Morgunblaðið - 18.02.1969, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1969.
21
— Ræða Þorsteins
Framhald af bls. 15
hans. Áburðarverðið í vor kvað
Þorsteinn mál málanna. Verði
það úr hófi hátt, verða minni
hey að hausti. Er þá sú hætta fyr
ir dyrum, að of margir bændur
treysti á beit og fóðurbæti. En
næg heyfóðuröflun er traustasti
grundvöllur fyrir farsælan bú-
skap.
Þá ræddi Þorsteinn hina miklu
vélvæðingu í sveitum og sagði:
íslenzkir bændur bjuggu yfrr
þriðjung þessarar aldar við
tæknilega örbirgð. Bændur tóku
hinni nýju tækni tveim höndum,
svo að varla eru dæmi til annars
eins meðal annarra þjóða. Venju
legar hjóladráttarvélar eru nú
um 10 þús. svo að ekki er langt
í land, að tvær dráttarvélar séu
á meðaltali á hvern bónda.
Sláttuvélar eru heldur færri en
bændurnir, svo að þær eru ekki
nógu margar enn, en múgvélar
eru komnar á 8. þúsund. Snún-
ingsvélar (heytætlumar) eru allt
of fáar enn. Þær eru ómissandi
hverjum bónda. Eins og nú er
ástatt, er varla um annað að
ræða en að fjárfesting bænda
drægist saman. Gömlu penings-
húsin verða að duga um stund og
vélakaup, sem nokkru nemuT,
verða flestum bændum ofur-
efli. Þetta leiðir auðvitað til
þess að viðhald gömlu vélanna
vex. Búvélainnflytjendur hafa
staðið sig illa 1 varhlutþjónust'
unni, enda ólíkt betra að selja
vélar en varahluti. Hvort tveggja
er, að rekstranfjánskortur er til-
finnanlegur þar, sem víða ann-
ars staðar og innflytjendur ekki
fýknir í að binda dýrt fjármagn
í varahlutum.
Þonsteinn ræddi m.a. jöfnun'
arverð á rafmagni, en rafmagns-
verð í sveitum sunnanlands er
kr. 2.90 kwst., sem er 1,23 kr
hærra verð en Sbúar höfuðborg-
arsvæðisinis greiða.
Þá er vert að geta merkismáls,
sem Búnaðarþing hefur fjallað
um og búið er að vinna að, að
koma í framkvæmd, en það er
djúpfrystingarstöð fyrir nauta-
sæði, sagði ræðumaður. Gert er
ráð fyrir, að stöðin þjóni öllu
landinu innan tíðar, þótt öll hér
uð verði e.t.v. ekki með í fyrstu
lotu. Slíkar stöðvar eru komnar
á fót í nágrannalöndunum og
þykja vænlegar til aukinnar
nautgriparæktar, sagði Þor-
steinn. Ágreiningur var um stað-
arval, en Hvanneyri hefur verið
valin. Og verður miálinu hrund-
ið í framkvæmd. í sambandi við
það drap Þorsteinn á innflutning
holdanauta eða hoidanautasæðis
og sagði að nú vaknaði sú spurn
ing, hvort ekki sé hægt að koma
þessu máli í framkvæmd í gegn-
um djúpfrystingarstöðina. Tekið
verði sæði úr völdu nauti, sem að
dómi hinna sérfróðu manna væri
alheilbrigt. Sæðið flutt heim,
sett í djúpfrystingu og geymt þar
meðan fylgst væri með heilbrigði
nautsins af sérfróðum, ábyrgum
mönnum, og sæðið ekki tekið til
notkunar fyrr en sérfræðingarn-
ir úrskurðuðu, að enginn sjúk-
dómur leyndist með nautinu.
Undir lok ræðu sinnar drap
Þorsteinn á enn eitt nauðsynja-
mál: Síðastliðin 5 ár, hefur verið
veitt aukaframlag á súgþurrkun-
arkerfi í heyhlöður. Við þessa
nýbreytni hefur mikið áunnizt í
þessu nauðsynjamáli og er þó
hvergi nærri svo á veg komið,
sem þörf er á. Það er óvéfengjan
leg nauðsyn, að þessu bráða-
birgða ákvæði Jarðræktarlag-
anna verði framlengt enn um
eitthvert árabiL
í lok ræðu sinnar ræddi Þor-
steinn erfiðleika bænda, kvað
dálítið erfitt að vera bj artsýnn á
fjárhagsgetu einstaklinga, sem
búa við lægstu launakjör eins og
nú er komið þjóðfélagi voru,
en bændur séu eins og fyrri dag-
inn í lægstu launatxöppunni. Af
þessu sköpuðust einnig miklir
erfiðleikar hjá sveitarfélögun-
um. „Samt verðum við að vona,
að við komumst fram úr öxðug
leikunum, og ekki megum við
kasta allri bjartsýni fyrir borð.
