Morgunblaðið - 23.04.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.04.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 19©9 13 MINKAR VIÐ fslendingar höfuim til þessa verið að mestu blessunarlega lausir við mjög skaðlega mein- vætti í íslenzku náttúrulífi, enda ekki um svo auðugan garð að gresja, að þungar búsifjar megi þar yfir ganga án þess að illa fari, og það tjón sé unnið, er aldrei fæst bætt. Minkafrum- varpið stendur enn eins og draug ur við dyr Alþingis, og eftir þann taumlausa áróður, er beitt h;efur verið því t'il framdráttar, er ekkert líklegra en að það nái fram að ganga. Mör.gum þeim, er yfirleitt hugsa eitthvað út fyrir þann þrönga hring, er borgarlífið, alls konar skrípalæti þess og óskemmtilegt peningakapphlaup, heldur okkur í, er það sennilega Ijói t ,að landið sjálft, sveitir þess með öllum sínum unaði og erfiðleikum, á og býr yfir þeim verðmætum, er við öll berum ábyrgð á, og sem óafsakanlegt er að kasta á glæ. Þessi verð- mæti verða ekki seld né metin til fjár, og sízt af öllu fyrir jafn vafasama og hættulega ábata- von sem minkarækt. Vert er að gefa því gaum, hvernig á mádum er haldið, er þrengja skal þessari hæpnu at- vinnugrein inní íslenzkt land. Málið er þannig reifað, að mörg- um veldur glýju í augum. At- vinnuvegir okkar standa hölþrm fæti, og efnahagur allur ramb- ar á yztu nöf. í sambandi við minkafrumvarpið er peninga- von haldið hátt á lofti. Svim- andi háum upphæðum í gjald- eyris og gróða er óspart hampað, þótt menn viti í rauninni. ekkert hvað þeir fullyrða né hverja þeir lofa. Þær tölur, sem tíundað ar eru frá nágrannalöndum okk- ar, Þýzkalandi og viðsvegar frá, sanna okkur ekki neitt, hvernig til muni takast með minkaræki í höndum íslenzkra manna. Aft- ur á móti höfum við ærna og dýrkeypta reynslu frá fyrra flani, er horfið var að því ráði að hefja hér minkarækt. Þá eins og nú hefur vafalaust verið sýnt með tölum fram á ágæti þessa atvinnuvegar. En stórt ógæfu- spor var stigið, er þetta fram- andi óargadýr var fllutt inn í Iandið. Læra menn þá ekkert af reynslunni, eða finnst þeim ef til vill enginn skaði skeður? Slíkt ábyrgðarileysi er engum ætlandi. En nú bregður svo við, að engar áhyggjufullar vanga- veltur eru sjáanlegar, vegna fyrri ófarnaðar. Gróðavonin rík- ir ein. Er mældir skulu á sömu vog möguleikar og árangur minka- ræktar í Þýzkalandi og á íslandi, er þar ólíku saman að jafna, Þjóðverjar eru þekktir og viður- kenndir um alla veröld fyrir frá- bæra vinnuvöndun og nákvæmni í allri verktækni. Getum við ís- lendingar stært okkur af slíkum dyggðum í vinnubrögðum? Nokkuð mörg rStertæk dæmi sanna hið gagnstæða. Jafnvel við Norðurlöndin þolum við engan samanburð. Hinsvegar rík ir hér alltof mikið af algjöru ábyrgðarleysi og gáleysi við mik ilvæg störf, eða viil nokkur halda því fram, að trúmennska og árvekni í hvívetna sé nú traustari og meir í háveguro höfð en áður fyrr. Minkar hafa nú lagt undir sig mikinn hluta landsins eins og alllir vita. En hvílíkri viður- styggð og skaðsemi þeir hafa valdið, vita þeir menn einir, er stöðugt hafa unnið það vonlitla og erfiða verk að halda þeirn niðri, og reyna að hefta út- breiðslu þeirra svo sem verða mátti. Það merkilega er nú samt, að allar þær staðreyndir, er fyr- ir liggja í þeim efnum, virðast að þessu sinni notaðar sem eins- konar meðmæli með nýjum inn- flutningi, og að sjálfsagt sé nú að vinna betur að og dreifa bæki stöðvum minksins sem víðast um landsbyggðina, út í eyjar, inn til dala, og helzt að innleiða