Morgunblaðið - 18.02.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1909.
Frá slysstaðnum.
Ástralía
stoðarmenn þeirra komust af,
að minnsta kosti tveir þeirra
alvarlega slasaðir. Arnfield
Brendeoke, kyndari segist
hafa stokkið af flutningalest-
inni sem var á fleygiferð, þeg
ar hann sá, að árekstur var yf
irvofandi. Við það slasaðist
hann nokkuð, en ekki lífs-
hættulega.
Klukkutímum saman eftir
slysið var svæðið hulið að
mestu þykkum reykjarmekki
og eldsúlur blossuðu upp öðru
hverju. Innan um brakið ráf
uðu þar um þeir, sem höfðu
sloppið ómeiddir, og leituðu
angistarfullir að ættingjum
eða vinum, sem höfðu verið
með þeim.
Þetta er annað meSta járn-
brautarslysi í sögu Viktoríu-
ríkis. Hitt varð árið 1963, þeg
ar tvær lestir rákust á, og 44
létust. í því slysi meiddust um
fjögur hundruð mianns.
JÁRNBRAUTARSLYSIÐ,
sem varð í Viktoríufylki í
Ástralíu á dögunum kostaði
20 manns lífið, og rösklega
fimmtíu slösuðust. Slysið
varð með þeim hætti, að far-
þegalestin á leiðinni Sidney
Melbourne rakst á ofsahraða
á flutningalest. Við árekstur-
inn þeyttust fremstu vagnarn-
ir hátt í loft upp, eldsneyti
fossaði úr eimvagninum yfir
vagna og samstundis gaus upp
gífurlegur eldur.
Með farþegalestinni voru
196 farþegar og flestir voru í
svefni, þegar áreksturiran varð
í grennd við Fjóluborg, sem
er smábær um 105 mílur norð
austur af Melbourne. Slökkvi
lið og björgunarmenn þustu
þegar á slysstaðiinn og unnu
sleitulaust að því að bjarga
slösuðu og skelfdu fólki úr
vögnunum og var það erfitt
verk, því að margir höfðu
klemmzt inni og varð að ná
þeim út með sérstakri gætni.
Yfirmenn j á rnbraútar in nar
telja að slysið hafi orsakazt
vegraa mannlegrar skyssu, þar
sem ekkert hafi komið fram
er bendi til, að nokkur bilun
hafi gert vart við sig.
Lestarstjórarnir báðir biðu
bana í slysinu, en fjórir að-
MÁL ER AÐ LINNI
'lfl'ikla og almenna ánægju
vakti það í gær, að rík-
isstjórnin lagði fram frum-
varp til laga inn lausn kjara-
deilu útvegsmanna og yfir-
manna á bátaflotanum, þar
sem gert er ráð fyrir að lög-
festa miðlunartillögur, er
sáttasemjari ríkisins lagði
fram á sáttafundi 12. þ.m. og
banna verkföll, þar á meðal
samúðarverkföll í því skyni
að knýja fram aðra skipan
kjaramála en með lögunum
skal ákveðin og einnig fram-
hald verkfalla yfirmanna á
bátaflotanum.
Eins og kunnugt er hófu
vélstjórar verkföllin, en aðr-
ir fylgdu í kjölfarið. Hér var
um að ræða vandasama lausn
vinnudeilu, en framan af
treystu menn því samt, að
samkomulag gæti náðst, enda
þótt samningamenn vél-
stjóranna virtist skorta
þroska til að meta aðstöðuna
rétt og standa að heilbrigðri
lausn. Síðar gerðu pólitísk
sjónarmið mjög vart við sig,
og urðu menn þess varir, að
bæði málgögn kommúnista
og Framsóknarmanna ólu á
kröfuhörku og gerðu allt,
sem í þeirra valdi stóð, til
þess að verkfallið drægist á
langinn, og loks þegar sátta-
semjari ríkisins bar fram
heilbrigða miðlunartillögu
beittu þessi öfl öllum ráð-
um til að fá hana fellda, og
leyndi sér ekki gleði þeirra
yfir því, að svo skyldi fara að
tillagan var felld með nokkr
um atkvæðamun.
