Morgunblaðið - 08.08.1969, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1960
tMMMMMMMMMMM
GfSLI
HALLDÓRSSON
* Aðstaða
til íþróttaiðkana
í vaxahdi borg er nauðsynlegt
að öll íþrótta- og æskulýðsstarf-
semi sé vel skipulögð. svo að bver
og einn geti stundað alls konar
íþróttir og almenna líkamsrækt i
frístundum sínum. Á undanförnum
árum hefur því borgarstjórn lagt
aukna rækt við íþrótta- og útivistar-
svæði í og við borgina. Skipuleg
samvinna er við öll íþróttafélög
borgarinnar, iþróttabandalag Reykja-
víkur og sérráð þess til þess að ná
sem beztum árangri í þessari skipu-
lagningu. Þá hefur borgarstjórn
komið á fót fþróttaráði, sem fer
með stjórn íþróttamála og skipað
sérstakan íþróttafulltrúa borgarinn-
ar, sem fylgist með hinu marg-
þætta íþróttastarfi borgaryfirvalda á
hverjum tíma. Ráðið er þannig
skipað að fþróttabandalag Reykja-
víkur tilnefnir tvo af fimm fulltrú-
um, sem eiga sæti í ráðinu, en
borgarstjórn hina þrjá.
Á undanförnum árum hefur
fþróttaráðið samið áætlanir um ár-
legar framkvæmdir, en jafnframt
gert heildaráætlanir fram í tímann.
Er þar lögð áherzla á að íþrótta- og
útivistarsvæði verði í hverju hverfi
til alhliða íþróttaiðkana, ekki ein-
ungis fyrir íþróttamenn, heldur fyr-
ir alla borgarbúa, yngri sem eldri.
Víða í hinum eldri borgarhverfum
hefur verið erfitt um vik að koma
sliku fyrir, en við gerð aðalskipu-
lags Reykjavíkur voru iþróttasvæði
hinna stærri félaga, eins og KR,
Vals, Ármanns og Víkings ákveðin
sem framtiðarstaður þessara félaga
og hverfanna. Fram, Þróttur og 1R
fengu svo um sama leyti ákveðin
ný svæði.
I nýjum hverfum er hægara um
vik, þar sem landrými er ekki eins
takmarkað og í gömlu hverfunum.
Hefur því verið ákveðið að i Arbæ
og Breiðholti verði rúmgóð svæði
til íþrótta og útivistar fyrir íbúana,
og þau félög er þar verða stofnuð.
1 eldri hverfunum hafa hin einstöku
félög haslað sér völl, að mestu
hverfisbundið. Er það ágætt fyrir-
komulag, sem borgaryfirvöldin hafa
styrkt mjög mikið með því að út-
hluta félögum eigin svæðum, og
styrkja þau fjárhagslega til þess að
byggja íþróttahús og velli, ásamt
félagsheimilum. Þá er rekstur þess-
ara félagsmiðstöðva styrktur, enda
hafi hinn almenni borgari aðgang
að svæðunum.
öðru máli gegnir um nýju hverf-
in, þar eru engin rótgróin félög fyrir
hendi, sem staðið geta fyrir slíkri
uppbyggingu, þar verður íþrótta-
ráðið að tryggja uppbyggingu á
íþróttamannvirkjum í samvinnu við
skóla og borgaryfirvöld. Verður
lögð áherzla á að slík uppbygging
geti átt sér stað um leið og hin
einstöku hverfi byggjast.
* Sundstaðir
Að undanförnu hefur sérstök
áherzia verið lögð á að byggja upp
sundaðstöðu í borginni, enda má
segja að sundíþróttin hafi hér
nokkra sérstöðu eftir að hin al-
menna sundskylda var tekin upp,
en með henni á hver einasti upp-
kominn borgari að kunna að synda.
Jafnframt því sem sundið er ágætis
íþrótt fyrir alla yngri sem eldri
borgara, þá er það ein bezta íþrótt
til alhliða hreyfingar og heilsurækt-
ar. Sundið hefur því átt miklum
vinsældum að fagna.
Með tilliti til þess hefur borgar-
stjórnin varið miklu fé á undan-
förnum árum til að fjölga sundr
stöðum og bæta aðstöðuna á öðr-
um. Stærsta áfanganum á þessu
sviði var náð er sundlaugin í
Laugardal var tekin í notkun á sl.
ári. Þá voru gömlu sundlaugarnar
lagðar niður, en þær höfðu þá ver-
ið starfræktar í 61 ár frá því að
þær voru hlaðnar upp. En sund-
kennsla hafði farið þar fram í yfir
80 ár. Nýju sundlaugarnar voru því
verðugur arftaki gömlu lauganna,
er þær tóku við á þeim stað, sem
vagga sundmenntar borgarbúa stóð.
