Morgunblaðið - 31.07.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 31.07.1969, Síða 14
14 MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚL.Í H96Ö Úitgiefandi H.f. Arvalcuí, Reykjavók. Fmmlavæjndiaisítjórí EOaraildur Sveinsaon. •Rifcstjórar Sigurður Bjarrtason frá Vigur. Mattlhias Joíianness'en. Eyjólto Konróð Jónsaon. Bitstj ómarfulltrúi Þorbjöm GiiðtniundsBoxu Fréfcfcaistjóri Bjam Jólh-annsBOi& Auglýsing'aistjóri Arni' Garðar Krisfcinsiaon. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Síml ló-löJ. Auiglýsingaa? Aðailstræti 6. Sími 22-4-80. AisJcriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasiölu kr. 10.00 eintakið. NÝR ÁFANGI BREIÐ- HOL TSFRAMKVÆMDA riðji áfangi Breiðholtsfram kvæmdanna hefur nú verið boðinn út. Hér er um að ræða 180 íbúðir í fjölbýlis- húsum, en áður er lokið smíði 335 íbúða af þeim 1250, sem Framkvæmdanefndinni er ætlað að sjá um byggingu á. Ef dæma má af þeim hætti, sem nú er hafður á útboð- unum, gefst einkaframtakinu í byggingariðnaðinum hér vonandi tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli um verkefnið. Tveir hópar byggingameistara hafa verið myndaðir í þessu skyni, en auk þess munu tvö stór verk- takafyrirtæki væntanlega gera tilboð. Þá hefur 11 aðilum verið boðið að senda tilboð sem undirverk- takar og 8 efnissölum. Fram- kvæmdir munu síðan að öllu forfalilalausu hefjast í sept- ember, og ættu því að létta undir á vinnumarkaðnum ein mitt á sama tíma og marg- ar framkvæmdir dragast sam- an. Það hefur löngum verið stefna stjórnvalda á íslandi að gefa sem flestum kost á að búa í eigin húsnæði. Þetta sjónarmið hefur ætíð átt hér meiri hljómgrunn en víðast hvar í Evrópulöndum a.m.k. Á síðustu árum hafa risið hér á landi fleiri íbúðarhús en nokkru sinni fyrr. Hefur þar lagzt á eitt dugnaður ein- staklinganna og aukin aðstoð hins opinbera við íbúðarhúsa- byggingar. Þeir, sem kvarta hvað hæst um, að fé þjóðar- innar hafi verið sóað til eimskis á velgengnisárunum, skyldu taka sér ferð á bendur í hin nýju og glæsilegu íbúð- arhúsahverfi, sem risu um land allt á þessum árum. Sú fjárfesting, sem þar blasir við sjónum, hefur sannarlega ekki verið gerð út í bláinn. Breiðholtsframkvæmdirnar voru á sínum tíma samkomu- lags atriði milili ríkisstjóm- arinnar og verkalýðshreyfing arinnar. Alla tíð síðan hafa þessar framkvæmdir verið gagnrýndar á ýmsa lund og menn reyndar ekki á einu máli um, hvort réttlætanlegt sé, að ríkisvaldið standi fyrir slíkum íbúðarhúsabyggingum og þær gerðar að samnings- atriði í kjaramálum. Flestir munu nú viðurkenna að ým- iis meiriháttar mistök hafi orðið í byggingu þessara húsa. Morgunblaðið hafði á sl. sumri forgöngu um hlutlæga athugun á fram- kvaBmdunum. í Ijós kom, að alvarleg mistök höfðu orðið í veigamiklum þáttum Breið- holtsframkvæmdannia. Það hlýtur ávallt að vera matsatriði hversu langt ríkið á að ganga í afskiptum sín- um af jafn viðkvæmu máli og íbúðarhúsabyggingar eru. Vissulega hefur ríkið skyldur við þá, sem verst eru settir í þjóðfélaginu og við þrengst- an kost búa í húsnæðismál- um. Slíkt má þó ekki ganga svo langt, að þeir sömu séu sviptir sjálfsbjargarhvötinni, né heldur mega afskipti