Morgunblaðið - 25.07.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1W9 símtalið. Denise Vey hafði beð- ið lögregluna fyrir skilaboð til Tuekers að hringja til sín tafar- laust. Svo vel vildi til, að Khay ar höfðu borzt þessi skilaboð til eyrna og hann grunaði, að þau stæðu í einhverju sambandi við Capelli málið. Tucker hringdi til hennar og bjóst nú við að fá skammir fyrir að strjúka úr sjúkrahúsinu og láta hana hringja þangað, enda þótt hann vissi, að hann yrði þar alls ekki. Har.n æfði sig á afsökunum sínum meðan hann beið eftir sambandi, en Pont stóð glottandi að baki honum. En Denise fór ekkert að skammast þegar hún kom í símann, heldur var röddin skjálfandi og hrædd. — Keith? Það er Robert. Hann er horfinn! — Horfinn? Hvað áttu við? Tueker heyrði, að Pont gekk að honum. — Þegar þið voruð ekki í sjúkrahúsinu í morgun, ók ég r/Skólahótelin ú vcgum Ferðaskrifsiofu rikisins bjóða yður velkomin i sumar ú eftirtöldum stöðum: 1 VARMALAND í BGRGARFIRÐI 2 REYKJASKÓLA HRÚTAFIRÐI 3 MENNTASKÓLANUM AKUREYRI 4 EIÐASKÓLA 5 MENNTASKÓLANUM LAUGARVATNI 6 SKÓGASKÓLA 7 SJÓMANNASKÓLAN- UM REYKJAVÍK Alls staðar er framreidditr hinn virisœli m orgunverðin r\ rakleitt heim aftur. Ég var mjög vond við ykkur og Rene var þar þegar ég kom heim, en nú er hann horfinn. Við höfum leitað hans alls ^taðar. — Áttu við, að þú hafir ver- ið elt heim? — Það hlýtur að hafa verið. Hún virtist að gráti komin, rétt eins og hún kenndi sjálfri sér um þetta. — Okkur sást yfir það, að sjúkrahúsið yrði vaktað svona fljótt. Þeir hljóta að hafa þekkt þig sem einn farþegann úr flug- vélinni, og svo getað lagt saman tvo og tvo. Æ, guð minn góður! Þau þögðu nú bæði og Tuck- er fann alveg á sér, að Pont starði á hann. — Hvað á ég að gera? — Við skulum koma taf- arlaust. — Nei, það megið þið ekki gera. Það verður setið fyrir ykkur, skilurðu það ekki. Tucker stillti sig. — Fyrir- gefðu. Ég hef áhyggjur þín vegna og get ekki hugsað skipulega. Nú sagði Pont, yfir öxlina á honum: — Segðu henni, að við förum krókaleiðir og á bát nokk urn hluta leiðarinnar. Tucker lét boðin ganga og var hálfringlaður og helmingi á- hyggjufyllri hennar vegna en nokkurn tíma vegna Roberts. Hann vissi, að þetta var rangt. Þessi almennilegi og meinlausi Robert var sennilega dauður, en hann gat ekki að þessu gert. Það tók nokkurn tíma að ná sér í bíl. Þetta var á óheppi- legum tíma dags og þeir urðu að hringja til Túnis til þess að fá bíl. Það var komið undir mið- nætti þegar bíllinn kom og þeir áttu fyrir höndum langa leið og krókótta yfir fjöllin. Fyrir sumarleyfið Tjöld margar gerðir Svefnpokar í úrvali. Vindsængur Pottasett Nestistöskur og flest, sem þér þurfið í sumarleyfið að ógleymdri veiðistönginni. Verzlið þar, sem hagikvæma-st er. Póstsendum. Laugav. 13. Þeir urðu að bíða nokkuð eft- ir því að kvíin yrði opnuð, og þeir gætu leigt sér bát til Sousse. Þessi biðtími þeirra var stór- hættulegur því að Evrópumenn voru áberandi þama í gömlu Medina. Capelli og hans menn mundu enn hafa þefinn af þeim í nösunum og mundu renna á hann. Um það leyti, sem þeir komust á flot, var tekið að lifna yfir höfninni. Hitinn var þegar tek- inn að stíga upp frá sjónnm í þykkum þokubólstrum. Pont tók stýrið, en Tucker athugaði ströndina gegn um kíkinm. Báð- ir voru þeir örþreyttir eftir vökunóttina en hvorugum datt svefn í hug. Tucker kom auga á Denise, sem veifaði ákaft. Við hlið henn ar stóð lágvaxinn mynd Dubon- prófessors. Pont lagði bátnum að með handtökum bunináttumanins- ins. Þarna var einihver