Morgunblaðið - 31.07.1969, Side 10

Morgunblaðið - 31.07.1969, Side 10
r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1969 r 10 GUNNAR HELGASON • Skattar og framkvœmdir MEÐ batnandi efnahag og auknum tæknilegum framförum hafa kröfur borgaranna til betri og aukinnar þjónustu af hálfu opinberra stofn- ana farið vaxandi ár frá ári. Þetta er á margan hátt eðlilegt. Við gerum kröfur til aukinna þæginda og þegar tekið er tillit til þess, að fólk greiðir stóran hluta af tekjum sinum til sameiginlegra þarfa vill það að sjálfsögðu fá sem mest fyrir pen- inga sína. Hér á landi hefur raunverulega þurft að byggja allt frá grunni á síðustu áratugum. Þegar á það er litið má furðulegt teljast og erlendum mönnum litt skiljanlegt, hvað þjóðinni hefur tekizt í upp- byggingarstarfinu, sem sannar vel dugnað hennar og framsýni. Og 1 dag búa Islendingar við meiri þæg- indi og betri lífskjör, en flestar aðrar þjóðir, þrátt fyrir stundar- erfiðleika, sem yfir þjóðina hafa komið á þessari öld, eins og svo of áður, og við höfum kynnzt vel síðustu árin. Ljóst er þó. að ýmsar framkvæmd ir til almennings heilla hafa dreg- izt meira en æskilegt hefði verið og margt er enn eftir ógert, sem þyrfti að hrinda í framkvæmd, en skort hefur fjármagn til. Þegar við borgararnir gerum kröfu til borgaryfirvalda, að þau láti gera þetta og hitt, þá erum við um leið og gera kröfu til sjálfra okkar því að við greiðum fram- kvæmdirnar með þeim sköttum og skyldum, sem á okkur eru lagðar. Það væri lítill vandi hjá borgar- stjórn ! framkvæmdamálum ef hún hefði ótakmarkaða sjóði til að ausa af án þess að ofgera greiðslugetu einstaklinga og fyrirtækja með of þungri skattabyrði. Vandi borgar- yfirvalda er fyrst og fremst sá, að stilla álögunum í hóf og nýta það fé, sem borgararnir greiða til sinna sameiginlegu þarfa sem allra bezt. Þetta hafa borgaryfirvöldin í Reykjavík leitazt við að gera þó sjálfsagt megi finna að framkvæmd ýmissa verka, sem borgaryfirvöld hafa látið framkvæma á undanförn- um árum, er það Ijóst, og viður- kennt af flestum, að risaátak hefur verið gert á mörgum sviðum í Reykjavík til hagsbóta fyrir íbúana. Ég mun í þessari grein minni minnast lítillega á þrjú mjög þýð- ingarmikil þjónustufyrirtæki i borg- inni en þau eru: Rafmagnsveitan, Hitaveitan og Vatnsveitan. Rekstur þessara fyrirtækja snertir mjög allt daglegt líf borgarbúa og það svo, að ef rekstur eins þeirra fer veru- lega úr skorðum getur skapazt neyðarástand í borginni á skömm- um tíma. Má þv! með sanni segja. að við borgarbúar eigum mikið und- ir góðum og öruggum rekstri þess- ara fyrirtækja. * Rafmagnsveitan Mörgum okkar sem erum á miðjum aldri og þaðan af yngri finnst rafmagnið svo sjálfsagt, eins og það hafi alltaf verið til, líkt og andrúmsloftið og bregður fyrst í bfún, ef straumurinn rofnar af ein- hverjum ástæðum og við sitjum skyndilega í myrkri og kulda. En þegar þess er gætt að Rafmagns- veita Reykjavíkur er aðeins 48-ára gömul, þá er það Ijóst, að mikill hluti