Morgunblaðið - 18.02.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.02.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969. FOLK í FRÉTTUM Bítlabrúðkaup á nsestunm ÞESSI fallega mynd af frú Völu Thoroddsen birtist á for- síðu Berlingske Tidende 5. febrúar. DIPLOMATAR OG EMBÆTTIS MENN í KÓNGAVEIZLU Paul McCarney oj? Linda Ea stman. PAUL-bítill-McCartney hefur lagt Castró-skegginu sínu. Vin ir hans halda því fram, að það sé vegna þess að hann setli að ganga í heilagt hjónaband í þessum mánuði, og þeir segja, að hann taki þetta allt saman afarhátíðlega. Þegar hann var úti að aka með unn- ustunni, Lindu Eastman, hvsestu meyjarnar, sem hann dá á ameríska milljónaerfingj ann. Linda er 25 ára gömul og á sex ára dóttur. Segir þar: Konungshjónin héldu í gaerkvöld veizlu í Amalienborg, og er hér einn gesitanna (140), frú Vala Thor oddsen, kona ísLenzka am- bassadorsins. Sagt er að eftir að gestirn- ir komiu, hafi verið beðið eft- ir konungshjónunum, en síð- an hafi verið gengið til snæð- ings. Alls voru tólf manns af kon ungsfjölskyldunni viðstaddir, fjölmargir diplómatar og em- bættLsmenn og einnig lista- fóLk og menntameain. MatseðilLinn var á þessa ieíð: Tær súpa, kalt skinku- soufifilé, farseraður kalkún með heitum kastaníuhnietum og epiakaka. Eftir matinn var borið kaffi og líkjör eða koníak. vkunnar ÞAÐ eru engin Lög tii gegn stúdentum, en það eru held- ur engin sérstök sérréttindi til handa byltingarsinnuðum stúdentum. Dr. Kurt Kiesinger. Framkvæmdir á Sauðár- króki og öræfaleiðangur Sauðárkróki í janúar. Þegar hugsað er um atburði liðins árs er varðar framkvæmd- ir og þróun mála í okkar iitla bæjarféiagi, má óefað fyrst telja lokaþátt byggingar gagnfræða- skólahússins, þ.e. þess hluta bygg ingarinnar, sem þegar er fullfrá- genginn og tekin var í notkun 10. nóv. sl. Allverulegar fram- kvæmdir áttu sér stað í hafnar- málum staðarins með því að um það bil 60 þús. rúmmetrar af sandi var dælt úr höfninni og mynda'ðist við það ca. 1800 fer- metra land meðfram svokölluð- um Eyrarvegi meðfram hafnar- svæðinu. Byggður var voldugur grjótgarður framan þessarar nýju landmyndunar. Segja má að gagn af þessum framkvæmdum sé tvíþætt, að gera höfnina skip- genga stærri skipum en áður og auka athafnarsvæði við höfnina verulega. Hins vegar átti að dæla upp ca. 80 þús. rúmm. en tókst ekki vegna verulegrar bilunar á tækjum þeim, sem notuð voru. Nokkuð var unnið að gatnagerð með lagningu oiíumalar, slitlags og svo og minni háttar endur- bótum. Allar þessar framkvæmdir hafa kostað mikið fé, en höfðu ekki átt sér stað ef öflugs stuðnings ríkisvaldsins hefði ekki notið við, bæði beint og óbeint, t.d. var fjárveiting Alþingis til hafn- arinnar langtum hærri en nokkurn tima áður hefur átt sér stað. Þá var sklpt um aðal- lögn hitaveitu á alllöngum kafla frá Bárustdg nodður í Aðalgötu. Sú framkvæmd mun hafa kostað rúmar 2 milljónir króna. Miklar framkvæmdir fóru fram á vegum rafveitu Sauðár- króks, nýlagnir, bygging spennu- stöðvar og götulýsingar á stóru svæði. Mikil og góð tíðindi þóttu, þegar formlegt svar barst frá ráðíh. um staðfestingiu á tillögu iðnfræðsliuráðs um að væntan- Iegur iðnskóli kjördæmisins eigi að byggjast á Sauðárkróki, enda í alla staði éðlileg ráðstöfun, bæði vegna þess, hve staðurinn er miðsvæðis í kjördæminu og einnig að hér er ört vaxandi iðn- aður ásamt vaxandi aðsókn að Iðnskólanum. T.d. munu um 60 nememdur vera í skólanum í vetur. Um atvinnulíf er það að segia, að