Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1999 17 „Erfitt aö vera ekki KR-ingur“! Skemmtileg og ánægju leg afmælishátíð KR KR-ingar fö(?nuðlu 70 ára af- mæli félags síns með fjöl- mennu og g-læsilegu hófi að Hótei Sögu sl. föstudagskvöld. t hópi veizlugesta mátti sjá unga sem aldna, boðsgesti, gamia afreksmenn úr röðum KR og fjölmenna sveit þeirrar kyn- slóðar er nú ber merki KR hæst á íþróttaleikvangi. Mörg og góð ávörp vonu flutt félaginu, sögu félagsins var iminnzt stuttlega, jgjafir færðar og síða*st en ekkj sízt heiðruðu KR-ingar sjálfir þá menn, sem frábært starf hafa unnið, en KR er landsfrægt fyrir sina for- ystumenn á öllum sviðum, og þykja þeir ávallt skara fram úr, þó félagið eigi í ýmsum flokk- uim harðsnúna sveit afreks- manna í íþróttavellinum. f heild var hófið glæisilegur afmælisfagnaður og enn ein rósin í stóran sigursveig KR. Einar Sæmundsson form. KR bauð gesti velkomna en Þórir Jónsson skíðakappi flutti minni 'félagsins. Gerði hann það á skemmtilegan hátt, samfléttaði gamansögur með alvöru og tó'kst á skemmtilegan hátt að bregða upp blæ af lífinu og starfinu í KR í gamla daga og á hinn bóginn að sýna fram á hvert hlutverk KR-inga væri í fram- tíðinni. Var minni KR vel flutt af þessum gamla afreksmanni og síunga framtaksmanni í röð- næst stærsti kaupstaður lands- ins og heimtuðu e. t. v. þá að stofna sitt eigið sveitarfélag. Borgarstjóri kryddaði ræðu sína með gamanyrðum sem féllu veizluges'tum vel í geð. Gísli Halldórsson forseti fSl flutti ræðu og dfap á starf KR- inga í þágu íþróttanna og þeirra þátt í uppbyggingu íþróttamál- anna í Reykjavík. Hann af- henti f- b. ÍSÍ KR að gjöf for- kunnarfagran vasa með víkinga- myndum sem hann kvað gætu vera tákn um starf félgasmanna. Þá fluttu ávörpu Albert Guð- mundsson formaður KSÍ fyrir hönd sérsambandanna og Ægir Ferdinandsson form. Vals f. h. læknirinn, flutti eitt sinn ungur drengur úr Austurbæ. Hann kynntist jafnaldra s’ínum, sem innfæddur var á staðnu'm, og hafði alið í brjósti sér KR-stoIt frá fæðingu. Móðir hins inn- fædda hafði reynt að auka þetta stolt sonar síns á allan hátt og var tilbúin til að svara ýmsum fyrirspurnum frá syni sínum þar að lútandi. Úlfar sagði, að hún hefði jafnvel verið undir það búin að taka þeirri stað- hæfingu, sem Þórir Jónsson hélt fram í „Minni KR“ fyrr um kvÖldið, þá er hann sagði að Ingólfur Arnarson, fyrsti land- námsmaðurinn hefði jafnframt verið fyrsti KR-ingurinn, því hann hefði hazlað sér völl mitt á rnilli þeirra staða, er KR hefði verið s’tofnað á og félagið átti síðar sínar fyrstu höfuðstöðvar á. Hann kvaðst engar brigður geta borið á fullyrðingar Þóris í þessu efni. 3vo hefði það átt Þeir brír sem eftir lifa af fyrstu íslandsmesturunum í knatt- spyrnu 1912, KR-ingamir Nielj öhnius Ólafsson, Davíð Ólafsson og Björn Þórðarson. Niljohníus Ólafsson og Björn Þórðarson sem ásamt Davíð Ól- afs’syni bakarameistara eru ein- Sveinn Björnsson með gull- stjörnuna. um KR-inga og góður r'ómur gerður að máli hans. