Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969.
19
- ÞÆR HJÁLPA
Framhald af bls. 5
ast örlítið af þeim um náms-
tilhögun.
Kalla Malmquist stundaði
nám í O'sló: — Þar tekur nám
ið þrjú ár. Fyrsta árið er það
þóklegt, annað árið bóklegt
og verklegt og lokapróf tek-
ið í lok annars skólaárs.
Þí-iðja árið er eins konar
kandidatsár, þá er unnið und-
ir handleiðslu lækna og
sjúkraþjálfara og að því
loknu fær viðkomandi starfs-
réttindi. Skólinn er nýlega
orðinn ríkisskóli og eru ár-
lega teknir inn um 100 nem-
endur. Fyrir fjórum árum
voru um 70 teknir inn, en þá
voru umsækjendur um 300.
Vegna lítillar aðsóknar karl
manna að skólanum hefur
ekki verið unnt að veita þeim
nægilega íþróttakennslu, svo
að þeir þurfa að hafa íþrótta-
kennarapróf, auk stúdents-
prófs, til að fá inngöngu í skól
ann.
María Ragnarsdóttir lærði i
* Kaupmannahöfn: — Skólinn
í Kaupmannahöfn er einn af
fjórum í Danmörku. Hinir
eru í Árósum, Skodstþorg og
nýstofnaður skóli í Holster-
bro. f Danmörku fæst vart
skólavist fyrr en eftir 2-3 ára
bið. Námið tekur þrjú ár og
er tilhögun þess svipuð og í
Noregl, nema hvað á þriðja
ári eru, auk vinnu undir hand
leiðslu sjúkraþjálfara, haldnir
fyrirlestrar á sjúkrahúsum og
er lokaprófið tekið í lok þess
árs.
Cnnur Guttormsdóttir lærði
í Lundi: — Skólinn í Lundi
tilheyrir læknadeild háskól-
ans þar og er einn af þremur
slíkum skólum í Svíþjóð. Hin-
ir eru í Gautaborg og Stokk-
hólmi. Námið tekur aðeins 2
ár, en það stendur til að
lengja það. Stúdentsprófs er
ekki krafizt, en þar sem að-
sókn er mikil ganga stúdentar
og fólk með háskólapróf í ein-
hverjum greinum fyrir. Þegar
ég hóf nám fyrir 2% ári sóttu
800 um skólavist í Svíþjóð en
130 komust það, þar af 46 i
Lundi. Á fyrsta misseri er
námið bóklegt, en eftir það er
unnið fyrir hádegi undir leið-
sögn kennara á hinum ýmsu
deildum sjúkrahúsanna, en
siðdegis eru fyrirlestrar. Loka
próf er tekið eftir 2 ár.
LIFANDI, FJÖLBREYTT OG
SKEMMTILEGT
Það þarf ekki að spyrja
stúlkurnar 'hvort þær séu
ánægðar með starfsvalið. Það
sést á þeim og sjúklingarnir
finna það. Þær eru á einu
máli um að starfið sé „lifandi,
fjölbreytt og skemmtilegt —
árangur sjáist og þær finr.i að
þær séu að gera gagn“.
Það eina, sem þær eru ekki
ánægðar með er hve stéttin
er fámenn. Vilja þær fyrir
alla muni fjölga í stéttinni og
segjast fúsar, að veita þeim,
sem áhuga hafa á þessu námi,
allar þær upplýsingar, sem
þær geta veitt.
Stúlka
20—30 ára óskast til léttra
heimilisstarfa 2—3 tíma á dag,
um kvöldmatartímann. Tilb.,
er greini m. a. aldur og at-
vinnu, sendist afgr. Mbl. fyrir
20. febr. merkt „6023“.
Kærleiksorðið
Bróðir,.
