Morgunblaðið - 08.08.1969, Page 4
4
MORGIWBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 196«
*
22-0-22-
RAUDARÁRSTlG 3;
1-44-44
Kvérfiscötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
bilaleigan
AKBBA VT
car rental serrice
8-23-47
sendum
JÖHAIMIMES LARJSSON, HRL.
Kirkjuhvoli, sími 13842.
InnhQimtur — verðbréfasala.
GUSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8. — Sim: 11171.
^UBIJNAÐARBANKINN
<-r banki fölksinw
<
1ALLÍ n t / jfe,
Vélapakkningar
De Soto
BMC — Austin Gipsy
Chrysler
Buick
Chevrolet, flestar tegundir
Dodge
Bedford, disil
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
BedforJ, dísil
Thomes Trader
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz '59
Pobeda
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jonsson & Co.
Skerfan 17.
Simar 84E15 og 845 16.
© Heilsuhæli
Náttúrulækningafélags
íslands í Hveragerði
Ámi Ásbjamarson, forstjóri
Heilsuhælis N.L.F.Í. í Hveragerði,
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Bréf Margrétar Jónsdóttur í dálk
um þínum 31. júlí gefur mér til-
efni til að koma á framfæri fá-
einum ábendingum varðandi starf
semi Heilsuhælis Náttúrulækninga
félags íslands í Hveragerði.
Hælið var stofnað sem almennt
hressingar- og hvíldarheimili fyr
ir heilbrigða og sjúka, og fyrst í
stað greiddu allir dvalargjöldin
úr eigin vasa. Fljótlega viður-
kenndi heilbrigðisstjórnin hælið
sem gigtlækningastofnun og síðan
hafa sjúkrasamlög greitt nokk-
um hluta daggjalda gigtarsjúkl-
inga, síðustu árin yfirleitt %.
Enda þótt gera hefði mátt ráð
fyrir, að margir vildu dvelja í
hælinu í sumarfrium, fremur en í
dýrum sumargistihúsum, hefir
eftirspurn eftir slíkum plássum
jafnan verið lítil, vafalaust vegna
þess, að fólk í sumarfríum sættir
sig ekki við að búa innan um
sjúklinga eða við þær takmark-
anir á fæði og frjálsræði, sem hæl-
isgestum eru settar.
0 Aðsókn eykst
Aðsókn að hælinu hefir aukizt
ár frá ári. Sumarið 1968, meðan
dvalargestir greiddu enn Vt hluta
daggjalda, voru þannig langir
biðlistar, og urðu margir frá að
hverfa með öllu. Ástæðan til þess,
að eftirspum er mest að sumr-
inu er augljós: Fyrir marga er
það eini tími ársins, sem þeir
eiga heimangengt, húsmæður frá
heimilum sínum, meðan börnin
em í sveit, og aðrir vilja held-
ur nota sumarleyfi sitt til að fá
nudd- og æfingameðferð, leirböð
o.s.frv., fremur en að biðja vinnu
veitanda sinn um veikindafrí á
öðrum tímum árs, og fæstir þess-
ara sjúklinga eiga kost á tilsvar-
andi meðferð annars staðar.
Það er rétt hjá Margréti, að
sjúkrahús hafa í vaxandi mæli
beðið um pláss fyrir sjúklinga í
hælinu, og verður okkur varla
legið á hálsi fyrir að láta þá sitja
fyrir ýmsum öðrum, m.a. með til-
liti til þess að í sjúkrahúsum í
Reykjavík, en þaðan koma flest-
ir þessir sjúklingar, verða sjúkra
samlög að greiða allt að þre-
falt hærri daggjöld, og jafnvel
þar yfir, en í hælinu. Er þetta
því mikili sparnaður fyrir sjúkra
samlögin. Auk þess þarfnast flest
ir þessir sjúklingar sjúkraþjálf-
unar og annarrár meðferðar, sem
hælið hefir upp á að bjóða.