bráða- birgðabryggja, og ekki dýpra að henni en svo, að báturinm rétt flaut að. Denise virtist tekin og á- hyggjufull, og prófessorinn var órólegur á svipinn. Þau höfðu beðið tímunum saman, milli von- ar og ótta og þreytan var auð- séð á svip þeirra. í borðbragganum beið þeirra heitt kaffi, og Denise útskýrði fyrir þeim hvers vegna hún hefði ekki kallað á lögregluna. Robert hafði verið í herberginu sínu, en svo allt í einu var hann hvergi sýnilegur. Dymar voru opnar og þarna virtust einhver átök hafa orðið, stráhúfa lá á gólfinu, stól hafði verið ýtt upp að rúminu, en þó sást ekk- ert verulega áberandi. Enginn hafði heyrt í bíl. Það eina sem áberandi var, var það, að sand- urinn í stígnum neðst var allur upprótaður og dreifður út um allt. — Ég hefði átt að fara var- legar heim, sagði Denise. _ . - Þessi sorgaratburður hafði gert hana eitthvað mannlegri, hugsaði Tucker. Hún var frá sér numin af þvi, sem hún ken-ndi sínum eigin klaufaskap, en nú var hún að minnsta kosti eins og hún átti að sér: hlýleg kona, sem ekki var á stöðugum verði, en með hugann uppfullan af örvæntingu yfir René Robert og sínum eigin þætti í hvarfi hans. — Hættu þessu! hvæsti Tuck- er. — Þú þurftir að komast heim. Við hefðum varað þig við í sjúkrahúsinu. — Já, þetta er alveg satt sam- þykkti Pont. Við vitum mæta- vel, hvað við eigum við að stríða. Þau sátu í kring um bert borðið með rjúkandi kaffikrukkur fyrir framan aig og horfðu sitt í hverja áttina. — Haldið þið, að hann sé dauð- ur? Þetta kom næstum í hvísl- ingum. Léttar buxnadragtir frá 790 kr. (litlar stærðir). Dömubuxur frá 300 kr„ dömupils frá 238 kr, peysur frá 295 kr„ kvenslá kr. 750, náttkjólar frá kr. 250, drengjaskyrtur frá kr. 100, drengjajakkar frá kr. 190, barnakjólar 340. STÓRKOSTLEG ÚTSALA. Afsláttur á vörum síðan fyrir gengisbreytinguna. Verzlunin KATARlNA, Suðurveri, simi 81920. Næg (á horni Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar). bilastæði. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Nu er að hrökkva eða stökkva með nýja samninga. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Gættu þess að velja réttan stað og stefnu við nýjar aðgerðir. Vogin, 23. september — 22. október. Notaðu þér nýtt tækifæri eða upplýsingar. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Aform þín eru stór og upphyggileg, og ýmsir eru að liallast i sveif með þér. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Það eimir eftir að aðgerðum gærdagsins. Notaðu þér, að eitthvað fer annars staðar í handaskolum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Biddu fólk um að skila munum, sem þú hefur léð því, eða jafn- vel fjármunum. Vinnan gengur vel. Fáðu þér eitthvað uppbyggilegt að gera í kvöld. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú getur hætt heilsuna i dag, ef þú viit. Og ferðalög eru mjög æskileg. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. örlátir ættingjar, koma með skemmtilegar uppástungur. Komdu þeim strax í framkvæmd. Unga fólkið skapar þér kannski áhyggjur . . . og mcð töluverðum hávaða. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Hafðu nú augun hjá þér í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Eitthvað óvænt hressir upp á daginn fyrir þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þessi dagur verður þér sérlega minnisstæður, ef þú kemst hjá þvi að sólunda fjármunum þínum. Þú getur skipulagt vel, og laðað að þér óvenjulegt fólk. