Morgunblaðið - 18.02.1969, Page 10

Morgunblaðið - 18.02.1969, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1909. Hann gaf úvættunum sál Boris Karloft, hinn ókrýndi kon- ungur hryllingsmyndanna, látinn LEIKARINN frægi, Boris Karloff, lézt skammt fyrir utan fæðingarborg sína, Lond on, sunnudaginn 2. febrúar sl. 81 árs að aldri. Karloff má tvímælalaust telja fremstan þeirra leikara, sem hrollvekju myndatímabilið í Hollywood fæddi af sér snemma á 4. tug aldarinnar, enda er persónu- sköpun hans frá þeim tíma á ófreskjum, bæði mannlegum og yfimáttúrlegum, kvik- myndaunnendum enn í fersku minni. Eins og svo oft er um leik- ara, sem sérhæfa sig í sér- stakri tegund hlutverka, var maðurinn Boris Karloff algjör andstæða þeirra persóna, sem hann skóp á hvíta tjaldinu. Hann var hæglátur maður og góðlyndur, yfirvegaður en af- skaplega viðkvæmur. Þessum skapgerðareiginleikum sínum tókst honum ekki alltaf að leyna í leik sínum, og á vafa- lítið stóran þátt í því, hve vel honum tókst að lýsa sálartómi ófreskjanna, því að — þrátt fyrir allt — „gaf hann ófreskj unni sál“, eins og gagnrýn- andi einn komst að orði um leik hans í þeirri frægu mynd — Frankenstein, sem varð upphafið að frægðarferli Kar- loffs árið 1931. Boris Karloff var aðeins leikaranafn því að í raun réttri hét hann William Henry Pratt. Hann var fæddur í Dulwich í Englandi, hlaut góða skólamenntun, enda að því stefnt að hann færi í ut- anríkisþjónustuna. — En skömmu eftir að hann varð myndugur hætti hann námi og hélt yfir til Kanda og litlu síðar til Bandaríkjanna. Þar kom hann ári síðar fram á sviði á farandleikhúsi, sem hann starfaði fyrir um þær mundir. Næstu tíu árin starf- aði hann svo hjá ýmsum slík- um leikhúsum í Bandaríkjun- um, þar sem áhuginn fyrir kvikmyndaleik vaknaði hiá honum. Hann kom fram í fjölda kvikmynda frá þögla tímabilinu í Hollywood án þess að vekja á sér neina at- hygli. Boris Karloff var orðinn 42 ára, þegar hann að lokum höndlaði frægðina. Tímabil hryllings kvikmyndanna í Hollywood hófst árið 1931, og það var Bela Lugosi sem hleypti skriðunni af stað með kvikmyndinni um Dracula greifa. Litlu síðar réðst leik- stjórinn James Whale í að kvikmynda sögu Mary Shell- ey um Frankenstein, og hæf- an leikara vantaði í titilhlut- verkið. Karloff sagði síðar svo frá: „Ég sat í matsal kvikmynda- versins, þegar klappað var á öxl mér, og mér tilkynnt að James Whale vildi tala við mig í skrifstofu sinni, en hann var þá helzti leikstjóri kvikmyndafélagsins. „Við er- um að byrja að filma Frank- enstein eftir sögu Mary Shell- ey, og mig langar að biðja þig að spreyta þig á hlutverki hrollvekjunnar", sagði Whale, þegar ég kom á skrifstofu hans. Þetta var heldur tvt- Boris Karloff í hlutverki sínu sem Frankenstein (t. v.), og Boris Karloff, eins og hann kom mönnum fyrir sjónir dags daglega (í miðju) og loks í hlutverki sínu sem Mord, hinn blóðþyrsti og klumbufætti böð U11 Lundúnaborgar. ræður heiður að mér fannst þá, en ég sló til — sérhvert hlutverk sem mér bauðst, var betra en ekki neitt.“ Frankenstein-gerfið átti eft ir að gera Karloff að auðug- um manni, því að kvikmyndin fékk góðar viðtökur, og í kjöl- far hennar fylgdu tvær aðrar — Brúður Frankensteins og Sonur Frankensteins. Þar með var hann orðinn hinn ókrýndi koungur hryllingskvikmynd- anna og á eftir fylgdu ýmiss áþekk hlutverk í öðrum hryllingsmyndum. Til að mynda fór hann með eitt af þremur aðalhlutverkunum í Hrafninum, sem byggð var á ljóði Edgar Allan Poes, ásamt þeim Vincent Price og Peter Lorre. Þó voru hlutverkin ekki alltaf tekin út með sæl- unni. í Frankenstein tók það til að mynda fjóra tíma fyrir hverja mydun að farða and- lit hans svo, að það yrði sem ægilegas-t ásýndum. Samt sem áður þótti Karloff alltaf vænst um það hlutverk af þeim fjölmörgu, sem hann túlkaðf á sinni löngu ævi. í samanburði við ýmsar síð- ari tíma hryllingskvikmyndir virðast myndir Karloffs næst- um því meinlausar. En minn- ingin um Karloff mun samt lifa. Hann var leikari, sem kunni þá list að höfða til sjón- skynjunar í kvikmyndunum, var ætíð sjálfum sér sam- kvæmur í hlutverkum sínum, leikur hans var aldrei of eða van, einmitt sem á vantaði í síðari tima framleiðslu hryll- ingskvikmynda. Svar Bókavaröafélags íslands við bréfi menntamálaráðherra MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur nú birt bréf til Bókavarða félags íslands vegna greinar- gerðar þess um veitingu stöðu bókafulltrúa ríkisins. Bóka- varðafélagið telur skýringar ráð- herrans ekki fá staðizt og óskar því að gera eftirfarandi