Morgunblaðið - 31.07.1969, Page 11
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1196©
11
Björn Daníelsson:
r
„Eg er vissulega súttur“
Það var um miðjan vetur —
um áramótin í óþverraveðri, að
ég kom fyrst á Krókinn. Minnir
það hafi verið fyrstu dagana í
janúar 1944. Kom með rútu að
vestan og Öxnadalsheiðin ófær.
Var því ekki um annað að gera
en taka Drang á Sauðárkróki til
Akureyrar, sem ég og gerði
ásamt öðiru samferðafólki.
Einhver viðstaða varð á Hótel
Villa Nova, drukkið þar kaffi
og skipsins beðið. En svo komu
boðin um að halda skyldi til
hafnar, — og þeirrar ferðar
minnist ég sérstaklega — hvað
mér finnst hún ótrúlega löng út
með brekkunum, út á Eyrina.
Það var mjög blautt og hált, úr-
Ihelliisrigining og hvasisviðri, og
löðurslettur brimsins bárust yf-
ir veginn, sem við paufuðumst í
sótsvörtu myrkri. Sennilega eru
þetta ekki nema 3—4 hundruð
metrar, en mér fannst það óra-
leið og held ég aðrir hafi ver-
ið sama sinnis. Mátti m.a. merkja
það á stórkarlalegum munnsöfn
uði. En um borð komust allir og
urðu því fegnir, þótt aðstæðui
væru þar ekki ákjósanlegar.
Fæstir fengu kojur, heldur urðu
að híraist í lélegiu setuplássi. En
betra var þó að vera innan dyra
en utan, þegar veðurhamurinn
var slíkur —- og nóttin og sjóveik
in voru framundan. Leiðinda-
ferð!
En hvað um það, þetta var
upphaf lengri ferðar, góðrar og
farsællar, sem ekki verður rak-
in hér.
Næst kom ég til Sauðárkróks
á vordegi en hafði þar skamma
viðdvöl, og kom síður en svo til
hugar, að ég ætti eftir að ílend-
ast þar til langframa, sem þó
varð raunin á. Haustið 1952
fluttiat ég þangað með fjölskyldu
mína og hefi unað þar síðan.
Frá þessari sautján ára dvöl
má að sjálfsögðu margs minnast
— sumt er vert að geyma, öðru
að gleyma. Og sennilega fer bezt
á að gleyma fleiru af því, sem
fyrir mann kemur, en hinu sem
halda ber til haga. Er þar margt
sem til kemur, og flest manni
sjálfum að kenna. Bezt væri að
una svo fullu og grandvöru lífi
að allt væri minningavert, en
því miður er svo um fæsta.
En það eru ekki fyrst og
fremst einstakir atburðir, sem
setjast að í minninu, þegar til
lengdar lætur, heldur samúð og
samskipti við einstakar persón-
ur, sem maður mætiir og um-
gengst á lífsleiðinni. Og þessir
samferðamenn eru sífellt að
kenna manni eitthvað, ekki endi
lega meðvitað, hvorki af þeim
sjálfum eða þiggjendum,
heldur móta flestir, sem við um-
göngumst, líf okkar og lífsvið-
horf í mismunandi ríkum mæli.
Því er svo mikilsvert að bera
gæfu til að umgangast gott fólk
— persónuleika, sem við getum
óhrædd trúað fyrir samfylgd
við okkur.
Eftir því sem við eldumst
meira tökum við nánar eftir
þeim breytingum sem verða á
okkur sjálfum, þegar við lítum
yfir horfin ár og minnumst þeirra
manna og kvenna, sem horfið
hafa út úr lífi okkar.
Frá því ég kom á Krókinn
finnst mér hafa orðið stórfelld
breyting, sem ég eins og aðrir
verð að una við, get ekki við
gert hversu feginn sem ég vildi.
Samferðamennirnir hverfa, sum-
ir fyriir fullt og allt, aðrir flytja
til fjarlægra staða. Persónuleik
ar eins og Jón Þ. Björnsson,
skólastjóri, sr. Helgi Konráðs-
son, Þorvaldur Guðmundsson,
kénnari, að ógleymdum skólaverð
inum mínum, Páli Þorgrímssyni,
o.fl. o.fl. voru mér allir á sinn
hátt lærimeistanar, sem ég vildi
nú hafa átt lengri samleið með.
