Morgunblaðið - 18.02.1969, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.02.1969, Qupperneq 5
MORGUNBiLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1960 5 Þær hjálpa sjúkum að ná líkamlegum styrk á ný Litið inn á endurhœfingadeild Lands- spitalans og rœtt við sjúkraþjálfar- ana, sem þar starfa nú 5 sjúkra- — Upp, rétta úr fingrum — upp, eins og þú getur. Til baka, taka á — snúa, niður. Kalla Malmquist sjúkra- þjálfari stendur við bekk og heldur um handlegg á ungri stólku, sem þar liggur. — Hún brotnaði efst á upp- handlegg er hún datt niður stiga fyrir hálfu ári, segir Kalla. Olli skaðinn lömum í upphandleggsvöðvum, fram- handleggsvöðvum og handar- vöðvum og algeru tilfinninga- leysi upp fyrir olnboga. Með þrotlausum æfingum fimm skipti í viku hér og sj'álfsaga heima er hún smám saman að fá mátt í handlegginn. Erum við báðar mjög bjartsýnar. Við erum stödd í æfinga- herbergi á endurhæfingadeild Landspítalans og nokkru inn- ar liggur fullorðinn maður á bekk. Hann lyftir fótunum, beygir og gerir æfingar undir stjórn Unnar Guttormsdóttur sjúkraþjálara. Eftir að hgfa þjáðst í meira en áratug vegna kölkunar í mjöðmum, var gerð aðgerð á hægri mjöðm fyrir 9 mánuðum og á þeirri vinstri fyrir skömmu, og þremur vikum eftir upp- skurðinn var hann farinn að ganga um með hækjur. — Fyrir aðgerðina gat hann aðeins beygt í mjaðmarliðn- um 20 gráður — en nú er hann kominn í 70 gráður, seg ir Unnur. Til þess að geta set- ið vel og gengið eðlilega upp tröppur, þarf hann að geta beygt 80-90 gráður og að því er stefnt með æfingum. Sjúklingurinn segist nú að mestu vera laus við þjáning- ar og er hann ánægður með framfarirnar. — Hann er nú líka svo dug- legur, segir Unnur. Það er svo mikið undir fólkinu sjálfu komið að því fari fram. Við gerum engin kraftaverk, heldur erum aðeins leiðbein- endur. ÞJÁLFUNIN getur ráðið ÚRSLITUM Endurhæfingadeild Land- spítalans er til húsa í kjallara nýbyggingar Landspítalans og þangað flutti hún fyrir tæpu ári. Þar vinna þjálfarar. — Við erum allt of fáar, segir Sigríður Gísladóttir yfir sjúkraþjálfari. Það er heimild fyrir að ráða 7, en vandinn er bara sá, að það er alger hörg- ull á lærðum sjúkraþjálfur- um. Landspítalinn er eina sjúkrahúsið, sem hefur fast- ráðna sjúkraþjálfara, en það þyrfti að vera svo við öil sjúkrahús, bæði í Reykjavík og úti á landi. f einstaka til- fellum getur þjálfun hjá sjúkraþjálfara náðið úrslitum um, að sjúklingur nái heilsu, en yfirleitt hefur hún mikið að segja í sambandi við að stytta legu og minnka um leið vinnutap sjúklings. — Starfið er fólgið í því að hjálpa sjúklingum að ná sem mestum líkamlegum styrk og hreyfanleika eftir sjúkdóma, uppskurði, slys o.ifl. Þjálfun- in er margs konar, því að sitt hæfir hverjum og er það okk- ar að finna út í samráði við lækni hvaða meðhöndlun hver sjúklingur á að fá. æfingar undir eftirliti sjúkra- þjálfara. Það hefur mikið að segja að hafa góð hjálpar- tæki, einkum þegar við erum svona fáar. Draumurinn er að fá sundlaug, en það er gert ráð fyrir henni í viðbyggingu, sem á að koma við þessa álmu. Síðar er gert ráð fyrir að við tökum til meðhöndlun- ar sjúklinga, eftir að þeir út- skrifast af spítalanum, en það getur ekki orðið, fyrr- en við erum orðnar fleiri og sér- menntaður læknir er kominn á deildina. AÐEINS 20 STARFANDI Á ÖLLU LANDINU Það er sem sagt tilfinnan- legur skortur á lærðum sjúkra þjáifurum og Sigríður, sem er formaður Félags