athuga- semdir: 1. Stefán Júlíusson hefur kenn- arapróf og B.A. próf í bókmenm- um. Ráðherrann segir, að þessi menntun hljóti að „teljast nægi- legur undirbúningur undir það starf, sem hér er um að ræða“. Þessi menntun Stefáns er raun- ar góð og gild í sjálfu sér, en hún er ekki fremur undirbúning- ur undir starf bókafulltrúa en hliðstætt próf væri í náttúruvÍ3- indum eða félagsfræði, svo að dæmi séu nefnd, því að hér er á engan hátt um að ræða sér- menntun til bókasafnsstarfa. SAMKOMUR Skógarmenn K.F.U.M. Aðalfundur gkógarmanna verður haldinn annað kvöld kl. 8.30 í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg. Dagsskrá: Venjulc g aðalfundarstörf. — Eldri deild fjölmenni. Stjórnin. Gerum gömul húsgögn sem ný Nýtt fyrir þá, sem þurfa að láta mála, ný eða gömul húsgögn, alls konar, ininréttingar, vegghillur o.fl. — með hinuim nýju plastefnum (sýruhent plastlakk, hálfmatt, í öllum litum). Þorsteinn Gíslason, málarameistari Verkstæðið: sími 19047. Heimasími 17047. IFUNA VARI ELDUARNAR MALNING FUNAVARI er plastbundin eldvarnarmálning, er blæs upp við hita og myndar frauð, sem logar ekki en einangrar vel gegn hita. FUNAVARI tefur því mjög fyrir íkviknun í eld- fimum vegg- og loftklæðningarefnum og hindr- ar þannig lengi vel útbreiðslu elds. Á sama hátt einangrar FUNAVARI stálbita og járnhurðir og varnar því að málmurinn hitni og leiði hita til reiðsíu elds. MALIXIIIMG 5? KÓPAVOGI Simi 40460 Bókmenntanám eða rithöfundar- ferill gerir umsækjanda ekki sjálfsagðari til slíkra starfa en hvern annan sæmilega menntað- an þegn þjóðfélagsins. Þá er og á það að líta til samanburðar, að Kristín Pétursdóttir hefur stúdentspróf og B.A. próf í ensku og bókmenntum, en auk þess meistarapróf í bókasafns- fræði og stundar kennslu í þeirri grein við Háskóla íslands. 1. Eins og fram hefur komið, starfaði Stefán í Bókasafni Hafn- arfjarðar 1938-41, síðasta árið sem bókvörður, og var í stjórn sama safns frá 1950 til 1962, for- maður stjórnar frá 1954. „Starfs- reynsla hans verður því að telj- ast meira en nægileg“, segir ráð- herrann. Bókavarðafélag hefur áður bent á, að setu í stjórn bókasafns verði ekki við það jafnað að starfa sem bókavörð- ur, og telur félagið, að við veit- ingu embættisíns hefði átt að taka tillit til, að bókaverðirnir þrír, sem um embættið sóttu, hafa allir miklu meiri starfs- reynslu. 3. Stefán Júlíusson hefur verið forstöðumaður Fræðslumynda- safnsins undanfarin 6 ár. Ráð- herrann telur þá stofnun átarfa „að ýmsu leyti á svipuðum grund velli og almenningsbókasöfn". Þessu neitar Bókavarðafélag af- dráttarlaust. 4. „í þessu tilfelli er ekki um það að ræða, að í lögum, reglu- gerðum eða auglýsingu séu sett ákveðin skilyrði, sem umsækj- anda ber að fullnægja", segir ráð herrann. Þetta telur félagið frjálslega túlkun laga og litla afsökun fyrir því að ganga fram hjá hæfustu umsækjendunum. Skv. lögum skal bókafulltrúi „efla menntun bókavarðastéttar- innar í samráði við Háskóla ís- lands og Bókavarðafélag fslands með námskeiðum og útgáfu fræðslurita“. Vandséð er, hvern- ig maður með enga sérmenntun og lit.la starfsreynslu á að sinna þessum þáttum. Þá á bókafull- trúi skv. lögum að leiðbeina stjórnum safnanna um ráðningu starfsmanna. Óhætt er að segja, að bókaverðii líti með nokkurri tortryggni til slíkra „leiðbein- inga“ bókafulltrúa í framtíðinni, ef svipuð sjónarmið verða látin ráða og við skipun bókafulltrúa að þessu sinni. 5. Ráðherrann telur „að taka eigi tillit til starfsaldurs, þann- ig að sá, sem að öðru jöfnu hef- ur þjónað ríkinu lengst með óað- finnanlegum hætti eigi að hljóta stöðuna". Þetta er höfuðrök- semd ráðherrans fyrir vali Stef- áns í stöðuna. Hér skipta orðin öðru jöfnu höfuðmáli og ógilda þessa „röksemd" ráðherrans ger- samlega. Réttlæbanlegt er að taka tillit til starfsaldurs hjá rík inu, ef um er að ræða umsækj- endur hliðstæða að hæfni og starfsferli. í þessu tilviki er því alls ekki til að dreifa, svo sem komið 'hefur fram. Enda væri til lítils fyrir fólk að búa sig undir störf hjá ríkinu með sérnám, ef það ætti stöðugt yfir sér, að eldri ríkisstarfsmenn úr óskyld- um greinum yrðu teknir fram yfir það. Um þetta þarf raunar ekki frekar að ræða, enda mætti sýna með dæmum, að mennta- málaráðherra hefur ekki fylgt þessari „reglu“ við fyrri embætta veitingar. YSjálfstæðiskvennafélagið VORBODI Hafnarfirði heldur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 19. febrúar kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Spiluð verður félagsvist. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.