Með það í huga segi ég þetta 51.
Búnaðarþing sett“.
— Ræða Ingólfs
Framhald af hls. 15
Stofnlánadeildin lánar út á bygg
ingar, ræktun og kaup á búvél-
um. Hinsvegar eru engin stofn-
lán veitt til bifreiðakaupa, heim-
ilistækja, húsgagna og annarra
þæginda, sem nú eru talin vera
sjálfsögð, ekki síður í sveit en
í þéttbýli.
Það er ánægjulegt að á undan-
förnum árum hafa bændur byggt
vel og glæsilega yfir fólk og
búfénað. Sveitaheimilin flest
hafa eignast þau tæki, innanhúss
og utan, sem heyra menningunni
til. Það er því eðlilegt að eitt-
hvað sé óborgað af því, sem gert
hefur verið í seinni tíS.
Eignaaukning hefur vissu-
lega orðið hjá bændum almennt.
En aðstaðan er misjöfn og alltaf
verður efnahagurinn erfiður hjá
ýmsum, oft vegna óhappa eða
slæmra skilyrða.
Samkvæmt skýrslum þeim,
sem fyrir liggja, eru 3,4% af
bændum eða 160 talsins, mjög
illa settir fjárhagslega og hafa
naumast möguleika til að halda
búskap áfram nema sérstök að-
stoð komi til.
Segja má að 18,9% hafi mikla
þörf fyrir lagfæringu á rekstrar
aðstöðu m.a. með því að breyta
lausaskuldum í föst lán. 77.7%
af þændum verða að teljast á
góðum vegi efnalega, þótt nokkr
ir í þeim hópi hefðu þörf fyrir
að breyta lausaskuldum í hag-
atæðari lán.
Á því þingi, sem nú situr munu
ráðstafanir verða gerðar til þess
að gera bændum, sem miklar
lausaskuldir hafa, mögulegt að
breyta skuldum sínum í föst lán.
Reyndist sú löggjöf vel og varð
þeim bændum, sem notfærðu sér
hana, til mikils gagns.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
hefir veitt lán að undanförnu
eins og kunnugt er. Deildin hef-
ir eflzt, þótt hún hafi orðið fyrir
nokkrum töpum vegna gengis-
breytinga á éldri lánum. Það hef-
ir bjargað Stofnlánadeildinni að
upp var tekinn sá háttur að út-
vega henni innlent fjármagn til
þess að lána bændum. Þau er-
lendu lán, sem deildin hefur tek-
ið í seinni tíð, eru lánuð út með
gengistryggingum til vinnslu-
stöðva og ræktunarsambanda.
Hafa þessir aðilar því orðið fyrir
gengistapi, sem þeir að sjálf-
sögðu eru ekki ánægðir með og
óska eftir sérstakri athugun á.
Hvort hægt er að verða að ein-
hverju leyti við óskum þessara
aðila skal ekki neitt fullyrt um
að þessu sinnL
ÞJÓÐFÉLAGSÞEGNARNIR
HVER ÖÐRUM HÁÐIR.
Ekki er efamiéil að undirstaða
góðrar afkomu landbúnaðarins
er stjórnsemi og dugnaður þess
fólks, sem atvinnuveginn stund-
ar.
Ábýlisjörðin, tíðarfarið, verð-
lag afurðanna og verzlunarkjör-
in, eru vitanlega stórt atriði. En
tíðarfarið mun þó hafa úrslita-
áhrif á afkomuna eins og reynsl-
an hiefir sýnt.
Meðan árferðið var sæmilegt
voru íslenzkir bændur að bæta
kjör sín og höfðu í árslok 1965
náð því að hafa sambærileg kjör
við aðrar stéttir, þótt atvinna á
þeim tíma væri óvenjulega mik-
iil og kjör almennings eins og
bezt hefur verið. Minnkandi þjóð
artekjur, minni framleiðsla þjóð
arbúsins kemur við alla lands-
menn. Nú er tálið að grundvöll-
ur sé fenginn fyrir fjölbreyttan
atvinnurekstur í landinu m. a.
iðnað, sem byggist á vinnslu bú-
vöru til útflutnings.
Sjávarútveginum er ætlað að
starfa styrkjalaust og er vonandi
að það takist.
