Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1»09 tíifcgiefandi H.f. Árváfcuir, Reykjavífc. Fnamfcvæmdastj óri HaraMur Sveinsaora. 'Ritstrjórai' Siguxður Bjarniaaon frá Viguir. Mafctihías Jotonnesslen. EyjólCur KonráS Jónsaon. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Frétfcaisfcjóri Björn JóJiannsson!. AuglýsingiaHfcjöri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalsbræti 6. Sími lð-100. Auglýsingaí Aðalstræti 6. Sími 22-4-Sö. Ásfcriiftargjald fcr. l&O.C'S á mónuði innanlands. í lausasjöiu kr. 10.00 eintakið. FLOTAÆFINGAR OG SMÁNARSAMKOMA átttaka íslands í Norður- Atlantshafsbandalaginu, varnarbandalagi vestrænna þjóða, er einn af hyrningar- steinum íslenzkrar utanríkis- stefnu. Þessi stefna, sem mörkuð hefur verið af öllum " lýðræðisflokkunum hefur reynzt íslenzku þjóðiinni vel. Atlantshafsbandalagið hefur reynzt öllum þeim þjóðum vel, sem eru þátttakendur í því. Það hefur stöðvað fram- sókn hins alþjóðlega komm- únisma í Evrópu, stuðlað að friði í Evrópu og heiminum yfirleitt. En íslendingar vilja ekki aðeins hafa góða sambúð við nágranna sína og vestrænar lýðræðisþjóðir. Þeir vilja eiga góð og vinsamleg sam- skipti við allar þjóðir, hvern- ig sem þjóðskipulag þeirra er. Þannig hafa íslendingar t.d. átt mikilvæg og vinsamleg viðskipti við Sovétríkin og fleiri þjóðir í Austur-Ev- rópu, sem búa við kommún- *"iskt skipulag. ★ Kommúnistar hér á íslandi hafa nú flutt tillögu um það að ísland segi sig úr Atlants- hafsbandalaginnu og slíti þar með sam^tarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir um öryggis- og utanríkismál. En undarleg tilviljun er það, að þegar kommúnistar efna til „hátíða halda“ í tilefni þess, að 20 ár eru liðin frá skrílárás þeirra á Alþingi, þá skulu stærstu flotaæfingar Sovétríkjanna, sém nokkru sinni hafa verið haldnar á Atlantshafi fara 'fram við bæjardyr Islend- inga. Vafalaust er ekkert sam- bahd á milli þessara tveggja atvika. En hinar miklu flota- æfingar Sovétríkjanna fyrir súnnan ísland um þessar mundir eru engu að síður at- burður, sem íslendingar hljóta að veita mikla athygli. Með honum hefur það enn sannazt að -ísland liggur á krossgötum austurs og vest- urs. Það er ekki einangrað „ýst á Ránar slóðum.“ Þvert . á móti er það statt á veðra- mótum heimsátaka. Þetta gera flestir hugsandi Islendingar sér Ijóst. Þess vegna telja þeir aðild íslands að öryggis- og varnarsam- starfi vestrænna þjóða óhjá- kvæmilegt. Atlantshafsbandalagið hef- ur ekki ráðizt á nokkra þjóð. Það er einungis stofnað til vemdar meðlimaþjóðum sín- um og heimsfriðnum yfir- leitt. Varsjárbandalagið hefur hins vegar ráðizt á eitt af að- ildarríkjum sínum og her- numið það. Tékkóslóvakía er hersetin af rússneskum her. Tékkar og Slóvakar hafa mót mælt þessu smánarlega at- ferli. En það hefur engan árangur borið. Þeir eru kúg- aðir til þess að vera í hern- aðarbandalagi, sem ráðizt hefur á þá sjálfa, og svift þá frelsinu að verulegu leyti. Það er sannarlega engin furða þótt „afmælishtíða- höld“ þau, sem kommúnistar beittu sér fyrir um síðustu helgi fengju lítinn hljóm- grunn hjá Reykvíkingum. Hræsni og yfirdrepsskapur kommmúnista dylst engum hugsandi manni. Hið „hlut- lausa“ íslenzka Ríkisútvarp þurfti hins vegar að sýna hug sinn til þessara „hátíða- halda“ með því að birta fréttaauka um þessa smánar- legu samkomu kommúnista. Mátti þó fréttastofa útvarps ins illa við að opinbera enn einu sinni hugarfar sitt. Mun mörgum hafa fundizt að Rík- isútvarpið hefði þegar lagt fram nægan skerf með þátt- töku einstakra útvarpsmanna