Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 Aðalfundur Flugvirkjafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. marz 1969 að Brautar- holti 6 kl. 19.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. STJÓRNIN. Nú er kominn tími til að vekja blómin eftir vetrarhvíldina og flýta fyrir þroska þeirra með töframætti SUBSTRAL sem inni- heldur m.a. hið bráðþroskandi Bl. vitamin. SUBSTRAL er viðurkennt af vís- indamönnum og fagmönnum á sviði blómaræktunar. SUBSTRAL fæst í öllum blómaverzlunum. Islenzka verzlunarfélagið h.f. — Laugavegi 23. Sími 19943. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og Eimskipafélags íslands h.f., verða seldar ýmsar ótollafgreiddar vörur á opinberu uppboði, sem fer fram að Ármúla 26, laugar- daginn 29. marz n.k. og hefst það kl. 10.30. Ennfremur verða seldar eftir kröfu ýmissa lögmanna margvíslegir munir, sem teknir hafa verið fjárnámi, svo sem sjónvarpstæki, útvarpstæki, ísskápar, margvísleg húsgögn í stofu og borðstofu, skrifborð, skjalaskápar, ritvél, reiknivél, bókhaldsvél, þvottavél, saumavél, hnappagatavél, sniðhnífur, fatapressa, þykktarhefill, af- réttari, beygivél, alfræðibækur o. fl. Einnig vörur eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur úr vörubirgðum verzl- unarinnar Edinborgar. Skrá yfir vörurnar verður til sýnis í skrifstofu toll- stjóra Arnarhvoli frá 26. til 28. þ.m., og verða vörumar til sýnis, eftir því sem við verður komið eftir hádegi 28. þ.m. á uppboðsstað. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. - LEÓ JÓNSSON Framhald af bls. 18 hverju vandamáli sem upp kom. Yrði ágreiningur við yfirtöku verkaðrar síldar á milli síldar- seljanda og kaupanda, þá lét síldarmatsstjóri starfsmenn sína rannsaka nákvæmlega allt í því sambandi, gæti hann ekki ein- hverra hluta vegna gert það sjálfur. Og í slíku tilfelli gerði hann kröfu til að nákvæm skýrsla lægi fyrir um ásigkomu- lag og gæði vörunnar, sem úr- skurður í málinu væri byggður á. Þannig kom nákvæmni og samvizkusemi ávallt fram í öll- um störfum Leós. Hann var líka laginn við að koma á sáttum, ef þess þurfti með. Hann leit jafn- an á starf sitt þannig, að hann væri fulltrúi tveggja aðila. Ann- arsvegar seljanda vörunnar, hins vegar kaupanda hennar. Á hvor- ugan þessara aðila mátti halla í störfum og mati. í þeim efnum varð rétt að vera rétt. Ég á líka margar mæta og skemmtilegar minningar frá síldarmatsnámskeiðunum, sem haldin voru undir handleiðslu síldarmatsstjóra, þar sem ég aðstoði hann við kennslu, því eins og að framan er sagt, þá gjörþekkti Leó allt, sem viðkom síldarsöltun og góðri verkun á þessari vöru. Honum var líka umhugað um að síldarmatsmenn hefðu næga þekkingu á síldar- verkun og síldarsöltun og taldi það grundvöll þess, að þeir væru starfi sínu vaxnir. Síðustu árin gekk Leó Jóns- son ekki heill til skógar, því sjúkleiki þjáði hann. Hinsvegar gekk hann trúr að starfi með karlmennsku og æðruleysi, en varð af þessum sökum oft að leggja hart að sér. Nú þegar þessi góði drengur hefur kvatt okkur samferða- mennina og lagt upp í sína hinztu ferð, þá vil ég þakka hon- um okkar góða samstarf og liðn- ar stundir í blíðu og stríðu. Konu hans og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Biivélavirkjar Óskum að ráða bifvélavirkja. — Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki í síma Hemlaverkstæðið STILLING H.F. Skeifan 11. Hentugasta veggklæðningin á markaðnum, hvort sem er á böð eða forstofur. Þykktin er 2.5 mm. og hylur því vel sprungna og hrjúfa veggi. Hljóð- og hitaeinangrarar. Mikið litaval. í dug og n moigun frn kl. 14—18 Kynntir verðo ýmsir vinsælir ostnréltir OSTfl- OG SMJÖRBÚÐIN Snorrabraut 54. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams ON THE CONTOAR?