Morgunblaðið - 23.04.1969, Side 4

Morgunblaðið - 23.04.1969, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1969 t BÍLALEÍfiANFALUR1 car renta! service ____ 22*0*22* RAUÐARÁRSTlG 31 Ilverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR skiphou»21 s*mar21190 eftirlokunstmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 —ntmir— Framarar, knattspyrnudeild. Æfingar verða sem hér segir á næstunni: Merstara- og 1. flokkur Mánudaga kl. 19-20,30. Miðvikudaga kl. 19,30-21. Föstudaga kl. 20-21,30. Laugardaga kl. 14. 2. flokkur: Mánudaga kl. 20,30-21,30. Þriðjudaga kl. 20-21,30. Föstudaga kl. 19-20. 3. flokkur Þriðjudaga kl. 19-20. Fimmtudaga kl. 19,30-21. Föstudaga kl. 18-19. 4. flokkur Þriðjudaga kl. 18-19. Fimmtudaga kl. 18-19,30. Laugardaga kl. 13-14. 5. flokkur: Mánudaga kl. 17-18 C-lið. Mánudaga kl. 18-19 A, B-llð. Miðvikudaga kl. 17,30-18,30 C-lið. Miðvikudaga kl. 18,30-19,30 A, B-lið. Sunnudaga kl. 10,30-12 A, B-lið. Æfingataflan gildir frá 25. apríl. Athugið að æfingar falla niður þegar meistaraflokkur Fram keppir. Stjórnin. 0 Sjónvarp í Suður- Þingeyjarsýslu enn Gísli G. Atiðunsson skrifar: „Velvakandi góður! Sunnud. 13 apríl birtir þú í dálkum þínum bréf frá Brim G. Jónssyni á Laxamýri, þar sem harm lýsir þeim ugg sínum, að ekki verði staðið við þá áætlun að dreifingarkerfi sjónvarps nái til megijxhluta S—Þin.geyjarsýslu og Húsavíkur á þessu ári. Þú hnytir smápistli aftan við bréf Björns, og segir að þetta séu „venjulegar róg- og Gróusögur, og væri fróðlegt að vita hverjir séu höfundar þeirra og hverjir slefa þeim út“. Og til frekari áréttirgar bendir þú á frétt í Morgunblaðinu frá 10. apríl sl. En kæri Velvakandi! Þú ert svo óheppinn, að í þessari frétt er uggur Björns og annarra hér einmitt staðfestur. Þar segir að byggja eigi aðalstöð á Fljóts- heiði fyrir Þingeyjarsýslur og Húsavík árið 1970. Það hefði því mátt sleppa orðum eins og „róg- sögur“ og „Gróusögur". Það er rangt hjá menntamála- ráðherra, að unnt verði að fylgja fyrri áætlun um dreifingu sjón- varps, verði því ekki komið til Húsavíkur og meginhiuta S-Þing á þessu ári. Sl. sumar sendi menntamálaráðherra bæjarstjóm Húsavíkur — með sérstakri kveðju sinni — áætlun um dreif- BRONCO Vil kaupa vel með farinn og lítið keyrðan Bronco. Æskilegt er að samí maður hafi átt og keyrt bílinn. Tilboð merkt: „Staðgreiðsla — 2682" sendist Mbl. fyrir sunnudag. Félagosamtökin VERND halda aðalfund i Ingólfskaffi uppi laugardaginn 26. apríl nk kl. 15. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRIMIN. Törring’s Special Góður og gildur smávindill til daglegra nota. Vinsæl millistærð milli vindla og smávindla. Bragðið er indælt og milt aromabragð. Reynið 10 stykkja SPECIAL í dag og yður verður Ijóst hversvegna Törring’s smávindlar eru taldir meðal þeirra albeztu í Danmörku. LEVERANOOR TIL DET KONGELIGE DANSKE HOF N. T0RRING CIGARFABRIK ingu sjónvarps til S-Þing ogHúsa víkur, þar sem sagði, að sjón- varpið næði til þessa héraðs 1969. Þetta hef ég kynnt mér frá fyrstu hendi. 0 Hvers á Húsavík að gjalda? Menntamálaráðherra mun einn ig hafa lýst yfir því áður, að sjónvarp næði til allra landshluta áirið 1969. Og nú hefur hann upp- lýst, að austfirzku bæirnir munu njóta sjánvarps áður en þetta ár er liðið. Það er því engin furða að Lúðvík Jósepsson þakki hon- um sérstaklega fyrir góða fram- göngu í þessu máli. Hins vegar finnst okkur Húsvíkingum þessi yfirlýsing ráðherrans bera nokk-' um keim af yfirlæti, úr því að sjónvarpsgoislanum verður skotið fram hjá okkur til Austfjarða og ekki staðið við fyrri yfirlýsing- ar að koma sjónvarpi til okkar. Það er hægt að slá um sig og segja: Sjónvarpið verður komið til allra landshluta ‘69. En glans- inn fer af, þegar fórna á öðr- um héruðum.svo þetta hégóma- atriði nái fram að ganga. Við Húsvíkingar eigum að sjálf sögðu að óska Austfirðingum til hamingju með sjónvarpið, því að yfirieitt hafa Austfirðir verið hafð ir útundan um ýmis þjónustumál. En það er engin furða, þó ánægja okkar fyrir þeirra hönd sé svo- lítið beizkju blandiin. Húsavík verður nefnilega eini bærinn á landinu, sem ekki fær sjónvarp fyrr en 1970. Við verðum látnír bíða ári lengur, en íbúar allra annarra bæ’a og langflestra þorpa og þéttbýiissvæða á landinu. Gísli G. Auðunsson Ketilsbraut 20, Húsavík RJ. Skrifar frá Húsavík: „í Momgunblaðinu dags. 13. apríl s.i., skrifar Björa G. Jóns- son á Laxamýri um sjónvarp, hvað líði dreifingu þess og hverj- ir hefðu mesta þörf fyrir sjón- varpið Ég ætla ekki að rita nán- ar um þessi atriði, en aðeins taka undir umrædd skrif Björns G. Jónnsoriar, hins vegar vil ég upp lýsa Veivakar.da um, að fyrir liggur endurskoðuð áætlun um kostnað og dreifikerfi sjónvaps, sem menmtamálaráðherra sendi hingað norður til Húsavikur á síð astliðnu ári, þar sem gert er ráð fyrir að S.