, HSÞ, Reynir Hjartarson, ÍBA, Gissur Tryggvason, HSH, Þorvaldur Benediktsson, ÍBV, Bjarni Stefánsson, KR, Guðmundur Jónsson, HSK, Þórarinn Ragnarsson, KR, Sigurður Jónsson, HSK, Jón Þ. Ólafsson, ÍR, Páll Dagbjartsson, HSÞ, Guðbjartur Gunnarsson, HSH, Trausti Sveinbjörnsson, UMSK, Karl Stefánsson, UMSK, Sigurður Hjörleifsson, HSH, Þorsteinn Þorsteinsson, KR, Gestur Þorsteinsson, UMSS, Finnbjörn Finnbjömsson, ÍR, Höskuldur Þráinsson, HSÞ, Elías Sveinsson, ÍR, Jóhann Friðgeirsosn, UMSE, Rúdolf Adolfsson, Á, Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, Haukur Sveinsson, KR, Erlendur Valdimarsson, ÍR, Páll Eiríksson, KR, Ólafur Þorsteinsson, KR, Þórarinn Arnórsson, ÍR, Lárus Guðmundsson, USAH, Halldór Guðbjörnsson, KR, Þórður Guðmundsson, UMSK, Stefán Jóhannsson, Á, Sigurður Lárusson, Á, örn Agnarsson, UÍA, Jón ívarsson, HSK, Jón H. Sigurðsson, HSK, Þórir Snorrason, UMSE, Marteinn Sigurgeirsson, HSK, Sigvaldi Júlíusson, UMSE, Gunnar Kristinsson, HSÞ, Gunnar Snorrason, UMSK, Þórir Bjarnason, UÍA, Sigfús Jónsson, ÍR, Rúnar Ragnarsson, UMSB, Vilhjálmur Ingi Árnason. ÍBA, Hróðmar Helgason, Á, Halldór Matthíasson, ÍBA, Halldór Jónsson, ÍBA, Agnar Levý, KR, Bergþór Halldórsson, HSK, Dónald Jóhannesson, UMSK, Halldór Jónasson, HSH, Hreiðar Júlíusson, ÍR, Ólafur Guðmundsson, KR, Sigurður Friðriksson, HSÞ, Sigurður Viðar Sigmundsson, UMSE, Kjartan Guðjónsson, ÍR, Skúli Amarson, ÍR, Þorvaldur Jónasson, KR, Bjarni Guðmundsson, USVH, Haukur Ingibergsson, HSÞ, Pétur Pétursson, HSS, Guðmundur Jóhannesson, HSH, Guðmundur Guðmundsson, UMSS, Guðjón Magnússon, ÍR, Guðmundur Hermannsson, KR, Jón Pétursson, HSH, Sigurjón Hjörleifsson, HSH, Hallgrímur Jónsson, HSÞ, Arnar Guðmundsson, KR, Þorsteinn Alfreðsson, UMSK, Erling Jóhannesson, HSH, Guðni Sigfússon, Á, Jón H. Magnússon, ÍR, Guðmundur Hallgrímsson, HSÞ, Sigmundur Hermundsson, ÍR, Björgvin Hólm, ÍR, Magnús Þór Sigmundsson,- ÍS, Friðfinnur Finnbogason, ÍBV, Óskar Sigurpálsson, A. KONl’R: Kristín Jónsdóttir, UMSK, Þuríður Jónsdóttir, HSK, Björk Ingimundardóttir, UMSB, Kristín Þorbergsdóttir, HSÞ, f GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um innlheimtu ýmissa gjalda með viðauka. Ger- ir frumvarpið ráð fyrir að inn- heimta tiltekin gjöld á árinu 1969 með sömu viðaukum og ver ið hefur undantfarin ár. Þá var lagt fram stjórnörfrum- varp um heimild til llántöku vegna Vestfjarðaáætlunar og Norðurlandsáætlunar. Er það til staðfestingar á bráðabirgðalög- um, er gefin voru út 3il. des. 1968. 9 þingmenn Framsóknartflokk« ins flytja þingsályktunartillögu um stórvirkjanir og hagnýtingu raforku. Jóhann Friðgeirsson, einn hinna ungu og efnilegu frjálsíþróttamanna er stjóm FBÍ hvetur til æfinga. Þorbjörg Aðalsteinsdóttir, HSÞ, Sigríður Þorsteinsdóttir, HSK, Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH, Unnur Stefánsdóttir, HSK, Guðrún Jónsdóttir, KR, Alda Helgadóttir, UMSK, Bergþóra Jónsdóttir, ÍR, Lilja Sigurðardóttir, HSÞ, Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, Ingunn Vilhjálmsdóttir, ÍR, Sigrún Sæmundsdóttir, HSÞ, Margrét Jónsdóttir, HSK, Valgerður Guðmundsdóttir, ÍR, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, ÍBA, Barbara Geirsdóttir, ÍBA, Hafdís Helgadóttir, UMSE, Sigurlaug Sumarliðadóttir, HSK, ína Þorsteinsdóttir, UMSK, Þuríður Jóhannsdóttir, UMSE, Elísabet B. Bjargmundsdóttir, HSH, Fríða Proppé, ÍR, Emilía Baldursdóttir, UMSE, Guðrún Óskarsdóttir, HSK, Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE, Kristjana Guðmundsdóttir, ÍR, Ólöf Halldórsdóttir, HSK, Hildur Hermannsdóttir, HSK, Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, Jenný Guðjónsdóttir, HSH, Ingibjörg SigUrðardóttir, HSK, Ásta Finnbogadóttir, ÍBV, Arndís Björnsdóttir, UMSK, Erla Adolfsdóttir, ÍBV. Badmintonmót KR BADMINTONDEILD K.R. held- ur opið mót í tvíliðaleik karla í K.R.