í ræðuhöldum á smánarsam- komunni. SJÁLFSÖGÐ RÁÐSTÖFUN állmiklar umræður urðu á Alþingi í sl. viku um að- stöðu til geislalækninga hér á landi. I umræðum þessum kom fram, að Jóhann Haf- stein, heilbrigðismálaráð- herra, hefur höggvið á þann hnút, sem aðstaða til geisla- lækninga var komiri í og leið- ir sú ákvörðun, sem heilbrigð ismálaráðherra tók til þess að í haust verður tekið í notkun húsnæði, sem mun hýsa hin fullkomnu Kobolt- tæki, sem Krabbameinsfélag Islands hafði forgöngu um að Landspítalinn fékk að gjöf. Ef Jóhann Hafstein hefði ekki tekið þá ákvörðun að láta byggja bráðabirgðahús- næði yfir þessi tæki má bú- ast við að slíkt húsnæði yrði ekki tilbúið fyrr en að 4-5 árum liðnum, en á þeirn tíma má tvímælalaust bjarga mörg um mannslífum, með því að koma upp þessari bráða- birgðaaðstöðu. Vera má að ikzSk %as rJr UTAN ÚR HEIMI Hinn nýji forseti Pakistans — og mennirnir i kringum hann Á EINNI viku hefur Yahya Khan, hershöfðingi, sem ver- ið hefur yfirmaður hers Pak istans,, vaxið svo að tign og völdum, að hann er orðinn forseti landsins og forsætis- ráðherra um leið. Er hann tók formlega við embætti sem forseti af fyrirrennara sínum, Ayub Khan marskálki, endurtók hann fyrirheit sín um að stjórnskipulegri ríkis- stjórn yrði komið á fót, strax og ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt af fulltrúum, sem kjörnir yrðu af þjóð- inni. Þangað til myndi hann stjórna með aðstoð þriggja háttsettra foringja úr land- her, flota og flugher landsins. Yahya Khan varð yfirmað- ur landlhers Pakistans árið 1966 eftir ótrúlega hraðan frama. Hann varð 34 ára gam all yngsti hersihöfðingi lands ins og 40 ára varð hann yfir- hershöfðingi. Menn höfðu lengi, áður en til þess kom, getið sér til, að hann myndi taka við æðstu völdum í land inu, er Ayub K'han drægi sig í hlé. Hann hóf feril sinn sem at- vinnuhermaður árið 1'939, eftir að hann hafði lokið prófi frá háskólanum í Pun- jab og indverska hernaðarhá- skólanum. Um skeið var hann í brezku Vorcester-iherdeild- inni og í síðari heimsstyrjöld- inni gegndi hann herþjónustu í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins og Indlandi. í styrjöldinni milli Indlands og Pakistans 1965 stjórnaði hann fótgönguliðssveit og var sæmdur heiðursmerki fyrir „kjark, einurð og skyldu- rækni“. Þeir þrír menn, sem að- stoða eiga Yahya Khan við stjórn landsins, eru allir her- foringjar, sem tekið hafa þátt í hernaðaraðgerðum. Þeir eru Abdul Hamid Khan (52), næst æðsti yfirmaður land'hersins, Ahsan flotafor- ingi (48), yfirmaður flota Pakistans og Malik Nur Agha Muhammed Yaliya Khan, forseti Pakistans. Khan (46), sem verið hefur yfirmaður flughersins frá 1965. Hamid herihöfðingi hefur tekið þátt í tveimur styrjöld- um — fyrst gegn Þjóðverjum og ítölum í Austurlöndum nær í síðari heimsstyrjöldinni og síðar sem yfirmaður fót- göngulissveifcar í stríðinu við Indland 1965. Hann varð undirforingi 1939 í brezku Sommersefcherdeildinni. Síð- an gekk hahn í Baluch-her- deildina og hækkaði síðan í tign, unz 'hann varð yfirmað- ur hersveitar sinnar, sem varð hluti af land'her PaK- istans 1948. Síðan var hann yfirmaður fótgöngulið(s.sveit- ar og hefur verið yfirmaður landherssveitar síðan 1966. Ahsan flotaforingi er sagð- ur hafa lágmælta rödd og hóg væra framkomu, en að baki yfirbragði hans leynist harð- ger hermaður, sem í síðari heimsstyrjöldinni tók þátt í orrustum á Atlantshafi og hlaut brezku orðuna „The Distinguished Service Cross“ fyrir frammistöðu sína í or- rustum fyrir utan strönd Burma. Hann var