ríkis- ins draga máttinn úr hinum dugmiklu einstaklingum, sem ráðast í byggingafram- kvæmdir af eigin ramm- leik. Þjóðfélagsbyggingin hvílir á hinum dugandi og framtakssama einstaklingi og það er einnig að mestum hluta hans fé, sem ríkið ráð- stafar til sinna framkvæmda. Ríkisafskiptin mega því aldrei verða honum að meini. Vonandi mun Framkvæmda nefnd Breiðholtsbygginganna undir nýrri yfirstjóm, læra af fyrri mistökum og hefur þá gagnrýnin ekki verið til einskis. SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS fTm þessar mundir er þess minnzt, að 60 ár eru lið- in frá stofnun Samábyrgðar íslands á fiskiskipum. í grein- argerð félagsins um störf sín segir svo um upphaflegt hlutverk þess: „Eftir að útvegur Islend- inga tók að vaxa á síðustu áratugum 19. aldar, með skútuöldinni, og á fyrstu áratugum 20. aldarinnar með tilkomu vélskipa til fiskveiða, varð rík þörf fyrir innlent tryggingarfélag, sem annazt gæti endurtryggingar og beinar tryggingar fiskiskipa“. Aukning og vöxtur Sam- ábyrgðarinnar hefur því frá upphafi verið spegilmynd framþróunarinnar í útgerð þjóðarinnar. Með bættum skipastól liðinna ára hafa umsvif félagsins stóraukizt. Árið 1958 voru tryggð hjá því verðmæti skipa að upphæð 450 milljónir króna og á þessu ári nemur upphæðin meira en 2000 millj. króna. En hafa ber í huga, að það eru aðeins skip undir 100 rúmlestum og skip Land- helgisgæzlunnar, sem tryggð eru hjá félaginu, samtals 468 véíiskip. Athyglisvert er, að skipum 111 'AN IÍR HFIMI \inv U 1 nll ui\ nC. 1IVI1 Jarðfræðingar bíða í eftirvæntingu — eftir niðurstöðum rannsókna á tunglgrjótinu HLUTI steinanna, sem áhöfn Apollos-11, flutti til jarðar, er líklega upprunninn í berg- lögum langt fyrir neðan yfir- borð tunglsins. Meðan á tungl f-erðinni stóð, biðu jarðfræð- ingar í ofvæni í tunglrann- sóknarstofunni í Houston. Einn yfirmanna jarðfræðing- anna sagði við mig: „Það var stórkostlegt, að Armstrong skyldi lenda tunglferjunni við gígbarm, því að líklegt er, að þar finnist grjót, sem kastaðist upp á yfirborðið, þegar loftsteinn myndaði gíg- inn“. Jarðfræðingarnir benda á, að tunglgrjótið, sem Anm- sfcrong og Aldrin söfnuðu, geti hafa borizt viða að af tunglinu til lendirugarsvæðLS- ins, er loftsteinar þeyttu því upp. Ráða þeir þetta m.a. af fjölbreytileilk sýnislhonmanna, sem tunglfairarnir fluttu með sér. Það rennir ennfremur stoð- um undir þessa kenningu, að yfir lendingarsvæðið liggja „geislar" út frá gígnum Molfcke, sem heifur augsýni- lega myndast af völduim loft- steins. Molfcke er uim 50 ta fyrir sunnan lendingiainstað- inn. Sum sýnishomin eru úr þessum „geisluim", en önmur líklega frá öðrum fjarlægari gígum. Þetta gerir jarðtfræð- inigum IkXeift að gera sér ljós- ari grein fyrir sögu tunglsins og inniri gerð þess, en hefðu öll sýnisihornin veirið úr yfirborðslögunum, einis og tal ið var tfyrir lendingu. En raunin varð sú, að tunglfar- amir náðu jafn fjölbreyttum sýnishoimum og hefði tugl- ferjan verið búin ötflugum borunartælkjum og getað flutt sig milli staða til að taka sýn ishom úr dýpri berglögum. Jarðtfræðiingunum kom e/klki á óvart, þegar Armlstirong taldi sig hafa fundið basalt. Þeir hatfa lengi