Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1060
þá aftur til Halifax og lágum
þar í þrjá daga til viðbótar,
en héldum síðan til Glouc-
ester og komum þangað 8.
marz.
í Glouchester lágum við til
13. marz, en héldum þá út og
sigldum suður fyrir Cape
Cod og suður fyrir New
York án þess að verða varir
síldar. Á þessum slóðum var
krökt af Rússum eins og
fyrri daginn, og allir virtust
vera með síldartroll. Héldum
við af þessum silóðum norður
á Georgs banka, en þar höfð-
um við samband við íslend-
ing, Gunnar Gunnarsson, en
hann er skipstjóri og bátseig
andi og rær frá New Bed-
ford. Hjá honum fengum við
ýsu og kola í soðið, því við
vorum orðnir þreyttir á að
hafa kjöt í a'lla mata. Þaðan
héldum við norður á Browns
banka og urðum þar varir
við smá lóðningar og feng-
um 100 tonn í nokkrum köst-
um, en sökum veðurs urðum
við frá að hverfa og komum
til Glouchester 20. marz.
Eins og sjá má af þessum
úrdrætti úr dagbókinni höf-
um við farið vítt yfir, suður
á 36. gráðu 30 mín. norður
breiddar og norður á 46. gr.
30 mín., og auk þess keyrt
fram og aftur um stórt
svæði. Höfum við gizkað á
að við séum búnir að leggja
að baki um 550 sjótmílur, svo
að það hafa verið mikil
hlaup og lítil kaup, eins og
þar stendur.
Allri síldinni eða þessum
700 tonnum, sem við höfum
fengið, höfum við orðið að
landa utan við 12 mílur, en
núna hefur fengizt leyfi til
að fara upp að 3 mílum til að
landa. Er það mjög til bóta,
því að skipið sem við lönd-
um í, er á þriðja tkna að kom
ast út á 12 mílur, enda gam-
alt, byggt um 1930, og var áð
ur notað til að flytja olíu í
T-ið stendur fyrir „tanker.
En þar sem við höfum átt í
miklum brösum og erfiðleik-
um við að landa, segjum við
körlunum, að þetta T hljóti að
tákna „trouble. En þetta hef
ur nú lagast og gengur lönd
un ágætlega.
Hér um borð ‘líður öllum
vel, þó menn séu misjafnlega
ánægðir eins og gengur og
gerist, en það eina sem hrjá-
ir menn er gjaldeyrisskocrtur.
Skammturinn á mánuði er 90
dollarar, en það gerir 3 dali á
dag. Verkamennirnir í landi
hafa 200 dali á viku og vinna
5 daga vikunnar, eða 40 klst.
Hérna er kannski dýrara að
lifa, en þó er margt ódýrara
en heima og svo öfugt.
Að lokum biðjum við allir
fyrir beztu kveðjur heim.
Kr. V. Pétursson.
Mikil hlaup en lítið kaup
EINS og menn rekur minni
til hefur Örn RE 1 verið
að síldveiðum við austur-
strönd Bandaríkjanna og
Kanada síðan í haust. Skip
Inní flóanum leituðum við
fram og aftur án þess að
verða varir við eitt einasta
kvikindi og gáfumst fljótlega
upp. Var nú siglt austur með
Af miðuniun. Snurpuhringirnir eru komnir upp.
SW
inu,
Cod.
vera
verjar komu heim um jólin,
en fóru aftur utan í janú-
ar og komu til Glouchester
16. þessa mánaðar. — Marga
hér heima mun fýsa að
frétta af þeim félögum, og
hér fer á eftir bréf frá ein
um skipverjanna, Kristjáni
V. Péturssyni.
EFTIR KOMUNA hingað
unnum við að því að gera
skipið klárt til veiða og 18.
janúar héldum við út. Stefn-
an var sett suður fyrir Cape
Cod á svæði um 50 sjómílur
af Vantucket-vitaskip-
sem er suður af Cape
Á þessiu svæði átti að
samkvæmt upplýsingum
strandgæzlu Bandaríkjanna,
rússneskur floti veiðiskipa.