Haraldur rúmlega áttræður og Guðrún kona hans.
— Rætt við Horold Júlíusson,
kaupmunn ú Suuðúrkróki
ú 50 úru verzlunurufanæli
En um þetta tjáir ekki að tala.
Ef við getum fundið það sem
við vanræktum, ætti okkur að
verða auðveldara að vanrækja
ekki það sem næst okkur er í
nútíð og daglegu umhverfi.
Byggð á Sauðárkróiki er eMci
orðin 100 ára, og auðvitað hófst
strax í upphafi verzlun til þjón
ustu við íbúa staðarins og nær-
liggjandi byggðir. Nýlega varð
Kaupfélag Skagfirðinga 80 ára,
og elzti kaupmaður Króksins
hefur nú rekið verzlun sína í
meira en hálfa öld, eða lengur
en hálfa lífssögu staðarins. Slíkt
er minningavert um 1500 manna
pláss, og jafnframt einn af kaup
stöðum landsins. Svo löng spor
getur einn maður stigið gegnum
stutta sögu.
Hann heitir Haraldur Júlíus-
son. Ein fyrsta búðin sem við
hjónin komum í á Króknum var
einmitt hjá Haraldi. Við ætluð-
um að kaupa eitthvað smávegis,
sem við og geirðum. En Harald-
ur fór að sýna okkur fleira og
fleira, unz við létum á okkur
skilja, að nóg væri komið. „Það
sakar ekki að þið vitið, að þetta
sé til“, sagði þá kaupmaðurinn.
Og víist voru það orð að sönniu.
Hann var og er enn góður af-
greiðslumaður — og auðvitað
kaupmaður. Hann vildi selja
sína vöru, og tókst það ekki
miður -en öðrum. Og það hygg
ég, að starf hans og líf hafi yf-
irleitt verið farsælt og hann
hafi lent á réttri hillu, — aldrei
öðruvísi í mínum augum en jafn
lyndur og glaðlyndur, heiðarleg
ur ög vildi ekki vamm sitt vita
— og ætlast til að aðrir séu á-
þekkir. Haraldur er einn þeirra
manna sem hollt er að kynnast.
Og þegar ég frétti um það,
hve lengi hann hetfði selt Króks-
urum „kaffi og sykur, sitt lítið
af hvoru“, fór ég eina kvöld-
stund heim til hans og reyndi
að spyrjia hann spjörunum úr.
En því miður kom ég þá að of
lokuðum dyrum. Ekki það, að
hann myndi ekki, eða hefði frá
engu að segja, theldur hitt, að
hann vildi sem minnst um sig og
sína persónu tala. En konan kom
með kaffi og Haraldur bauð mér
í nefið úr forláta hrútshyrningi,
gömlum og útskornum.
Smám saman fékk ég þó nokk
ur slitur.
- Ég er fæddur á Barði á
Akureyri. Það var lítill og lé-
legur torfbær á syðri brekk-
unni, rétt neðan við Mennta-
skólann.
—• Og stendur enn?
— Nei, húsið, sem þar er nú,
var byggt um aldamótin. Það
komu til Akureyrar einhverj-
ir norðurljósamenn, einhverjir
útlendingar, víst Danir, og þeir
reistu þetta hús þar sem nú er
kirkjugarðurinn. Þeir voru við
rannsóknir, ég held á norður-
ljósunum, — ég man það ekki.
En þegar þeir fóru, þá keypti
Olgeir bróðir minn húsið og
flutti það að Barði, — hann
keypti það fyrir foreldra mína,
og síðar keypti ég það, en gamli
bærinn var notaður sem kinda-
hús í mörg ár.
— Olgeir, var hann faðir Ein-
ars?
— Já.
— Þið hafið þá ekki svipað-
ar stjórnmálaskoðanir, frænd-
urnir?
— Ekki hefur það nú verið.
(Enda veit ég að Haraldur hef-
ur alltaf verið einn trúverðug-
asti og bezti sjálfstæðismaður-
inn á staðnum).
— Og hvernig leit svo Akur-
eyri út á þínum uppvaxtarár-
um?
