Morgunblaðið - 10.07.1969, Page 4
MORG-UNBLAÖIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULI 19©9
IMAGIMÚSAR
4KIPHOln21 símar2U90
eftir lokan simt 40381
BÍLALEIGAN FALURhf
car rental service ©
22 0*22-
RAUDARÁRSTÍG 31
Mverfiseötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
Aliiuglo-
frumleiðendur
á Suður- og Suðvesturlandi,
athugið. Kaupi haensni til slátr-
unar allt árið, eonfremur tek ég
að mér slátrun á alifuglum fyri'r
þá er þess óska, saeiki aMt heim
og sendi frágengið til baka.
Hringið í sláturbús mitt
Miðfel'li 3, sími um GaftafeW.
Geymið auglýsinguna.
SNYRTIVÖRUR
ALLTAF I FARARBRODDI
hArkrem
REMOVER
SHAMPOO —
DEODORANT
Heildsölubirgðir:
I. Konráðsson & Hafstein h/f,
Vesturgötu 2, sími 11325.
fyrir alla
Tjöld
Svefnpokur
Gustæki
Sólbekkir
Sáltjöld
Ferðufutnuður
Ferðunesti
HllilllitMM.
MMHHIIIMM.
IIHIHHimiHl
mmmwwHi
hihhiiiiihih
0 Skæðadrífa úr öskubíl
Vegfarandi skrifar:
„Velvakandi góður! Mig langar
að hripa þér nokkrar línur. Nú
er hafin hin mesta herferð fyrir
góðri umgengni, og ekki að ástæðu
lausu — hreint land fagurt
land. Fagurt land getur orðið ljótt
sé það útbiað rusli. Alltof mikil
brögð eru að þvl, að menn gangi
illa um, kasti tóbaks- og sælgætis-
umbúðum, hverskonar bréfarusli
og öðru drasli á götur borgar-
innar og varði slóð sína úti í
náttúrunni með slíku eða öðru
eins. Slæmur skilnaður við tjald-
stæði, eða fagra laut, þar sem
staðið er upp frá snæðingi, er
hryggðarmynd.
En ekki var það nú þetta, sem
ég ætlaði að skrifa um. Hér einn
daginn ók ég á eftir öskubíl alla
leið úr Kópavogi suður að Krísu-
víkurafleggjara. Fljótt tók
ég eftir því að bréfflyksur tóku
að fjúka upp úr vagninum, fyrst
ein og ein, en svo ágerðist þetta
eftir þvi sem lengra dró. Loks
kom heil opna úr dagblaði svíf-
andi upp úr bílnum og lenti á
framrúðunni hjá mér. Voru þar
komnar forsíða og baksíða Morg
unblaðsins. Ég var síður en svo
hrifinn. Þú mátt þó ekki skilja
það svo, að ég hafi neitt sér-
stakt út á Morgunblaðið að setja,
öðru nær. En mér nægir bara ein-
takið mitt, sem ég fæ heim á
hverjum morgni, og það ekki upp
úr neinni ruslatunnu.
Til sölu er
einbýlishús í Hoinnrfirði
Húsið er 8 ára, um 190 ferm. 2 stofur, 4 svefn-
herbergi, baðherbergi, W. C. gesta, þvotta-
herbergi og geymsla. Vandað hús með góð-
um innréttingum. Fullfrágengin lóð.
K JÖR .
Á húsinu hvíla hagstæð lán, alls um 785
þúsund. Útborgun sé minnst 700 þúsund.
Mismun lánar seljandi til 10 ára.
Fasteignal)jónustan
Austurstræti 17
Símar 16870 & 24645.
Kvöldsímar 30587 & 18396.
Hér hlýtur að hafa gleymzt að
loka fyrir ruelatankinn, því ösku-
bílamir hljóta að vera þannig út-
búnir, að það, sem í þá er látið,
eigi ekki að komast þaðan fyrr
en á ákvörðunarstað. Vænti ég þess
að viðkomandi aðilar taki þetta
til athugunar. Ég trúi því, að hér
hafi verið um óviljaverk að ræða,
allt annars eðlis en þegar blöðum
og drasli er hent út um bílglugg
ann í hugsunarleysi, af kæruleysi
eða meðfæddum sóðaskap.
Vegfarandi."
0 ,,Pish for thee Iceland
dog!“
Hjörl. Hjörl. skrifar:
„Undanfarið hefir rokið upp
talsvert moldviðri út af hunda-
haldi, og er reyndar ekki nýtt.
í þessum umræðum sýnist mér það
hafa gleymst, að bann gegn hunda
haldi hafi upprunalega verið sett,
að minnsta kosti meðfram, vegna
sullaveikishættu. Ég veit ekki,
hvort þessi hætta er ennþá fyrir
hendi, og ætla mér vissulega ekki
að taka þátt í deilum um hunda-
hald.