Rússa fundum við að vísu,
en aftur á móti fundum við
enga síld, sem hægt væri að
veiða í nót, enda al'lir Rúss-
arnir með troll.
Þarna á þessu svæði voru
allar tegundir veiðiskipa,
allt frá þessum litlu,
ljótu koppum þeirra, sem
íslenzkir síldarsjómenn kann
ast við uppí stóra verk-
smiðjutogara, og allir með
síldartroll. Sáum við þá taka
nokkra poka í hoM, en ekki
veit ég eftir hve langt tog
það hefur verið.
Eftir að hafa leitað þarna
á stóru svæði, og einnig tek-
ið myndir af rússnesku kven
fólki, sem stillti sér upp okk-
ur til heiðurs eða huggunar
(þær hefðu aldrei komizt
langt á Langasandi), snérum
við norður á bóginn og leit-
uðum um svæði út af og norð
ur af Gloutíhester. En þar var
ekki heldur feitan kött að flá,
og lögðum við skottið milli
fótanna og héldum í land. Kom
um við í höfn 23. janúar.
Við héldum svo út á mið-
in aftur eftir að hafa safnað
kjarki í landi í sóliarhring.
Skyldi nú keyra norður í Bay
og Fundy, sólarhrings sigl
ingu frá Glouchester. Þar
áttu Kanadamenn að vera að
ausa upp síld inní flóanum,
en Fundy-flóinn liggur á milli
Bandaríkjanna, Kanada og
Nova Scotia.
strönd Nova Scotia út á svo-
kallaðan Brown’s Banka og
leitað þar fram og aftur, en
án árangurs.
hey í harðindum, og komum
við að landi með hallaerishey-
ið eftir sólarhrings siglingu
af miðunum 30. janúar. Höfð-
um þá verið um viku í túnr-
um.
í landi fengum við fréttir
af síld einhvers staðar út af
strönd Virginíufylki og 1.
febrúar lögðum við af stað
suður með ströndinni. Síldar-
var leitað á leiðinni, en enga
urðum við vaTir við í köst-
unarhæfu ástandi. Á öllu
þessu svæði var krökt af
Rússum, eir veiddu í síldar-
troll.
Þegar við komum á stað-
inn þar sem síldin átti að
vera, fannst ekkert nema svo
kölluð drulludreif. Til að
ganga úr skugga um hvað
þetta væri, þá létum við fara
á þetta og fengum útúr kast-
inu nokkrar körfur af fiski,
er urrari nefnist. Dregur
hann nafn sitt af urri eða
ropi, er hann myndar með
sundmaganum, enda lét hann
mótmæli sín óspart í ljósi yf-
ir meðferðinni á sér.
Fiskur þessi er ekki ólíkur
marhnút í útliti og áreiðan-
lega náfrændi hans. En þar
sem stóð í bók Ahnenna bóka
félagsins, Fiskarnir, að fisk-
ur þessi sé ágætur til átu, þá
suðum við djöfsa, en ég verð
að segja, að betri fisk hef
ég fengið — og svo var um
fleiri.
Eftir að hafa leitað um
þetta svæði, héldum við norð
ur með ströndinni leitandi að
Skipið, sem við löndum í á leið til lands með um 200 tonn
Þegar það er með 300 tonn sést aðeins brúin, og höfum
við alltaf orðið að fylgja því í land (svo hefur maður
heyrt sjómenn gera grín að síldinni).