aðstoðar- maður Mountbattens lávaið- ar, sem var síðasti varakon- ungur Breta á Indlandi og síð ar aðstoðarmaður Mafchamm- eds Ali Jinnah, stofnanda Pakistanríkis. Ahsan varð yfirmaður flota Pakistans 1966, eftir að hafa verið for- ingi í flotanum frá 1944, er hann varð 20 ára gamall. Malik Nur Khan flugmar- skálkur varð yfirmaður flug- hers landsins í styrjöldinni milli Indalnds og Pakistans 1965 og lofaði þjóðinni því, að hann skyldi „hreinsa himininn á fjórum dögum“, í síðari heimLstyrjöIdinni var hann orrustuflugmaður í indverka flughernum. Hann flýgur enn öllum þeim flug- vélagerðum, sem flugher Pak istans hefur yfir að ráða og telur mjög mikilvægt að geta flogið einhvern tíma á hverj- um degi. Aður en hann tók við yfirstjórn flughersins, hafði verið fyrirhugað, að hann yrði yfirmaður flugfé- lagsins „International Airlin- es“ í Pákiistan. Malik Nur Khan hefur orð á sér fyrir að vera mjög dug- legur og kemur oft á óvænt á flugvelli til þess að líta eftir því, að þar sé allt í reglu. Richard Nixon: Boöar aögeröir gegn veröbólgu Washington, 26. marz (AP) RICHAKD M. Nixon Bandaríkja- forseti, tilkynnti í dag, aff nauð- synlegt væri að reyna aff koma i veg fyrir áframhaldandi verff- bólgu í landinu. Hefur forsetinn því lagt til við þingiff að það samþykki framlengingu um eitt ár á bráðabirgða-viðaukaskatti, sem lagður var á tekjur í fyrra, og að dregið verði verulega úr opinberum útgjöldum á vissum sviðum. Tekjur ríkissjóðs af viðauka- skattinum á næsta fjárhagsári, sem hefst 1. júlí, eru áætlaðar 9% milljarður dollara, en auk þess er áætlað að útgjaldalækk- un bæti stöðu ríkissjóðs um nærri einn milljarð dollara. Nixon sagði, að í janúar hafi Lyndon B. Johnson, þáverandi forseti, áætlað, að tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta fjárhagsári næmi 3,4 milljörðum dollara, en nú væri ljóst, að afgangurinn áætlanagerð nú þegar etið upp hæðar við óbreyttar aðstæður. Hefði verðbólga og bjartsýni í áætlanagerð nú þegar etið upp helming afgangsins fyrirhugaða, og það þremur mánuðum áður en fjárlögin koma í framkvæmd. Hann sagði, að verðbólga væri nokkurs konar efnahagsárás gegn yngstu og elztu þjóðfélagsþegn- unum, gegn fátækum og spar- neytnum. Væri stjórn hans stað- ráðin í að verjast þeirri árás. Yfirlýsing Nixons er í beinu framhaldi af tilkyningu verka- málaráðuneytisins bandaríska frá í gær þar sem segir, að á und anförnum 12 mánuðum hafi verð lag í landinu hækkað um að meðaltali 4,7%. Þar segir einnig, að nýlega hafi heildsöluverð hækkað talsvert, og leiði það venjulega til frekari hækkana á verði til neytenda. Viðurkenndi forsetinn að aðgerðir stjórnarmn ar til að stöðva verðbólguna væru að vissu leyti „óviðfelld- ar“, en sagði þær nauðsynlegar heilbrigðum efnahag þjóðarinnar í framtíðinni. ýmsir aðilar séu ekki ámægð- ir með þessa lausn og telji hana ekki 'fullnægjandi, en eins og málum var háttað var ákvörðun Jóhanns Haf- steins hiklaust hin eina rétta. Jafnframt hefur heilbrigð- ismálaráðherra lagt áherzlu á, að þessi báðabirgðaaðstaða muni engan veginn verða til þess að tefja fyrir varan- legri lausn á húsmæðisað- stöðu fyrir geislalækningar. Forsenda þess að hægt verði að hefjast handa um nýjar byggingarframkvæmdir á Landspítalalóðinni ér sú, að endanlega verði genigið frá skipulagi þessa svæðlis. Er þess að vænta, að skipulags- yfirvöld hraði svo sem kostur er undirbúningi málsinis, þar sem hér er svo mikið í húfi að ekki verður unað við taf- ir á málinu vegnia skorfc á skipulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.