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra minntist starfs KR-inga og þakkaði það. Hið sama gerði Geir Hallgrímsson borgarstjóri sem minntist sér- staklega „vesturbæinga". Sagði hann frá spaugilegum atburðum í sambandi við íþróttafélagsmál í Reykjavík á fyrrj tímum en lýsti einnig og lofaði það átak sem KR-ingar eru að gera á. sínu félagssvæði og kvaðst að- eins „óttast“ þegar KR-ingar í Vesturbænum yrðu orðnir svo margir að þeir væru fleiri en Meistararnir frá 1919. Þrír af fjórum sem eftir lifa, mættu í hófinu. F.v. Björn Jónsson, Gunnar Schram og Kristján L. Gestsson. Á myndina vantar Har. Á Sigurðsson. Lengst til hægri er Ein- ar Sæmundsson formaður síðan 1958. Hann, Kristján og Gunnar hafa ailir verið formenn KR, ásamt 5 öðrum sem látnir eru. íþróttafélaganna í Reykjavík. Albert afhenti gjöf sérsam- bandanna til KR fagran og á- letraðan silfurvasa úr keramiki. Fór Albert mörgum orðum um starf KR-inga á leikvangi og félags'málum. Hann kvað gjafa- vasa sérsambandanna þungan vera, en vasinn ætti þó raunar helzt að nema þyngd sinni úr g'Ulli til þess að metinn yrði þátt ur KR í uppbyggingu íþrótta- mála höfuðstaðarins og landsins. Ægir Ferdinandsson afhenti peningagjöf frá keppinautum KR í Reykjavík í ýmsum íþrótta greinum en ávarpaði jafnframt KR-inga á skemmtilegan hátt sem formaður þess félags et hann kvað ,,KR verst við að tapa fyrir á knattspyrnuvelli". Síðast en ekki sízt ávarpaði Úlfar Þórðarson form. ÍBR samikvæmið. Ræddi hann um hinn mikla þátt KR-inga í upp- byggingu íþróttastarfsins’ í höf- uðborginni og af hve mikilli al- úð allir KR-ingar ynnu sínu fé- lagi. Sagði hann sögur af slíku. Skal hér ein eftir höfð en hana sagði Úlfar læ'knir eftir að hafa sagt frá þeirri gömlu löngun sinni til að kryfja KR- ing og sjá hvað inni fyrir væri, því þar hlyti að vera eitthvað, sem ekki væri í öðrum mönn- um, en forvitnilegt væri að kynnast. Það þóttist Úlfar viss um, eftir áratuga góð kynni af KR-ingum. En saga Úlfars fjallaði um Vesturbæinn og KR. í það „sam félag, múrvegg, samsteypu eða hvað á að kalla það“ sagði Séð yfir háborðið. Til hægri fremst, Gylfi Þ. Gíslason og frú og Björgvin Schram og frú. sér stað að sonur hennar kom í miklu írafári inn til móður sinnar, ásamt hinum nýaðflutta, og var mikið niðri fyrir er hann s'agði: „Mamma, er það ekki satt að Guð sé KR-ingur?“ Þessari spurningu hafði móð- ir drengsins aldrei búizt við. Henni vafðist því tunga um tönn varðandi svarið og leitaði eftir málamiðlun, án þess að láta á því bera. En þá svaraði sá nýflutti hátf og skýrt: „Nei — hann er ekki KRingur“. — Hvernig getur þú verið svo viss um það, drengur minn, spurði móðirin? — Ja — af hverju er hann þá aldrei í KR-búning? Þessi saga vakti mikla ánægju. En Úlfar Þórðarson talaði einnig í alvöru. Hann ræddi um hið framúrskarandi starf KR- inga bæði innan sinna félags- raða og eins í þágu samtaka íþróttafélaga Reykjavíkur og landsins í heild. Til slíkra starfa hefðu KR-ingar alltaf haft „af- lags“-menn., sem hefðu verið aldir upp í hinum sanna KR- félags-anda mótuðu mest af E. O. P. og Guðmundi Ólafssyni. Úlfar minntist aftur á orð Þóris Jónssonar í „Minni KR“ fyrr um kvöldið. þar sem Þórir hefði sagt, að það væri oft erfitt að | vera KR-ingur, þvi