Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1969 þú veizt, hvað mér er í huga. Gifztu mér Melissa, og þá skal þetta allt vera gleymt. Enginn nema þið Nick þurfið nokkurn- tíma að vita, að hann hefur stol ið frá mér. Ég skal að minnsta kosti aldrei nefna það framar og ég þykizt vita, að þið Nick munið heldur ekki gera það. Ég gat varla trúað þvi, að hann gerði mér þessa uppá- stungu í fullri alvöru. Þetta var hrein fjárkúgun! Hvernig gat hann notað svona svívirðilega aðferð til að fá mig til að ját- ast sér? — Mér sýnist þessi lausn á málinu ekki falla þér í geð, sagði hann meðan ég var að taka sam- an í huganum nógu mein- legt svar við þessu. — Nei, vitanlega gerir hún það ekki. Og það gengur fram af mér, að þú skulir vera svo ósvífinn að stinga upp á nokkru slíku. Hann hló snöggt. — Góða Melissa mín. Ég -er tæki færissinni. Og samvizkulaus, finnst þér sjálfsagt, en líttu snöggvast á þetta frá mínum bæjardyrum. Ég elska þig. Ég hef hvað eftir annað beðið þín og þú hefur hryggbrotið mig. Og nversvegna getur þú ekki líka verið tækifærissinni núna, eins og allt er í pottinn búið? Hér bíður tækifærið til að losa ykk- ur Nick og ykkur öll úr leiðin- legri klípu. Hversvegna gríp- urðu ekki tækifærið. Ég sagði einbeittlega: — Af þeirri einföldu ástæðu, að ég elska þig ekki. — Nei, kannski ekki enn, en síðar meir getur það orðið. Ég skal að minnsta kosti gera mitt bezta til að kenna þér það, og, þó ég segi sjálfur frá, þá er ég laginn við konur. — Já, en bara ekki við mig. — Það skaltu nú ekki vera svona viss um. — Jú, ég er alveg viss, og ekk ert sem þú segir eða gerir gæti nokkurn tíma breytt þeirri af- stöðu minni. Og eftir daginn í dag, þegar þú hefur verið að reyna að þröngva mér til að giftast þér .. . Ég hristi höfuðið. — Nei, John, ekkert gæti nokk- urntíma fengið mig til þess. — Þú villt kannski heldur sjá á eftir honum Nick, bróður þín- um í fangelsi, og skugga og skömm falla á systkini þín fyrir bragðið? 8 Vymura vinyl-veggfóður ÞOLIR ALLAN ÞVOTT UTAVER Grensósvegi 22-24 Sl’mi 30280-32262 Ég svaraði engu. Ég gat það ekki. Til þess var ég of utan við mig. — Hugsaðu málið, Melissa. Ef þú giftist mér, skal ég gera mitt bezta til þess að gera þig ham- ingjusama. Ég skal gefa þér hvað sem þér dettur í hug að biðja um. Og ég skal gera það, sem ég get fyrir systkini þín. Þau skulu líka fá allt, sem þau langar í. Ég þykist vita að Kay langi til að læra að vera sýn- ingarstúlka, og hamingjan skal vita, að hún hefur allt vaxtar- lag til þess að geta það. Hún er á rangri hillu að híma í þessari bókabúð fyrir skít og ekki neitt. Og Mark getur farið til Oxford, Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. — Gleymdu ekki hinni gullvæ gu reglu: „Fagna skal hóflega'... þegar þar að kemur. Ég skal koma honum í gamla skólann minn. Og Lucy mundi sennilega hafa gott af sjóíerð. Þegar við komum úr brúðkaupsferðinni okkar, gætum við siglt með hana. Og Nick — líklega væri bezt að koma honum í eittihvað alveg nýtt. Þegar ég hlustaði á allt þetta dásamlega, sem hann ætlaði að gera fyrir systkini mín, hugsaði ég, hvílík kaldihæðni örlaganna það væri, að ég skyldi ekki geta þegið það. Eða átti kannski að pína mig til þess? Nei, jafnvel fyrir þau, gat ég ekki hugsað mér að fara að eiga hann John. Og þó . .. Æ fari hann til fjand- ans, hugsaði ég með beizkju, og fari hann Nick til fjandans fyr ir að stela frá John, svo að John