ÞAð SEM vér berjumst fyr
ir opinberlega, auglýsir hugs
unarhátt vorn. Verum ráð-
vandir, hreinskilnir og réttvís
ir. Ráðvendni skapar öryggi,
vér verðum sjálfum oss sam
kvæmir, og vér þurfum ekki
að hræðast vora eigin blekk
ingu — þar eð hún er ekki
fyrir hendi. Hreinskilnir eru
aðeins kjarkmiklir menn. Mæt
um vér fölskum manni getum
vér sagt oss, að hann er einn
ig bleyða. Þess vegna getum
ér vera — því þá getum vér
vænst, að oss verði sýnd rétt
vísi í hinum æðsta dómi. iðk-
un þessarar þrenndar skapar
sálarró og göfugan persónu
leika. En afdrif þess, sem tem
ur sér ósannsögli eru sorg-
leg. Hann á aldrei miklu láni
að fagna. Eins og víst er, að
afleiðing fýlgir hverjum verkn
aði, þá bíður ósigur þess
manns, sem temur sér svik og
hrekki að einhverju leyti. Ef
þetta er ekki sannleikur, þá
er öll tilveran byggð á ósann
indum.
Bróðir, Sá sem er það sem
hann sýnist, efnir það, sem
hann lofar og hreinskilin
játning situr ávallt næst sak-
leysinu. Reynum að vera
hreinskilnir — í mannheimi
— heimi þjáningar og von-
brigða, því sannleikurinn er
ljósið, sem logar að eilífu.
Bróðir.
Oss jarðarbörnum eru ekki
allir hlutir ve'l gefnir. Þvi
verðum vér að læra. Sumir
ganga í langa og lærða skóla
og sækja mikinn fögnuð og
lærdóm. Aðrir eru þeir, sem
ganga beint út í lífið ogvilja
læra af eigin mistökum í lífs-
baráttunni. Og þannig læra
menn margt. Bezti skólinn er
ekki lifið eða einhver æðri
menntastofnun. Hinn bezti
skóli er náunginn — bróðir
vor. Af honum getum við lært
margt. Og vilji maður læra
af náunganum, verður maður
að 'líkja eftir hinum góðu
siðum hans. En það kallast
ekki að læra af náunganum
að taka til fyrirmyndar mann
inn í heild — og hósta og
hrækja eins og hann. Höfum
í huga að af annarra brest-
um getum vér lært að bæta
oss.
Bróðir.
Enginn getur fundið æðra
eða betía en það, sem hann
hefur aflað sér sjálfur með
hugsun sinni. Allt er undir
því komið, hvað hver og einn“
hefur sjálfur hugsað, en ekki
undir því, sem hann hefur láf*
ið aðra hugsa fyrir sig. Efn-
islitlir menn og innantómir
gína opnir fyrir öllum áhrif-
um þeir eru nokkurskonar
hljóðaklettar, sem bergmála
hvert hljóð, sem berst þeim.
Ef til vill er þetta ekki vegna
vöntunar — heldur til komið
vegna æfingaleysis. Það er —
þessir bergmálsmenn hafa
aldrei gert tilraun til að láta
hljóma frá eigin brjósti og
vita ekki hvað þeir geta. Það
er því skydla vor — bróðir í
mannfélagi — að leiðbeina
þessum mönnum, svo að þeir
vgeti öðlast sjálfstæða ham-
ingju. Vér skulum hafa fyrir
reglu að dæma aldrei gildi
manns eftir stutta viðkynn-
ingu. Ef til vill sjáum vér
ekki perlurnar á botninum
fyrir gárunum á jrfirborðinu.
Svo sem sérkenni hvers
manns þroskast, því meira
virði verður hann sjálfum sér
— og því meiri þýðingu hef-
ur hann fyrir aðra. Og þeg-
Eir maðurinn getur verið til
gagns og innur, að hann hef-
ur hæfileika til að vera það,
mannfélagi — á sinni réttu
hillu í lífinu.
Vegtams
' Ak’X.
(Sbr. Rondeau eftir J. H. Leigh Hunt).
Hvenær sem við hittumst, hún
hljóp í fang mér, vafði örmum,
lyfti skuggum, létti brún,
leysti sál frá öllum hörmum.