hér nýstárlega minkabúgrein á hverju kotí. Allir reikna með að dýrin sleppi út, en enginn leggur trún- að á þann þvætting að dýr, sem sleppi úr görðum séu að mestu óskaðleg. Telja má, að ísland sé einkar hentugt til framfærslu villiminks, svo hann geti lifað hér við allsnægtir og góðu lífi. Hin ónumdu landsvæði og frið- sælu heiðalönd, fuglamergð og silungslækir, felustaðir eru nægilegir. Alls staðar er gott til fanga og gæti villidýrið látið greipar sópa. Einhver minka-agentinn tal- aði urn það í mjög léttum tón, að eiginlega væri það svo sem ekki neitt til að gera veður út af, þótt einstaka minkur léti það eftir sér að bregða sér til bæja, og ná sér í eina og eina hænu úr hænsnabúum búendanna. Sjálf- sagt sýndist honum það ekki frekar umtalsvert, þótt hann geri sig heimakominn í heimal'önd- um bændanna, eyði æðarvörp- um, drepi unglömbin og rífi júgr in undan lambánum. Sá hagnaðuT, sem spáð er að minkurinn leggi í þjóðarbúið, er ekki skorinn við nögl, enda liggur mikið við. Veltur þar á hundruðum þúsunda króna. Reyndar gæti þessi gróði snúizt í tap, miðað við fyrri reynslu. Ekki hefur mér vitanlega verið lögð fram nein kostnaðaráætlun, hlýtur hún þó að verða ótaldar milljónir í erlendum gjaldeyri, og yrði það ef til vill ekki svo lítill mínus í öllum gróðanum. Hvar skal taka það fé? Er ef til vill um svokallað einkaframtak að ræða, með ríki og banka að bakhjarli? Vera má líka, að það komi á íslenZka ríkið að slá nokkur hundruð milljónir í er- lendum gjaldeyri, er leggjast við hina'skuldasúpuna. Það væri líka fróðlegt að sjá ’heildartölur þær, er villiminkar hafa þegar kostað íslenzku þjóðina. f þesiiu máli má þó ef til vill segja, að fjárhagshliðin sé ekki aðalatriðið, heldur hitt, vissan um að minkarnir leiki nú sem fyrr lausuim hala, og áður en var ir verði ísland orðið minka'bæli, og enginn fær neina rönd við reist Við eigum okkar nátt- úruverndarráð. Sýnist nú sem í fyr^ta sinni komi verulega til þeirra kasta, að koma í veg fyr- ir óhæfuna. Hvernig má það vera, að bænd ur og annað fólk út um land lætur ekkert frá sér heyra? Sýn- ist þó ærin ástæða til að þaðan kæmu einhver mótmæli, og að allir þeir, sem hagsmuna hafa að gæta legðust sem einn maður gegn minkafrumvarpinu. ... Er þáð ef t'ill vill orðin hefð, að eng- inn megi . móti mæla, því er flokksforustan vill vera láta? Eru ef til- vill alilir orðnir á einu máli eða er ekki um neinar skoðanir að ræða lengur meðal íslendinga? Hér er of mikið í húfi. til að menn láti segja sér fyrir verkum og þingmenn sitj- andi í Reykjavík ráski eftir geð- þótta með slik mál. Hvað um varplönd og eyjar? Ekki þyrfti nema einn ósvikinn, íslenzkan frostavetur svo gang- fært yrði um ÖLI sund og firði. 19-18 mátti ganga þurrum fótum um allt ísafjarðardjúp, sem og allan sjó við strendur landeins. Eftir það mundi þynnast æðar- fluglaskarinn sem og annar nytjafugl. Við slíkar framkvæmd ir sem hér um ræðir er dálítið varhugavert að slá striki yfir öll hættumerki, en lemja málin áfram, hverjar sem afleiðingar kunna að verða. Sigurlaug Björnsdóttir. Önfirðingalélogið Arlegt kaffikvöld og myndasýning verður í Tjarnarbúð uppi miðvikudaginn 23. apríl kl. 9.00. Önfirðingar 70 ára og eldri eru sérstaklega boðnir. Mætið vel og stundvíslega. STJÓRIMIN. VINYLVEGGFÓÐUR Hemlaborðar í Benz og Volvo vörubifreiðar nýkomnir. ÞOLIR ALLAN ÞVOTT Hemlaverkstæðið STILLING H/F. Skeifan 11, sími 31340. ÉE UTAVER Grensásvegi 22-24 Sl’mi 30280-32262

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.