borgaranna man þá tíma, er borgarbúar voru án þessara þæg— inda. Það yrði of langt mál, ef ég færi að rekja þróun virkjunarfram- kvæmda á vegum Rafmagnsveit- unnar frá því að gamla Elliðaárstöð- in var tekin í notkun 1921. En Raf- magnsveitunni hefur tekizt síðan að sjá vaxandi borg fyrir nægilegri raf- orku með virkjun Sogsins en á síðara stígi þeirra virkjunarfram- kvæmda varð rikið þar aðili að, með tilkomu Irafoss-stöðvarinnar, byggingu varastöðvar við Elliðaárn- ar, og nú í ágúst er áætlað að rafmagn frá Búrfellsvirkjuninni 'komi inn í veitukerfið, en sú virkj- un mun tryggja Reykvíkingum nóga raforku um langan tíma. Hjá Rafmagnsveitunni vinna nú 280 manns, bæði fastráðið starfs- fólk og lausráðið. Auk þess 40 til 50 manns hjá verktökum, sem vinna emstök verk fyrir Rafmagns- veituna eftir útboðum. Því hafa á fjórða hundrað manns atvinnu á vegum fyrirtækisins, þar af nokkur hópur skólafólks, sem hefur þar sumarvinnu. Til framkvæmda á þessu ári er áætlað, að Rafmagnsveitan verji 133,1 milljónum á orkusvæðinu, þar af 110,7 millj. í Reykjavík. Er þessu fé varið til aukningar og breytinga auk viðhalds. • Helztu framkvœmdir Helztu framkvæmdum Raf- magnsveitunnar í ár má skipa í fimm aðalþætti. 1. Varanleg kerfi í nýbygginga- hverfum, sem komast í notkun á árinu. 2. Ýmsar endurbætur, einkum götu- lýsingu, sem fylgja gangstéttar- gerð. 3. Almennar endurbætur kerfisins (gildari jarðstrengir, fjölgun og stækkun dreifistöðva, breyting úr 220 í 380 V., jarðstrengir í stað loftlína). 4. Bráðabirgðarlínur í nýbygginga- hverfum, þar sem byggingar- framkvæmdir eru að hefjast. 5. Endurbætur aðveitukerfisins og hækkun dreifispennu úr 6 í 10 kv. Helztu lagnir dreifistrengja 10 kv. verða í Breiðholti, Fossvogi, Bæj- arhálsi og Höfðabakka, auk teng- ingar nýrra dreifistöðva víða í kerf- inu. Haldið verður áfram lagningu notendastrengja í nýbyggingahverf- um, svo sem Fossvogi, Breiðholti og einnig í nágranna sveitarfélögun- ENDURBÆTUR OG GANGSTÉTTAGERÐ Eins og undanfarin ár verða þess- ar framkvæmdir mjög viðamiklar og eru það aðallega nýlagnir og end- urbætur á notenda- og götuljósa- kerfinu. Helztu framkvæmdir verða á eftir- töldum stöðum: Brekkustíg, Selja- vegi og Sólvallagötu, einnig á Kambsvegi, Hjallavegi og nágrenni, en þar verða lagðir jarð- strengir í stað gamalla loftlína. Götu lýsing verður auk þess endurbætt og eru stærstu verkefnin þessi: Austurbrún, Bólstaðahlíð, Holta- vegur og Nesvegur. Undir þennan lið falla framkvæmdir, sem fylgja óhjákvæmilega gatnagerð þó að gangstéttir séu ekki gerðar strax t. d. götulýsing á Bústaðavegi, Réttarholtsvegi og Kleppsvegi. ALMENNAR ENDURBÆTUR Gildari strengir verða m. a. lagðir i Laugaveginn, Ingólfsstræti og Grettisgötu. Á nokkrum stöðum verður breytt um spennu úr 220 V. í 380 V. Stækkun og fjölgun dreifistöðva verður víða i kerfinu og er þá jafn- framt spennu breytt úr 220 V. í 380 V. Helztu framkvæmdir við bráða- birgðarlínur vegna byggingafram- kvæmda verða i Ártúnshöfða, Foss- vogi