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Breytingar og hreyfingar eru þér allt í dag, og það verður hug- arfarsbreyting hjá þér. Mennirnir litu allir þrír á Denise, sem vissi sjálf svarið við spumingu sinni. Pomt var ekkert að klípa utan af því. — Það er hér um bil víst. Ég lét Khayar lögreglustjóra vita og hann hefur aðvarað all- ar stöðvarnar. Khayar hringdi frá Túnis sniemma síðdegis. René Robert hafði fundizt í útileikhúsi í E1 Djem, sem er miðja vegu milli Sousse og Sfax. Þetta leikhús var eftirlíkinig hins í Róm, og var eins konar fomgripur þarna í eyðimörkinni. Það leit helzt út fyrir, að Robert hefði klifrað upp á einhverja hæð og síðan dottið niður á sviðið og brotið á sér höfuðskelina á brúnhvöss- um steinunum. Þannig hefði þetta getað gengið til, en þeir, sem þarna voru staddir vissu, að svo var ekki. Denise sagði dræmt: — Hann var myrtur. Veslings litli maður- inn, sem engum gerði mein. Enginn svaraði henni. Hún hélt áfram i sama tón: — Hanm var myrtur. Við hérna vitum það öll og sennilega veit lögreglu- stjórinn það líka, og samt reyn- ið þið að telja mér trú um, að morðingjamir muni sleppa. Pont reyndi að útskýra fyrir henni, að sannanir væra nauð- synlegar, en hér var hann að tala við konu hans, sem ekki lét sér segjast. Orð hans höfðu eng- in áhrif. Hún hélt áfram að berja litla hnefamum í borðið og horfði til dyranna, rétt eins og hún sæi þar eitthvað, og endur- tók í sífellu: — Þeim skal verða launað þetta! Tucker gekk til hennar og lagði arminn um axlir henni, en hún hristi hann af sér. — Þeim skal launast fyrir þetta! Þessa hlið á henni hafði hann aldrei séð fyrr. Hann sagði rólega: — Denise, en þegar hún sinnti því engu, endurtók hann og brýndi raustina: — Denise! Hún leit upp hægt. — Þeir skulu fá mak- leg málagjöld, sagði hann og gekk út. Það var of hættulegt að fara frá Sousse fyrr en dimmt væri orðið. Tucker og Pont höfðu ekkert sofið í heilan sólahring og reyndu nú að bæta sér það upp meðan þeir biðu eftir myrkr inu, en það var órólegur og mar- traðarkenndur svefn, sem gerði aðeins illt verra. Þegar tíminn var loks kominm, sýndi Denise af sér þennan ó- ræða kven-eiginleika; áður hafði hana þyrst eftir hefnd fyrir Ro- bert, en nú var hún áhyggju- full fyrir hönd þeirra Ponts og Tuckers. Loksins sýndi hún, að henimi var ekki sama um þá, em samt var hún nógu skynsöm til þess að reyma ekki að halda aft- ur af þeim. Þeir forðuðust að nota ljós á leiðimni niður á bryggjuna, og jafnskjótt og þeir vora komnir út í bátinm notuðú þeir árar til þess að losa sig frá landi, vel vitandi, að í lítilli fjarlægð biðu bílar og ár- vökul augu þeirra. Þegar þeir loks settu vélina í gamg, hamaðist hún og þaut út í myrkrið, svo að hlaut að heyr- ast í henni milur vegar. Til þess að villa fyrir hinum, stefndu þeir fyrst til norðurs þangað til þeir vora komnir góðan spöl frá landi og töldu að þeir væra komnir úr heyrnmáli. Þá snera þeir hægt suður á við. Ljósin í Sousse leiðbeindu þeim mikið og brátt vora þeir á leið til hafnar. Þeir gátu tekið eldsneyti til bílsins í bátastöð nokkurri og er þeir höfðu greitt það óku þeir út á myrkvaðar göturnar í Sousse, þar sem gráir múrar Medima gnæfðu fyrir ofan þá. Kaffihúsin voru nú dimm og yf- ÍBÚDIR Ú SMÍDUM 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir að Dvergbakka 6 og 8. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu ásamt frágenginni sameign. íbúðir þessar verða tilbúnar til afhendingar fyrri hluta næsta árs. FASTEIGNASALAN, Hátúni 4 A, símar 21870, 20998. — Kvöldsími 38745.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.