Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969. BÍLALEIGANFALIPf car rental service © 22*0-22* RAUDARÁRSTÍG 31, siM' 1-44-44 mniFiM HverfisgStu 103. Simi eftir lokun 31160. MAG!\ÚSAR skiphoui21 símar21190 eftír tokun simi 40381 BÍLALEIGAN AKBRAUT Mjögr hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 - f.o.G.r. - Stúkan Freyja nr. 213 Fundur í kvöld kl. 8.30 í TemplaTahölIinni. Venjuleg fundarstörf. Stúkan Andvari heimsækir. Kaffi eftir fund. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. — ÆT. harðplastplötur á hurðir, veggi, borð og bekki yfir 50 litir og gerðir til á lager p£tur§soiv HAFNARSTR. 8 SlMI : 17121 BIFREIÐASALA EGILS TIL SÖLU Willys jeep 1955 Jeepster 1967, 6 cyl. Willys jeep 1967 með Mayers-stálhúsi Willys jeep 1967 með blæjum Austin Gipsy 1967 og 1962 Gas 69, árg. 1966, ’67. Willys jeep 1946 Hillmann IMP 1966 Skoda 1000 MB 1965, ’67 Vauxhall Velox 1963 Vauxhall Victor 1963 Simca 1000 1963 Citroen DS 19 1 967, tilboð óskast Volkswagen rúgbrauð 1963 Opel Caravan 1964 Benx 300 1955 Reno R4 1965 Moskvitch 1967 Reno R10 1968 Humber super snipe 1960. Góðir greiðsluskilmálar. Tökum notaðar bifreiðir i umboðssölu. Fgili Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Sími 22240. Q Benzínverð og bíleigendur „Þorri“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég vinn á fjölmennum vinnu- stað, og mig og aðra þar rak í rogastanz, þegar við I kaffitím- anum lásum risastóra fyrirsögn á forsíðu Tímans: „FÍB ítrekar: afnema ber leyfisgjald, hækka benzín". — Og þetta átti að fram kvæma til þess að „koma ekki í veg fyrir eðlilega endurnýjun á bílaflota landsmanna". Mjög er eðlilegt, að FÍB óski eftir því, að leyfisgjald af bif- reiðum verði afniimið, eða lækki að minnsta kosti, enda er það himinhátt, en til stórfurðu verður að teljast, að félagið óski eftir hækkun benzínverðs. Sannast að segja finnst okkur, að nú þegar hafi verið vegið svo 1 þann sama knérunn, að mælirinn sé fullur. Á undainförnum áratugum hefur stundum læðst að manni sá grun- ur, að sú skoðun sé ríkjandi hjá ráðamönnum, að bíleigendur eigi gnægð fjár. Svo oft hefur verið seilzt 1 vasa þeirra. HVernig er það, greiða þeír ekki allan kostn að við vegalagningar hér á landi? Greiða þeir ekki viðhaldskostnað vega? Og fesr ekki enn dágóð summa til annarra þarfa? Og hvernig var það, þegar umferðar breytingin var gerð? Man ég ekkl rétt, að þá hafi verið lýst yfir, að sú breyting væri gerð al- menningi að kostnaðarlausu. bíla eigendur borguðu brúsann? —Ég gekk í FÍB á sínum tíma, eftir að hafa lesið skeleggar greinar, þar sem forráðamenn félagsins sönnuðu, svo að ekki var um villzt, hversu mjög að bíleigend- um var þrengt. Óskin um hækk- að benzínverð nú finnst mér því koma úr hörðustu átt. £ „Miðstéttafólk“ og stjórnarflokkar „Nú þegar er svo dýrt að eiga bíl og reka hann, að á það er ekki bætandi, nema stefht sé að því, að einungis þeir efnuðustu geti átt bíl — millistéttarfólki og þeim efnaminni verði það um megn. Ég man þá tíma, þegar menn þurftu að smjaðra og skríða fyr- ir allsráðandi nefnd til þess að fá leyfi fyrir bíl og aðeins þeir í náðinni fengu úrlausn. Og loks, þegar núverandi stjórnarflokkar breyttu þessu, urðu margir til þess að prísa þá, þá fyrst eygði almenningur möguleika á að eign ast þetta langþráða tæki, sem gert hefur mörgum manninum lífið léttara, sætt hann betur við sinn hlut. En ef nú á að fara að svipta hann bílnum aftur með háu verði og óviðráðanlegum reksturskostnaði, er ég þræddur um, að gremjan verði mikil. Menn geta svo hugleitt, hvar hún muni bitna. — Einhverjum finnst þetta kannski ekki stórmál, en í augum hinna mörgu, sem sjá yrðu af bílnum sínum, er það ekkert smátt. Þorri“ 0 Hallgrímur á ísafirði Hallgrimur á ísafirði er vin- samlega beðinn um að senda Vel vakanda heimilisfang sitt, þar eð Velvakandi þarf að skrifa honum bréf. 0 Hann er á móti íþrótta- þáttum í sjónvarpinu „Reiður, ungur maður“ á Suð- urnesjum sendir eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi! Ég