á KR hvíldu ýms'ar skyldur æskuna varðandi. En Úlfar sneri þessum orðum við og sagði, að eftir að hafa kynnzt ötu'lleika KR-inga í ýms- um ráðum og nefndum, þá væri það oft erfitt að vera ekki KR- inigur. Björgvin Schram sem stýrði veizlunni af mikilli festu og hraða Og skaut inn á milli söng- atriði gamalla KR-inga, Guð- mundar Jónssonar og Magnúsar Jóns’sonar sem vakti hrifningu, ekki sízt sérstakur bragur þeirra um KR, lýsti gjöfum öðrum en afhentar voru. KR barst fögur borð'klukka til minningar um Sigurjón Pétursson markvörð í KR um meir en áratugaskeið og síðar stjórnarmann en gefendur voru hjónin Ásdís Pétursdóttir og Ólafur Þorgrím.s’son hrl. Þá gaf Magnús Thorvaldsson silfur- bikar sem um skal keppa í sundi. ir lifandi af þeim eí fyrstir urðu til að vinna íslandsbi'kar í knatt spyrnu færðu íélagj sínu pen- ingagjof. Þá lýsti Björgvin Schram og bikargjöf frá Georg L. Sveins- syni áður KR-ingi en nú bú- settum í Bandaríkjunum. Sendi hann bikar að verðmæti um 100 þús. kr. til KR í þakklætis- og árnaðars'kyni en hann var á af- mælinu ekkf tollaafgreiddur — en ríkiss’tjórnin gaf síðar um kvöldið eftir tollgjöld eins og áður hefur verið getið í Mbl. Margir KR^ingar voru heiðr- aðir í hófinu fyrir góð störf og er þess annars staðar getið hér á síðunni. Hófið fór hið bezta fram og gerðu Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnas’on sinn skerf til þess að lyfta skapi man.na og gera hátíðina að sannri KR- hátíð. — A. St. Sigurður Halldórsson, sem kjörinn var heiðursfélagi KR ásamt Einari formanni. Sigurður Halldórs- son heiðurslélagi KB — og Sveinn Björnsson hlaut níundu gullstjörnu félagsins Á AFMÆLISHÁTÍÐ KR var ■ því er Einar Sæmundsson til- lýst kjöri Sigurðar Halldórsson-1 kynnti í hófinu og það við fyrstu ar sem heiðurstfélaga KR. — Er, atkvæðagreiðslu. Öllum var hann sjötti núlifandi Reykvík- | sama nafnið í huga er kjósa átti ingurinn sem þá frægð hlýtur,' en hinir eru Nieljohníus Ólafs- [ heiðursfélaga. Fáir eða enigir munu hafa unn- son. Davíð Olafsson, bakara-! ið KR jafn eídheitt og Sigurður meistari, Bjöm Þórðarson, Gunn' og fáir munu þeir dagar vera ar Schram og Kristján L. Gestsson. Hinir þrír fyrst töldu eru þeir einu sem eftir lifa hópi fyrstu íslandsmeistaranna í knattspyrnu, en þann sigur færðu þeir félagar KR ásamt sínum látnu félögum. Hinir tveir voru í liði því er aftur færði KR íslandsbikarinn 1919 og hafa auk þess báðir verið formenn í KR og eru þeir einu sem það hafa verið og á lífi eru ásamt Einari Sæmundssyni, núverandi for- manni. Sigurður Hal'ldórsson var ein- róma kjörinn heiðursfélagi að ssm Sigurður hefur ekki gert eitbhvert „handtak" fyrir KR. * [ Þannig var komizt að orði þá er ' ’ heið'urskrossinn var afhentur. Sveinn Björnsson varaformað- ur hlaut gulistjörnu KR. Einar Sæmundsson, formaður, afhenti hana o.g það var sýnilega með sannri gleði, enda mun leitun á jaifn saimvöldum forystuimönnum og þeim tveimur. Gu'llstjörnu KR mega elkki nema 10 menn bera samtímis. Nú bera hana þeir Kristján L. Gestsson, SLg- urður Halldórsson, Gísli Hall- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.