En við skrif í blöðunum und-
anfarið, og m.a. þær upplýsingar
að ræktun íslenzka hundakynsins
sé nú stunduð með góðum ár-
angri í Englandi, hefir rifjastupp
fyrir mér setning úr leikriti
Shakespeare‘S, King Henry V. Það
er Pistol, fyrrum skjaldsveinn
Falstaffs, sem kastar fram þessari
vængjuðu setningu: „Pish for thee,
Iceland dog! thow prick-eare‘d
cur of Iceland!"
Orðalagið gæti bent til þess, að
íslenzkir hundar hafi ekki verið
sérlega vinsælir í Englandi á dög-
um Shakespeare's, jafnvel að þeir
hafi verið svo algengir, að þeir
hafi talist til flækings hunda, í
öllu falli er ljóst, að þeir hafa
verið þekktir þar.
Nú langar mig til að vita, hvort
nokkur maður er svo fróður að
vita, hvað íslenzkir hundar voru
að gera í daga Henriks V, ef svo
skyldi vilja til að Shakespeare
hefði þarna einhverja sögulega
E.A.BERGl
Berg's sporjárn með sivala
skaftinu sem fer vel i
hendi og losnar
ekki.
BERG’s
BIT-TENGUR
:::;x
x-x
BERG'a
BOLTAKLIPPUR
m
m
jííi BEMO’.
KOMBINASJÓNS-TENCU*
W
Agætur
ELOHÚSHNIFUR
Nú fátt Berg't flporjárn
• innlg m.S pl.st-slcftl
fl.m þolir þung hðgg.
BERG's
slAturhnifur
BAHCO framleiðsla
JÚiL
Miklatorgi.
heimild fyrir sér.
Getur það verið að hundar hafi
endur fyrir löngu verið útflutn-
ingsvara héðan? Eða bárust þeir
til Englands fyrir tilviljun, og
juku svo hreint kyn sitt þar, að
þeir voru alkunnir? Jafnvel plága?
Hjörl. Hjörl.“
^ Blóðnasir og læknaleit
Borgari skrifar:
„Kæri Velvakandi Mikið er rætt
um lækna þessa dagana, eða öllu
heldur læknanema, eða þá, sem
ekki geta orðið læknanemar. Ég
ætla ekki að leggja þar orð í belg,
en segja þér frá litlu atviki, sem
kom fyrir kunningja minn. Son-
ur hans fékk heiftarlegar blóð-
nasir s.l. mánudag svo að ekið
var með hann í slysavarðstofuna.
Þar var honum sagt, að hann
þyrfti að fara með drenginn til
sérfræðings, háls-, nef- og eyma-
læknis. En þá byrjuðu erfiðleik-
amir. Hvar sem hann kom að
dyrum þeirra ágætu manna var
lokað vegna sumarleyfa. Kom
honum þá til hugar að bezt myndi
að fara niður í Sjúkrasamlag og
fá þar uppgefið, hverjir af þess-
um sérfræðingum væru í borginni,
það myndi spara tíma og fyrir-
höfn. En þá vildi svo illa til, að
skrifstofur Sjúkrasamlagsins vom
einmitt lokaðar þennan dag vegna
sumarferðar starfsfólksins.
Víða úti á landi er kvartað
yfir því að erfitt sé að ná til
læknis, en slíkt gétur einnig hent
í sjálfri höfuðborginni. Ég skrifa
þetta ekki sem ásökun á neinn,
læknar þurfa sín sumarleyfi ekki
síður en aðrir og sumir öllu frek-
ar, þar sem vinnudagur þeirra
margra er langur og lýjandi. Nú
hef ég ekki kynnt mér, hve marg
ir sérfræðingar í þessari grein eru
hér og hve margir þeirra vom
í borginni umræddan dag, þótt
kunningi minn væri svo óhepp-
inn að hafa ekki upp á þeim, því
ekki trúi ég öðru en einhver sam-
tök séu með læknum, þannig að
sérfræðingar á hverju sviði, fari
ekki allir í frí samtímis.
Borgari".
Verkfærin
sem endast
AU-PAIR
44
Stúlka ósk.ast á enskt heimili, staðsett í fögru villuhverfi
í útjaðri Lundúna.
Umsóknir sendist afgr Mbl .merkt: „Au Pair — 124"
n.k. laugardag.
fyrir
Fíat 1100 1957
af stationgerð til sölu í því ástandi sem hann nú er eftir
árekstur. Bifreiðin er til sýnis við Bifreiðaverkstæði Níelsar
K. Svane, Skeifan 5,
Tilboðum sé skilað í Tjónadeild Vátryggngafélagsins fyrir
kl. 17 föstudaginn 11. júní n.k.
VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ h.f.
Borgartúni 1
Skyndihjólp — sumorleyfi
Lærið blástursaðferðina á 10 mnútum.
í kvöld og annað kvöld munu félagar úr hjálparsveit skáta
i Reykjavik kenna almenningi blástursaðferðina á tímabihnu
kl. 20—22 í Skátabúðinni Snorrabraut.
Kennsla fer fram ókeypis.
SKATA
BUÐIN
Jtekin af
Hjálparsveit skáta
Reykjavik
Snorrabraut 58
Simi 12045