En íslenzku þjóðinni er
það ljóst, að mál er að þess-
um ljóta leik linni. Þess
vegna fagna allir velviljaðir
menn þeim aðgerðum ríkis-
stjómarinnar að binda nú
enda á deiluna með löggjöf.
VERKFÖLL EÐA
VELGENGNI
l/erkfallið á fiskiskipaflotan-
* um hefur valdið þjóðinni
gífurlegu tjóni, einmitt á
þeim tíma þegar brýnasta
nauðsyn bar til að örva út-
flutningsframleiðslu og efla
atvinnuvegi vegna hinna
miklu áfalla, sem við íslend-
ingar höfuð orðið fyrir síð-
ustu tvö árin. Verkfallið hef-
ur orðið til þess að fresta
því nokkuð, að íslendingar
gætu rétt við efnahag sinn
og lífskjör byrjað að batna að
nýju; það hefur með öðrum
orðum orsakað kjaraskerð-
ingu þjóðarinnar allrar.
En ekki tjóar að sakast um
orðinn hlut. Hins vegar verð-
um við að draga rétta lær-
dóma af reynslunni. Við verð
um að gera okkur grein fyrir
því, að tilgangslaust er að
heyja verkföll til að reyna að
heimta í sinn hlut verðmæti,
sem hvergi eru til. Fyrst verð
ur að skapa verðmætin og síð
an má deila um skiptingu
þeirra. Frumskilyrði er, að
menn geri sér grein fyrir
þessari einföldu staðreynd.
Kommúnistakiíkan, sem
ræður „Þjóðviljanum“, er
þegar tekin til við að reyna
að espa til verkfalla hinn 1.
marz og nýtur til þeirrar iðju
dyggilegs stuðnings Fram-
sóknarmálgagnsins eins og
fyrri daginn. Þessi óþjóðhollu
öfl virðist ekkert um það
varða, þótt þúsundir verka-
manna hafi verið atvinnulaus
ir og þrái heitast að fá fulla
vinnu. Þau virðast ekkert
varða um það, þótt lífshags-
munir íslenzku þjóðarinnar
krefjist þess nú, að öll at-
vinnutæki séu rekinn með
fullum þrótti og auðlegðar
aflað til að styrkja fjárhag
þjóðarinnar gagnvart útlönd-
um og leggja grundvöllinn að
nýrri framfarasókn og bætt-
um lífskjörum.
Hver einasti ísiendingur
veit, að þegar svo gífurleg
áföll verða, sem raunin hef-
ur á orðið síðustu tvö árin,
þá hljóta allir að verða að
taka á sig nokkrar byrðar um
sinn. Menn gera sér fulla
grein fyrir því, að gengis-
lækkunin, sem gerð var fyrir
áramótin, mundi ekki bera
árangur, ef allar hækkanir,
sem af henni leiddu, yrðu
þegar í stað reiknaðar inn í
kaupgjald allra landsmanna.
Þá væri svikamillan komin í
fullan gang, verðlag mun
hækka á ný, síðan kaupgjald
ið, og þar með væri aftur
kippt stoðum undan heil-
brigðu atvinnulífi. Þá mimdu
atvinnufyrirtækin stöðvast,
gagnstætt því sem tilætlun-
in er: að hver fleyta fari á
flot og öll iðjuver í landi,
stór og smá, hefji fullan rekst
ur. Á engan hátt væri hægt
að skaða hagsmuni launþega
meir en að hrinda þessari
hringekju af stað. Þá gæti
enginn mannlegur máttur
tryggt fulla atvinnu, og þá
væri útilokað, að við réttum
við efnahag landsins.
Þetta skilja raunar líka
þeir pólitísku ævintýramenn,
sem reyna nú að æsa til
óhæfuverka, og það er ein-
mitt vegna þess að þeir vita
þetta, sem þeir heimta, að
vísitöluskrúfan verði sett af
stað. Þeir telja að þá væri
þeirra tími kominn til að upp
skera í þjóðfélagi erfiðleika,
atvinnuleysis og svartsýni.