Landbúnaðurinn mun sækja
fram og eflast þrátt fyrir mis-
jafnt árferði. Það er nauðsyn-
legt að rekstrargrundvöllur at-
vinnulífsins sé traustur. Þá verð
ur atvinnulífið f jölbreytt og nægi
leg atvinna fýrir alla. Þá verður
kaupgeta fyrir hendi og aukinn
markaður fyrir búvörur.
Engin stétt í þessu landi get-
ur til lengdar eflzt ef aðrar þjóð
félagsstéttir búa við lélegan kost
og þröng kjör. Samstarf og skiln-
ingur stétta í milli þarf að vera
fyrir hendi.
Allir þjóðfélagsþegnarnir eru
í sama bát og hver öðrum háð-
ir.
Engin vafi er á því, að verði
atvinnutækin nýtt að fullu með
það fyrir augum að efla fram-
leiðsluna og auka útflutningsverð
mætið mun efnahagslegur bati
koma ótrúlega fljótt, öllum þjóð
félagsstéttum til hagnaðar.
Eg vil Ijúka máli mínu með
því að óska þess að störf Bún-
aðarþings megi verða farsæl og
mikilvæg fyrir landbúnaðinn og
þjóðarbeildina.
Einangrun
Góð plasteinangrun hefur hita
leiðnistaðal 0,028 til 0,030
Kcal/mh. °C, sem er verulega
minni hitaleiðni, en flest önn-
ur einangrunarefni hafa, þar
á meðal glerull, auk þess sem
plasteinangrun tekux nálega
engan raka eða vatn í sig. —
Vatnsdrægni margra annarra
einangrunarefna gerir þau, ef
svo ber undir, að mjög lélegri
einangrun.
Vé. hófum fyrstir allra, hér á
landi, framleiðslu á einangrun
úr plasti (Polystyrene) og
framleiðum góða vöru með
hagstæðu verði.
REYPLAST H.F.
Armúla 26 - Sími 30978
BAHCO
HITABLÁSARAR
í vinnusalí, vöru-
geymslur o.fl.
Margar gerðirog stærðir.
Leiðbeiningar og verkfræðl-
þjónusta.
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ....
SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVlK
Furðulegar aðfarir á
aðalfundi Bárunnar
á Eyrarbakka
í ÞJÓÐVILJAiNUM 28. jan. sl.
var frétt um kosningu stjórnar
í Verkalýðsfélaginu Bárunni á
Eyrarbakka. Lét blaðið svo, að
fráfarandi formaður félagsins,
Andrés Jónsson hafi wnnið ein-
hvern „stórsigur“ með því að
honum tókst með allundarlegum
hætti að fá sig endurkjörinn.
Þessi Andrés, sem vægast sagt
hefur sýnt litla félagslega hæfi-
leika í starfi sínu sem formaður,
undirbjó aðalfundinn með mik-
illi smölun og hirti þá lítt um,
hvort þeir, sem smalað var af
hans hálfu á fundinn, væru fé-
lagsmenn eða ekki, svo að á fund
inum voru m. a. félagsmenn úr
öðnum félögum,
Þrátt fyrir þesisar aðfarir, sem
að sjálfsögðu eru með öllu ólög-
legar, var sigur Andrésar ekki
meiri en það, að hann var kjör-
inn með 38 atkv., en Kjartan
Guðjónsson, sem var í framboði
á móti honum, fékk 30 atkv. og
gat Kjartan þó ekki verið á fundi
vegna annarra skyldustarfa. Ósk
ar Magnússon, sem kommúnista-
blaðið segir einnig, að hafi kol-
fallið, gaf alls ekki kost á s«r til
stjórnarstarfa.
Auk þess var framkvæmd
kosninganna á fundinum með
þeim hætti að fáheyrt er og með
öllu óþolandi að láta óátalið.
Formaðurinn hafði ekki nægan
pappír í atkvæðaseðla, svo hann
varð að skipta þeim í sundur,
svo að margs konar seðlar voru
í umferð. Margnefndur Andrés
stakk sjálfur upp á meðstjórn-
endum og hlustaði ekki á aðrar
tillögur.
Gekk formanni svo illa að fá
menn í stjórn með sér, að hann
varð að ganga á milli manna í
fundarsalnum til að biðja þá um
að koma í stjórn. Var fundar-
haldið allt með endemum.
Er þetta síðasta afrek þessa
manns í samræmi við aðrar gerð
ir hans í félagsmálum Bárunnar,
sem rætt mun nánar síðar, ef
frekara tilefni gefst.
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kaliað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.