austurhluta og nokkrum stöð- um öðrum. AÐVEITUKERFI l Reykjavik verða helztu fram- kvæmdir við aðveitukerfið þessar: Frá aðveitustöð 5. við Elliðaár verða lagðir strengir í Elliðaár- Heill stdrfyrirtækja borgar- innar varðar hvern borgarbúa hólma og tengdir gömlu jarðstrengj- unum í Smáíbúðahverfi, og er áætl- að að breyta spennu á um 10 dreifistöðvum í þvi hverfi i II. kv. Byggingarframkvæmdum við að- veitustöð 5 verður lokið á árinu. I gömlu Elliðaárstöðinni verður endurnýjaður rafbúnaður í 6 kv. tengivirki, en þangað er áætlað að flytja alla 6 kv. strengi, sem nú eru tengdir í Varastöðina. ÁRBÆJARSTllFLA Ákveðið hefur verið að endur- bæta Árbæjarstífluna m. a. til að gera hana öruggari gagnvart flóð- um Framkvæmdir eru að hefjast. Var verkið boðið út og mun kosta um 1.8 millj. Þá hefur Rafmagnsveitan tekið á ný við rekstri vatnsaflsstöðvarinn- ar við Elliðaár, svo og umsjón með stíflum og öðrum mannvirkjum við Elliðaár að undanskilinni Varastöð- inni, útvirki og aðalspennistöð, sem er í eigu Landsvirkjunar. Unn- ið er að undirbúningi að rekstri Elliðaárstöðvar, þ. á. m. áætlun um gerð nýrrar pípu. Stöðugar meng- unarmælingar fara fram í ánum, og unnið er að rannsókn á Elliðavatns- stíflu, með endurbætur eða nýja stíflugerð í huga. Rafmagnsveitan mun taka að sér rekstur hinnar nýju Búrfellslinu fyrir Landsvirkjun og er verið að undirbúa þá vinnu. • Hitaveitan Hitaveita Reykjavíkur er tví- mælalaust eitt það fyrirtækja hér á landi, sem sparað hefur þjóðinni mestan gjaldeyri, og skapað Reyk- vikingum stóraukin þægindi og lækkað hitunarkostnað þeirra að miklum mun. Olíuverð hefur farið stórlega hækkandi á heimsmarkaðinum á sl. árum, auk þess sem gengislækk- anirnar hafa hækkað það verulega, svo að olíukynding er nú dýr, og þó að hitaveitugjöld hafi hækkað nokkuð, er talið, að upphitun húsa með hitaveitu sé nú um 40% ódýr- ari heldur en upphitun með olíu. Áætltíf hefur verið, að Hitaveitan hafi sparað Reykvíkingum á þriðja hundrað milljónir á s.l. ári, og þjóðinni sennilega annað eins eða meira í gjaldeyri. Hvað þessar upp- hæðir eru orðnar háar, ef árlegur sparnaður væri lagður saman frá því að Hitaveitan hóf starfsemi sína í árslok 1943, læt ég ósagt, en það eru ekki hundruð milljóna held- ur þúsundir. Standa Reykvíkingar og þjóðin öll þvi í mikilli þakkarskuld við þá framsýnu menn, sem hrintu hitaveitunni í framkvæmd, en jarðvarmi var þá lítt nýttur í heiminum og misjafnlega spáð fyrir þessum framkvæmdum. * Stóraukning hitaveitunnar ¥ Hitaveitan byggði fyrst á heita- vatninu frá Reykjum, en með til- komu stórvirkra djúpbora hefur tekizt að fá ótrúlega mikið heitt vatn í borgarlandinu, og hinar vel heppnuðu boranir við Elliðaár, sem nú standa yfir, gefa vonir til þess, að nægilegt vatnsmagn fáist á Reykjavíkursvæðinu til þess að hita upp öll hús, sem nú er búið i hér i borginni. Og stefnt er að því í framkvæmdaáætlun Hitaveitunnar, Framliald á bls. 16 *wm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.