Sundlaugarnar gömlu voru ávallt
vel sóttar, og margir af fastagest-
um höfðu tekið ástfóstri við þær
og töldu að varla mundi aðsókn
verða betri í nýjum laugum. En
það var hér eins og víða annars
staðar, að hið gamla varð að víkja
fyrir nýjum líma og auknum kröfum
um bætta aðstöðu og meira
hreinlæti.
Nú pegar hægt er að bera saman
aðsókn að gömlu laugunum á fyrsta
hálfa árinu er ánægjulegt að sjá, að
þótt margir hafi sótt gömlu laug-
arnar þá hafa helmingi fleiri komið
í þær nýju á sama tíma.
Auk sundlauganna í Laugardal
hefur sundlaug verið byggð í Vest-
urborginni, og komið hefur verið
upp kennslulaug í Breiðagerðis-
skóla.
Sundstaðir eru því nú 5 að tölu,
sem allir eru vel sóttir af borgar-
búum. Tveir af þeim eru útisund-
laugar, tvær kennslulaugar í skól-
um og Sundhöllin. Otilaugarnar eru
reknar allt árið, og er það engin ný-
lunda hér, en þessu er ekki svo
farið annars staðar. T. d. vil ég
geta þess til fróðleiks að nýverið
var einn borgarstjóri Kaupmanna-
hafnar á ferð í Moskvu. Var honum
m. a. sýnd þar ný fullkomin úti-
sundlaug og gestgjafinn sagði hon-
um með nokkru stolti, að hún yrði
rekin allt árið. Þá sagði borgar-
stjórinn frá fyrri heimsóknum sjn-
um til Reykjavíkur og tjáði þeim
að hér hefðum við lengi rekið úti-
sundlaugar allt árið.
Vegna ágætrar aðsóknar í
sundlaug Vesturbæjar, verða
búningsherbergi stækkuð og
bætt til muna á næstu árum.
í Breiðholti er þegar ákveðið að
byggð verði sundlaug fyrir fþrótta-
fólk, skólana og almenning, en í
Árbæjarhverfi er þegar verið að
byggja skólasundlaug, sem verður
opin fyrir íbúa hverfisins á vissum
tímum.
Vegna hinnar bættu aðstöðu til
sundiðkana, hefur baðgestum farið
ört fjölgandi eins og sjá má á eftir-
farandi: Árið 1962 voru baðgestir
á öllum sundstöðunum um 500 þús.,
árið 1966 voru þeir orðnir um 600
þús. og allt bendir til þess, að nú
í ár verði þeir yfir 700 þúsund.
stóraukið alla innanhússstarfsemi á
næstu árum, en á því hefur verið
mikil þörf.
íþróttahús
Aðsókn að innanhússíþróttum
hefur vaxið hröðum skrefum á und-
anförnum árum. Hefur verið unnið
markvisst að þvií að bæta þá afstöðu
með því að byggja fleimi íþróttahús.
En þau eru dýr í byggingu og þess
vegna eru aðeins tvö félög, sem
hafa haft bolmagn til að ráð-
ast í svo fjárfrekar framkvæmdir.
Til þess að hraða byggingu iþrótta-
húsa, hefur verið gert samkomulag
milli iþróttahreyfingarinnar, skóia-
og borgaryfirvalda, að íþróttahús
skólanna verði byggð stærri en áð-
ur, svo að þau komi að fullum
notum fyrir kvöldstarfsemi fþrótta-
félaganna. Hefur þetta borið góðan
árangur, sem þegar hefur gefið
góða raun, með byggingu íþrótta-
húss Réttarholtsskóla. Þar hefur
hið hverfisbundna félag Víkingur
fyrst og fremst fengið aðsetur með
sína starfsemi. En að öðru leyti ráð-
stafar ÍBR lausum tímum í húsinu
til annarra félaga.
Bygging íþróttasala hefur gengið
mjög vel á undanförnum árum, sem
sjá má á eftirfarandi:
Árið 1930 voru hér aðeins tveir
iþróttasalir 300 ferm að stærð. Á
árunum 1930—1940 voru byggðir
tveir salir í viðbót, sem voru 348
ferm að flatarmáli. Næsta áratuginn
voru fjórir salir byggðir er voru
800 ferm að stærð. Frá 1950—1960
eru enn byggðir fjórir salir, sem
eru 1056 ferm samanlagt, og frá
1960 hafa verið byggðir 6 salir, sem
eru 2928 ferm að stærð.