— Þetta var lítill bær. Ætli
Verzlunarhús Haralds Júlíussonar á Sauðárkróki.
hún hafi ekki verið af svipaðri
stærð og Sauðárkrókur núna.
— Og þú hefur snemma byrj-
að að taka til hendinni?
— Já, það var ekki um annað
að ræða, ef maður þá gat flengið
eitthvað að gera. Það var yfir-
leitt erfitt að fá vinnu. Foreldr-
ar miínir voru oftast mjög fátæk
og höfðu töluverða ómergð. Við
vorum átta systkinin, sem kom-
umst til fullorðinsára.
— Og hvað starfaði flaðir
þinn?
— Hann var daglaunamaður.
Seinna eignaðist hann hest og
kerru, og það bætti mikið úr. Eft-
ir það stundaði hann mikið flutn-
inga í bænum, ók möl og sandi í
byggingar og öðru sem til féll.
Svo átti hann alltaf kindur. Það
bætti mikið úr því vinnan var
alltaf stopul.
— En hvað tókstu þér nú
fyrst fyrir hendur, eftir að þú
fórst að vinna?
— Ég átti að verða bakari, —
og nú hlær Haraldur. — En
það féll mér illa. Olgeir bróðir
minn var bakari og hjá honum
átti ég að læra en leiddist það
þessi ósköp, mér féll verulega
illa við starfið, svo illa að ég
varð að hætta. En þá komst ég
að á Hótel Oddeyri og var þar í
nökkur ár. Ég var þar í alls kon
ar snúningum. Ég afgreiddi öl
og kannski brennivín í snöfsum,
en það leiddist mér hálfpartinn.
— Var sukksamt?
— Ekki svo mjög. Auðvitað
urðu þeir stundum fullir, karl-
arnir og höfðu hátt, en ég man
aldrei eftir áflogum, brotum eða
skemmdum, og eiginlega á ég
margar góðar endurminningar
frá þessum árum og ég lærði
margt, sem seinna kom mér að
góðu haldi í lífinu.
— Og þú hættir á hótelinu?
— Já, mig langaði alltaf til að
komast í verzlun. Ég man hvað
ég öfundaði strákana sem voru
innanbúðar hjá kaupmönnunum
í bænum. Mér fannst ekki vera
hægt að komast lengra, — og
þangað stefndi ég alltaf í hug-
anum. Ég man ekki eftir öðru
sem ég vildi firekar. Svo komst
ég að láta Karli Sehúth, og þá
fannst mér ég vera á réttri hillu,
enda var ég þar í 7 ár. Svo var
ég hjá Snorra Jónssyni kaup-
manni í eitt ár og hjá Gránu
(hjá Pétri Péturssyni) það
næsta.
— Og þar með hefurðu hætt
að vera Akureyringur?
— Það má segja svo. Þá flutt-
ist ég til Króksins.
— En Haraldur, áður en við
skiljum alveg við Akureyri, —
mannstu ekki eftir einhverjum
athyglisverðum persónum, sem
hafa orðið þér sérstaklega minn-
isstæðar?
— Ekki held ég. Það væru
þá helzt kaupmennirnir. Ég tók
alltaf mest eftir þeim! — Hinrik
Söhutth var myndarlegur maður
og athygliverður, svo og Otto
Tuliníus og Eggert Laxdal, verzl
unarstjóri hjá Goodman.
— En andansmennirnir?
— Blessaður vertu. Ég hafði
engin kynni af þeim! — Matthí-
as fermdi mig. Hann var bæði
stór og kempulegur, en ekki
hrósuðu nú allir 'ræðunum hans.
Hann var dálitið einkennilegur
og tautaði oft fyrir munni sér,
þegar hann var á gangi úti.
Stefán skólameistari var óskap-
lega kempulegur maður, sem
maður hlaut alltaf að taka eftir.
— En hvers vegna fluttist þú
til Sauðárkróks?
— Við vorum á svipuðu reki
við Kristinn P. Briem, sonur
Páls amtmanns, og ólumst upp
skammt hvor frá öðrum. Og þeg
ar hann setti hér upp verzlun
bað hann mig að koma og vinna
Framhald á bls. 19