Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1960 mögulegt, en hinsvegar er mér það afskaplega áríðandi. Ég bjóst við að fá strax af- svar. En mér til mestu furðu, kom það ekki, heldur sagði hann, enn vingjarnlegur á svipinn: — Ég býst við, að við getum kom- ið þessu í kring fyrir yður. Ég trúði ekki mínum eigin eyr um. Þetta var kraftaverki líkast! Mig langaði mest til að hlæja og gráta hvorttveggja í senn, eða stökkva upp úr sætinu og faðma hann að mér. En ein- hvernveginn fékk ég stillt mig og hlustaði, næstum dösuð á hann, er hann sagði: — Það gleður mig, ungfrú Grindly, að ég get veitt yður yfirdrátt, sem þessari upphæð nemur. Ég glápti á hann. — Ég trúi þessu bara varla. Ég hélt ekki, að það væri nokk- ur möguleiki á því, að þetta næði fram að ganga. Ég hélt að það yrði bara tímaeyðsla að tala við yður. trúa yður fyrir leyndarmáli, ef þér lofið að spyrja einskis. Það var hringt til mín í morgun og þessvegna get ég veitt yður þennan yfirdrátt, sem þér þarfn- izt. Ég hleypti brúnum. — Ég skil þetta ekki. Ég á við hver hringdi til yðar? Hr. Scotland brosti og lyfti að varandi hendi. — Ég sagði, að þér mættuð einskis spyrja, ungfrú Grindly. — Þér eigið við, að einhver ætli að gera mér kleift að skrifa ávísun upp á fjögur hundruð pund? — Já, ég á við það. — Og ég má ekki einusinni spyrja hver þetta sé? — Nei, það megið þér ekki spyrja um. Og þó að þér gerið það, þá segi ég yður það ekki. Mér fór eins og Lísu forðum, að ég varð forvitnari og forvitn ari. — Þér eruð alveg harður á því? — Já, ungfrú Grindly, það er eins með okkur bankastjórana og læknana að við erum undir þagnareiði, hvað snertir óskir viðskiptamanna okkar. Ég braut heilann um það, hver það gæti hugsanlega verið, sem hringdi til bankastjórans og leysti þannig vanda minn. Ég þekki engan, sem átti neitt fé aflögu. Enga velviljaða frændur. Það var yfirleitt engin hugsan- legur nema John, Nick og ég sjálf, -sem vissu um þessi vand- ræði mín. Það hélt ég að minnsta kosti. En það var greiniilegt að einhverjum öðrum var kunnugt um það. Eini maðurinn, sem hefði kom- ið mér til hjálpar, hefði hann vitað hvernig ástatt var, var Bob, en ég þóttist alveg viss um, að hann væri ekki svo vel stæð- ur. Það var nú svo skrítið að við höfðum einmitt verið aðræða efnaihag hvors annars, svo sem fyrir einni viku, og harma það, að við skyldum ekki eiga neitt til, ef í hart færi. Að vísu átti ég minn hluta í jörðinni, en hún var veðsett eins og hægt 73 var. Ekki svo að skilja, að ég hefði neinar sérstakar áhyggjur af því. Veðskuldirnar voru greiddar smám saman, og svo höfðum við þarfnazt þessara véla nýlega og þá veðsett hana einu sinni enn. Ég leit kvíðin á bankastjór- ann. — Ég get bara ekki skilið, hver getur hafa greitt fjögur hundruð pund inn í reikninginn minn, einmitt þegar ég var svona fjárvana. — í rauninni er þetta nú ekki þannig, sagði bankastjórinn. — Peningarnir hafa ekki verið greiddir inn á reikninginn yðar, heldur hefur aðeins verið sett trygging fyrir upphæðinni. Þetta hefur allt gengið formlega fyrir sig, og þess er vænzt, að þér greiðið upphæðina smáLm sam an. Líklega hefur það sézt á svip mínum, hversu mjög mér létti. Ég — Það er það ekki. Ég skal T œknifrœðingur Fyrirhugað er að ráða vél- eða raftæknifræðing til starfa hjá Áburðarverksmiðjunni h.f. Áherzla er lögð á starfsreynslu. Þeir sem áhuga kynnu að hafa fyrir slíku starfi sendi um- sóknir til skrifstofu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, eigi síðar en 8 apríl 1969. Í urnsóknum sé tilqreind menntun ,fyrri störf og aðrar upplýs- ingar er varða hæfni umsækjanda, svo og launakröfur. ÁBURÐAVERKSMIÐJAN H.F. 0 0 0 0 0 0 0 «1 0 0 0 0 f 0 0 0 0 0 8 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 Kaffl! Ný tegund UACUUMPAKKAfl 0.JDHNS0N 8 Oss er það anœgja að geta sífellt aukið fjölbreytni kaffitegunda á markaðinum. Nú bjóðum vér yður nýja tegund er nefnist Santos blanda Santos blandan er afbragðsk framleitt úr úrvalsbaunum frá Santos í Brazilíu og Kolumbíu. Santos kaffiblandan er ódýr úrvalsvara. 