hafði nú ráð mitt í hendi sér. — Ég sé ekki, að hin væru því neitt andvíg að þú giftist mér, sagði hann. — Sannast að segja virðast þau öll kunna heldur vel við mig. — Já, það gera þau sam- þykkti ég, og var næstum búin að bæta við: „að honum Nick undanteknum." En þetta var ekki nema satt, að þau kunnu vel við hann. Að minnsta kosti Kay og Mark. Ég var ekki viss um Lucy, en að minnsta kosti talaði hún aldrei um hann nema vingjarnlega. En þar sem hann kom alltaf vel fram við þau, var ekki nema skiljanlegt, að þau tækju hann eins og þau sáu hann. Kay hafði hvað eftir ann- að látið þess getið, að hún vildi óska, að ég giftist John, að það væri sýnilegt, að hann væri skot inn í mér, og engan vildi hún heldur fyrir mág. Samt hafði hún nú líka sagt, að hún vildi óska, að ég ætti hann Bob. En ef í hart færi, var ég nú samt viss um, að hún mundi taka John fram yfir Bob, afþví að hann var svo ríkur. — Hugsaðu málið, Melissa, sagði John. — En segðu honum Nick að halda áfram við sitt verk, eins og ekkert hafi í skorizt í millitíðinni. Ég fer að heiman á morgun og verð burtu í hálfan mánuð. Á meðan skaltu ráða það við þig, hvað þú gerir. Ef þú giftist mér höldum við áfram með þetta, sem ég talaði um. En ef þú vilt það ekki . . . -— Ef ég vil ekki? — Ég stend við orð mín og slæ ekki um mig með marklaus- um hótunum. Það var eins og tekið væri fyrir kverkarnar á mér. Ég sneri mér að honum bálvond. Þú ert þá enn verri en Nick. Hann stal frá þér, og því er ekki bót mælandi. En þín fram- ekkert annað en kúgun. koma er ennþá Verri. Það er — O, þú þarft nú ekki að taka þetta svona hátíðlega, góða mín. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Gott er að reyna að beita kýmnigáfunni og vera sveigjanlegur. Nautið, 20. apríl — 20. maí Sérlega ber að gæta ungviðis, og hætta ekki á neitt fjárhagslega. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní Ef þú segir dálítið minna, gengur þér betur að sannfæra aðra. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Það veitir ekki af að gera hreint i öllum skilningi. I.áta það frá sér, sem ekki þjónar lengur tilgangi. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Þegiðu um fjárhagínn um stund. Reyndu að vera vinnusamur. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Einhver augnabliks óvissa ríkir. Gættu eigna þinna, og farðu yfir hlutina, áður en þú heldur framkvæmdum áfram. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Það er dálitið dauflegt, en þú getur bætt úr þvi, þótt undarlegt megi teljast. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Ef þú heldur áfram á svona geðfelldan hátt, berst þær næg fjár- hagsaðstoð. Samvinna gengur óvenju vel. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Taktu áskorun og framkvæmdu verkið. Láttu sem þér sé sama. Ólíklegt er, að þú takir meira að þér. en þú getur ráðið við. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. LífiS, út á við vcrður meiri og meiri samkeppni við heimilið, en það er skemmtilegt, þótt það sé flókið. Þótt erfitt sé, skaltu reyna að skilja raunhæfni málanna. Mik-ið er f húfi. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Þú hefur tækifæri tll að kynna skoðanir þínar. Gerðu það vel og mundu smáatriðln. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Gerðu betri áætlanir, en bíddu dálítið með framkvæmdir. End-‘ urskoðaðu tekjur dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.