veirið þeirrar sikoðunar, að tflest hin svo- nefndu „höf“ á tunglinu, hatfi myndazt við hraunrenmsli. En basalt tfinnst í einhverri mynd í flestum hraunlögum á jörðinni. Það olli hins vegair unidrun í hópi jarðfræðinganna í Houston, þegar Armstrong kvaðst h.afa séð málminn bíotít í basaltinu. Hann finnst mjög sjaldan í basalti á jörð inni, heldur í miklu súrara Tungigrjót í rannsókn. bergi, t.d. graníti. Jarðfræð- ingarnir segja, að annað hvort hafi það, sem Anmistrong sá, eiklki verið bíötít eða steinn- inin hatfi borizt úr dýpri berg- lögum, og granít finnist á tunglinu. Bf síðartaldi mögu- lei'kinn reynist réttur, bendir það eindregið til þess, að kjami tunglsins hatfi verið heitur. Tilvera basalts á tungl inu er ekki næg sönnun þess, að svo hafi verið, því að ba- sattlhraunið á ytfirborðinu, getur haifa orðið til, þegar loftsteinar rákust á tunglið, milkill ihiti myndaðist og bræddi þær bergtegundir, sem fyrir voru. Etf í ljós kemur, að kjarni tunglsins hafi einhverju sinni verið heitur, fá jarð- fræðingarnir, sem fjalla um tunglið, erfitt vandamál við að glímia. Þeir verða að fiinna skýringu á því, hvers vegna lögun tunglsins er óreglulegri en lögun jarðarinnar, því að samikvaemt kenningum vís- indamanna, hefði „heitt tungl“ átt að kólna þannig, að yfirborðið yrði fremur slétt og lögunin regluleg. Harold Urey, prófessor við Kalitforníuháslkóla, einn fremsti tunglfræðingur Bandaríkjanna, er meðal þeirra, sem rannsaka tuinigl- grjótið í Houston. Hann hef- ur sett tfram þá kenningu, að tunglið hafi verið kaldur hnöttur frá því að það mynd- aðist fyrir um það bil 4.500 milljóinum ára. Hann skýrir tilveru basaltsins og hrauns- ins á þann hátt, að slkömimu eftir að tunglið myndaðist, hafi stærri, heitari sól, en sú, sem nú vermir jörðina „soð- ið“ yfirborð tumglsins. En það eru fáir sammála þesssari kenningu Ureys. Þegar ég ræddi við Urey í Houston, kvaðst hann hlalklka mesit til þess að fá úr því slkorið, hvort einhver sýnis- hornanma, sem tunglfarairnir Söfnuðu, væru leirfkennd. Etf svo væri, sannaði það, að vatn væri eða hefði verið á tungl- inu. 'Hann kvaðst einnig bíða þess með eftirvæntingu, að ganga úr sikugga um hvort tunglgrjótið innihéldi úran- íum, því að það sannaði, að kjami tunglsins hefði verið heitur. Þetta myndi ikollvarpa kenningu Ureys um „soðna yfirborðið“. Talið er að rannsóknirnar á tunglgrjótiniu kollvarpi mörgum kenningum, en renni stoðum undir aðrar. Jarðtfræð ingarnir bíða eftirvæntingar- fullir etftir niðurlstöðunium, og vona, að þær gefi mönnumum réttari mynd af tumglinu, en þeir haifa átt til þesaa. (OBISERVBR — öll réttindi ásfcilin). þeim, sem tryggð eru hjá Samábyrgðinni, hefur ekki fjölgað á undanförnum árum. Verðmætisaukning trygging- anna byggist fyrst og fremst á því, að skipin eru stærri og betur búin en áður. En ís- lendingar ráða nú yfir einum bezt búna fiskiskipastól í heimi, bæði hvað varðar fiskileitar- og siglingatæki. Samábyrgð íslands á fiski- skipum var stofnuð á upp- hafsskeiði íslenzkrar stór- útgerðar. Á 60 ára ferli hefur hún reynzt hlutverki sínu vaxin. Gildi hennar er engu minna nú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.