0. J0HNS0N & KAABER HF. 0 0 0 0 l) 0 0 $ ©0 gO so 1 o §0 g 0 2 0 0 4) 0 8 0 0 0 0 0 0 0 0 4) 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 — Fékkstu bókmenntaverðlaunin fyrir þessa bók? — Ég get bara ekki munað það! var alveg frá mér numin. Og þetta kom svo óvænt. — Vitanlega greiði ég það smám saman. Og svo leit ég aft- ur á hr. Scotland, kvíðin á svip- inn. Hann kynni að neitt að segja mér, hver þessi velgjörðarmað- ur minn væri, en hann varð að fullvissa mig um, að mér væri Úhætt að þiggja þessa hjálp, sem kom eins og af himnum send. — Viljið þér segja mér eitt, hr. Scotland, sagði ég. — Þér þekktuð foreldra mína, og eins bræður mína og systur. Er það allt í lagi, að ég þiggi þessa tryggingu? Vitanlega er ég þakk lát fyrir hana, en það er nú samt dálítið óvenjulegt, að ung stúlka taki við svona upphæð frá aðila, sem hún veit ekkert hver er. En ef þér fullvissið mig um, að mér sé það óhætt, tek ég þessari hjálp með þökkum. — Yður er alveg óhætt að þiggja þetta, ungfrú Grindly. Þó að þér væruð dóttir mín, mundi ég segja það sama. En vitan- iega geng ég út frá því, að yður liggi mikið á þessum peningum? — Já, það gerir mér sannar- lega. — Þér munduð ekki vilja segja mér, hversvegna? Ég roðnaði. — Nei, það vildi ég helzt ekki. — Eins og þér viljið. Hann stóð upp og rétti fram höndina. — Og nú verð ég að kveðja yður. Það bíður annar viðskipta vinur eftir mér. Og um leið og hann fylgdi mér til dyra, spurði hann: — Hvernig líður henni litlu systur yðar, sem er lömuð? Ég brosti. Nú átti ég betra með að brosa en þegar ég hafði gengið inn í skrifstofu hr. Scot- lands. — Henni líður ágætlega. Að minnsta kosti eftir öllum von um. En eins og þér vitið, verð- ur hún alltaf 'hölt, og það tek ég mér afskaplega nærri. — Veslings barnið. — En hún er furðu kát. Sann ast að segja, þá er hún létt- lyndust okkar allra. Hr. Scotland brosti vingjarn- lega. — Fólk, sem er svona lamað, Ferðafólk afhugið Hótel Boigarnes veitir ölium sinum gestum 25% afslátt af gistingu yfir páskavikuna. Verið velkomin. HÓTEL BORGARNES. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Eí þú neitar þér um eitthvað, verður því seinna feginn. Nautið, 20. apríl — 20. maí Allt virðist í lagi með metnaðinn. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Fleira ber að garði en þig hafði órað fyrir. Vertu því rólegur. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Vera má, að þú getir samið við cinhvern, sem getur síðar opnað þér leið. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Þér gefst seinna tækifæri vegna þcss, sem skeður 1 dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Merkileg uppgötvun er á næsta leiti, ef þú ert hugrakkur. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Eitthvað skeður, sem gefur þér nýjan skilning á mannlegrl nátt- úru. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Talaðu um ailt nema viðskipti. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Haltu þér utan við einkamál annarra, og öðrum frá þinum. Gættu vel allra smáatriða. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Það eru margar leiðir til að varðveita eignirnar. Eosaðu þig við langvarandi vandamál i kvöid. (Ekki gleyma heilsufari). Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Þú hefur tækifærið: Reyndu að vera því vaxinn. Það hefur sin áhrif. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Þú verður huggaður, hvar scm þú ferð. Taktu það eins og ætla/t er til. -4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.