Nú eru 5 íþróttahús í smiðum
með 9 sólum og verða þeir 2362
ferm að stærð. Allir þessir salir
verða teknir í notkun fyrir árslok
1970, samtals verða þá byggðir 15
salir á þessum áratug, sem verða
að flatarmáli 5290 ferm.
Þessar stórstigu framkvæmdir
munu létta undir starfsemi iþrótta-
félaganna, um leið og þau geta
UPPBYGGINGU
ÍÞRÚTTAMANNVIRKJA
Sýninga- og
íþróttahús
Fyrir nokkrum árum var sýn-
inga- og íþróttahúsið í Laugardal
tekið í notkun. Var það byggt upp-
haflega af Reykjavíkurborg, Sýn-
ingasamtökum atvinnuveganna og
ÍBR. En vegna þess að einn aðilinn
hafði ekki bolmagn til þess að
greiða tilskilinn byggingarkostnað,
þá stöðvaðist bygqingin áður en
hægt var að Ijúka henni að fu'lu.
Nú hefur sú breyting orðið á, að
Reykjavikurborg hefur keypt eign-
arhluta Sýningasamtakanna og á
nú 92% af húsinu en ÍBR 8%. Um
leið og þessi eignaskipti fóru tram
var ákveðið að hefjast handa við
að fullgera húsið og verður vinna
nú hafin við það ó þessu sumri.
Verður því verki haldið áfram, þar
til húsinu er fulllokið, þó þannig að
íþtóttaæfingar, kappleikir og sýn-
ingar geta farið fram eftir því sem
nauðsynlegt er.
Þó að húsið hafi ekki verið full-
gert þá hefur það komið að fullum
notum sl. 3 ár fyrir íþróttaæfingar
og kappleiki félaga á kvöldin, en á
daginn hafa skólarnir notað salinn.
Hefur það verið mikil lyftistöng
fyrir allt íþróttalíf i borginni, en
einkum hefur handknattleiksíþróttin
notið þar góðs af og þá sérstak-
lega Handknattleikssamband fs-
lands. Hefur það getað boðið til
margra landsleikja við ágæt skil-
yrði, en af þeim hefur orðið mikill
íþróttalegur ávinningur; þá hefur
húsið einnig orðið til þess að bæta
mjög fjárhag sambandsins.
* Laugardalsvöllur
Nú er verið að stækka og end-
urbæta Laugardalsvöllinn, en 1.
áfangi hans var tekinn í notkun
fyrir 12 árum. Þá rúmaði hann 13.000
áhorfendur, þar af 1100 í sætum.
Það var strax í upphafi ætlunin að
fiölga sætum í stúkubyggingu og
byggja yfir þau síðar. Nú eru fram-
kvæmdir við þennan áfanga hafnar
fyrir nokkru og lýkur þeim í byrjun
næsta árs. Þá verða sætr fyrir um
3630 manns og byggt þak yfir þau
öll, en stæði fyrir um 11.400 manns.
Um leið og þakið verður byggt,
verður útbúin sérstök aðstaða fyrir
íþróttafréttaritara, útvarps- og sjón-
varpsmenn. Verður það í upphit-
uðu rými með sérsímum og öðrum
þægindum, sem tilheyra fyrir þessa
starfsemi. Siðan verður hægt að
auka rými fyrir áhorfendur, svo
að vötlurinn rúmi 25.000—30.000
manns.
f framhaldi af þessum byggingar-
framkvæmdum verður haldið áfram
við að innrétta stúkubygginguna.
En þar verða gerð fleiri búningsher-
bergi og betri aðstaða fyrir þjálfara
og dómara. Þá verður sköpuð sér-
stök aðstaða fyrir frjálsíþróttamenn,
með því að byggja 60 m innanhúss-
hlaupabraut. í sumar er einnig
ákveðið að bæta þar aðstöðu fyrir
hástökkvara og verður þar sett
„Tartan" á uppstökksbraut, en það
er sams konar gerviefni og notað
var á Ólympíuleikvellinum í Mexíkó.
Nú er Lauga rdalsv ö H ur inn eim-
göngu fyriir frjátsar íþróttiir og
knattspyrnu, en síðar er ætlazt til
að hand'knattlei'kur fái þar ernnig
aðstöðu með því að byggja tvo
úti'velli. Verða þeiir byggðiir upp á
sérstaikan hátt, þar sem gúmkennt
efni verðuir lagt ofan á asfalt'undi>r-
Framhald á bls. 11
VERÐUR HALDIS AFRAM
i^NNNNN^^^^^NNNNNHNNí^## ^^Hfr^NNNN