/, MR.RAVENÍ ^ I SHALL RETURN TO BEACH CITy TO COMPLETE MY PLANS...PLANS THAT WILL DOUBLft MV FORTUNE !! KEEP OUT ~athos-“ OEVELOPMent CO. Dásamlegt siglingaveður, herrar mín- ir, við verðum brátt komnir út fyrir þriggja mílna landhelgina. Og hvað skeður þá Athos? (2. mynd) Ég er hræddur um að þá verðum við að . . . um að losa okkur við óæskilegt rusl. Þér meinið okkur. Svo siglið þér ham- ingjusamur inn í sólarlagið. (3. mynd). Þvert á móti, herra Raven, svo sigli ég aftur inn að Beaeh City og held áfram með áætlanir mínar .... áætlanir sem munu tvöfalda auðæfi mín. Blessuð sé minning Leós Jóns- sonar. . Jón Þorkelsson. í DAG er til moldar borinn Leó Jónsson síidarmatsstjóri. Hann var fæddur á Búrfelli í Hálsa- sveit í Borgafirði, 17. nóvember 1904, sonur Jóns Þórðarsonar bónda þar og Hólmfríðar Björns dóttur. Hann andaðist á Lands- spítalanum 18. marz sl. eftir stutta legu, en langvarandi van- heilsu. Leó dvaldist í föðurhúsum til 5 ára aldurs, en fluttist þá að Holti í Stokkseyrarhreppi til Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans, Ingibjargar Grímsdótt ur, sem hann æ síðar leit á sem foreldra sína og börn þeirra sem sín systkipi. Hjá þeim dvaldist hann til tvítugsaldurs og voru miklir kærleikar með honum, fósturforeldrunum og uppeldis- bræðrunum, en þeir voru Ingi- mundur Jónsson, síðar kaupmað- ur í Keflavík og Sigurgrímur Jónsson, síðari bóndi í Holti Enn fremur átti Leó nokkur hálf- systkini, og er mér kunnugt um, að kært var þar í millum. Um tvítugt fór Leó norður í Mývatnssveit. Var hann þar í vinnumennsku um tveggja ára skeið, en stundaði nám í Lauga- skóla á veturna. Árið 1929, hinn 31. október, kvænti.-t hann eftirlifandi konu sinni, Unni Björnsdóttur frá Keldunesi í Kelduhverfi, og eign uðust þau einn son, Jón Leósson netagerðarmann, en hann er kvæntur Iðunni Elíasdóttur frá Akranesi og eru þau búsett í Grindavík. Þau eiga þrjú börn, sem voru augasteinar afa síns. Unnur og Leó hófu búskap á Siglufirði, og vann hann þar við síidarverkun hjá Ingvari heitn- um Guðjónssyni og þeim bræðr- um. Kynntist hann þá öllum störf um við verkun síldar, sem upp frá því varð starfsvettvangur lífs hans. í fyrstu vann hann sem eftirlitsmaður, en síðar sem verk stjóri í þessari starfsgrein, en er Síldarmat ríkisins var stofnað, varð hann strax starfsmaður þess og var það til æviloka. Forstöðu- maður þess varð hann árið 1950, er Magnús heitinn Vagnsson féll frá, enda hafði hann orðið hald- góða þekkingu og mikla reynslu á þessu sviði. Það vita allir, sem til þekkja, að það er vandasamt og van- þakklátt starf að hafa á hendi yfirstjórn síldarmats, en Leó var laginn við að stjórna mönnum og eins við að ley^a úr ýmsum vanda, sem óhjákvæmilega kem- ur upp í svo umfangsmiklu og ábyrgðarmiklu starfi. Það fór því ekki hjá því, að hann eignaðist marga kunningja og vini á þess- um vettvangi. Annars munu störf Leós heitins að þessum málum verða rakin síðar af þeim, sem betur þekkja til. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum á heimili þeirra ár- ið 1950, en hafði að vísu nokkur kynni af Leó áður. Síðasta ára- tuginn breyttist starf; vettvangur Leós nokkuð. Dvaidi hann lang- dvölum sunnanlands og átti heima í Reykjavík. Á þeim tíma urðu kynni okkar allnáin, og reyndust þau hjónin fjölskyldu minni, foreldrum mínum og systkinum og þeirra fjölskyld- um, tryggir og góðir vinir. Rækt- arsemi Leós heitins og tryggð við foreldra mína var svo ein- stök, að hún verður aldrei að fullu þökkuð. Unnur, kona Leós, var honum mikil stoð og stytta í lífinu og reyndist honum frábærlega vel í veikindum hans. Fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og ætt- ingja, votta ég henni innilega samúð, ennfremur Jóni syni hans og fjölskyldu hans, en börn Jóns og Iðunnar misstu mikið við fráfall Leós, sem var sannur mannvinur og einn úr hópi þeirr- ar kynsióðar, sem hafði sam- vizkusemina í sérstökum háveg- um. Tómas Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.