-'húsinu, laugardaginn 15. feibrúar, og mæta þar til keppni allir beztu badmintonmenn landsins. í fyrra sigraði í þessu móti þeir Óskar Guðmundsson og Reynir Þorsteinsson í únslita leik við þá Jón Árnaison ag Viðar Guðjónsson. Verða framannefnd ir menn meðal þátttakenda í mótinu nú. Badmintondeild K.R. hefur tíma fyrir unglinga á laugardög- um og tfer þá fram kennsla undir stöðuatriða íþróttarinnar. Kenn- ari er Reynir Þorsteinsson. Eru tímarnir á laugardögum kl. 5-6 fyrir unglinga til 14 ára aldurs. Framlengt Ieyii Vöru- happdrætti SÍBS í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um toreytingu á lögum um Vöruhappdrætti SÍBS. Miðar frumivarpið að því að framlengt verði leytfi SÍBS til að reka vöruhappdrætti í 10 ár til viðbótar. Leyfið var fyrst gefið út 1949 og gilti þá í 10 ár, en var framlengt 1959 í tíu ár í viðbót. NÝ MÁL Athugasemd menntamdloróðherra um veitingu bókafulltrúastarís MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur hinn 6. þ.m. ritað Bóka- varðafélagi íslands eftirfarandi bréf: „Ráðuneytið hefur móttekið torétf Bókavarðafélags íslands. dags. 21. janúar, varðandi skipun í starf bókafulltrúa ríkisins. Mér er það bæði ljúft og skylt að gera Bókavarðafélaginu grein fyrir þeim meginsjónarmiðum, sem ég hefi fylgt við embætta- veitingar og fylgi enn við veit- ingu emtoættis bókafulltrúa rík- isins. Fyrst þarf að taka afstöðu til þess, hvort umsækjandi fullnægi skilyrðum, sem vera kunna í lög- um, reglugerðum eða auglýsingu. Ennfremur þarf að meta, hvort umsækjandi verði almennt tal- inn hæfur til þess að gegna stöð- unni. Velja þarf síðan milli þeirra umsækjenda s'em full- nægja báðum þessum skilyrðum. Við það val tel ég, að fyrst eigi að athuga, hvort umsækjandi hafi nægilega menntun og starfs- reynslu til að gegna starfinu. Ef um tvo eða fleiri að ræða, sem einnig fullnægja þeim skilyrð- um, tel ég að taka eigi tillit til starfsaldurs, þannig að sá, sem að öðru jöfnu hefur þjónað lengst með óaðfinnanlegum hætti, eigi að hljóta söðuna. Séu þessi sjónarmið höfð í huga, tel ég, að veita beri Stefáni Júlíussyni stöðuna. í þessu til- felli er ekki um það að ræða, að í lögum, reglugerðum eða auglýsingu séu sett ákveðin skilyrði, sem umisækjanda toefi að fullnægja. Ekkj verður held- ur dregið í efa, að Stefán Júlíus- son sé hæfur til þess að gegna þessari stöðu. Þá kemur mennt- un hans og starfsreynsla til at- hugunar. Stefán Júlíusson hefur kennaraprótf og B.A.-,próf í toók- menntum frá Carleton College í Bandaríkjúnum auk tramhalds- náms í nútíma bókmenntum við Cornell háskóla. Hlýtur þessi menntun að teljast nægilegur undirbúningur undir það starf, sem hér er um að ræða. Varð- andi starfsreynsluna er það að segja, að Stefán Júlíusson hefur gegnt störfum kennara, yfir- kennara og skólastjóra og nú undanfarin tæp sex ár verið for- stöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins, en þar er um að ræða almenna menningarþjón- lustustofnun, sem starfar að ýmsu leyti á svipuðum grund- velli og almenningsbókasöfn, nema hvað segja má, að starf- semi Fræðslumyndasafnsins sé meiri en í venjulegu bókasafni, þar eð stofnunin þjónar öllu landinu, flytur inn mikið af myndaefni og hefur með hönd- um mikla útgáfu. Varðandi þekkingu Stefáns Jjúlíussonar á toókasöfnum og starfsreynslu 'hans á því sviði er það að segja, að hann var starfsmaður í Bóka- safni Hafnarfjarðr árin 1938—41 og bókavörður síðasta árið. Enn- fremiur hefur hann átt sæti í stjórn bókasafnsins í Hafnar- firði síðan 1950 og var forrnað- ur stjórnarinnar 1954—62. Starfs reynsla hans verður því að telj- ast meira en nægileg. Þá er að síðustu að líta á starfsaldur Stefáns JúlíUssonar. IHann er annar af tveim opin- toerum starfsmönnum, sem um istarfið sækja, og er starfsaldur 'hans í þágu íslenzka ríkisins •lengri, þar eða hann hefur starf- «ð í þágu ríkisins síðan 1936. 