hef aldrei skrifað þér bréf áður, en nú finnst mér ég mega til, vegna bréfs, sem ég sá frá íþróttaunnanda nokkrum, sem vill láta sjónvarpið fjölga íþróttaþátt um. Ég er þessu algerlega mótfall- inn. Persónulega finnst mér, að íþróttaþættir ættu aldrei að sjást í íslenzka sjónvarpinu, og ég horfi aldrei á allt þetta þrautleið inlega íþróttaefni, sem sjónvarp ið okkar er svo yfirfullt af. Hver er eiginlega tilgangurinn með íþróttum? Ég viðurkenni að vísu, að al- menn líkamsrækt er bæði holl og nauðsynleg, en allur þessi met- ingur og fáránlegir boltaleikir, sem fullorðið fólk heldur sýn- ingar á í tíma og ótíma er ekki við mitt hæfi. Hugsaðu þér bara, ef mannkyn ið sleppti algerlega þeirri sigur- græðgi og metingi, sem ætíð fylg ir íþróttum. Værum við þá ekki lausir við styrjaldir og yfirgang? Við Skulum hugsa okkur heim, þar sem melal annars væru stað- sett þrjú litil lönd — hlið við hlið. Eitt af þessum löndum væri ein göngu byggt af vísindamönnum á öllum hugsanlegum sviðum, I næsta landi væru eingöngu lista- menn á öllum hugsanlegum svið- um og í þriðja landinu væru ein- göngu íþróttamenn — af öllum hugsanlegum tegundum. 0 Rífast listamenn aldrei? f landi vlsindamannanna væru eilífar framfarir og öryggi. í landi listamannana væri eilíf ham ingja og áhyggjuleysi, en í landi íþróttamannana — væri eilífur metingur og árekstrar. Ef einhver þsesara ímynduðu þjóða myndi lýsa yfir styrjöld, þá væri það sennilega þjóð í- þróttamannana, þó að þjóð vís- indamannanna myndi eflaust smíða vopnin handa þeim, Þjóð listamannanna myndihins vegar aldrei hugsa um aðra eins fjarstæðu og stríð. Og nú spyr ég aftur: Hvaða tilgang hafa íþróttir? Eru þær til að betrumbæta heim inn? Eru þær til að auka á víðsýni og þekkingu? Gera þær fólk hamingjusam- ara? Hafa þær einhver áhrif á mam- kynssöguna? Skilja þær yfirleitt nokkuð eft- ir sig? Nei, — það ætti enginn að láta sér detta það í hug, að of lítið sé af íþróttum í íslenzka sjón- varpinu. Hinvegar mætti vera meira um listir af öllu tagi og almenna list fræðslu. Þegar öllu er á botninn hvolft, hafa íslenzkir listamenn alltaf getið sér betri orðstír erlendis en íslenzkir íþróttamenn. Við eigum meira að segja No- belsverðlaunaskáld. Hins vegar eru flest islenzk íþróttaafrek lítið meira en að- hlátursefni erlendis (14:2 til dæm- is), þótt hérlendis séu byggð mun stórkostlegri íþróttamannvirki en listaverkahús og hljómleikahallir Á sama tíma og Reykjavíkur- borg lætur gera hvert íþrótta- mannvirkið á fætur öðru, reyn- ir Leikfélag Reykjavíkur árang- urslaust að skrapa saman pening um fyrir nýju leikhúsi, og samt sýna þeir leikrit sln ótrúlega oft fyrir fullu húsi. Og svo er til fólk, sem vill meira íþróttarugl i sjónvarpið. Reiður, ungur maður.“. Verzlunarhúsnæði til leigu Til leigu er nýtt, glæsilegt verzlunarhúsnæði í nýju hverfi fyrir eftirtaldar verzlanir m.a.: Vefnaðarvöruverzlun, ísbúð, blómabúð. Ýmsar aðrar verzlanir koma einnig til greina. Nánari upplýsingar í síma 16990 á skrifstofutíma. 'EPPIj Febolit filtteppin eru úr 100%nælon, teygjast ekki né upplitast og eru ónæm fyrir venjulegum upplausnarefnum, eru endingargóð og tryggja prýðilega hljóð- og hitaeinangrun. Febolit teppin er auðvelt að hreinsa með ryksugu, teppahreinsara eða stífum kústi (skrúbb). Bletti er bezt að fjarlægja með góðu þvottaefni eða blettahreinsi- efni. Febolit teppin voru valin á öll stiga- húsin hjá Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar í Breiðholti. Febolit teppin eru ódýr og fást hjá okkur í glæsilegu litaúrvali. Grensásvegi 3 - Sfmi 83430 Höfum góðan kaupanda að einbýlishúsi í smíðum í borginni, gjarnan í Fossvogi. Skipti á góðri sérhæð möguleg. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17, s. 16870 & 24645. ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E.TH.MATHIESEN H.F.' SUÐURGT. 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 ' J i ■ c®pib coptpmwcN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.