A þessari ferð okkar höfð-
um við samband við fslend-
ing, Árna Jónmundsson, sem
er skipstjóri á kanadískum tog
ara. Hann sagði þær fréttir,
að Kanadamenn væru að
veiða síld í troll og nót inn á
flóa að nafni Ceda bucto, sem
er á milli Nova Scotia og
eyju að nafni Cape Breton
norður af Nova Scotia. •
Þessi flói var auðvitað lok-
aður fyrir okkur, enda inn-
an við landhelgi þeirra Kan-
adamanna. En svona bara til
að fá að lóða á síld svona til
tilbreytingar þá sigldum við
inní flóann, en flóinn er stór
og allskonar ranghalar og
gorvíkur, sem inn úr honum
ganga. En þar sem við höfð-
um ekki nógu nákvæma stað
arákvörðun á svæði því, sem
síldin vair á, fundum við ekk
ert og urðum frá að hverfa.
Sigldum við þá suður eftir,
aftur með stefnu á Georgs-
banka, en þegar komið var á
stað um 42 gráður og 40 mín.
og 64 gráður og 30 mín. rák-
umst við loks á lóðningar og
köstuðum. Þarna fengum við
í sjö köstum um 200 tonn af
mjög smárri síld, lítið stærri
en síldin, sem veidd er á poll
inum á Akureyri. En allt er
síld eins og fyrri daginn og
rákumst víða á mjög þétta
flota af rússneskum skipum,
sumsstaðar alveg upp við
landhelgi, enda strandgæzlan
sveimandi yfir þeim.
Við settum stefnuna útá
Georgs banka og þaðan norð
ur á svæðið, sem við fengum
smásíldina á, en það er eins
og áður var sagt um sólar-
hrings siglingu í misvísandi
austur frá Gloucester. Ekki
áttum við von á að smásíld-
in biði þarna eftir kokur, en
hún hafði þá eitthvað tafizt
greyið, og fengum við þarna
200 tonn á einni nóttu og
lögðuim af stað í land, enda
brældi þarna og við urðum
frá að hverfa. Við komum í
höfn 10. febrúar eftir tíu daga
túr.
Þegar í land kom hittum
við ’landa vora af Jökulfell-
inu. Áttu menn þarna kunn-
ingja og skólabræður og
urðu náttúrulega fagnaðar-
fundir, er mátti til með að
halda upp á. Við höfum
nokkrum sinnum hitt Islend
inga þarna, það er að segja
íslenzk skip, og þá aðallega
Fossana. Hafa þeir látið okk
ur í té alla aðstoð, upplýs-
ingar og fréttir, er þeir hafa
haft yfir að ráða, enda eiga
þeir miklar þakkir skilið.
Við komumst ekki út frá
Gloucester fyrr en 13. febr.,
en vont veður hafði verið
með snjókomu og frosti. Héld
um við beint á vit smásfld-
arinnar, sem hafði tafizt eitt-
hvað meira. Og 16. febrúar
lögðum við af stað í land með
um 200 tonn, og vorum þá í
þremur ferðum búnir að fá
600 tonn síldar á einum mán-
uði. Við komum í land 17.
febrúar og urðum að liggja í
landi til 21. febr. vegna veð-
urs. Þegar lægði var haldið
út á sömu mið, en þá var
þolinmæði smásíldarinnar
þrotin, og fundum við ekki
eitt einasta kvikindi. Eftir að
hafa leitað þarna í eina þrjá
daga brældi, og 25. febr. kom
um við til Halifax til að leita
skjó’ls. Þar lágum við svo allt
til 2. marz. Var allan tímann
8—10 vindstig og hríð ásamt
frosti.
2. marz komumst við út og
héldum þá norður með
ströndinni á banka er heitir
Canso Bank og dregur nafn
sittaf höfða nyrzt á Nova
Scotia. Fyrir þennan höfða
er siglt, er inn í áðurnefnd-
an flióa er farið. Höfðum við
heyrt um síld þarna, en
gamla sagan endurtók sig
engin síld. 3. marz brældi á
þessum slóðum og héldum við
Við bryggjuna í Halifax. Dekkið er þakið snjó.
Yngsti hásetinn, Einar Odd-
geirsson, með einu kvenper-
sónuna um borð.
Á SÍLD VIÐ AMERÍKUSTRENDUR