'Starfsaldur allra hinna í þágu þeirra aðila, sem þeir hafa þjón- að, er og styttri en starfsaldur Stefáns. Að síðustu er á það að líta, hvort einhver hinna umsækj- endanna hafi þá yfirtourði yfir Stefán ' Júlíusson á einhverju sviði, sem rnáii skiptir, að taka ætti hann fram yfir Stefán atf þeim sökum. Kemur þá til athug •unar, að Kristín H. Pétursdóttir hefur einnig lokið B.A.-prófi í ensku og bókmenntum við iBrenau College í Bandaríkjun- úm og auk þeSs prófi í bóka- safnsfræðum frá Háskóla íslands iog Pratt Institute í New York. Þá hetfur hún ennfremur starfað ‘við bókasöfn. Löggjafinn hefur ekki litið þannig á, að nám eða próf í toókasafnsfræðum sé nauðsynlegt •til þess að gegna stöðu þeirri, sem hér er um að ræða, þótt það geri umsækjanda auðvitað að öðru jöfnu hæfari til þess að gegnia starfinu. En mieð hliðsjón af því, að Kristín H. Pétursdóttir ihefur ekki starfað í þjónustu vríkisins og starfsaldur hennar í þágu þeirra aðila sem hún hef- 'ur unnið fyrir, er miklu styttri en starfsaldur Stefáns Júlíusson- iar, verða menntun hennar og .störf á sviði bókasafnsmála ekki italin geta valdið því, að taka 'beri hana fram yfir Stefán Júlíusson, þar eð menntun hans og starfsreynsla hlýtur að teljast d fu-llu samræmi við þær kröfur, isem rétt er og eðlilegt að gera til þess, sem gegnir starfi bóka- fulltrúa ríkisins.“ Menntamálaráðuneytið, 12. febrúar 1969. Orgelsnillingur heimsækir ísland JEAN-LUC Jaquenod er talinn vera í fremstu röð organleikara hinnar yngri kynslóðar og túlk- ,un hans á franskri orgeltónlist þykir vera til fyrirmyndar. — Skólastjóri tónlistarskólans í Amsterdam (Amsterdamsch Con servatorium), Jan Odé, telur hann hvorki meira né minna en einn af fremstu listamönnum heims nú á dögum, enda á hann óvenju glæsilegan feril að baki, þótt aðeins sé 35 ára að aldri Hann gerðist bróðir í Taizé- reglunni árið 1956 og er organ- leikari þeirra bræðra. Þar held- u hann vikulega orgeltónleika ásamf hinu venjulega organleik- arastarfi og þangað koma menn hvaðanæva úr veröldinni til þess að kynnast reglunni og hlýða á organleik hins unga meistara. Guðjón Guðjónss. cand. theol. og organleikari, sem dvaldist um tíma með bræðrunum í Taizé og kynntist Jean-Luc, segir m.a.: „Menn finna ferskt, franskt loft leika um orgelpípurnar í túlkun (hans), sem gæti haft ytfirskriftina „gleði“. í annan stað þykir markvert það líf, sem Jean-Luc hefur helgað sér. — Hann er meðlimur (bróðir) í samfélagi, sem kennt er við Taizé 1 Frak'klandi. Það er fé- lag mótmælenda, en var þó nefnt af Jóhannesi páfa 23. „Vorið í kirkjunni". Meðlimir (bræður) hafa þann eina tilgang með lífi sínu að vera vottar að elsku Krists. Þeir vilja gera aUt líf sitt að predikun fagnaðarer- indisins. Þeir heita t. d. því að lifa í algjöru eignaleysi til að fá sterkan hljómgrunn toeiðninnar um hjálp til handa nauðstödd- um. — Hljómleikaför Jean-Luc er farin til að lofa Guð og safna fé til góðgerðarstartfsemi." Jean-Luc Jaquenod hefir hald- ið fjölda tónleika víða um lönd og leikið á hljómplötur. Koma hans hingað til Reykjavíkur er „stop over“ á leið til Vestur- heims, en þar mun hann víðs- vegar halda tónleika og er það önnur för han® vestur um haf. Hér mun hann halda tvenna orgeltónleika, í dómkirkjunni nk. föstudag kl. 21 og í Laugarnes- kirkju á laugardag kl. 16. Á efn- isskrá verður þýzk og frönsk tónlist. Efnisskráin verður að hluta til önnur á síðari tónleik- unium. — Allur ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi. (Fréttatilkynning frá Fél. ísL organleikara).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.