íslenzkra sjúkraþjálfara segir, að það séu aðeins 20 starfandi á öllu landinu — álíka margir og hæfilegt þykir að ihafa á með- alstóru sjúkrahúsi erlendis. í Reykjavík eru 14 starfandi, 5 á Landspítalanum en hinir hjá æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Styrktar- félagi vangefinna, Vífilsstöð- um, einn með sjálfstæða stofu og 2 starfa hjá gigtarlæknum. Þeir sem eru úti á landi eru í Hafnarfirði, Akranesi, Kefla „Til baka, taka á inn handlegg. honum voru prófessor Níels Dungal og Magnús Pétursson þáverandi bæjarlæknir. Með- al nemenda þá var Sigurleif Hallgrímsdóttir, sem starfað Kalla Malmquist æfir máttlít- starfsþjálfun frá viðurkennd- um skóla. Flestir íslendingar sækja menntun sína til Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar. Inntökuskilyrðin eru víðast Sjúkraþjálfararnir á Landspítalanum: dóttir og María Ragnarsdóttir. (f.v.: Sigurleif Hallgrímsdóttir, Unnur Guttomsdóttir, Kalla Malmquist, Sigríður Gísla- — Hér á spítalanum förum við ýmist upp á sjúkrastofurn ar eða fáum sjúklingana hing að niður. Bráðum tökum við í notkun æfingasal, þar sem verða þrekhjól, göngugrind, mottur og fleiri tæki svo að sjúklingar geti stundað sjálfs vík, Reykjalundi og Akur- eyri. Hér á landi er enginn skóli fyrir sjúkraþjálfara en fyrir nær fjórum áratugum var slíkur skóli starfræktur á veg um Jóns Kristjánssonar gigt- arlæknis og kennarar með „Lyfta beygja .“ — Unnur Guttormsdóttir þjálfar sjúkling eftir mjaðmaraðgerl hefur á Landspítalanum frá því árið 1®34, að undantekn- um námsdvölum erlendis. — Kennslan varð ekki lang líf, því að nemendurnir voru svo fáir að það borgaði sig ekki að reka skólann, segir Sigurleif. Og það verður áreiðanlega ekki reynt aÆtur fyrr en hægt verður að halda uppi sambærilegri kennslu og bezt gerist erlendis, en kröf- urnar, sem gerðar eru í þess- ari grein aukast stöðugt. FÓLK VEIT LÍTIÐ UM STARFIB Nú spyr vafalaust einhver hvað þurfi til þess að verða sjúkraþjálfari — hvort það sé það sama og sjúkraliði eða nuddari. Við beinum spurning unni áfram til Sigríðar. — Nei, alls ekki, svarar hún. Sjúkraþjálfarar með- höndla sjúklinga á sjúkrahús um, æfingastöðvum og viðar eftir læknisbeiðni. Sjúkralið- ar starfa á sjúkrahúsum við aðstoðarhjúkrunarstörf. Nudd arar starfa á gufubaðstofum og öðrum hressingarstofn- unum fyrir heilbrigt fólk. — Til þess að fá að starfa sem sjúkraþjálfari, þarf að ljúka prófi með tilheyrandi hvar stúdentspróf og þriggja mánaða lágmarksstarfs- reynsla á sjúkrahúsi og stefn- ir þróunin í þá átt að gera þetta að háskólagrein. — Allt of fáir fara út í þetta nám og veldur því ef til vill, hversu lítið fólk veit um starfið. Þó eru íslendingar vel settir með skólavist, því að skólarnir í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi, sem alls eru 8, hafa allir pláss fyrir ákveð inn fjölda útlendinga og ganga Norðurlandabúar fyrir. Hafa fslendingar ekki notað sér þennan rétt, nema að litlu leyti, meðan ungt fólk í þess- um löndum þarf að bíða í 2-3 ár eftir skólavist. Svo mikil er aðsóknin. — Inntökuskilyrðin eru stúdentspróf, nema í Svíþjóð. Þar er þess ekki krafizt enn sem komið er. Til þess að auka vonina um skólavist taka margir einhver háskólapróf áður, eða jafnvel fþróttakenn arapróf. NÁMIÐ TEKUR 2—3 ÁR Þrír af sjúkraþjálfurunum á Landspítalanum hafa ný- lega lokið námi, hver í sínu landi og því upplagt að fræð- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.