Morgunblaðið - 18.02.1969, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 18. FEBRÚAR 1969.
á sig digurt kóral-perluband.
Þessir litir gerðu hárið á henni
ljósara útlits, og svo sverti hún á
sér augnahárin og lyfti þeim,
eins og hún hafði séð Joy gera.
Á leiðinni niður, rakst hún á
Petar Fraser, sem sagðist hafa
ætlað að fara að hringja til
hennar. Hann var afskaplega
feginn að hitta hana og spurði
haraa, hvað þau ættu að taka sér
fyrir hendur.
Hann var vel kunnugur í Sid-
ney, svo að þegar hún stakk
uppá að fara í búðir, en þó sér-
staklega í einhverja góða bóka-
búð, þá fór hann með hana í
eina, sem var skammt frá gisti-
húsinu. Hún lét hann dunda yf-
ir kortum og ferðabókum, en
sjálf fór hún að athuga skáld-
sögurnar. En hana langaði ekki
í rueinar nútímabækur. Hún
vildi fá eitthvað sem hún kann-
aðist við og væri hversdagslegt
en þó rómantískt um leið. Hún
kom auga á röð af bókum eftir
Bronté, og þá hikaði hún ekki
lengur.
„Wuthering Heights" átti al-
veg við skapið, sem hún var nú
í. Hún hafði ekki lesið þá sögu
síðan hún var unglingur. Hún
keypti hana.
Peter kallaði á hana til þess
að sýna henni kort yfir Nýja-
Sjáland, þar sem hann átti heima.
Henni hafði alltaf fundizt mál-
hreimur hans mundi vera ást-
ralskur. En nú þegar hún var
komin til Ástralíu, heyrði hún,
að hans framburður var miklu
viðkunnanlegri en hinn breiði
framburður sem þarna tíðk-
aðist, og var að reyna að hafa
hann eftir í huganum. Hann
sagði henni, að afi sinn hefði
verið hafnarStjóri í Chistchurch.
— Þetta er undarlega valin
bók fyrir enska stúlku í Ástra-
líu, sagði hann, er hann sá bók-
ina, sem hún hafði keypt. —>“Eg
man eftir, að við áttum að lesa
þessa sögu í skólanum og mér
fannst hún leiðinleg. Hvers-
vegna reynirðu ekki heldur ást-
rölsku höfundana, eins og til
dæmis að taka Ruth Park — þar
er hrár raunveruleikinn úr fá-
tækrahverfunum.
— Ég vei't það, og hef lesið
ýmislegt eftir hana. Hún er á-
gæt. En þessi bók er það, sem ég
vil fá eins og stendur. Ég get
bara ekki almennilega sagt þér,
hversvegna, sagði Lísa.
— Jæja, hvað eigum við þá
að géra? spurði Peter. — Fá
okkur eitt glas saman, eða fara
í dýragarðinn, eða fá okkur te?
Eða vildirðu kannski skoða
brúna betur?
Hún hafði séð hina miklu
brú úr lofti og lært um hana í
landafræðitímum í skólanum.
— Heldur brúna, sagði hún.
— Gengur nokkur strætisvagn
þangað?
— Það gerir það sennilega,
en við erum að skemmta okkur,
34
eins og þú manst. Hann kall-
aði í leigubíl, sem framhjá fór.
Meðan þau óku til hafnarinn-
ar, benti hann henni á ýmsa
merkisstaði. Viðkunnanlega ný-
sjálenzka röddin var einkenni-
lega róleg. Hún fann einhverja
værð koma yfir sig. Þetta var
rétt eins og að vera með velsið-
uðum bróður eða frænda, fannst
Ihenni. Rálegt, eðlilegt ag al-
gjörlega óútreiknanlegt.
Þegar þau komu yfir brúna,
Stigu þau út og gengu til baka
eftir henni, til þess að geta fund
ið hana rugga. Peter sagði henni,
að heldur hefði hann viljað vera
brúarsmiður en nokkuð annað.
— Mér hefur alltaf fundizt,
sagði Lísa, — að næst því að
skrifa góðar bækur, myndi
sveitabúskapur vera skemmtileg
ast af öllu og bezta lífsstarfið.
Og þú hefur öðlazt það ogmeira
til.
— Já, það er gott starf og eft
ir eitt ár, ætla ég að fara í það
aftur. Setjast að um kyrrt. En
ég varð að fljúga og ég vildi
ekki hafa misst af þessum flug-
árum mínum, hvað sem í boði
hefði verið. Jæja, komdu nú, þú
hlýtur að vera orðin glorsoltin.
Það er ég að minnsta kosti.
Meðan þau óku aftur til borg
arinnar, velti Lísa því fyrir sér
hvort Blake McCall mundi koma
eins og hann hafði talað um.
Þegar þau komu í gistihúsið,
bað hún hafa sig afsakaða
nokkrar mínútur en á eftir
skyldi hún hitta Peter í barnum.
Og svo fór hún upp í herberg-
ið sitt.
Joy hlaut að hafa komið inn,
því að sólgleraugun lágu hjá
símanum ásamt blaði með ein-
hverju krotuðu á.
„Verð að fara út í kvöldverð
með honum ... þú veizt. Fékk
herðaslagið þitt lánað. J.“
Þýddi þetta sama sem, að
Joy hefði farið út með ríka
Kananum, eða hafði hún
kannski farið með Blake? En
hún yrði að flýta sér og ekki
láta Peter bíða.