En íslenzka þjóðin er stað-
ákveðin í því að bregðast
ekki hlutverki sínu og skyldu
sinni við land, forfeður og af-
komendur. Hún mun nú
tryggja vinnufrið og fulla at-
vinnu, sem á skömmum tíma
mun gjörbreyta allri afstöðu,
tryggja stórfenglegar fram-
farir á næstu árum og stöð-
ugt batnandi lífskjör.
tjlfcgse&m.di H.f. Árvakur, Reykjawfik.
Fxamkvæmdaatj óri Hiaraldur Sveinsson.
'Ritstjórar SigurSur Bjamason frá Vigur.
MattMas Jobanniesislen.
Eyjólfur Konráð Jónssion.
RifcstjórraarMIfcrúi Þorbjöm GuðtraundsBOifc
Fréfcfcaafcjóii Bjöm Jólhannsson.
Auglýsingiaatjóri Ámi Garðar Kristmsson.
Ritstjórn og afgneiðsla Aðalsfcræti 6. Sími 10-109.
Auglýsiiragar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Áakxiftargjald kr. 150.00 á xnánuði innaralands.
1 lausaeölu kr. 10.00 einfcakið.
Gróf hlustunor-
tæki í blómu-
potti Muos
Hong Kong, 15. febr. — AP —
MÁLGAGN Rauðu varðliðanna í
Kína hefur borið fyrrverandi ut-
anríkisráðherra landsins, Yang
Shang Kun, þeim sökum að hafa
stundað njósnir fyrir Sovétríkin.
f blaðinu segir, að Shang Kun
hafi komið hlerunartækjum fyrir
í blómavösum og legubekkjum í
skrifstofu Mao Tse-tung og síð-
an hafi hann skýrt sendiráði Sov
étríkjanna í Peking frá öllum
orðum og gerðum Maos. Sendi-
ráðið hafi síðan komið þessum
upplýsingum áfram til Moskvu.
Blaðið segir, að ráðherrann
fyrrverandi, hafi byrjað þessa
þokkalegu iðju árið 1955. Shang
Kun hrökklaðist úr ráðherrastóli,
þegar valdabaráttan í Kína komst
í algleyming við upphaf menn-
ingarbyltingarinnar.
Hlé d dróðri
Útvarpið í Prag skýrði frá því
í dag, að útvarpsstöðin „Radio
VItava“ sé hætt sendingum. Hef
ur stöð þessi verið rödd her-
námsliðanna í Tékkóslóvakíu allt
frá því innrásin var g-erð í ág-
úst í fyrra, og sætt mikilli gagn
rýni landsmanna fyrir rangtúlk-
un frétta. Einnig hefur stöðin
flutt harðorðar árásir á frelsis-
öflin í Tékkóslóvakíu.
í frásögn útvarpsins í Prag,
segir, að Vltava útvarpsstöðin
hafi hætt sendingu í morgun, en
seinna í dag hafi sitöðin hafið
sendingar á ný — eða önraur
stöð á sömu bylgjulengd — og
hófst sú sending með þjóðsöng
Austur-Þýzkalands. Var fram-
hald sendingarinnar á þýzku og
dtagskráin sú sama og hjá öðr-
um austur-þýzkum útvarpsstöðv
um.
f Tékkóglóvakíu hefur því
jafnan verið haldið fram, að á-
róðurssendingarnar frá Vltava-
útvarpinu hafi komið frá Aust-
uir-Þýzkalandi, því þulirnir töl-
uðu með áberandi þýzkum hreim.
Virðast þessar síðustu fregnir
staðfesta það áliit. í Prag er tal
ið að hafi Rússar stöðvað send-
ingar Vtlava-útvarpsins fyrir
ful'lt og allt, sé þar um mikla
viðurkenningu að ræða fyrir yf
irvöld í Prag, því dagblöð þar
í landi hafa margsinnis krafizt
þess að þaggað yrði niður í ár-
óðursstöðiruni.