Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 15
MORjG-LTNBLAÐIÐ, I»RIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 15 Ai baki hljóSlátri en álirifa- iwikilli andspyrnu Tákiislovaka viil sovézka innrásarliðið nú, hrenna heiiltar endurminwingar um Stalinsskeiðið, sem Alex- ander Dubeel batt enda á fyrir réttn ári. Einn dnlarfyllsti at- liurhiir þess myrka tímahils var handtaka Rudolfs Slánskys árift 1951 og íjiilda háttsettra em- bættismanna stjárnarinnar og flokksins. Þeir játuiu á sig svik og margs konar glæpi, í þágu heimsvaldasinna, og vorn hengdir ári síðar. Byltingin étur börnin sín Josefa Slánska og börn hennar Marta og Hudi. Myndin er tekin í Prag á síðasta ári. ÞEGAR Öryggislögreglan hand tók Ruda Slánska fyrirvara- Iaust á heimili sínu í Prag, nóv- emberkvöld eitt árið 1951, hafði hann um árabil verið einn af valdamestu mönnum í Tékkó- slóvakíu. Hann var þáverandi aðstoðarforsætisráðherra og hafði til skamms tíma verið að- alritari kommúnistaflokksins. Hann og Josefa, eiginkona hans, höfðu þjónað hagsmun- um kommúnistaflokksins frá blautu barnsbeini. Nú var hann handtekinn, heilaþveginn, á hann ráðizt sem Trotskyista og Titósinna, sem hefði verið handbendi heimsvaldasinna. Það gerði flokkurinn, sem fáeinum vik- um áður hafði hafið hann til skýja. Árum saman hafði ég lifað í þeirri einlægu trú, að það, sem flokkurinnn gerði, væri rétt, ég trúði á flokkinn í þlindu trausti. Ég hafði þá sannfær- ingu að allt sem flokkurinn krefðist af mér væri rétt og sjálfsagt, og því bæri að hlýða umyrðalaust — og raunar af eidmóði. Og nú staðhæfði Stal- ín (og þar með Sovétríkin) og forsetinn Gottwald (það er að segja okkar eigin flokkur) að Rúda væri svikari og njósnari. Innri sannfæring mín komst í fyrsta skipti á ævinni í and- stöðu við flokkssamvizku mína. Handtökurnar, sem 'hófust fyrir alvöru árin 1950 og 1951, komu róti á huga minn og rugl- uðu mig í ríminu. Þá var hand- tekið fólk sem ég hafði þekkt náið í fjölda ára og treysti í hvívetna. Ég hafði sjálf verið vitni að óeigingjarnri þjónustu þess í þágu flokksins. Ég var sannfærð um, að Ruda væri algerlega saklaus. Mig skipti engu, fyrir hvaða glæpi þeir ákærðu hann. Ég braut þó heilann um það, hvort það gæti kannski eitthvað verið hæft í þessum skelfilegu og fráleitu ásökunum, sem hann var bor- inn. Ég fann ekkert. Og samt sem áður reyndist mér um megn að beita mér af alhug honum til varnar. Að lokum reyndi ég það alls ekki. Þegar mér varð ljdst, að hér hirti eng- inn um sannleikann. í mínum augum var þetta móralskt víti. Ef ég samþykkti nú það sem flokkurinn heimtaði væru það svik við Ruda og þar með sjálfa mig, því að Ruda og ég vorum eitt og líf án Ruda var mér einskis virði. Smám saman varð ég alveg sinnulaus. Ekkert skipti leng- ur máli. Ég gerði mér grein fyr- ir því einu — að ég þráði ekki að öðlast frelsi á nýjan leik og snúa aftur til þess „lífs“, sem beið utan fangelsisveggj- anna. Og þegar svo var komið, að mig langaði ekki lengur til að lifa meðal manna, var öll lífslöngun þorrin. Þegar þeir sögðu mér, að ég yrði einnig tekin af lífi — þá hafði ég setið aðeins skamma hríð inni — var ég einlægt að 'hugsa um, hversu mjög ég þráði að vera hjá Ruda, standa við hlið hans á dauðastundinni — og í mínum augum var gálg- inn bezta hlutskipti mitt í þess- um heimi, með því móti einu fengi ég að deila kjörum með Ruda til hinztu stundar. Eftir nokkra mánuði í fang- elsinu var Josefa Slánska og börn hennar færð í strangt stofufangelsi. í desember 1952 2. grein hitti hún eiginmann sinn í fang elsinu. Það var í fyrsta skipti síðan þau voru handtekin rösku ári áður. Hann hafði ekki séð börnin siðan og hann sá þau ekki framar. Josefu var ekki sagt frá aftökuinni, sem var framkvæmd örfáum dögum eft- ir, að þau hjónin