0 Grunsemdir
og getsakir
Sjúklingar em teknir í hælið
eftir tilvisun eða beiðni frá heim
ilislækni eða öðrum lækni, sem
ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 164 00 12070
Einstaklingsferðir
Höfum ó boðstólumog skipuleggjum einstaklingsferðir um ollan heim. Reynið
Telex ferðaþjónustu okkar. örugg ferðaþjónusta: Aldrei dýrari enoftódýrari
en annars staðar.
\mmi
ferðirnar sem folkið velnr
íbúð — Hafnarfjörður
Til sölu falleg 6 herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu tvíbýlishúsi T
Hafnarfirði. 3 svefnherb., samliggjandi stofur, eldhús og bað á
hæðinni, ásamt sérþvottahúsi, geymslu og innbyggðum bíl-
skúr á jarðhæð. Lóð fullfrágengin. Fallegt útsýni.
Skip og fasteignir
Skúlagötu 63.
Sími 21735, eftir lokun 36329.
Fró skiposkoðunorstjóra
Að gefnu tilefni skal vakin athygli á, að óheimilt er að breyta
opnum trébátum í þilfarsskip án þess að samþykki Skipa-
skoðunar ríkisins sé fyrir hendi áður en breyting hefst. Til
samþykktar verður að skila til Skipaskoðunarinnar teikningu
og lýsingu ásamt efnismálum af bát og breytingu. Tekið skal
fram að ekki verður leyft að setja þilfar á báta nema styrk-
leiki þeirra uppfylli styrkleikakröfur þær sem gerðar eru !
reglum um smíði tréskipa eða reglum um smíði skarsúð-
aðra báta.
Skipaskoðunarstjórinn.
stundað hefir sjúklinginn. Reynt
er að velja úr eftir þeim upp-
lýsingum, sem frá læknunum ber
ast. Það er erfitt verk og óvin-
sælt að velja og í mörgum til-
fellum illa hægt að gera sér grein
fyrir því, hverjum er mest og
brýnust þörf á að komast á hælið.
Og það er skiljanlegt, að mörg-
um sem komast ekki í hælið fyrr
en eftir dúk og disk, eða alls
ekki, sárni og telji sig órétti
beitta. Viljandi er það ekki gert
að meina neinum dvöl á hælinu.
En það er eðlilegt og mannlegt,
að hjá þeim óánægðu skjóti upp
kollinum ýmsar grunsemdir og
getsakir, sem er jafnerfitt að
sanna og afsanna, og útilokað að
elta ólar við slíkt.
Hveragerði 4. ágúst 1969,
Árni Ásbjarnarson,
forstjóri Heilsuhælis NLFÍ“
0 Vegamerkingar
„Velvakandi ferðaiangur“
skrifar:
„Kæri „nafni“!
Ég er einn fjölmargra, sem
eyði fríhelgi verzlunarmanna
gjarnan í ferðalög. Nú í þetta
sinn varð svæðið norðan Galta-
lækjarskógar, sunnan Tungnaár,
austan Þjórsár og vestan Land-
mannalauga fyrir valinu. Þetta
svæði var til skamms tíma uppi
á öræfum, en er nú komið í þjóð-
braut. Vegir eða bílabrautir á
þessu svæði eru færar flestum bíl-
um, en þó varasamar fyrir mjög
lágar bifreiðar, þótt þær skríði
að komast.
En það, sem fær mig til að
drepa niður penna í þetta skiptið,
er fyrst og fremst það, hversu
vegavísun er þama fálmkennd,
ruglingsleg og sums staðarpíbein-
línis villandi, enda vorú þeir
margir, sem námu staðar, er þeir
mættu öðrum, og spurðu til veg-
ar. Þegar búið er að fá yfirsýn
yfir svæðið, er rötun þama ekki
afskaplega erfið, ef vel er verið
á verði og sum skiltin tekin með
varúð en víða em engin skilti.