Nú gerist hljótt um hugarborg,
hallar degi — flest varð tál mér. —
En í gegnum gremju og sorg
geislar minning ljúf í sál mér.
Bragi Sigurjónsson.
H0RNAUGAD
Boom
Boom er byggð á einu af
lélegustu leikritum Tennessee
Williams, Teh Milk Train
Doesn't Stop Here Any More
og þetta er í áttunda sinn,
sem Elizabeth Taýlor og Ric-
hard Burton leika saman í
fjallar um deyjandi konu, sem
kvikmynd. Þessi nýja mynd
eftir að hafa verið gift fimm
iðnjörfum á ekki aðeins morð
fjár heldur einnig skrautlega
eyju, skammt undan strönd-
um Sardiníu. Þessarar eyju
er gætt af varðhundum ogein
um dverg (Michael Dunn,
upprunalega). Burton er í
hlutverki kristins fræðimanns
sem þekktur er undir nafn-
inu engill dauðans, vegna þess
að hann leggur mikla rækt
við konur, sem ekki eiga langt
eftir af þessum heimi. í
Boom fylkja þau liði í leik-
húslegu arnarhreiðri, sem stað
sett er mitt á mi'lli gaman-
leiks og mikilla átaka. Liz er
fleygari aðilinn í hreiðrinu,
svolgrar -ósköpin öll af svörtu
kaffi, pillum og koníaki,ö skr
ar þangað til að hún fær
sprautu og spýtir út úr sér
meinfyndni Williams, sem oft
um alltaf háðugleg. Þegar
Liz dregur sig í hlé birtist
á tíðum er hlægileg og næst-
Noél Coward í hlutverki norn
arinnar frá Capri, sem blygð-
unarlaus gömul skessa og setn
ingarnar, sem henni eru lagð-
ar í munn eru mikið í ætt við
þessa: I was os exited. I shout
ed a silent hallelujah. Leik-
stjórinn Joseph (The Servant)
Losleyt lætur löngun sína eft
ir fegurð hlaupa í allar áttir
og kippir oft vélinni frá aðal
leikurunum til að sýna okkur
bláan sæinn, hvítar pipsmynd
irnar, þegar sólin endurspegl-
ast í mosaic — gólfunum og
þegar silfurtauið glitrar. —
að síður mjög fallegaur hræri
grautur.
Ræktun og borgarprýði
Slagpressa fyrir má!miðnað
um 40 tonna óskast til kaups.
H.F. OFNASMIÐJAN
Einholti 10 — Sími 21220.
Takið eitir — tahið eitir
Hausta tekur í efnahagsli.fi þjóðarinnar þess vegna sikai
engu fleygit en allt nýtt.
Við kaupum alls konar gerðir húsgaigna og húsmuna
þó þaiu þurfi viðgerðar við, svo sem búffetskápa, borð,
stóla, klukkur, spegla, blómasúlur, rokka, prjóna og
snældustokka og margt fl.
FORNVERZLUNIN, Laugavegi 33
bakhúsið, sími 10059, heima 22926.
Hei stóra íbúð
til umráða í nýja Miðbænum,
get leigt 1—2 herb. og eldhús.
Hentugt fyrir heiðarlega
stúlku með barn eða börn.
Uppl. sendist afgr. Mbl. fyrir
1. marz merkt „Hagkvæmt —
3.500 — 6109“.
íbúð óskast til koups
Vil kaupa góða 2ja — 3ja heirbengja íbúð á hæð.
Tilboð óskast send til Morgunblaðsins fyrir föstudag
21. febrúar, merkt: „Góð íbúð — 6108“.
TIL LEIGI7
7 herbergja íbúð á tfveimur hæðum á góðum stað í
Vestuirborginni. Einnig fjögunra herbergja íbúð í Vestur-
borginni. Engin fyrirframgreiðsla. Báðar íbúðirnar eru
í góðu ástandi. — Tilboð merkt „Vesturborgin — 6157“
sendist Morgunblaðinu fyrir 23. þ.m.