hittust í síð- asta sinn. í apríl 1953 tjáði starfsmaður öryggislögreglunnar frúnni, að hún og börnin yrðu bráðlega látin laus úr stofufangelsinu. Það var ekki fyrr en þá, að hún varð þess vísari, að eiginmaður hennar hafði verið líflátinn. Hún trúði því ekki. Brottförin var ákveðin að næturlagi. Þeir vildu ekki láta uppskátt, hvert förinni væri heitið. Ég leið óbaérilegar kvalir í höndunum, þær 'höfðu orðið langverst úti í kuldanum í Ruz- ynefangelsinu, þegar ég sat þar inni frá því í janúar og fram í maí 1952. Þær voru svo illa farnar, að þegar þriðja skeið fangelsisvistarinnar hófst, var sú skipun náðarsamlegast gef- in, að mér skyldi heimilt að stinga höndunum undir ábreið- urnar. Á nóttunni hafði sonur minn borið græðandi smyrsl á hend- urnar og hann hjálpaði mér í vettlinga, sem hann hafði rimp að saman úr pjötlubút. Kval- irnar voru mestar á nóttunni — þær voru verri en nokkur tann- pína, og ég gat ekki gripið með fingrunum utan um nokkuð. Ég varð því að læra að nota lóf- ana. Við fengum ströng fyrirmæli: „Blandið ekki geði við neinn, ekki einu sinni ættingja". Við komum á ákvörðunarstað — þorp við pólsku landamærin. Þá var klukkan sex að morgni og fylgdarmaður okkar hélt með okkur á skrifstofu mið- nefndarinnar á staðnum. Þar sem við höfðum ekki fengið skilríki okkar aftur, sagði rit- arinn að við þyrftum að fara á öryggisskrifstofuna í nærliggj- andi þorpi, Bruntál. Þar yrði okkur afhent bráðabirgðaskjöl, unz hefðist upp á okkar skil- ríkjum í Prag og þau yrði vænt anlega send til okkar síðar. Þvi næst útbjuggu þeir kola- skömmtunarkort handa mér. ív hjúskapardálkinn var skrifað ekkja. Þannig sá ég það í fyrsta sinn svart á hvítu, að ég væri ekkja. En þó að ég sendi ótal beiðnir og fyrirspurnir, var mér ekki afhent dánarvottorð hans fyrr en árið 1955. Því er víst engin furða, þó að þær stundir hafi komið, er ég átti alisendis erfitt með að trúa því, að maðurinn minn væri í raun og veru látinn. Frú Slánska var sagt, að Rudi sonur hennar, fengi að hefja skólanám að nýju næsta haust, en hann hafði engrar skólagöngu notið, siðan hann og foreldrarnir voru handtekn- ir. En flokkurinn skipti um skoðun — hann var sonur svik- ara. Og hann var sendur í vinnu í verksmiðju ásamt móð- ur sinni, í niu kílómetra fjar- lægð. Þeir létu okkur frá lítinn kofa til íbúðar. Inn í kjallarann bun- aði vatn eins og í leysingum á vorin. Kaldur rakur kjallari, kofinn var allúr kaldur og rak- ur. Jafnskjótt og hlýnaði í her- bergjunum láku vatnstaumarn- ir niður veggina. Skór, sem voru skildir eftir í anddyrinu yfir nótt voru gegnvotir að morgni. í anddyúnu myndaðist jafn- an stór poiiur og á morgananna varð ég að taka undir mig stökk, þegar ég opnaði. Þegar ég kom he.m frá vmnu varð ég að ausa út mörgum vatnrfötum úr anddyrinu. Ég va.ð fljótlega vör við, að ekki var ráðiegt fyrir okkur að iðka göngufeiðir í skóginum. Einu sinni um sumarið — ég man það var á fimmtudegi — kom upp eldur í kofa í grennd- inni, þar sem var geymt hey. Ég brá við, greip fötu og hljóp af stað til að ná i hjálp. Og skömmu síðar, kannski klukku stundu eða svo, kom ritari nefndarinnar á staðnum, og sagði við mig: — Frú Slánska, þér voruð nærstaddar, þegar eldurinn kom upp? Kannski þér getið sagt okkur eitthvað Svo að ég var brennuvargur í þokkabót! Slánsky var svik- ari, njósnari og morðingi og kona hans var brennuvargur. Það félli prýðilega í kramið, — æsifregn skáldsögu líkari en veruleika. Nákvæmlega viku síðar — einnig á fimmtudegi — brann annar kofi. Og sunnudaginn þar á eftir hinn þriðji. En í það skiptið var vitað, að ég sat í, vagni á leiðinni heim frá Opava. Eftir það var ekki minnzt á málið og það kom ekki upp eld ur í fleiri kofum. Fólk kom vel fram við okk- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.