talsvert atvinnuleysi ríkti hér vetrarmánuðina og allt fram á sl. sumar, en þá rættist verulega úr fyrst og fremst vegna útgerð- ar hins nýkeypta skips, Drang- eyjar, sem hóf vei'ðar um mánaða mót marz og apríl sl. og fiskaði frá þeim tíma til áramóta ca. 1200 tonn, sem að langmestu leyti var unninn í frystihúsum hér. Á öndverðum vetri komu hing- að verkfræðingur og aðalverk- stjóri Flugráðs til athugunar á nýju flugvallarstæði. Munu þessir menn leggja til að vænt- anlegur völlur verði byggður austur við Héraðsvatn og lengd hans verði ca. 1800 metrar. Flug- völlurinn við Sau'ðárkrók var tekinn í notkun á sumrinu 1949, en reglubundnar áætlunarferðir hófust 1. júlí 1951 og lendingar síðan rúmlega 3.700. Flugvöllur- inn hefir reynzt mjög vel og þrátt fyrir að hér er um að ræða eina braut, hafa lendingar mjög sjaldan fallið niður af þeirri ástæðu, en aftur á móti orðið til að afstýra slysum, a.m.k. í tvö skipti, sem millilandavélar gátu lent hér með góðu móti, en ekki annars staðar á landinu. Flug- völlurinn er 1400 m langur en ca. 300 metra kafli ekki talinn lengur nothæfur, svo horfi'ð mun að því ráði að byggja nýjan völl heldur en endumýja þann gamla, Tíð hefir yfirleitt verið fram- úrskarandi hagstæð, það sem afi er vetrinum, svo sauðfé kom yfirleitt ekki á gjöf fyrr en um miðjan desember. Heilsufar á búpeningi mjög gott að undan- teknum tilfellum á tveim bæjum í Lýtingsstaðahreppi, þar sem. vart hefir orðið gamaveiki Þá má til tíðinda telja, að þann 20. nóv. sl. lag*ði hópur áhugamanna héðan upp í ferða- lag upp undir Hofsjökul, undir leiðsögn og forystu Ingólfs Nikódemussonar, húsgagnasmiðs á Sauðárkróki, sem einnig er for- maður björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins, sem um langt ára bil hefir ferðast mjög mikið um fjöll og öræfi og á nú mikið og fallegt safn mynda frá ýmsum stöðum. Áðumefndur leiðangur var far- inn af 17 mönnum á 8 bílum og höfðu þeir félagar meðferðis brú, sem þeir höfiðu sótt suður að Jökulsá á Sólheimasandi. Lagt var af stað frá Varmahlíð og ekið fram Vesturdal og síðain farið upp á hálendið frá eyði- bílinu Þorljótsstöðum. Ferðin gekk í alla staði vel. Brúin komst á áfangastað eftir 11% klst. ferð frá Sauðárkróki, þ.e. 108 km. vegalengd, en vegalengdin alls, sem farin var frá því brúin var tekin á bílana 1440 km. Ingólfur hefir um Langt skeið haft mikinn áhuga fyrir að korna brú yfir Jökulsá eystri og var búinn að sjá út heppilegt brúarstæði, sem er við Vestari palla og mun Ingólfur vafalítið beita sér fyrir að steyptir verði stöplar og brúnni komið yfir ána á komandi sumri. Ingólfur, ásamt félögum sínum höfðu oft áður farið þar upp og rutt veg, en þetta var í fyrsta skipti, sem vörubíll hafði komizt þesisa Leið. Eftir að brúin er lögð yfir ána opnast lefð m.a, austur í Dyngjufjöll, Herðubreið- arlindir, í Bárðardal, suður á Rangárvelli, Skaftártungur. Enn- frernur opnast langþráð leið fyrir Eyfirðinga veetur á Kjöl. HÆTTA A NÆSTA LEITI efti r John Saunders og Alden McWilliams 1. mynd) Jæja Troy, þar kom að því að ég gæti ekki sagt að mér hefði verið fleygt út af betri stöðum. Mér þætti gam- an að vita hvar okkar hláturmildi vinur passar inn í púsluspiiið Danny. Upphafs- stafur Athosar var á hringnum hans og letrið var það sama og á skrifstofuhurð Athosar. 2. mynd) Við skulum velta því fyrir okkur þegar við komum í Iand. Ef ég get bara ræst þennan fjárans mótor skuium við . . . HJALP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.