Þingeyjarsýsla og Húsa vik fái sjórrvarp 1969 frá stöðv- um, sein byggðar yrðu á Fljóts- heiði og Húsavík. Þannig að þær róg- og gróu- sögur um að áætlun um dreifikerfi sjónvarps fái ekki staðizt, sem Vel vakandl nefnir að menn hér fyr- ir norðan séu að slefa með, hafa við rök að styðjast, þar sem menntamálaráðherra hefur nýlega upplýst að tvær umræddar stöðv ar verði byggðar 1970. Virð ingairfy llst, R.J., Húsavík". Já, Velvakandi hetfur svo sann arlega verið óheppinn að fara nokkuð að skrifa um sjónvarps- mál Þingeyinga. Hann hefur það sér þó til afsökunar að hafa ein- ungis farið eftir því, sem hanin g»t lesið út úr þingræðum, en eft- ir því að dæma áttu allar áætl- anir að standast. Og hvað felst anoars í orðunum „til allra lands hluta“? Þarf orðalagið að þýða hið sama sem „heim á hvert byggt ból“? Annars er nær að Húsvíking- ar deili um þetta við mennta- málaráðherra og skipulagsstjóra sjónvarpsdreifingar en vesaling minn. 0 Vantar orð fyrir orðabastarð „Kári“ skrifar: „Kæri Velvakandi: Gerðu það fyrir mig að bann- lýsa orðið ,pop-messa“. Þetta hryllilega orðskrípi hlýtur að fæia alla menn frá athöfn þeirri, sem það á að tákra. Bæði er orðið frámunalega ljótt, hvort sem er á prenti eða í munni, og svo er orðið „messa“ notað þama í kol vitlausum skilningi. Við skulum ekki afbaka merkingu gamals og góðs orðs, — nógur er málrugl- ingurinn orðinn samt. Og því er þá ekki skrifað „popp“ fremur en „pop“? Ég þekki ekki til þeirrar athafnar, sem þessi orða- bastarður á að merkja, svo að ég er alveg hlutlaus í því efni, en orðið er óþolandi. Kári“. Gaman væri að heyra tillögur al mennings um nýtt orð fyrir þessa athöfn, en kannske er þetta bara stundar- og tízkufyrirbæri, sem hverfur fljótlega og þarfnast þá ekki skrautlegri orðabúnings en „popp-messu“. 0 Trúir á guð en ekki Guð Birgir Sigmundsson skrifar: „Heiðiaði Velvakandi! Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um guð, vegna hinn- ar svokölluðu popmessu. Meðal annars hefur komið fram sú spum ing, hvort guð sé til? Mín skoðun á tilveru guðs er einfaldlega sú, að guð er hið góða í hverjum maimi, en djöfullinn hið illa. Sam kvæmt þessu skil ég ekki, hvers vegna fólk er að deila um aðferð ir við guðsdýrkun. Það er sama, hvað fólk nefnir guð þann, er það trúir á, allt er þetta sami guðiivn. Hvort sem það er sá guð, er Kristur boðaði, Allah eða Budda. Engum heilvita manni dettur í hug að trúa bókstaflega því sem í biblíunni stendur. Bibl ían er tákn fyrir trú kristinna manna, og kóraninn fyrir trú Mú hameðstrúarmanna. Maðuinm er nú einu sinni þannig gerður, að hann verður að hafa rök fyrir öllu, sem hann á að trúa, og þess vegna er biblian og helgi- sagnir allra trúarbragða til. Jesús Jósefsson hefur sennilega verið til, og hefur verið leiðtogi þess söfnuðar, er frá greinir í biblíumni. Eftir dauða hans hafa farið að myndast um hann þjóð- sögur, og afleiðinrgin er Nýja testamentið. En, svo að ég víki aftur að messu þeirri, sem ég minntist á í upphafi, þá finnst mér sjálfsagt að Lúterstrúarmenn breyti þessu gamla o-g leiðinlega formi, sem hefur verið á guðsþjónustu þeirra síðan lúterski siðurinn komst á. Trúartjáning manna verður að fylgja tíðiarandanum. Hún má ekki vera fullkomlega stöðnuð einhversstaðar i fornöld. En það er ekki nóg fyrir fólk að sækja þá helgu staði, er trú þeirra viðurkennir, menti verða að sýna trú í verki. En það ger- ir fólkið í heiminum í dag einmitt ekki. Alltaf er einhvers staðar stríð. Þess vegna ætti fólk, í stað þess að deila um tjáningarform við dýrkun guðs, að láta hinn eiria sanna guð, hið góða í mann- imim ráða. Virðingarfyllst, Birgir Sigmundsson“. Carðeigendur Tek að mér lagfæringu eldri lóða, skipulagningu, teikningu og standsetningu nýlóða. Undirbúum heimkeyrslur og bíla- stæði. Trjáklippingar. Þór Snorrason skrúðgarðyrkjumeistari. Sími 18897.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.