Hún brá sér úr ljósa kjóln-
um, sem var orðinn rykugur,
lagaði sig í framan og fór svo í
ljósbláa kjólinn og setti á sig
perlufestina. Það gerði minna til
með herðaslagið, þar sem heitt
var í veðri og kannski færu
þau ekki einusinni út úr gisti-
húsinu.
Hún skvetti á sig ofurlitlu
ilmvatni og fór svo niður. í lyft
unni tók hún að óska þess, að
hún hefði ekki farið í ljósbláa
kjólinn. Hún vildi ekki láta sjá
sig í honum, ef Blake skyldi
koma inn með Joy seinna. Hins
vegar hafði hún ekkert við það
að athuga þó að Joy fengi að
sjá hve vel hann fór henni. Pet-
er gaf frá sér eitthvert blíst-
urshljóð er hún gekk inn í bar-
inn. Þá varð hún fegin því að
hafa farið í hann.
Þessi hátíðahöld þeirra urðu
róleg en skemmtileg. Þau fengu
sér glas og síðan kvöldverð í
litla salnum út frá veitingasaln-
um. Þar var ágæt þriggja manna
hljómsveit og þau dönsuðu dálít
ið saman. Lisa fann æ betur, hve
mjög henni hafði skjátlazt um
Ný-Sjálendinginn. Nú var hann
ekki lengur feiminn, heldur tal-
aði hann opinskátt um sjálfan
sig, vonir sínar og búskaparfyr-
irætlanir og barnæsku sína í
Chistchurch.
Hann sagði henni auk þess ým
islegt fróðlegt um aðra af áhöfn
inni. Ekkert illkvittið, en þó
kenndi þar nokkuð gagnrýni. En
ekki minntist hann neitt á flug-
stjórann.
Þau ákváðu að fara aftur inn
í barinn og fá sér þar kaffi og
líkjör en ekki höfðu þau verið
þar nerna nokkrar mínútur, þeg-
ar Joy kom inn ásamt siglinga-
fræðingnum. Peter benti þeim
að koma og Joy settist við hlið-
ina á Lísu á bakháa, bólstraða
setbekkinn, og hvíslaði: —
Draumaprinsinn fór að tala í
landssímaim, en kemur þegar
hann er búinn að því. Jeremías
minn! Hvað þú getur verið glæsi
leg í þessum kjól! Það var leið-
inlegt að ég skyldi taka slagið
þitt. Ég er viss um, að þú vilt
aldrei framar vera með mér í
herbergi.
— Hafðu engar áhyggjur — ég
þurfti þess alls ekki með, sagði
Lísa. Hana langaði mest að vita,
með hverjum Joy hafði raun
verulega verið. Áreiðanlega ekki
&
^JVlelföse’s te^
Melföse’s te^>
^gleöuryöur
kvöldé og morgna^
Hvað er betra á morgnana eða á
mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann
og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin?
Orvar samræður og rænir engan svefni.
Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur.
Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum.
IBM GOTUN
Stórt og traust fyrirtæki óskar að ráða stúlku til að vinna
við IBM götunarvélar.
Gagnfræðaskólamenntun, verzlunardeild og vélritunarkunn-
átta nauðsynleg.
Reglusemi, samvizkusemi og góð ástundun áskilin.
Aldurstakmörk 18—26 ára.
Tilboð merkt: „Áhugasöm — 6020“ sendist Morgunblaðinu
sem allra fyrst.
Heildsulor — verzlonir
Ódýrar vörur óskast í umboðssölu. Kaup koma einnig
til greina. Gerum tilboð í vörulagera.
Vefnaðarvörur a'ls konar,, búsáhöld og glervörur,
skófatnaður a’lar gerðir.
Upplýsingar frá kl. 5.30—6.30 næstu kvöld, í síma 11670.
18. FEBKÚAR
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Þú færð bréf fullt af góðum fréttum. Félagarnir gefa góðar
hugmyndir. Góður dagur.
Nautið 20. apríl — 20 maí
Þér gengur vel í mörgu í dag Allt fer betur en á horfðist.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Ekki er nóg samhengi í þeim fréttum, sem þú hefur fengið
Snúðu þér að einhverju verkefni, sem er nær.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Hertu dálítið á samningunum. Sýndu framtak
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Einhver undiralda gerir vaart við sig, varðandi lagastapp, sem
þér tekst að synda í gegnum á persónutöfrunum.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Skapsmunir þínir eru ekki til að bæta úr skák í dag, og því
lendir það, sem kann að ske allt á þér.
Vogin 23. september — 22. október
í dag ruglarðu öllum áðurgerðum áformum, og það karni, ef
þú hefur verið á rangri leið að koma þér á sporið.
Spoðdrckinn .23. október — 21. nóvember
Þú vinnur af kappi án þess að nokkum gruni nokkuð, og
heldur alveg þimni ró fyrir það. Gerðu í Skyndi upp við þá, sem
eiga fé hjá þér.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Hjálpin berst þaðan, sem hennar var sízt von Notaðu þér
strax upplýsingar, sem þér berast.
Stefngcitin 22. desember — 19. janúar
Allir eru ólmir að vinma í kringum þig. Skipuleggðu í hvelli
og láttu þá hjálpa þér Styttu þér ekki neinsstaðar leið.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Vera kann að einhver verði ruglaður við ný áform þín.
Fiskirnar 19. febrúar — 20. marz
Láttu skymsemina ráða skyndiákvörðunum.