En engin regla er án undan-
antekninga eða öllu heldur í þessu
tilviki, engin óregla er án undan
tekninga. Þarna er verið að
leggja nýjan veg, Þórisvatnsveg,
frá stíflu Búrfelísvirkjunar inn
að brúnni á Tungnaá, og svo víst
áfram að Þórisvatni. Þar sem nú
verandi braut sker hinn nýja veg
norðan Valafells, var skilti, þar
sem stóð á, auk nafns vegarins,
að verktakafélögin Hlaðbær, Mið
fell og Völur væru að leggja
þennan veg, og eigandi hans (verk
kaupi) væri Landsvirkjun. Varfrá
þeim stað auðvelt að rata inn að
hinni nýju brú á Tungnaá, enda
að vísu fáar hliðarslóðir til glepj
unar.
0 Vegagerð boðin út
En það, sem sérstaklega vakti
furðu mína, var, að Landsvirkj-
un væri eigandi að þessum mynd
arlega vegi. Hafa ekki orðið
hausavíxl á þessum tveimur op-
inberu fyrirtækjum, Landsvirkj-
un og Vegagerð ríkisins, og má
maður kannski eiga von á því, að
Vegagerð ríkisins fari að snúa
sér að smíði raforkuvera? íþessu
sambandi fannst mér mjög at-
hyglisvert að vegagerð þessi
skyldi vera boðin út gagnstætt
því, sem við höíum átt að venj-
ast. Er þarna um framfarir að
ræða, og vonandi, að vegir eða
vegkaflar verði í auknum mæli
boðnir út af þeim opinberu að-
ilum, sem standa munu fyrir vega
gerð á íslandi. Skilst mér, að
reynsla Reykjavíkurborgar af út-
boðum í gatnagerð hafi yfirleitt
verið mjög góð, og borgin hafi
hagnazt á viðskiptunum.
Hvi ætti ekki hið sama að gilda
um gatnagerð í strjálbýli eða á
þjóðvegum yfirleitt?
í góðri von um, að ábyrgir
aðilar bæti hið fyrsta úr þessu
og t.d. Ferðafélag íslands skeri
upp herör ásamt Vegagerð rík-
isins eða vegamálastjóra, kveð ég
að sinni. — Megi allir ferðalang-
ar á fyrrgreindu svæði hafa að
lokum ratað rétta leið og skilað
sér glaðir í bragði og úthvíldir
til síns heima.
Rvík, 5.8. 1969,
Velvakandi ferðalangur".
0 Róbert
og tindátar Steins
„Kæri Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig að
koma eftirfarandi ósk á framfæri:
Væri unnt áð dagskrárstjórn út
varpsins léti endurtaka upplest-
ur Róberts Arnfinnssonar á kvæð
inu Tindátunum eftir Stein Stein
arr, sem flutt var í þættinum
Léttum réttum á sunnudagskvöld
ið? Ég heyrði aðeins niðurlag
þessa ágæta kvæðis, (sem var flutt
með tónlist), vegna þess að ég
horfði á sjónvarp, en þess var
ekki getið að Róbert læsi þetta
kvæði í dagskránni. Ég veit, að
ég er ekki ein um að hafa misst
af þessu, eða er ekki svo Vel-
vakandi ágætur?
Hlustandi.“
Verzlun til sölu
Húseignir verzlunarinnar Borg á Skagaströnd ásamt lager, oru
til sölu nú þegar.
Væntanlegir kaupendur snúi sér til Þorfinns Bjarnasonar,
Skagaströnd, eða Magnúsar Konráðssonar. Drápuhlíð 29,
Reykjavík, sími 11287, sem gefa nánari upplýsingar.
ELDTRAUSTIR
SKJALASKÁPAR
3ja og 4ra skúffu.
SÆNSK
GÆÐAVARA
E.TH.MATHIESEN H.F.^
SUÐURGT. 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152